Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 23. ÁGÚST 2001
HERMENN Atlantshafsbandalags-
ins (NATO) hafa nú 30 daga til að
safna saman vopnum albanskra
skæruliða í Makedóníu, en Norður-
Atlantshafsráðið samþykkti í gær að
senda herlið á vegum bandalagsins
til landsins. Franskir og tékkneskir
hermenn komu til Makedóníu nokkr-
um klukkustundum síðar, en nokkur
hundruð breskra og bandarískra
hermanna eru þar fyrir. Samtals
verða 3.500 NATO-hermenn sendir
til landsins til að framkvæma að-
gerðina. Hlutverk þeirra er, eins og
áður segir, að safna saman vopnum
skæruliða, en óljóst er um hve mik-
inn fjölda er að ræða. NATO hefur
sett hermönnunum það markmið að
einn þriðji vopnabirgða skærulið-
anna skuli kominn í geymslur NATO
fyrir mánaðamót.
Talsmaður makedónska varnar-
málaráðuneytisins fagnaði komu
hermannanna og lofaði því að make-
dónskir her- og lögreglumenn
myndu veita þeim þá aðstoð sem þeir
þyrftu. Hann þvertók þó fyrir það að
valdsvið hinna erlendu hersveita
yrði víkkað og sagði þær ekki eiga að
gegna hlutverki „púða“ milli stjórn-
arhersins og skæruliða.
Það hvort aðgerðin heppnast eða
ekki veltur á því hvort deiluaðilar
virði vopnahléð sem í gildi er, en
stjórnarliðar sökuðu skæruliðana á
þriðjudag um alvarleg vopnahlés-
brot. Rólegt var í landinu aðfaranótt
miðvikudags og eru menn því sæmi-
lega vongóðir um fram-
haldið. 
Efasemdir Rússa
Friðarsamningarnir
sem undirritaðir voru 13.
þessa mánaðar fela í sér
töluverðar breytingar á
stjórnarskrá landsins
sem færa munu albanska
minnihlutanum aukin
réttindi auk þess sem
vegur albanskrar tungu
verður gerður meiri.
Flestum skæruliðum
verða gefnar upp sakir,
en þeir sem gerst hafa brotlegir við
alþjóðalög geta þó verið ákærðir af
stríðsglæpadómstólnum í Haag. 
Rússar lýstu yfir efasemdum með
aðgerðir NATO og sögðu hættu á því
að þær gæfu öfgamönnum innan
raða skæruliða byr undir báða
vængi. Sögðu þeir að friður og stöð-
ugleiki næðust aðeins með því að
„styrkja fjölþjóðlegt lýðræðisþjóð-
félag í landinu“. 
Vopnasöfnun NATO 
hafin í Makedóníu
AP
Tékkneskir fallhlífarhermenn sem taka þátt
í aðgerð NATO í Makedóníu. 
Skopje, Moskvu. AP, AFP.
SÁ FÁHEYRÐI atburður átti sér
stað í Bandaríkjunum í gær að
skallaörn steypti sér niður og læsti
klónum í lítið barn sem lék sér á
strönd í New Hampshire-ríki. Hin
þriggja ára gamla Kayla Finn varð
skiljanlega mjög skelkuð, örninn
náði að klóra bak hennar áður en
faðir hennar kom aðvífandi og
hrakti fuglinn á brott.Litla stúlkan
þurfti ekki á læknisaðstoð að halda.
Skallaörninn sem um ræðir hef-
ur verið til vandræða á ströndinni
undanfarna viku, en hann hefur
stolið boltum og öðru lauslegu af
gestum strandarinnar og hefur
ekki tekist að ná honum. 
Örn ræðst á
litla stúlku
AP
SJÖ Palestínumenn féllu í bardögum í Ísrael í gær
þrátt fyrir tilraunir erlendra ráðamanna til að
hleypa nýju lífi í friðarviðræður Ísraelsstjórnar og
Palestínumanna. 
Fimm Palestínumenn voru skotnir til bana af
ísraelskum hermönnum á Vesturbakkanum
snemma í gærmorgun og segja talsmenn hersins að
þeir hafi verið að koma fyrir sprengju þegar her-
mennirnir komu að þeim. Palestínumenn segja að-
eins einn fimmmenninganna hafa verið vopnaðan
og ríkti mikil reiði þeirra á meðal þegar lík mann-
anna voru borin um stræti Nablus. Þúsundir manna
voru á götum borgarinnar og hrópuðu þeir slagorð
gegn Ísraelsmönnum og hleyptu nokkrir af rifflum
sínum upp í loftið. Einn maður slasaðist alvarlega
þegar ein slík byssukúla hæfði hann á leiðinni aftur
til jarðar.
Þá lést einn Palestínumaður þegar eldflaugar
Ísraelshers hæfðu bíl sem hann sat í á Gaza-svæð-
inu í gær. Faðir mannsins, Adnan al-Ghoul, er hátt-
settur maður í Hamas-samtökunum og var hann
skotmark árásarinnar, en slapp ómeiddur. Tals-
menn hersins segja al-Ghoul og annan mann sem
ferðaðist með þeim feðgum, Mohammed Deif, vera
stórvirka sprengjusmiði og þess vegna hafi verið
reynt að ráða þá af dögum. Talsmaður Hamas sagði
þetta enn eitt dæmið um þá stefnu Ísraelsstjórnar
að ráða háttsetta Palestínumenn af dögum. 
