Tíminn - 07.10.1969, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.10.1969, Blaðsíða 1
Crumfcrfirdi .'.itr*Jt<?frdi Saudirhrókl Uúsavlk Kópasherl Stödvarfirdi Keflavik Hafnarfirði Um 120 íslendingar ætla að setjast að í Málmey EJ-Reykjavík, mánudag. Um 20 trésmiðir hafa ákveðið að setjast að í Málmey í Svíþjóð með fjölskyldur sínar, og 5—10 járnsmiðir, samtals um 120 einstaklingar, — að sögn Kristins Snælands, raf- virkja, sem nú vinnur í Málmey. Nokkrir trésmiðir eru til viðbótar á förum til Svíþjóðar með fjölskyldur sínar, og auk þess eru ýmsir íslendingar við vinnu þar án fjölskyldna sinna. 5 fengu brunasár SB-Reykjavík, mánudag. Sprenging varð í steypuskála Álverksmiðjunnar í Straumsvík á laugardaginn, er bráðiS ál komst í snertingu við raka. Slettist áLið á fimm af starfs- mönnum verksmiðjunnar og b’-enndust þeir eitthvað og voru f'uttir i Slysavarðstofuna. Einn þe'rra þarf að dveljast í sjúkra húsi um sinn vegna brunasár- anna. Ragnar Halldórsson, forstjóri verksmiðjunnar, sagði að ein- hver mistök hefðu orðið þarna, því ekki ætti að geta komið fyrir. að bráðið álið geti lekið ur mótunum. Þarna fóru niður eitt til tvö kíló af álinu og lenti það á rökum palli, sem er undir stevpuvélinni. Við snertinguna myndaðist gufa með ákaflega miklum þrýstingi og sprenging varð. Alið slettist langar leiðir og urðu fimm starfsmenn fyrir slettunum. Brenndust þeir allir eitthvað, en eftir að gert hafði verið að sárum þeirra á slysa Framhald á bls. 15 Þeir íslendingar, sem nú ætla að setjast að í Svfþjóð, hafa yfir leitt unnið hjá Kockums-fyrirtæk inu í Málmey, en sennilega munu trésmiðirnir 20 leita vinnu annars staðar, þar sem þeir geta fengið hærra kaup við ýmsar nýbygging ar. Járnsmiðirnir eru fastráðnir og hafa því sömu laun hjá Kocums og annars staðar í landinu, O'g munu því sennilega halda áfram hjá því fyrirtæki. Kristinn Snæland hefur ritað blaðinu. ítarlegt bréf um aðstöðu íslendinganna i Málmey, og verð ur bréfið birt í heild einhvern naestu daga. í bréfinu koma fram ýmsar upp lýsingar utn laun og kostnað við húsnæði og uppihald í Svíþjóð. Fara þær upplýsingar sumar hér á eftir, og er alls staðar um sænskar krónur að ræða, en ein sænsk króna er um 17 íslenzkar. Laun verkafólks og iðnverka fólks eru 8—10 krónur á tímann. Iðnaðarmenn hafa 12—14 krónur á tímann. Eru þetta meðallaun, en í byggingarvinnu og ákvæðis vinnu geta þau orðið meiri. Fjölskyldubætur eru 450 krón ur á barn á ári. Húsaleigubætur eru einnig til, og eru miðaðar við tekjur og fjölskyldustærð. Nema þær t. d. 110 krónum á mánuði fyrir fjöl- skyldu með 2 börn og 25 þúsund krónur í árstekjur. Sama fjöl- skylda fær engar bætur ef launin ná þrjátíu þúsundum. Húsaleiga er tiltölulega há á þeim íbúðum, sem íslendingarnir hafa fengið, enda eru þær allar nýjar, og lýsir Kristinn þeim ítar lega í bréfi sínu. Leigan fyrir 2ja herbergja íbúð er 478 krónur, fyr ir 3ja herbergja 585 krónur og fyrir 4urra herbergja 650 krónur. ilbúðir með svonefndum „In- sats“, sem er nokkurs konar trygg ingarfé sem greitt er þegar íbúð in er tekin á leigu, eru 100—150 krónum ódýrari. Nemur trygging arfé þetta á nýjum íbúðum ca. 5000 krónum, en þessi upphæð er síðan endurgreidd þegar íbúð inni er skilað, og er hún þá venjulega nokkuð hærri, því hluti af húsaleigunni bætist við. ,in- sats“-inn. Hægt er að fá eldri íbúðir með' „insats", sem þá er hærri, en leigan aftur á móti lægri, en fyrir nýjar íbúðir. Húsigögn eru mjög ódýr, og duga 5000 krónur auðveldlega til að fullbúa 3ja herbergja íbúð af húsgögnum. 