Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 68
FRÉTTIR 68 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Eyjólfsson skíða- göngumaður lauk leiðangrinum „Frá strönd til strandar 2001“ á föstudaginn langa er hann kom nið- ur í Vopnafjörð eftir 4 vikna göngu frá Hornvík á Vestfjörðum. Á Vopnafirði fagnaði mikill mann- fjöldi Guðmundi og var haldið kaffi- samsæti honum til heiðurs og hon- um færð mynd að gjöf. Guðmundur mun vera fyrstur manna til að vinna það afrek að ganga einn síns liðs á skíðum yfir landið endilangt, frá Hornvík yfir miðhálendið til Vopna- fjarðar. Hann segir að gott gengi sitt megi að sumu leyti rekja til góðra aðstæðna á hálendinu og muni þar mest um að ekki skyldi vera umhleypingasamt. Þrátt fyrir góðar aðstæður gekk leiðangurinn ekki þrautalaust því óveður og meiðsli settu strik í reikn- inginn hjá Guðmundi. „Daginn sem ég fór frá Laugafelli, norðan Hofs- jökuls, skall á óveður með þeim af- leiðingum að ég var veðurtepptur í tjaldinu á Sprengisandi daginn eft- ir,“ segir hann. „Ég fékk síðan upp- lýsingar um að veðrið yrði slæmt áfram og því hélt ég áfram kyrru fyrir. Um nóttina skóf mjög að tjald- inu og ég þurfti að fara fjórum sinn- um út til að moka frá því. Þessu fylgdi talsverð vosbúð því ég kom alltaf blautur inn í tjaldið eftir moksturinn. Í ofanálag voru bak- verkir að hrjá mig eftir óhapp nokkrum dögum áður svo ég átti erfitt með svefn í nokkra sólar- hringa. Þessi eymd olli því að ég íhugaði að hætta við leiðangurinn enda hafði mér lítið miðað frá Laugafelli. Að vel athuguðu máli ákvað ég þó að gefast ekki upp nema gild ástæða lægi að baki. Ég ákvað að taka einn dag í einu og hugsa ekki um hve langt væri eftir. Eftir á að hyggja held ég að mistök mín hafi falist í því að ég fór að hugsa of langt fram í tímann og mikla fyrir mér þá vegalengd sem var eftir til Vopnafjarðar, þegar leiðangurinn var hálfnaður. Í fjalla- mennsku og klifri, sem er minn að- alvettvangur, hugsar maður öðru- vísi en í svona skíðaleiðöngrum. Þá er stundum gerlegt að þvinga fram ferðalok eða hápunkt ferðar og ná þannig þeim árangri sem óskað var eftir. Í lengri skíðaferðum þýðir hins vegar ekkert að gæla við svona hugsanir og mér lærðist í þessum leiðangri að nálgast viðfangsefnið með öðruvísi hugarfari en ég er van- ur.“ Fékk sleðann í bakið Óhappið sem minnst var á átti sér stað rétt áður en Guðmundur kom að Laugafelli og munaði litlu að illa færi. „Það var mjög blint þennan dag og himinn og hauður runnu saman í eitt. Það er mjög lýjandi að ganga í svona skyggni og maður þarf sífellt að líta á áttavitann. Ég gekk allt í einu fram af brekkubrún og féll niður brekkuna. Ég féll tvo metra niður í lækjarfarveg og sleð- inn kom á eftir mér og skall á mér af miklum þunga. Höggið var það þungt að ég missti andann um stund. Ég marðist á baki en hélt áfram göngunni. Meiðslin háðu mér lítið á göngunni sjálfri en þau urðu þess valdandi að ég átti mjög erfitt með að hvílast um nætur fyrir verkjum.