Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 128. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Œ5&,
¦rint*
Mánudagur 11. júní 1979 —128. tbl.69. árg.
NÝJA FISKVERÐK) ÞÝÐIR:
HRATT GENGISSIG - EN
AFRAM TAP A ÚTGERÐINNI
Reiknað er meö 6-7% gengis-
sigi þegar i þessum mánuði 1
kjölfar ákvörðunar yfirnefndar
Verðlagsráðs sjávarútvegsins
um nýtt fiskvero s.l. laugardag,
sem gildir frá 1. júní. Er þetta
samkvæmt heimildum, sem
Vfsir telur áreiðanlegar, en ekki
fékkst þetta staðfest i morgun.
Skv. upplýsingum Kristjáns
Ragnarssonar, formanns LítJ,
er sá hluti fiskiskipaflotans sem
fiskverðsákvörðunin snertir,
rekinn með 5.9% árshalla þrátt
fyrir hækkunina, og væri sá
halli i sjálfu sér ekki viðunandi.
Nemur þetta tap 4-4.4 milljörð-
um króna.
Reiknað er rneð að fiskverðs-
ákvbrðunin þýði taprekstur á
fiskvinnslunni i ár sem nemur
10-11 milljörðum króna, ef þvi
verður ekki mætt með gengis-
lækkun, og er þá ekki reiknað
með launahækkunum sem þeg-
ar hafa orðið.
Meðalhækkun á fiskverði
verður 13.5% og verður hækkun-
in mest á þorski, ýsu, steinbit og
lúðu. Verð á ufsa, karfa, löngu
og grálúou helst óbreytt, en
reiknað er með 25% verðuppbót
á ufsaverð og 30% uppbót á
karfaverð sem tekin verður úr
sjóðum sjávarútvegsins.
Er gert ráö fyrir greiðslu
verðbóta á ufsa og karfa á tima-
bilinu 15. mai - 31. des. 1979 að
upphæð 1200 milljónir króna.
1 ákvörðun um fiskverðið var
gengið út frá þvl i samráði við
rikisstjórníha að sett yrðu
bráðabirgðalög um hækkun
oliugjalds til fiskiskipa úr 2.5% i
7% frá 15. maí s.l., og að gild-
andi oliuverð til fiskiskipa hald-
ist óbreytt eða að gerðar verði
ráostafanir til þess að frekari
hækkun þess mæði ekki á sjáv-
arútveginum á verðtimabilinu
sem er frá 1. júni til 30. sept.
1979.
„Miðað við allar aðstæður
höfum við sætt okkur við þessar
ákvarðanir", sagði Kristján
Ragnarsson formaður Llú viö
Visi i morgun. „Við metum
mikils þá yfirlýsingu rikis-
stjórnarinnar að oliuverð hald-
ist óbréytt til flotans næstu 4
mánuði. Það minnkar óviss-
una", sagði Kristján.
Með þessari fiskverðsákvörð-
un fellur niður boðuð veiðistöðv-
un LlTj sem koma átti til fram-
kvæmda á miðnætti 11. júni.
Hins vegar er LITJ aðili að
Vinnuveitendasambandinu  og
komi verkbann þess til fram-
kvæmda 18. júni nk. sagði
Kristján, aö hann teldi félags-
menn Llú bundna að fylgja þvi.
Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson
framkvæmdastjóri Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna vildi
litið láta hafa eftir sér um þessa
fiskverðsákvörðun i morgun.
Hann taldi þo einsýnt að hún
leiddi til hraöara gengissigs en
verið hefur, þar sem fiskvinnsl-
an væri rekin með um 10 til 11
milljaröa króna halla fyrir utan
þær kauphækkanir sem oröið
hafa i júni til 30. sept. 1979.
— KS/—PM
RíkiOlokao ídag:
TóDak hækkar um 20%
Sterk vín um 12-13%
Áfengisútsölur verða lokaðar i
dag vegna hækkana á tóbaki og
áfengi.
Tóbak hækkar um 20%. Afengi
hækkar um 12 til 13% en léttu vin-
in, borðvin og freyðivín, hækka
ekki.
Eftir þessa . hækkun fer
sigarettupakkinn i tæpar 680
krónur og vinflaska sem áður
hefur kostað 8.600 krónur fer i um
10.100 krónur.            —KS
Gelthellnahreppur:
Meirihlutinn
íékfc engan mann!
„Minnihlutinn sem var í
hreppsnefndinni fékk nú
alla mennina kjörna því
stuðningsmenn meirihlut-
ans létu ekki sjá sig á kjör-
stað. Hér er því komih ný
hreppsnefnd", sagði Guð-
mundur Björnsson hrepp-
stjóri i Múla í Geithellna-
hreppi i samtali við Vísi í
morgun.
Hreppsnefndarkosningar  fóru
fram i hreppnum i gær. Þegar
kosið var þar i sveitarstjórnar-
kosningunum i fyrra voru úrslitin
kærö vegna mistaka við kosning-
una og voru þær dæmdar ógildar.
Guðmundur hreppstjóri sagði það
sennilega skýringu á þeim drætti
sem verið hefur á þvl að endur-
taka kosninguna, að meirihlutinn
hefði séð fram á tap. Enda hefði
raunin orðið sú, að enginn úr
þeim hópi hefði náð kjöri, en
fimm manris skipa hreppsnefnd-
ína.
—SG
MARGIR RLOTHURU
Á SJÓMANNADAGINH
Sjómannadagurinn var haldinn
hátfðlegur i gær og var það i 43.
sinn i Reykjavik.
Áö vanda var margt á dagskirá,
sjómannamessa i Dómkirkjunni
þár sem minnst var drukknaðra
sjómanna, en aðalhátlðarhöldin
fóru fram i Nauthólsvfk. Þar'
flutti Kjartan Jóhannsson sjávar-
útvegsráðherra ræðu( aldraöir
sjómenn voru heiðraðir og að
auki var þar margt til skemmt-
unar, til að mynda kappróður og
koddaslagur.
Víða um land var einnig mikið
um dýrðir á sjómannadaginn. A
Akranesi voru hátlðarhöldin með
hefðbundnu sniði, aldraðir
sjómenh voru heiðraðir við
sjómannaguðsþjónustu i kirkj-
unni og kappróður var I höfninni.
A Isafirði gerðu menn sér einn-
ig ýmislegt til dundurs.þrátt fyrir
háíf-leiðirilegt veður, kappróður
var á Pollinum 'og börnum boðið I
stutta siglingu með Guðbjörgu.
Gott  vebur  var  hins  vegar
norðanlands,  m.a.  á  Akureyri,-
þar sem hátiðarhöldin nú fóru
fram við sundlaugina.
—HR
Hart var barist á ránni i Nauthólsvlkinni f gær og eins og gjarnan vill verða f slikum leik enduðu sumir
með blautan koll og  soldinn liroll . Visismynd GVA.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-19
14-19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32