Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MÞ¥BUBUBID
Fimmtudagur 30. nóvember 1989
STOFNAÐ
181. tbl. 70. árg.
Sjálfstœðimenn höföu forystu um vantrauststillögu:
Hættulegur og óábyrgur leikur
segir Jón Baldvin Hannibalsson um málflutning
Sjálfstœdisflokksins og spyr um umbod Porsteins
Pálssonar til ad draga þann flokk nidur í svaöiö.
„Sjálfstæðisflokkur-
inn er að leika hættuleg-
an og óábyrgan leik sem
skaðar  hagsmuni  ís-
lands á sama tíma og við
tökumst á við eitt
ábyrgðarmesta hlutverk
sem íslendingar hafa
tekist á herðar í þýðing-
armiklum millirikjamái-
Taugatitringur í Brússel:
Einar Ben baðst afsökunar
Einar Benediktsson sendiherra í Brússel neyddist til
þess í gær að biðja afsökunar á fjarveru formanns ráð-
herraráðs EFTA á fundi í Evrópuþinginu þar sem utan-
ríkisráðherra átti að sitja fund með þingmönnum EFTA
og utanríkismálanefnd Evrópuráðsins í Brússei.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra átti að sitja
þann fund sem formaður ráðherraráðs EFTA og tala máli sam-
takanna í viðræðum við Andriessen, varaformann Evrópu-
bandalagsins, en vaYð að fresta för sinni vegna vantrauststil-
lögu stjórnarandstöðunnar. Sögusagnir bárust út um að stjórn-
in væri fallin og það vegna Evrópumálefnanna og kom fregn
sú verulegu róti á viðræðumenn. Sendiherrann þurfti að full-
vissa fundarmenn um óbreytta afstöðu íslendinga til áfram-
haldandi viðræðna.
Thatcher í kröppum dansi
Einar Guðjónsson hefur tekið að sér að skrifa fréttir og
fréttapistla frá Lundúnum fyrir Alþýðublaðið. í fyrsta
pistli sínum sem birtist í blaðinu í dag, gerir Einar grein
fyrir hrapandi stjörnu Margrétar Thatchers forsætis-
ráðherra Bretlands.
Thatcher á nú við mikla erfiðleika að etja, bæði við stjórn
landsins og innan eigin raða. í upphafi næstu viku verður for-
maður Ihaldsflokksins kosinn og hefur óþekktur þingmaður
boðið sig fram gegn Thatcher. Þótt þingmaðurinn eigi ekki
mikla möguleika gegn járnfrúnni getur þó farið svo að mót-
framboðið opni veginn fyrir Haseltine fyrrum varnarmálaráð-
herra Bretlands að formannsstól íhaldsflokksins breska.
Sjá bls. 5
um, ekki aðeins til að
gæta okkar hagsmuna
heldur     og     allra
EFTA-ríkjanna. Nú velur
Sjálfstæðisflokkurinn
þennan tíma til að snúa
við blaðinu í stað þess að
leita eftir samstöðu lýð-
ræðisflokkanna eins og
hann gerði hér áður í
þýðingarmiklum     al-
þjóðamálum", sagði Jón
Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra i sam-
tali við Alþýðublaðið í
gær.
Jón segir ennfremur að í
Ijósi þess að Sjálfstæðis-
menn hafi hingað til verið
sammála þeirri stefnu sem
hann hefur fylgt í EFTA-EB
viðræðunum, þá sé þetta
upphlaup óskiljanlegt. Jón
ítrekaði þessi ummæli sín í
umræðum um vantrausts-
stillögu Sjálfstæðísflokks,
Kvennalista og Frjálslyndra
hægrimanna í gær.
Jón segir að sú ákvörðun
Sjálfstæðisflokksins að
velja þennan tíma til að
flytja vantraustið, þegar
verið er að ræða Evrópu-
málefnin, sé skilið á þann
veg í Brússel að stjórnarand-
staðan á Islandi geri djúp-
stæðan ágreining við þá
stefnu sem utanríkisráð-
herra hefur mótað fyrir
hönd íslands og sem for-
maður ráðherraráðs EFTA í
þeim  könnunarviðræðum
sem fram hafa farið milli
EFTA og EB á þessu ári.
„Þetta vekur spurningar
um það hvort formaður
ráðherraráðs EFTA verði
ekki utanríkisráðherra eftir
kvöldið í kvöld og hvort
engin pólitísk samstaða sé
á lslandi um málið," sagði
Jón.
„Sjálfstæðisflokkurinn
hóf þetta upphlaup með því
að vefengja rétt utanríkis-
ráðherra til að taka áfram
þátt í þessum viðræðum
fyrir hönd íslands og sem
formaður EFTA, nema fyrir
lægi þingsályktunartillaga
samþykkt af Alþingi. Sam-
kvæmt stjórnarskrá hefur
utanríkisráðherra svokall-
að stöðuvald til að gera
milliríkjasamninga fyrir ís-
lands hönd án þess að
leggja efni þeirra eða inni-
hald fyrirfram fyrir Al-
þingi. Ef hér er um að ræða
mikilvæg mál sem varða
stjórnskipan eða afsal
landsréttinda þá er ótvírætt
að enginn slíkur samningur
hefur gildi, bindur hvorki
þing né þjóð, fyrr en hann
hefur verið lagður fyrir AI-
þingi. Það er vegna þess að
þegar gengið er til samn-
inga við erlenda aðila um
mikilvæga þjóðarhags-
muni getur það verið
óæskilegt og beinlínis
hættulegt að gera það allt
að opinni bók fyrirfram. Ut-
anríkisráðherrar Sjálfstæð-
isflokksins, eins og t.d.
