Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 1
TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 9. ÁGÚST 2001 FRAKKAR og Þjóðverjar hafa farið þess á leit við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna (SÞ), að hann hlutist til um að samið verði um alheimsbann við einræktun manna, að því er franska utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær. „Þetta er mikilvægt mál fyrir allt mannkyn og þess vegna eru SÞ viðeigandi vettvangur,“ sagði Bernard Valero, talsmaður utanríkisráðuneytis- ins. Frakkar halda því fram að sátt um bann við einræktun, eða klónun, á fólki hafi verið fólgin í allsherjaryfirlýsingu um „genamengi mannsins og mannréttindi“, sem Menningarmálastofnun SÞ (UNESCO) hafi samþykkt 1997. „Á því skjali hlýt- ur öll umræða um lífsiðfræði að byggjast,“ segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Frakkar og Þjóðverjar hafa farið fram á að bann við einræktun manna verði rætt á næsta fundi alls- herjarþings SÞ, sem hefst í New York í septem- ber. Málaleitan þeirra kemur í kjölfar yfirlýsingar ítalska fósturfræðingsins Severinos Antinoris sl. þriðjudag um að hann hygðist brátt hefja tilraunir til að klóna fólk með því að beita svipuðum aðferð- um og notaðar voru við að einrækta kindina Dollý. Áður en Antinori hafði tilkynnt fyrirætlanir sín- ar voru Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakklands, og Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, byrjaðir að þreifa fyrir sér um að koma á banni við einræktun á mönnum. Eftir að þeir funduðu í Berlín í júní sl. létu þeir í ljósi mikl- ar áhyggjur vegna málsins. „Í anda Hitlers“ Antinori og samstarfsmenn hans vilja með til- raunum sínum reyna að koma til hjálpar barnlaus- um pörum sem ekki geti orðið foreldrar eftir hefð- bundnum leiðum. Haft var eftir Antinori að hefja ætti tilraunirnar innan fárra vikna. Mun einrækt- uðum fósturvísum verða komið fyrir í legi allt að 200 kvenna, sem verða valdar úr hópi sjálfboða- liða. Fullyrða Antinori og samstarfsmenn hans að hægt verði að sía út gallaða fósturvísa sem verði til í einræktunarferlinu. Fyrirætlanir Antinoris hafa verið gagnrýndar víða, og sagði bandarískur vísindamaður m.a. að engin leið væri að tryggja að einhver tiltekinn klónaður fósturvísir yrði gallalaus. Í Páfagarði sagði kardínálinn Joseph Ratzinger að áætlanir Antinoris væru í anda fyrirætlana Hitlers um að koma upp fullkomnum kynþætti. Ítölsk yfirvöld hafa hótað að svipta Antinori læknisleyfi. Antinori vakti fyrst á sér athygli árið 1994 þegar hann hjálpaði 63 ára gamalli konu að eignast barn. Hann segir að sú gagnrýni sem komið hafi fram varðandi áætlanir hans sé „heimskuleg“ og að hún muni ekki stöðva sig. Hann segir ennfremur að ekki standi til að búa til börn sem séu fullkomin eftirlíking foreldranna, heldur sé ætlunin að skapa „læknisfræðilega fullkomin“ börn. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lét í gær í ljósi áhyggjur af þessu máli. Fulltrúi stjórn- arinnar sagði að jafnvel þótt ESB væri andvígt einræktun gæti það ekki gripið fram fyrir hend- urnar á Antinori. Í Réttindaskrá sambandsins sé tekið svo til orða að einræktun á mönnum sé bönn- uð, en þar sé einungis um að ræða yfirlýsingu um siðferðilega afstöðu, ekki lagaleg ákvæði. SÞ leggi alheimsbann við einræktun manna París, Washington. AFP. FLOKKAR Makedóna og albanska minnihlutans í Makedóníu náðu í gær samkomulagi um friðarsamninga, sem fyrirhugað er að undirrita nk. mánudag. Samkomulagið náðist þrátt fyrir að áhrifamikill flokkur Make- dóna hefði fyrr um daginn dregið sig tímabundið út úr viðræðunum, eftir að tíu makedónskir stjórnarhermenn féllu í fyrirsát albanskra skæruliða í gærmorgun. François Leotard, sendimaður Evrópusambandsins í Makedóníu, sagði að unnið yrði að nánari útfærslu friðarsamkomulagsins fram á mánu- dag, þegar það yrði undirritað, en haft var eftir embættismönnum að fulltrúar stjórnmálaflokkanna hefðu í gær skrifað undir drög að samkomu- laginu. Þetta er í fyrsta sinn sem helstu flokkar Makedóna og Albana