Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						
Miðvikudagur 27. júní 1979 —142. tbl. 69. árg.
I
Agreiningur um launaklör 300 skrifstofumanna hjá varnarllðinu:
„Flestir hafa veriD
lækkaDir i launaflokkum
segir valgarDur Krlslmundsson formaDur Verslunarmannafélags SuDurnesia
„Við erum mjög óánægðir með túlkun starfsmannastjórans á niðurstöðu
kjaradóms i máli verslunarmanna, að þvi er varðar okkur skrifstofu- og
verslunarmenn hér á Keflavikurflugvelli. Við teljum þá túlkun ranga. í
staðinn fyrir að flestir hækki i launaflokkum, þá hefur hann lækkað flesta",
sagði Valgarður Kristmundsson, formaður Verslunarmannafélags Suður-
nesja, i samtali við Visi.
A Keflavlkurflugvelli hefur nú
risið ágreiningur milli forsvars-
manna Verslunarmannafélags
Suöurnesja og starfsmanna-
halds Varnarliðsins um túlkun á
nýfelldum dómi um kjör
verslunarmanna, en hinir nýju
kjarasamningar kveða á um
hækkun launa og miklar breyt-
ingar á launastiganum.
Verslunarmannafélagið hefur
boðað til fundar i kvöld með
þeim starfsmönnum, er mál
þetta snertir, en þeir eru um 300
talsins. Verða þar ræddar aö-
geröir félagsins i deilu þessari.
Valgarður sagði, aö starfs-
mannastjórinn hefði skipt
hverjum hinna eldri launa-
flokka niður I þrjá til fjóra
flokka. Meðalhækkun I flokki
væri varla meira en 6-7%, en
hækkunin væri frá 0,24% og upp
I 16%.
Visir ræddi lika við Guðna
Jónsson, starfsmannastjóra, og
staðfesti hann ofangreindar töl-
ur um launahækkunina, nema
hvað að hann sagði að meðal-
talshækkunin væri frekar 7-8%.
Guðni sagði, að verslunarmenn
vildu fá einhvers konar for-
múlubreytingu, þannig, að hver
flokkur hækkaði um vissa pró-
sentu. Það teldi hann vera i and-
stöðu við nýgerða samninga við
verslunarmenn. Ef farið yrði að
kröfum verslunarmanna yrði
hækkunin hjá þeim á Keflavlk-
urflugvelli 30-40% i ýmsum til-
fellUm.
Guðni sagöi það hreinan mis-
skilning, að Varnarliðið væri
samningsaðili hér á landi. Það
væri einungis að koma þessum
kjarasamningum til fram-
kvæmda hjá sér og ef versl-
unarmenn héldu að brotin væru
á sér lög, þá gætu þeir kært
framkvæmdina til sérstakrar
kaupskrárnefndar, sem hefði
úrskurðarvald I þessum málum
á vellinum.
—SS
JárnblendlfélaglD:
Pállí
stjórnína
„Þetta fyrirtæki fær; væntan-
lega gott veður og góöan meöbyr
þegar einn af okkar þekktustu
veðurfræðingum er kominn par i
stjórn", sagði Gunnar Thorodd-
sen fyrrverandi iðnaöarráðherra
i ræðu eftir aðalfund islenska
járnblendifélagsins i gær.
Þar var Páll Bergþórsson veö-
urfræðingur tilnefndur i stjórnina
sem varaformaður en Jósef H.
Þorgeirsson sem áður átti sæti i
aðalstjórn er nu varamaður. For-
maður er Hjörtur Torfason hrl. og
aðrir I stjórn eru Eggert G. Þor-
steinsson, dr. Guðmundur Guð-
mundsson, Rolf Nordheim, Leif
Kopperstad og Gunnar Viken.
Fjöimenni var við formlega
gangsetningu járnblendiverk-
smiðjunnar i bliðskaparveðri i
gær og þar lagði Ólafur Jóhann-
esson forsætisráöherra hornstein
i vegg ofnhússins.
- SG
Þennan flokk úr Vinnuskóla Kópavogs hittu blaoamenn Visis þegar þeir löbbuou dt i sólskinið sem glatt hefur mikinn hluta landsmanna
sioustu dagana. Stúlkurnar heita (f.v.) Sigrún Ólafsdóttir, Lilja Magnusdóttir, Herdis Þórisdóttir, Linda Rúnarsdóttir og Birna Kristinsdóttir.
Myndir og frasögn af fólki i sólinni eru I opnu blaösins I dag.
Vlsismýnd:  GVA
BORÐUST VIÐ ELD VIÐ
SANDSKEIÐ í SJÖ TÍMA
Lið manna frá Slysavarnafé-
laginu, hjálparsveitum skáta og
lögreglumenn barðist i um
s jö ". tima i gær við eld innan við
Sandskeið.
Eldurinn var i mosa og öörum
gróðri og var tilkynnt um hann
um klukkan fjögur I gær. Barst
tilkynningin frá flugvél sem
flaug yfir svæðið. Erfiölega
gekk að komast á staðinn, enda
ekki fært nema fyrir jeppa og
torfærubila. Um klukkan hálf
tólf I gærkvöldi hafði tekist að
ráða niðurlögum eldsins.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar voru tveir menn á
þessum stað i bíl og voru þeir
færðir  á  lögreglustöðina.  1
morgun lá hins vegar ekki ljóst
fyrir  hver  eldsupptök  voru.
Svæðið sem brann er um hálfur
hektari, en eldurinn logaði á
tveimur stöðum.          _.
—EA
Páll Bergþórsson kemur af aðal-
fundinum I fylgd eins af norsku
fulltrúunum. (Visism. SG).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24