Bjarni heitinn Benedikts-
son og Geir Hallgrímsson
hafa alla tíð gætt þessarar
Bjarni Benediktsson og Olafur Thors myndu snúa sér við i
gröfinni, sagði Jón Baldvin Hannibalsson i vantraustsum-
ræðunum i gærkvöldi og átti þá við málflutning formanns
Sjátfstæðisflokksins.    A-mynd/E.ÓI.
grundvallarreglu. Enda
væri annars verið að gefa
mjög hættulegt fordæmi,
enginn veit hverskonar
samsteypustjórnir     hér
verða myndaðar síðar.
Sjálfstæðismenn spyrja
um umboð. Ég spyr um um-
boð formanns Sjálfstæðis-
flokksins til að draga Sjálf-
stæðisflokkinn niður i svað-
ið" sagði Jón.
Boðskapur Þorsteins
Pálssonar í umræðunum í
gær  var að  ríkisstjór.nin
hefði ekki komið sér saman
um marktæka stefnu í Evr-
ópumálunum og að utan-
ríkisráðherra færi í þær
viðræður umboðslaus. Ut-
anríkisráðherra hefði mis-
tekist að ná breiðri sam-
stöðu um málið og reyndi í
vandræðum ríkisstjórnar-
innar að koma ábyrgðinni
yfir á stjórnarandstöðuna.
Atkvæðagreiðsla um van-
traustið hafði ekki farið
fram þegar Alþýðublaðið
fór í prentun í nótt.
Fullt samkomulag um viröisaukaskattinn:
EITT ÞREP OG 24,5%
Ríkisstjórnin hefur náð
samkomulagi um virðis-
aukaskattinn. Aðalatriði
þess eru að skatturinn tek-
ur gildi um áramótin eins
og stefnt var að, hann
verður í einu þrepi og það
24,5% en ekki 26%. End-
urgreiðsla verður á þær
matvörur sem um hefur
verið rætt, en skattígildið
verður 14% í stað 13%. Á
næsta ári verður athugað-
ur möguleikinn á tveimur
þrepum og öðrum útfærsl-
Lækkun skatthlutfallsins
hefur í för með sér 1.900
milljón króna tekjutap fyrir
ríkissjóð. Þessu tekjutapi á að
mæta með hækkun tekju-
skattshlutfallsins um 2 pró-
sentustig og á það að auka
tekjurnar um nálægt 2.800
Umsamdar
undanþágurog
endurgreiðslur
halda sér
TekjuskattshlutfaU
á að hækka en
á móti einnig
persónuafsláttur
og barnabætur
Sérstakur tekju-
skattur lagður á
orkufyrirtæki
og mengunar
skattur á bíla
milljónir króna. Helmingi
þess tekjuauka á hins vegar
að verja til að hækka per-
sónuafslátt og barnabætur og
við það hækka skattleysis-
mörk úr áætluðum 51.455
krónum á mánuði í 52.466
krónur, en samkvæmt minn-
isblaði hagdeildar fjármála-
ráðuneytisins er gert ráð fyrir
því að persónuafsláttur og
barnabætur hækki um 7,5%
um áramótin en ekki um
3,5% eins'og fjárlagafrum-
varp gerði ráð fyrir. Samtals
felur þetta í sér um 1.400
króna tekjuauka fyrir ríkis-
sjóð.
Niðurstaðan ætti að vera að
skattbyrði lágtekjufólks og
barnafjölskyldna verði svip-
uð á fyrri helmingi næsta árs
og hún er í dag, jafnvel ívið
lægri. í heild þyngist skatt-
byrðin þó og mest hjá há-
tekjufólki.
því gati sem enn stendur
eftir á að mæta með sérstök-
um tekjuskatti á orkufyrir-
tæki upp á 200—300 milljónír
króna og sérstökum „meng-
unarskatti" á bifreiðar upp á
300—400 milljónir króná.
Orkuskatturinn mun sam-
kvæmt heimildum Alþýðu-
blaðsins einkum ná til hita-
veitna Reykjavíkur og Suður-
nesja. Mengunarskatturinn
kemur þannig út að hann
íverður 3—3,50 krónur á kíló
eða um 3.000 krónur á „vísi-
tölubílinn".
Þrátt fyrir að virðisauka-
skatturinn eigi að lækka úr
26% í 24,5% verður ekki
hróflað við þeim undanþág-
um sem samkomulag hafði
náðst um. Á ríflega tveggja
klukkustunda ríkisstjórnar-
fundi er hófst um hádegið í
gær lagði  forsætisráðherra
fram þá tillögu sem nú hefur
hlotið samþykki. Hagdeild
fjármálaráðuneytisins reikn-
ar með að 24,5% virðisauka-
skattur með áðurnefndum
endurgreiðslum muni hafa í
för með sér 0,5% lækkun á
framfærslukostnaði,     2%
lækkun á matvælum alls og
um 8,5% lækkun á mjólk og
kjöti.
í gær lá fyrir samþykki
stjórnarflokkanna fyrir þess-
ari útfærslu. Áfram á að
kanna áhrif þess að taka upp
tveggja þrepa kerfi á næsta
ári, hvort slíkt geti leitt til
meiri lækkunar á matvælum,
enda sé innheimta skattsins
tryggð og tekjutap bætt. Á
þingflokksfundi Alþýðu-
flokksins var gerð sérstök
samþykkt um samkomulag
þetta og birtist það á bls. 3.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8