Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						#*"?%;
Deilur vegna sumarafleysingamanna knmnar í hnút:
Starfsmennirnir lokuðu
Fríhðfninni í morgun
„Hér er ótvirætt um ólög-
mæta aðgerö að ræöa, burtséð
frá þvl deilumáli sem um ræðir
og refsifrádrætti verður beitt",
sagði Þórður Magnússon fram-
kvæmdastjóri Frfhafnarinnar á
Kefiavlkurflugvelli vio Visi I
morgun. Starfsmenn Frihafnar-
innar lögöu niöur störf I morgun
I mótmælaskyni viö afstöðu for-
svarsmanna Frihafnarinnar til
sumarafleysingafólks, sem ætl-
unin var að ráða á stórum lak-
ari kjörum en aöra starfsmenn.
Stöðugir fundir hafa verið
undanfarnar þrjár vikur vegna
þessamáls ogsiðasti gærkvöldi
voru fulltrúar B.S.R.B. á fundi
með fulltrUum fjármálaráðu-
neytis og höfnuðu ráðuneytis-
menn þvl að deilan yrði af-
greidd á grundvelli samninga
félagsins.
ÞórðurMagnUssonsagðiaðtil
hefði staðið að ráða sumaraf-
leysingamenn á timakaupi en á
það hefði B.S.R.B. ekki viljað
fallast. Þórður kvað tilganginn
hafa verið þann að leitast við
hagræðingu f opinberum rekstri
og minnka launakostnað, þó
innan ramma kjarasamninga.
Ilann nefndi ákvæði i samning-
um þar sem gert væri ráð fyrir
þvi að námsfólk væri ráðið I
námshléum og á sérstökum
álagstimum, og ráðning þess-
ara sumarafleysingamanna, tiu
talsins, félli undir þetta ákvæði.
Vegna mikillar yfirvinnu hef-
ur föstu starfsfólki Frihafnar-
innar oft gefist kostur á þvi að
sofa á „dauðu timunum" milli
þess sem flugvélar koma og
fara, milli 10 og 3, og hefur
heyrst aðurgur sém.a. I starfs-
fólki vegna þess að fækkun á
sumarafleysingafólki   skerðir
þennán svefntima þeirra.
B.S.R.B. segir I frétt að efnis-
legar viðræöur við rétta yfir-
menn hafi ekki fengist, að heitið
geti, og segir framkomu valda-
manna og embættismanna bera
keim af starfsaðferöum at-
vinnurekenda á fyrstu áratug-
um aldarinnar sem reyndu að
brjóta á bak aftur stéttarfélög.
—Gsal.
Vestur-þýska skólaskipiö „ Deutschland" kom inn I Sundahöfn i morgun, en það verður hér fram á mánudag. Fyrsta verk skipverja I höfninni var
að losa ruslatunnur skipsins, eins og sjá má á myndinni.                                                            Visismynd: ÞG
Ragnar um Torfuna:
„Skiptar
skoðanir"
„Éghef verið hlynntur frið-
un Bernhöftstorfunnar en þaö
eru skiptarskoðanir um málið
i ríkisstjörninni" sagði Ragn-
ar Arnalds menntamálaráð-
herra I morgun, þegar Visir
spurði hver afstaða hans væri
nú þegar fyrir liggur sam-
þykkt borgarstjórnar um frið-
un Torfunnar, en hiln var
samþykkt á borgarstjórnar-
fundi i gærkvöldi. HUsfriðun-
arnefnd er einnig hlynnt frið-
un en menntamálaráðherra á
siðasta orðið i málinu. — JM
Mái ásgeirs:
Dómurinn
staðíestur
Hæstiréttur hefur staðfest
dóm undirréttar um 16 ára
fangelsisdóm yfir Asgeiri
Ingólfssyni vegna manndráps
og þjófnaðar.
Fyrir Hæstarétö lagði verj-
andi Asgeirs fram ný gögn i
málinu er varða mikla lyfja-
neyslu ákærða og álitsgeröir
20 lækna um áhrif lyfjanna á
dómgreind hans og skaphöfn.
Sjá nánar bls. 11.
Geymir íslensk jörð lausn á olíuvandanum?
Getum unnið eldsneyti úr mð
- segir Bragl Árnason. prðlessor, sem kannar nýjar leiðir I orkuöfiun
S.99
„Tæknilega þá er ekkert þvl
tU fyrirstöðu að framleiða á ts-
landi I dag hvaða eldsneyti sem
nú er notað eða hvað af þeim
eldsneytum sem menn hugsa
sér að nota I næstu framtið.
Spurningin er sú, hvaða aðferð
er hagkvæmust?" sagði Bragi
Arnason, efnafræðingur og
prófessor við Háskóla íslands I
samtali við Visi. Bragi vakti
mikla athygli i fyrra fyrir rit
sem hann samdi um eidsneyti
úr innlendum orkulindum. Hann
hefur nú verið i Bandarlkjunum
inokkurntima i leyfi frá störf-
um  við  háskólann  hérna,  og
kynnt sér nýjar  aðferðir  við
eldsneytisframleiðslu.
Bragi var spurður að þvi hvað
gæti verið heppilegasta elds-
ne ytið, en hann kvaðst ekki þora
að svara þeirri spurningu
ennþá. „Við getum ekki notað
hreint vetni i bili, við verðum að
biða nokkurn tima, en við getum
notað hreint vetni til þess aö
framleiða fljótandi eldsneyti.
Það gæti verið bensm.metanöl,
eða hv^ð sem okkur sýnist. Við
þurfum einungis að tengja veta-
ið við kolefni, en það er aðeins
að velja heppilegustu kolefnis-
námuna".
— Og hver gæti verið heppi-
legasta kolefnisnáman?
„Ef við viljum ekki flytja inn
kol, þá getum við unnið kolsýru
úr sjó eöa lofti, jafnvel úr
skeljasandi, og notað það með
vetninu.
Onnur kolefnisnáman sem við
eigum er eihfaldlega mórinn.
Hann er nú það sem maður er
hvað spenntastur fyrir, þvi ef
maður getur tniað mórann-
sóknum sem gerðar voru á ár-
unum 1938-1940, þá er til nægur
mór til þess að framleiða elds-
neyti handa okkur íslendingum
um ókomna framtlð, það má
alveg tala um þUsund ár i' þvi
sambandi".
Bragi sagði að allt virtist
benda til þess aö mórinn hefði
ýmsa kosti fram yfir kol.
„Þegar ég fór fyrst að hugsa
um móinn sem eldsneyti, þá leit
ég á það sem einhvern brand-
ara. En máhð er bara enginn
brandariog i Bandarikjunum er
mórinn I brennidepli".
Bragi sagöi að nU þyrfti fróð-
ari og fleirimenn en islendingar
hefðu yfir að ráða til þess að
kanna þessi mál, hvaða leiðir
væru mögulegar og, hvaö hver
leið kostaði. Siðan mættí byggja
litla verksmiðju I tilraunaskyni.
Undirbuningurinngæti tekið eitt
til tvö ár, allt eftir þvi hvenær
hafist yrði handa.
„Viö erum að reyna að koma
frá okkur skýrslu um
eldsneytismálin, en það gengur
heldur hægt, vegna þess að við
vinnum aðeins tveir að þessu
ennþá. Frumrannsóknir sem
þessar hljóta að taka verulegan
Uma, en við vonumst til þess að
skýrslan komi Ut áöur en langt
um liður".
—SS—
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24