Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 1
188. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 21. ÁGÚST 2001 SPRENGING í litlum leikfangabíl varð 62 ára konu að bana og slasaði tvo drengi í borginni San Sebast- ian í Baskalandi á Norður-Spáni í gærmorgun. Annar drengjanna er 16 mánaða og slasaðist alvar- lega, missti sjón á báðum augum og höfuðkúpu- brotnaði. Bróðir hans hlaut minni háttar meiðsl. Konan var amma þeirra. Að sögn lögreglu sprakk leikfangið inni í bíl fjölskyldunnar. Yfirvöld í Baskalandi sögðu að sprengiefni, lík- lega byssupúðri, hefði verið komið fyrir í leikfanga- bílnum og búið svo um hnútana að sprenging yrði þegar kveikt væri á leikfanginu. Þótt hleðslan hafi verið lítil hafi hún verið nógu öflug til að brot úr málmhylkinu sem púðrið var í hafi skorið í sundur slagæð í konunni og henni hafi blætt út. Drengirnir og amma þeirra voru nýkomin frá veitingahúsi frænku sinnar. Frænkan tjáði lögreglu að einhverjir gestir á veitingastaðnum hefðu skilið eftir tvö leikföng um helgina, þ. á m. bílinn, og hefði hún gefið frændum sínum leikföngin. Frænkan var í bílnum þegar sprengjan sprakk en slapp ómeidd. Veitingahúsið er í elsta borgarhlutanum þar sem margir unglingahópar, hliðhollir aðskilnaðarsam- tökunum ETA, hafa aðsetur. Algengt er að þessir hópar beri eld að bönkum og opinberum skrifstofu- byggingum, og kasti eldsprengjum í lögreglubíla. ETA varar ferðamenn við Enginn hefur lýst sig ábyrgan fyrir sprengjunni í leikfangabílnum. Í tilkynningu yfirvalda í Baska- landi segir að ólíklegt sé að ETA hafi staðið að sprengingunni, því hún sé ekki í samræmi við fyrri aðferðir samtakanna. ETA hafa verið sökuð um 12 morð á þessu ári og hafa mörg verið framin með bílsprengjum. Samtökin hafa alls banað um 800 manns í 33 ára langri baráttu sinni fyrir sjálfstæðu Baskalandi á Norður-Spáni og í Suður-Frakklandi. Fyrr á árinu vöruðu ETA við því að vinsælir ferðamannastaðir yrðu skotmörk samtakanna og hvöttu ferðafólk til að koma ekki til Spánar. San Sebastian, sem er stærsta borgin í Baskahéruðun- um, er mjög vinsæll ferðamannastaður. Síðastliðinn laugardag sprakk bílsprengja í bænum Salou, skammt frá Barcelona, en til Salou koma í viku hverri um 50 þúsund ferðamenn. Enginn særðist al- varlega í þeirri sprengingu. Eftir tilræðið í Salou var boðað til fundar emb- ættismanna í spænska innanríkisráðuneytinu og starfsbræðra þeirra í héraðsstjórnum Baskalands og Katalóníu til að ræða hvað sé til bragðs að taka vegna undangenginna tilræða er beinast að spænskri ferðaþjónustu. Sjö tilræðanna á þessu ári hafa verið framin á miklum ferðamannastöðum. Kona lést og barn slasaðist alvarlega í sprengingu á Norður-Spáni Sprengiefni falið í leikfangi Ekki vitað hvort ETA átti hlut að máli San Sebastian. AP. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) hóf í gær fyrsta fund sinn um ástandið í Miðausturlöndum í næstum fimm mánuði. Ísraelar and- mæltu fundarboðinu og því sem þeir nefna „alþjóðavæðingu“ deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Meðal þeirra sem taka áttu til máls í gær voru sendiherra Ísraels hjá SÞ, Yehuda Lancry, og sendi- maður Palestínumanna hjá SÞ, Nasser al-Kidwa. Þetta er fyrsti formlegi fundur ráðsins um deiluna síðan í mars sl. er Bandaríkin beittu neitunarvaldi gegn ályktun um að al- þjóðlegir eftirlitsmenn yrðu sendir til heimastjórnarsvæða Palestínu- manna. Bandaríkjamenn tóku afstöðu með Ísraelum í gær og sögðust ekki myndu styðja tilraunir arabaríkja til að fá stuðning