Vísir - 01.12.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 01.12.1977, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 1. desember 41. 67. árg. Búast má við 70 - 80% hœkkun hjá Pósti og síma „Það má búast við feikna hækkunum á gjaldskrá stofnana eins og Pósti og sima sem eru viðkvæmar fyrir launabreytingum. Af útgjöldum Pósts og sima eru 60% launa- greiðslur og mikil hækkun á gjaldskrá er óumflýjanleg”, sagði Lárus Jónsson al- þingismaður i samtali við Visi. Fjárveitinganefnd Alþingis hefur að undanförnu fjallaö um hvernig fjárhag Pósts og sima skuli varið i stórum dráttum á næsta ári. Nefndin ákveður i samráði við rikisstjórnina hvað skuli varið miklu i fjárfestingu og við hvaða laun skuli miða í fjárlagagerðinni. Visir spurði Lárus Jónsson hvort yfirvofandi væri hækkun á gjaldskrá stofnunarinnar sem næmi allt að 70-80%. „Þær launasprengingar sem orðið hafa á árinu kalla á verð- sprengingar. Þegar laun hækka um 60% þýðir það eitt 36%- hækkun á gjaldskrá” sagði Lár- us^Miðað við að það verði 30% verðlagshækkun á næsta ári, eins og Þjóðhagsstofnun spáir, og áhrif hennar á laun metin þá yröi hækkunin eins mikil og þú nefndir. Hækkunin yrði að verða strax um áramót og þetta sýnir hvað er að gerast i þjóðfélag- inu”. Lárus benti á að Póstur og simi ber meira af opinberum gjöldum en margar slfkar þjón- ustustofnanir. Til dæmis 20% söluskatt og toll og vörugjald er á öllum hennar aðföngum og þjónustan þvi að vissu leyti dýr. Hins vegar lægju fyrir óyggj- andi gögn um þaö, að þjónusta Pósts og sima hefur ekki hækk- að jafn mikið og laun slðustu árin.' Þegar lagðar hafa verið fram ákveðnar tillögur um gjaldskrá fyrir Póst og sima fer máliö fyrir gjaldskrárnefnd og slðan er það rlkisstjórnin sem tekur endanlega ákvörðun. —SG Valdis Gunnarsdóttir, les teljarastööu og Guörún Eggertsdóttir fær- ir inn á tölvu. — Visismynd: JEG. Bátur fór á hliðina Bátur fór á hliðina i Hafnarfjarðarhöfn i gærkvöldi. Tókst að rétta hann við i nótt og studdu kranar við hann i moirgun. Báturinn, Hringur GK-18 sem er 136 tonn, á að fara i slipp og var búið að taka úr honum vél og ballest i gærkvöldi. Varð það þess valdandi aö bát- urinn fór að hliðina og féllu möstrin á bryggjuna og stöðvuðu bátinn þar. Voru fengnir kranar til aö rétta bátinn við og studdu þeir við hann I morgun þar til búiö yröi að koma einhverju fyrir i bátnum og flytja hann I slipp. JEG tók myndina I morgun. —EA MAÐUR ÁRSINS 1977 Vísir hleypir nú i annað skipti af stokkunum kosningum meðal lesenda sinna um „Mann ársins”. i fyrstu kosningunum, i fyrra, var Guðmundur Kjærnested, skipherra, kjörinn. Hver verður það i ár? Kosninqarnar standa til þriðjudagsins 20. desem- ber og Visir hvetur les- endur sína til að greiða atkvæði sem fyrst. Maður ársins 1977 hlýtur viðurkenningu frá Vísi og þrír þeirra, sem tóku þátt í því að kjósa hann, fá jólagjöf frá blaðinu. Það er ekki eftir neinu að biða. Atkvæðaseðill og frekari upplýsingar eru á bls. 8 og 9 i blaðinu í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.