undirrita slíka pappíra. Skæruliðar áttu hins vegar ekki aðild að viðræð- unum og því er óttast að samkomu- lagið reynist gagnslítið. „Við teljum ekki kjúklingana fyrr en þeir klekjast úr eggi,“ sagði Richard Boucher, tals- maður bandaríska utanríkisráðuneyt- isins, og kvað of snemmt að fagna. Mannskæðasta árásin Að sögn yfirvalda féllu tíu stjórn- arhermenn í gærmorgun í fyrirsát albanskra skæruliða á vegi utan við höfuðborgina Skopje. Árásin var sú mannskæðasta síðan átök stjórnar- hersins og skæruliða hófust fyrir hálfu ári. Nokkur hundruð manns tóku þátt í mótmælum í Skopje vegna morðanna og ráðist var á moskur og verslanir í eigu Albana í Prilep, heimabæ margra af hermönnunum sem féllu. Samkomulagi náð þrátt fyrir mannfall Ohrid. AFP, AP. JAPANIR hafa nú fundið upp nýtt tæki sem þeir segja geta hjálpað gæludýraeigendum að skilja tilfinningar og þrár dýra sinna. Sagt er að þýðingartækið geti snarað gelti, urri og væli hunda yfir í algengar mannlegar tilfinningar eins og vonbrigði, ótta, hungur, gleði og sorg. Að því er fram kemur í viðtali á netútgáfu breska dagblaðsins The Daily Telegraph við sálfræð- inginn Roger Mugford, sem sér- hæfir sig í samskiptum manna og dýra, er tækið byggt á traustum vísindalegum grunni. Tæknin felst í örsmáum hljóð- nema sem komið er fyrir á hálsól hundsins. Hljóðneminn sendir svo hljóðin sem dýrið gefur frá sér yfir í lófastórt tæki, sem notar víðtækan orðaforða til að þýða þau yfir í þarfir og tilfinningar hundsins. Þannig birtast setn- ingar eins og „ég er einmana, leiktu við mig,“ á skjá tækisins og skýra líðan hundsins á hverj- um tíma fyrir eigandanum. Reuters Japönsk kona sýnir nýja þýðing- artækið á hundinum sínum. Tækið kemur til með að kosta um 10.000 íslenskar krónur. Hunda- líðan túlkuð UMBÓTASINNINN Mohammad Khatami, sem var endurkjörinn forseti Írans í júní, sór embættis- eið í gær. Í ávarpi sínu lagði hann meðal annars áherslu á nauðsyn þess að fjölmiðlar fengju frelsi til að starfa óáreittir í landinu, en nokkrum klukkustundum eftir embættistökuna létu klerkayfir- völd loka einu þekktasta dagblaði umbótasinna. Khatami hét því í ávarpi sínu að halda áfram að þrýsta á um lýð- ræðisumbætur og gagnrýndi harð- línuöflin í landinu fyrir að hunsa vilja þjóðarinnar. Hann hvatti til umburðarlyndis í samfélagsmálum og sagði nauðsynlegt að málfrelsi væri virt. Síðan Khatami var fyrst kjörinn forseti árið 1997 hafa klerkayfir- völd staðið í vegi fyrir flestum um- bótatilraunum hans. Dagblaði lokað eftir gagnrýni á yfirmann dómskerfisins Dagblaðið Hambasteghi, sem írönsk dómsmálayfirvöld skipuðu í gær að hætta starfsemi, hafði í gærmorgun birt forsíðuviðtal við umbótasinnaðan stjórnmálamann sem gagnrýndi yfirmann dóms- kerfisins, Ayatollah Mahmoud Shahroudi. Shahroudi hefur und- anfarið staðið í deilum við umbóta- sinna á þingi um skipun manna í hið áhrifamikla byltingarráð. Æðsti klerkur landsins, Ayatollah Khamenei, úrskurðaði loks Sha- hroudi í hag, en deilan tafði emb- ættistöku Khatamis um þrjá daga. Khamenei réðst á síðasta ári til atlögu við fjölmiðla umbótasinna, sem hann kallaði „bækistöðvar óvinarins“. Síðan hefur starfsemi að minnsta kosti sextán dagblaða verið stöðvuð, auk nokkurra tíma- rita. Fjöldi blaðamanna hefur ver- ið tekinn höndum. Khatami sver emb- ættiseið Teheran. AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti sést á myndinni ræða við fréttamenn eftir að hafa tekið þátt í að reisa íbúðarhús í góð- gerðarskyni í bænum Waco í Tex- as. Húsbyggingin er liður í átaki sem 25 þjóðarleiðtogar taka þátt í og ber kjörorðið „Bústað fyrir mannkynið“. Bush dró ekki af sér við byggingarvinnuna og meiddist lítillega á vísifingri vinstri handar í hamaganginum. Gantaðist for- setinn með að hann hefði „úthellt blóði við sjálfboðaliðastörf“. Forsetafrúin Laura Bush er til hægri á myndinni, en milli for- setahjónanna stendur Bubba Ev- ans, sem mun senn flytja inn í húsið ásamt móður sinni og syst- ur. Reuters Bush byggir hús Waco í Texas. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.