Palestínskur lögreglumaður var skotinn til bana
á Gaza-svæðinu seint í gær, en ekki er ljóst hvernig
það bar að. Talsmaður Ísraelshers segir hann hafa
nálgast hermenn á grunsamlegan hátt og því hafi
þeir skotið á hann. Yfirmaður palestínsku lögregl-
unnar á svæðinu segir manninn hins vegar hafa ver-
ið að rannsaka hús sem Ísraelsher hafi yfirgefið og
að hann hafi fundið þar sprengju sem herinn hafi
skilið eftir. Hann hafi verið að skoða sprengjuna
þegar hermennirnir skutu hann. 
Utanríkisráðherra Þýskalands, Joschka Fischer,
hefur gert hvað hann getur til að miðla málum og
hafa Yasser Arafat, forseti palestínsku heima-
stjórnarinnar, og Shimon Peres, utanríkisráðherra
Ísraels, ákveðið að funda í Þýskalandi. 
Á fundi arabaríkja í Kaíró í Egyptalandi sögðu
talsmenn Palestínumanna að þeir þyrftu frekari að-
stoð trúbræðra sinna. Forseti Arababandalagsins,
Katarbúinn Sjeik Hamad bin Jassim bin Jabor Al
Thani, sagði Palestínumenn ekki bera að baki og að
bræður þeirra í öðrum arabaríkjum styddu þá með
pólitískum, siðferðilegum og fjárhagslegum hætti. 
Sjö falla í átökum í Ísrael
Jerúsalem, Nablus, Gaza. AP, AFP.
Einn maður fellur í misheppn-
uðu tilræði Ísraelshers í Gaza
VERÐANDI krónprinsessa
Norðmanna, Mette-Marit Tjess-
em Højby, klökknaði á blaða-
mannafundi í gær þegar hún
sagði fréttamönnum frá storma-
samri fortíð sinni, sem mjög hef-
ur verið til umræðu síðustu mán-
uðina. Tjessem Højby gengur á
laugardag að
eiga Hákon
ríkisarfa.
Áður en
fréttamenn
fengu að bera
upp spurning-
ar á fundinum
sagðist Mette-
Marit vilja
ræða fortíð
sína, sem fjöl-
miðlar hafa sýnt mikinn áhuga.
Sagði hún að æskuuppreisn sín
hefði brotist út á harkalegri hátt
en hjá flestum og að um tíma
hefði hún lifað lífi sínu sem mest í
andstöðu við það sem almennt er
viðurkennt. „Ég var í umhverfi
þar sem reyndi á [uppreisn mína]
og við gengum út í öfgar.“ Að
sögn Aftenposten notaði drottn-
ingin verðandi orðið „utsvev-
ende“, sem að sögn blaðsins
merkir „villt“ og ekki síst í kyn-
ferðislegum efnum. Mette-Marit
á fjögurra ára son, sem hún eign-
aðist með manni, sem hlotið hefur
dóm vegna fíkniefna. Sagðist hún
harma fortíð sína og þau vand-
ræði sem hún hefði bakað öðrum.
Fullkomin tímasetning
Eftir yfirlýsinguna var slegið á
léttari strengi. „Ég hlakka til að
giftast Hákoni,“ sagði Mette--
Marit, „og ég vil helst eignast
mörg börn.“ Aðspurð sagðist hún
helst mundu sakna þess að geta
kosið.
Í viðtali við norska blaðið Verd-
ens Gang segir fjölmiðlafræðing-
urinn Terje Svabø tímasetn-
inguna á yfirlýsingu hinnar
verðandi krónprinsessu hafa ver-
ið „fullkomna“. Hann telur að
hjónaband þeirra Hákons hafi
bjargað framtíð konungdæmisins
og að það muni lifa í að minnsta
kosti eina kynslóð í viðbót.
Verðandi
prinsessa
harmar
fortíð sína
Mette-Marit
Tjessem Højby 
HIÐ virta vísindatímarit Nature
hefur ákveðið að allir þeir vís-
indamenn sem skrifa greinar í
blaðið skuli greina frá hugsan-
legum fjárhagslegum hags-
munatengslum sínum við við-
fangsefni rannsókna. Verða
þessar upplýsingar birtar ásamt
greinum vísindamannanna og
neiti vísindamennirnir að gefa
slíkar upplýsingar upp verður
neitunin birt í blaðinu. Þetta er
gert til að lesendur blaðsins geti
séð hvort annarlegar ástæður
liggi til grundvallar rannsóknum
vísindamannanna. Algengt er að
stórfyrirtæki styrki vísinda-
menn sem vinna að hinum ýmsu
rannsóknum og hafa verið leidd-
ar að því líkur að slíkir styrkir
hafi áhrif á rannsóknirnar, jafn-
vel á niðurstöðurnar sjálfar. 
Tímaritið Nature
Skýri frá
hagsmuna-
tengslum
New York. AP.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56