“ Áður en Guðmundur lagði af stað í leiðangurinn taldi hann mestu hættuna stafa af ám sem þyrfti að vaða. Þegar til kom reyndust þær hins vegar lítill farartálmi. „Mér var sagt að það væri mjög snjólétt á há- lendinu og því óttaðist ég að hafa engar snjóbrýr yfir árnar. Þegar á hólminn var komið voru þessar áhyggjur óþarfar. Þó þurfti ég að vaða eina á, Arnardalsá, daginn sem ég kom að Möðrudal. Það var 8 stiga frost þennan dag og hvergi unnt að komast yfir ána nema að vaða hana. Það var ekki um annað að ræða en afklæðast á snævi þöktum bakk- anum og fara út í ískalt vatnið sem náði mér í klof. Ég gat ekki tekið all- an farangurinn með mér yfir og þurfti því að selflytja hann í tveim ferðum. Þetta var því kalt fótabað.“ Ný fjarskiptatækni prófuð Í leiðangri sínum var Guðmundur að prófa nýja fjarskiptatækni sem verið er að þróa með uppsetningu á endurvarpsstöðvum fyrir Tetra- fjarskiptakerfið. „Þetta kerfi gefur ýmsa skemmti- lega möguleika, t.d. sameinaði tal- stöðin mín kosti GSM-síma, tal- stöðvar og GPS-staðsetningartækis. Þannig var sjálfkrafa hægt að sjá staðsetningu mína um leið og ég kveikti á tækinu án þess að ég væri að gefa hana sérstaklega upp. Þetta kerfi reyndist mjög vel og ég var lengstum í sambandi. Að auki var ég með VHF-talstöð sem gaf mér kost á því að fara inn á Tetra-kerfið um svokallaðar VHF-gáttir. Í þessum leiðangri var einnig verið að prófa í fyrsta sinn netlausn á ferilvöktun, sem þýðir að hægt var að fylgjast með staðsetningu minni á Netinu allan leiðangurinn. Með þessari fer- ilvöktun sjá menn mikla möguleika fyrir sér í framtíðinni á sviði ferða- mennsku. Þannig verður hægt að fylgjast með ferðamönnum og ef upp koma vandræði þarf ekki að eyða tíma í leit, heldur þarf einungis að sækja þá.“ Góðar viðtökur á Vopnafirði Guðmundi var vel tekið á Vopna- firði þegar hann náði takmarki sínu á föstudaginn langa. „Ég fékk alveg stórkostlegar viðtökur á Vopnafirði. Mér var sagt að menn hefðu ekki séð eins stóra skrúðgöngu í bænum í mörg ár,“ segir hann og á þar við fylgd heimamanna síðasta spölinn. „Það var mikið af fólki saman- komið til að taka á móti mér í fal- legu veðri. Við héldum síðan niður í félagsheimili þar sem tekið var á móti mér með veitingum og mér færð mynd að gjöf eftir Mayers frá 1836 af Drangakletti, aðalinnkom- unni í bæinn.“ Eftir stendur sögulegur leiðangur sem mun líklega seint gleymast Guðmundi, ekki síst augnablikið þegar hann gerði sér grein fyrir því að draumurinn var að rætast eftir 4 vikna puð. „Það var mjög eftirminnileg stund þegar ég var staddur uppi á Urðarfjalli og átti stutt eftir niður að Vopnafirði. Ég sá hafflötinn fyrir framan mig og gerði mér grein fyrir því að ég væri að koma niður að strönd hinum megin á landinu. Þetta var ólýsanleg tilfinning og ég var glaður yfir því að hafa þraukað erfiðar stundir í leiðangrinum,“ seg- ir hann. Vel heppnuðum skíðaleiðangri Guðmundar Eyjólfssonar lokið „Ákvað að taka einn dag í einu“ 8 stiga frost var þegar Guðmundur óð klofdjúpa Arnardalsána. Fjöldi Vopnfirðinga fylgdi Guðmundi síðasta spölinn inn í bæinn. Ljósmynd/Guðmundur Eyjólfsson Tjaldið var heimili Guðmundar í einn mánuð og reyndist gott skjól í óveðrinu á Sprengisandi.                    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.