öryggisráðsins við ályktun um deiluna fyrir botni Mið- jarðarhafs, þ. á m. kröfu um alþjóð- legt eftirlit. Fatah-maður og börn hans féllu Um tvö þúsund manns komu í gær til útfarar Palestínumanns og tveggja barna hans er létust í sprengingu á Gaza-svæðinu, sem Ísraelar og Palestínumenn kenna hvorir öðrum um. Maðurinn var félagi í Fatah-hreyfingu Yassers Arafat, forseta heimastjórnar Pal- estínumanna, og börn hans voru fimm og sex ára. Margir sem komu til útfararinnar hótuðu hefndum. Talsmaður palestínsku öryggis- lögreglunnar bar til baka fullyrðing- ar Ísraela þess efnis, að maðurinn hefði fallið fyrir sprengju sem ætl- unin hafi verið að nota á ísraelskt skotmark. Öryggisráð SÞ ræðir Mið- austurlönd Sameinuðu þjóðunum, Rafa á Gaza-svæðinu. AFP. HJÚKRUNARKONA hjálpar slös- uðum námaverkamanni út úr sjúkrabifreið við sjúkrahús í bæn- um Donetsk í Úkraínu. Um 1.000 slökkviliðs- og björgunarsveit- armenn börðust í gær við að slökkva eld í kolanámu í Donetsk í austurhluta Úkraínu, sem hófst með mikilli jarðgassprengingu á sunnudag og varð að minnsta kosti 36 manns að bana. Tíu manns var enn saknað í gær en leit að þeim var hætt unz tekizt hefði að ráða nið- urlögum eldsins, sem geisaði í námagöngunum á allt að 1.300 metra dýpi. Hitastigið í eldinum náði nokkur hundruð gráðum. 40 manns voru fluttir á sjúkrahús, margir með mjög alvarleg bruna- sár. Leoníd Kútsjma, forseti Úkraínu, sagði er hann heimsótti vettvang í Zasyadko-námunni að þetta slys væri „hræðilegur mannlegur harm- leikur“. Sagðist hann myndu kalla eftir aðstoð frá Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum og alþjóð- legum fjármálastofnunum, svo að hægt verði að fjármagna umbætur í öryggismálum í námum landsins. Hjá fulltrúum verkalýðsfélaga námamanna kraumaði reiði. „Það er sífellt verið að brjóta öryggis- reglur vegna þess að forstjórarnir hafa ekki áhuga á neinu öðru en að halda framleiðslunni sem mestri, hvað sem það kostar í mannslífum,“ sagði leiðtogi óháðra verkalýðs- samtaka námamanna. Í sambærilegri sprengingu í sömu námu fyrir tveimur árum fór- ust 50 manns. Það sem af er þessu ári hafa 149 manns farizt í náma- slysum í Úkraínu. Reuters Berjast við eld á 1.300 m dýpi ÓHÓFLEG áfengisdrykkja og sérstaklega neysla á heima- bruggi alls konar varð 16.853 Rússum að bana á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Í skýrslu, sem rússneska heil- brigðisráðuneytið hefur gefið út, segir, að dauðsföllunum hafi fjölgað um 30% frá því á sama tíma í fyrra. Ýmist er um að ræða dauða af völdum áfengis- eitrunar eftir óhóflega drykkju eða vegna hættulegs heima- bruggs að því er fram kemur í dagblaðinu Ízvestía. Áfengið, að- allega vodka, verður yfirleitt 25.000 til 30.000 Rússum að fjör- tjóni á ári hverju. Á fyrra misseri þessa árs fækkaði Rússum um hátt í hálfa milljón manna og eru nú 144,4 millj. Því er spáð, að Rússum haldi áfram að fækka allan fyrri helming þessarar aldar. Rússar og áfengi 30% fleiri falla í valinn Moskvu. AFP. ÞVOTTUR á skífum Big Ben- klukkunnar á einum af turnum þinghússins í London hófst í gær, en þær voru síðast þvegnar fyrir sex árum. Klukkuverkið er 147 ára gamalt og heldur áfram að ganga meðan á hreingerningunni stendur. Hver skífa er sjö metrar í þver- mál og í henni eru 312 rúður. Stóri vísirinn er 4,2 metra langur og töl- urnar eru 61 sm háar hver. Nafnið Big Ben skírskotar til 14 tonna klukku inni í turninum, sem slær á klukkutíma fresti. Reuters Big Ben þveginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.