Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 12
12 C SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ritstjóri hjá Námsgagnastofnun Námsgagnastofnun óskar eftir að ráða ritstjóra frá 1. ágúst nk. að telja. Leitað er að starfsmanni til að annast ritstjórn námsefnis fyrir grunnskóla, einkum í samfé- lagsgreinum, heimilisfræði og dönsku. Aðrar námsgreinar geta einnig komið til greina. Viðkomandi þarf að: 1. Hafa haldgóða þekkingu á skólastarfi. Kenn- aramenntun og kennslureynsla nauðsynleg. 2. Hafa gott vald á íslensku máli. 3. Hafa reynslu af stjórnun verkefna og hafa góða samstarfshæfileika. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu á reyklaus- um vinnustað. Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Jakobsson, útgáfustjóri, í síma 552 8088. Umsóknir sendist Námsgagnastofnun, Lauga- vegi 166, 125 Reykjavík, fyrir 1. júní 2001. Háskóli Íslands Bókmenntafræðistofnun Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands aug- lýsir laust starf ritstjóra íslensks bók- mennta lexíkons. Um er að ræða hálft starf til tveggja ára en hærra starfshlutfall kemur þó til greina. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Hæfniskröfur: Krafist er a.m.k. meistaraprófs í íslenskum bókmenntum eða almennri bók- menntafræði. Auk víðtækrar þekkingar á íslenskum og erlendum bókmenntum þarf um- sækjandi að hafa mikla reynslu af ritstjórn og útgáfumálum, vera lipur í samskiptum og hafa allnokkra tölvukunnáttu. Starfssvið: Ritstjórinn mun stjórna vinnslu bókarinnar á öllum stigum í samráði við rit- stjórn stofnunarinnnar, annast margvíslegt samstarf við aðila innan og utan HÍ og velja fólk til starfa. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 5. júní 2001, og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfs- ins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Ástráður Eysteinsson, prófessor, netfang: astra@hi.is, símar 525 4357 eða 562 7188 og Matthías Viðar Sæmundsson í síma 525 4087, netfang: mattsam@hi.is . http://www.starf.hi.is . Kennarar Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða kennara næsta haust í: Dönsku Aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri viðkom- andi deildar veita nánari upplýsingar um starfið. Umsóknum skal skila á skrifstofu skól- ans í síðasta lagi 31.05.2001. Laun samkvæmt sérstökum samningi við skólanefnd VÍ. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Ofanleiti 1, 103 Reykjavík, sími 5900 600, verslo@verslo.is Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveit Norðurlands óskar að ráða framkvæmdastjóra frá 1. júlí 2001. Helstu verk- efni eru daglegur rekstur, áætlanagerð, skipu- lagning tónleika auk stefnumótunarvinnu í samstarfi við hljómsveitarráð og aðalstjórn- anda. Viðkomandi þarf að hafa menntun og/ eða reynslu á sviði fjármála, áætlanagerðar og stjórnunar auk innsýnar í tónmennt og list- sköpun. Sjálfstæði, frumkvæði, skipulags- hæfni, færni í mannlegum samskiptum og samstarfsvilji eru nauðsynlegir eiginleikar. Konsertmeistari Sinfóníuhljómsveit Norðurlands óskar að ráða konsertmeistara í hlutastarf frá 1. september 2001. Hljómsveitin er í örri þróun og gert er ráð fyrir að konsertmeistari verði þátttakandi í sérstökum frumkvöðlahópi, sem móta muni starfsemina næstu árin. Gerð er krafa um hæfni í hljómsveitarleik, fagmennsku í vinnubrögðum og færni í mannlegum samskiptum. Gert er ráð fyrir að konsertmeistari muni hafa búsetu á starfssvæði hljómsveitarinnar. Umsóknarfrestur um báðar stöðurnar er til 1.6. 