500 krónur eru brúttó tekjur af 10 vikna dagvinnu. Af- borgunarskilmálar eru hagstæðir, og algengt að útb. sé 10—15%. Til heimilishalds má reikna með að fari 500—600 krónur á mán uði hjá 4urra manna fjölskyldu. Skattar eru teknir af launum jafnóðum og þau eru útborguð (staðgreiðslukerfið margumtalaðai og eru 25—35% af launum. Venju lega er dregið heldur meira af launum í skatta en það sem raun verulega á að greiða, og er mis munurinn endurgreiddur í nóvem bermánuði árið eftir, og, ekki ó- algengt að hann nemi 500—1000 krónum. „Svíþjóð er ekkert gósenland, en breitt er. bilið milli kaupmátt ■ ar launa hér og heima á íslandi" segir Kristinn. mxl Jonssön, utanríkisráöherra, á ráðgjafaþíngi Evrópuráðsins: EJ-Reykjavík, mánudag. Emil Jónsson, utanríkisráðherra, flutti ræðu á ráðgjafaþingi Evrópuráðsins á fimmtu- daginn var og ræddi um sjávarútvegsmál. Ræddi hann um nauðsyn þess að fiskimið á öllu landgrunnssvæði íslands yrðu vemduð. Ekki nefndi hann þó að íslendingar teldu sig eiga rétt til yfirráða yfir eigin landgrunni, þótt það sé hin opinbera stefna samkvæmt sam- þykktum Alþingis. Johnson, þingmaður frá Hull í Bretlandi, en hann er formaður Framhald á bls. 14 í ræðu sinni lýsti Emil þýðingu fiskveiða fyrir íslendinga, en ræddi síðan tvö hagsmunamál, aukið frjálsræði í verzlun með sjávarafurðir og verndun fiski miðanna. Um þetta sagði hann m. a.: „Hrygningarsvæði og uppeldis- svæði fisksins þarf að vernda full komlega. Þau ná nú svo langt frá ströndinni að 12 mílna mörk in. sem hafa nú verið að mestu viðurkennd í reynd síðan Genf- arráðstefnunnar voru haldnar 1958 og 1960, ná þar ekki til. íslenzka ríkisstjórnin hefir marglýst því yfir. sem sinni stefnu að nún teldi nauðsynlegt að friða allt landgrunnið kringum landið jg ég efast ekki um að þetta verður talið nauðsynlegt í framtíðinni, ef ekki á um of að ganga á fiski- | stofnana. Landgrunnið hefir ekki verið nákvæmlega og endanlega ákveð ið, en venjulega er miðað við 200 m. dýpi. En þeirri skoðun veÁ nú óðum fylgi að lengra þurfi að fara. Hafsbotnsnefnd Sam- einuðu þjóðanna hefir nú þetta mál til athugunar, að visu í öðru samibandi, en þar virðist stefna í sömu átt, Þó að þetta kunni ,að virðast harðir kostir í bili fyrir þær þjóðir sem fiska á fjarlægum miðum eru beir þó vissulega að- gengilegri en að uppræta stofn inn, því að margir hafa takmark aða trú á kvótakerfinu. Hitt aðalatriðið sem ég minnt ist á sem annað þýðingarmesta atriðið fyrir fiskveiðiþjóðirnar og þá alveg sérstaklega fyrir okkur fslendinga, er nauðsyn þess að stofnað verði til svæðasamtaka um sem frjálsasta sölu fisks og fiskafurða og þá vitaskuld fyrst og fremst innan EFTA og EEC. íslendingar hafa enn ekki getað orðið aðilar að þessum samtökum en vonast til að geta nú orðið að ilar að EFTA um áramótin næstu, vel að merkja ef sala fisks þar getur orðið frjáls, að mestu leyti. Og mér þykir vænt um að geta sagt að það virðist nú, eftir síð ustu viðræður Breta og Norður landanna fyrir nokkrum dögum vera að opnast möguleikar fyrir frjálsum viðskiptum með freð- fiskflök milli þessara landa. Ég fagna því vissulega ef slíkt sam komulag næst við Bretland og vona að það geti orðið upphafið að frjálsari viðskiptum með fisk og fiskafurðir til hagsbóta fyrir alla viðkomandi aðila. Á eftir ræðunni tóku til máls fimm þingmenn, m. a- James SKÚLI GUÐMUNDSSON ALÞINGISMAÐUR LÁTINN FB-Reykjavík, mánudag. 1 gærmorgun lézt að heimili' sínu Skúli Guðmundsson, alþingis- maður og fyrrverandi ráðherra. Skúli var fæddur 10. október árið 1900 á Svertingsstöðum í Miðfirði1 í Vestur-Húnavatnssýslu og voru foreldrar hans Guðmundur Sigurðs son bóndi þar og síðar kaupfélags- stjóri á Hvamtmstanga og kona hans Magðalena Guðrún Einars- dóttir frá Tannstaðabakka. Skúli lauk prófi frá Verzlunarskóla ís- lands árið 1918. Verzlunarmaður var hann á Hvammstanga 1915 til 1922, að undanskyldum námsvetr- um. Við verzlun og búskap var Skúli árin 1923 til 1926. Síðan var hann skrifstofumaður hjá útgerðar félaginu Akurgerði i Hafnarfirði og hjá Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga í Reykjavík. Kaupfé- lagsstjóri varð hann á Hvamms- tanga árið 1934 og gegndi því starfi fram til ársins 1947. Hann var formaður innflutnings- og gjaldeyrisnefndar árin 1935 til ’37.( Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.