Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VTSIR

Laugardagur 1. júli 1978

Það hefur sjálfsagt ekki fariö fram hjá nein-

um sem fyigist með popptónlist/ að mikil deyfð

hefur ríkt í þeim málum alls staðar í heiminum

undanfarin ár. Ekkert nýtt hefur komið fram og

vélræn tiif inningalaus diskótekframleiðsla ráðið

ríkjum. Við hér norður undir Dumbshafi höfum

ekki farið varhluta af þessari stöðnun sem sést

best á því hve popphljómsveitum hefur farið

stöðugt fækkandi og stemmning á dansleikjum

ber meiri keim af brennivíni og ófullnægju en

áður. Jafnframt hefur aðstaða þess aldurshóps

sem mest hefur af poppinu að segja, — þ.e. auð-

vitaðunglinganna, til að skemmta sér sennilega

ekki verið eins slæm frá striðslókum.

En sem betur fer eru alltaf til menn sem reyna

að klóra í bakkann og finna uppá einhverju

skemmtilegu til þess að hrista uppí hinu gráa

hversdagslífi og í dag kynnir Helgarblaðið enskt

hljómplötufyrirtæki, og nokkra þá tónlistarmenn

sem það hefur á snærum sínum, sem nýtur

mikilla vinsælda í heimalandi sínu og er um

þessar mundir einnig að kveða sér hljóðs annars

staðar íveröldinni t.d. í Bandaríkjunum og eftil-

vill hér heima á Fróni: STIFF RECORDS.

„Cry like a baby" með hljóm-

sveitinni Box Tops.Og flestar

pessar endurútgáfur eru seldar

á mun ódýrara verði en gerist

og gengur meö plötur.

Nýbylgjutónlist

Það fyrirbæri sem svo rhikið

hefur verið rætt og ritað um að

undanförnu, „new wave" eðá

nýbylgjutónlist eins og það

kallast hérlendis, er einmitt sú

skilgreining sem breskir blaða-

menn hafa gefið þeirri tónlist

sem Stif f Records sendir f rá sér

og þeir taldir frumherjar á

þessu sviði. Hinsvegar hefur

hugtakið fengið ákaflega vill-

andi   merkingu   hérlendis.   Sú

tónlist sem hér er rætt um er

nefnilega langt frá þvi að vera

eitthvað nýtt i sögunni. Hér e

gamla góða rokkið enn á ferð-

inni i friskum og kröftugum

búningi og hugtakið „new

wave" i Englandi þýðir alveg

nákvæmlega það sama og

„Lummustuð" á tslandi. Hér

eru ekki á ferðinni öskrandi

apakettir að syngja um ælu og

öskuhauga eins og svo margir

virðast halda, heldur hressilegir

rokkarar eins og Lónli blú bojs,

Lúdó og Dúmbó og Steini, sem

eru fyrst og fremst að hugsa um

að koma sjálfum sér og öðrum i

gott skap.

—pp.

Texti: Póll Pálssan

Elvis Costello er tölvufræðingur að mennt og starfaði sem slikur þar til

á siðasta ári, er frami hans innan poppheimsins var orðinnaugljós.

Hann var einn af stofnendum Stiff Records og fyrsta platan sem fyrir-

tækið gaf út var einmitt með honum („Radio Sweetheart"). t byrjun

þessa árs yfirgaf hann Stiff ásamt Nick Lowe og Jake Riveria og stofn-

aði með þeim Radar Records.

STIFFf

Hljómsveitin the Damned, skipuð þeim Dave Vanian.söngur, Brian James, gitar, Captain Sensible,

bassi, og Rat Scabies, trommur, var stofnuð sumarið '75. Það gekk hvorki né rak hjá þeim þar til Stifí

gaf út með þeim iagið „New Rose" sem var fyrsta „nýbylgjulagiö" sem komst á vinsældariista. En

þrátt fyrir vinsældirnar, virðist hafa hlaupið snurða á samstarfið, þvi nýjustu fregnir herma að þeir séu

hættir.

Ian Dury, sem af mörgum er tal-

inn ljótasti poppari heimsins, var

búinn að vera ákaflega lengi i

„bransanum" og hafði aldrei

gengið nokkurn skapaðan hlut

þar til hann gekk tii liðs við Stiff. i

dag er hann ein skærasta stjarna

Bretlands og er farinn að hasia

sér völl einnig i U.S.A. Lag hans

„Sex + Drugs+Rock+Roll + -

Chaos" er einskonar þjóðsöngur

„nýbylgjumanna".

Nick Lowe stjórnaði upptökum á

flestum plötum Stiff i byrjun s.s.

Elvis Costello, Damned,

Gramham Parker o.í'l., auk þess

sem hann gerði margar sjálfur.

Eftir að hann hætti hjá Stiff gaf

hann út breiðskifuna „Jesus of

Cool" sem var ein mest selda

platan i Englandi i vor. Hann

þykir mjög frjálslyndur og

skemmtilegur rokkari og átti

mikinn þátt i að skapa hið

sérstaka andrúmsloft innan Stiff

records og vinnur enn mikið fyrir'

það fyrirtæki, þtí svo að hann

sjálfur út plötur sinar hjá Radar

records.

Dave Edmunds, sem er einn

þeirra mörgu listamanna sem

hafa starfað með Stiff, þó svo að

þeir séu á samning annars staðar,

kom fyrst fram á sjónar- og

heyrnarsviðið 1967 sem gitarleik-

ari i Love Sculpture og sló I gegn

með „Sverðdansinum" eftir

Khatchaturian. 1970 gaf hann út

Iagið „I hear you knocking" som

varð m.a. mjög vinsælt hérlendis.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32