2001. Umsóknir skulu sendar hljómsveitarráði Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Hafnar- stræti 81, 600 Akureyri, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Nánari upplýsingar um stöðurnar fást hjá Gunnari Frímannssyni, formanni hljómsveitar- ráðs, (gunnarf@nett.is), Guðmundi Óla Gunn- arssyni, aðalhljómsveitarstjóra (goli@ismennt.is), og á skrifstofu Sinfóníu- hljómsveitarinnar í síma 462 1788. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Viltu gefandi starf nálægt heimili þínu í sumar? ● Einstakt starfsumhverfi í náttúruparadís. ● Nýju starfsfólki er boðið upp á góðan stuðning. ● Skriflegir ráðningarsamningar við alla starfsmenn. Við bjóðum fólki 20 ára og eldra fjölbreytt og gefandi sumarafleysingastörf í fallegri nátt- úruparadís í Tjaldanesi í Mosfellsdal. Um er að ræða 50-100% störf í vaktavinnu. Við leitum eftir þroskaþjálfum sem búa yfir færni í mannlegum samskiptum og eru áhuga- samir um vinnu með einstaklingum með fötl- un. Einnig óskum við eftir ófaglærðu, áhuga- sömu starfsfólki af báðum kynjum. Við veitum nýju starfsfólki vandaða leiðsögn og fræðslu. Einnig eru í boði sumarafleysingastörf á heim- ilum fólks með fötlun í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Við bjóðum laun samkvæmt gildandi kjara- samningum Þ.Í. og S.F.R., sem meðal annars tryggja rétt til sumarorlofs og veikinda. Kaffi- tímar eru greiddir í yfirvinnu, frítt fæði og fleira. Reyklaus vinnustaður. Sérstök athygli er vakin á launahækkun í nýjum samningi S.F.R. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí nk. Upp- lýsingar um ofangreind störf eru veittar í síma 564 1822 á skrifstofutíma. Umsóknareyðublöð eru á skrifstofunni að Digranesvegi 5 í Kópav- ogi og á vef Svæðisskrifstofu á Netinu http:// www.smfr.is Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi Læknaritarar Læknaritari óskast við Heilsugæslustöðina á Akranesi frá og með 1. júlí nk. Nánari upplýsingar gefur Sigrún Sigurðardóttir, skrifstofustjóri læknaritara H.A., í síma 430 6041, netfang: sigrun.sigurdardottir@sha.is Aðstoðarkennari í dönsku í framhaldsskólum Í samræmi við samning milli mennta- málaráðuneyta Danmerkur og Íslands um sérstakan stuðning við dönsku- kennslu á Íslandi er hér með auglýst eftir aðstoðarkennara í dönsku til starfa í framhaldsskólum landsins á skólaárinu 2001—2002. Áætlað er að aðstoðarkennarinn vinni í 6—7 framhaldsskólum, bæði á höfuð- borgarsvæðinu og á landsbyggðinni á skólaárinu 2001—2002 og starfi 3—5 vikur í hverjum skóla. Ekki er á þessu stigi ljóst hverjir þeir framhaldsskólar verða. Hlutverk aðstoðarkennarans er að þjálfa nemendur í munnlegri dönsku í sam- starfi við starfandi kennara. Leitað er eftir einstaklingi, sem hefur dönsku að móðurmáli og sem hefur fag- legan bakgrunn sem tungumálakennari eða sem stundar nám sem slíkur. Danska menntamálaráðuneytið greiðir laun aðstoðarkennarans í samræmi við fyrrnefndan samning milli menntamála- ráðuneytanna. Frekari upplýsingar veitir Michael Dal, lektor í dönsku við Kennaraháskóla Íslands, sími 563 3821 og netfang: michael@khi.is . Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. og skal umsóknum skilað skriflega til Danska sendiráðsins, Hverfisgötu 29, 101 Reykjavík, merkt: „Sprogassistent“.     Vegna aukinna umsvifa að undan- förnu þurfum við hjá Fast- eignaþingi að ráða til okkar vana sölumenn. Um er að ræða mjög skemmtilegt og líflegt starf í góðu og jákvæðu starfsumhverfi þar sem áhersla er lögð á metnað og árangur í starfi. Nánari upplýsingar veitir Ísak í síma 897 4868 eða 800 6000. Fasteignaþing, Kringlan 4—12, 5. hæð - stóri turn, s. 800 6000, 585 0600. Skíðalið Reykjavíkur Skíðaþjálfari Skíðalið Reykjavíkur óskar að ráða skíðaþjálf- ara frá 15. des. 2001 fyrir unglinga frá 13 ára aldri. Uppl. í síma 896 4672 eða 866 5427.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.