Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Þriðjudagur 19. júní 1979, 135. tbl. 69. árg.
Þingílokkur AlpýDuflokksins á
fram yflr miönætti:
Mikill meiriMuH lylgj-
andi bráOabirgðalögunum
Þingflokkar Alþýðuflokks og Alþýðubandalags
héldu fundi i gær og veittu ráðherrum sinum umboð
til setningar bráðabirgðalaga vegna farmannadeil-
unnar. Ráðherrar Framsóknarflokksins höfðu þá
þegar fengið hliðstætt umboð frá sinum mönnum,
og verða bráðabirgðalögin þvi væhtanlega sett í
dag.
„Akveðnar hugmyndir um
efnisatriði bráðabirgðalaga voru
ræddar á fundinum og ráðherrum
flokksins falið að flytja þann
efnisgrundvöll i rlkisstjórninni",
sagði ólafur Ragnar Grimsson
alþingismaður eftir þingflokks-
og framkvæmdastjórnarfund hjá
Alþýðubandalaginu, sem haldinn
var I gær.
Meginkjarni þessa efnisgrund-
vallar er að settur verði gerðar-
dómur til lausnar farmannadeil-
unni.
„1 okkar röðum er mikil gagn-
rýni á framkomu Steingrlms
Hermannssonar og Magnúsar H.
Magnússonar i þessu máli á und-
anförnum vikum og rikjandi
skoðun á fundinum að þessar si-
felldu yfirlýsingar þeirra um
bráðabirgðalög hafi seinkað
lausn deilunnar um þrjár vikur.
Þær hindruðu það að sáttanefndin
gæti starfað á þann hátt að kom-
ast til botns i málinu", sagði ólaf-
ur.
„Nú þegja kratar", sagði
Sighvatur Björgvinsson, alþingis-
maður, við blaðamenn VIsis þeg-
ar hann kom út af þir.gf lokksf undi
Alþýðuflokksins skömmu eftir
miðnætti i gærkvöldi, en þá hafði
þingflokkurinn lokið umfjöllun
um væntanlega setningu bráða-
birgðalaga.
Þó að fundarmenn hafi neitað
að segja blaöamönnum frá niður-
stöðum fundarins er ljóst að
samþykkt var, með yfirgnæfandi
meirihluta,  heimild  fyrir  ráö-
Svo brá viö eftir þingflokksfund Alþýöuflokksins I gœrkvöldi að þingmennirnir voru þögulir sem gröfin og kom blaðamönnum i hug orðatil-
tækiö kunna, „Sjaldan hef ég flotinu neitað", en kratar hafa orð á sér f.V'ir aniiaft en að vera óliðiegir við blaðamenn. A myndinni sjást ráð-
herrar flokksins, Magnús H. Magnússon og Benedikt Gröndal hvislast á um umboðið sitt langþráða.                     Vfsismynd: GVA
herra flokksins að taka þátt I
setningu bráðabirgðalaga um
skipun gerðardóms I farmanná-
deilunni.
Vilmundur Gylfason og aðrir,
þeir þingmenn Alþýðuflokksins
sem harðastir hafa verið I and-
stöðu sinni við setningu bráða-
birgðalaga, hafa þvi orðiö undir I
þessum átökum innan flokksins.
Gsal/P.M.
Hæstarélli
ffaiin skipun
gerðardóms
Bráðabirgðalögin til lausnar
farmannaverkfallinu sem
væntanlega verða undirrituð
af rikisstjórninni I dag fela i
sér skipun gerðardóms, sem
hafa skal það hlutverk að setja
launatölur inn i þann ramma
sem deiluaðilar voru sam-
mála um. Utan við dóminn
gera lögin ráð fyrir 3% grunn-
kaupshækkun frá og með sið-
ustu mánaðamótum.
Þar sem samningafundur
með undirmönnum á farskip-
um i gærkvöldi leiddi ekki til
sjáanlegrar lausnar á málum
þeirra ná bráðabirgðalögin
einnig til undirmanna.
Venjan er að gerðardómur
sé skipaður af Hæstarétti og
skipar rétturinn þá þrjá óvil-
halla menn, ýmist sinn hvorn
manninn úr röðum deiluaðila
og oddamanna, ellegar þrjá
menn semhlutlausirgætú tal-
ist I þrætueplihu.
Trúlegt þykir aö geröar-
dómurinn verði látinn starfa
með það i huga að niðurstaða
verði að vera fengin fyrir ára-
mót. Niðurstaða dómsins gild-
ir hins vegar frá gildistöku
laganna og farmenn fá laun
greidd frá þeim tinia.
— Gsal/P.M
Hvalur hf.
ósKar efllr
lögbanni ð
Greenpeace-
menn:
Varðskipið Óðinn kom I morg-
un með Rainbow Warrior, skip
Greenpeacesamtakanna, til
Reykjavikur eftir að borgar-
fógetinn í Reykjavik hafði óskað
eftir þvi við Landhelgisgæsluna
að skipið yrði fært til hafnar.
Lögbannskrafa Hvals hf. á
aðgerðir Greenpeacemanna
gegn löglegum hvalveiðum hér
Oöííin færðí Rainbow
Warrior til hafnar
við land var tekin fyrir hjá
borgarfógetanum I Reykjavik I
gær að viðstöddum fulltrúum
Hvals hf. og Greenpeacemanna.
Að sögn Kristjáns Loftssonar
forstjóra Hvals hf. er lögbanns-
krafan sett fram vegna truflun-
ar Greenpeacemanna á veiðun-
um og þeirrar slysahættu sem
aðgerðir þeirra hafa I för með
sér.
Skipstjórinn á Rainbow
Warrior óskaði eftir þvl I gær er
lögbannskrafan var tekin fyrir
að fá frest til þess að ganga frá
vörn sinni i málinu og varð
borgarfógeti viö þeirri beiðni,
þó með þvi skilyrði að skip
Greenpeacesamtakanna yrði
ekki hreyft af ytri höfninni I
Reykjavlk.
í nótt virðist helst sem þessi
fyrirmæli hafi verið höfð aö
vettugi og var að beiðni borgar-
fógeta farið þess á leit við Land-
helgisgæsluna að hún sendi
varðskip út og léti færa Rain-
bow Warrior til hafnar. Um tíu
leytiö i morgun kom varðskipið
með „sökudólginn" til Reykja-
vfkur. Sjá mynd á bakslðu.
—Gsal
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24