Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 11. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						HÍ  «
Mánudagur 13. janúar 1980, 11. tbi. 70. árg.
r " Mlðstjðrn1 fti D v"ö u Da n da la g sTns™s a m Dy 5rKlr"t ííl ö gu F " éf nah agsm áium"""
..MHJAÐ VIB AÐ NA VEM-
BðLGUNNI í 25% A ARINU"
- segir ólaffur Ragnar Gpfmsson. formaDur framkvæmdasilórnar AlDíðuöandalagslns
„Þessar tillögur miða að þvi að tengja saman skammtlma- og langtimaaðgerðir I efnahagsmálum og
skiptast i tvo megin-hluta", sagði Ólafur Ragnar Grimsson, alþingismaður og formaður framkvæmda-
stjórnar Alþýðubandalagsins, þegar Visir spurðist fyrir um þær efnahagsmálatillögur, sem voru sam-
þykktar á fundi miðstjórnar Alþýðubandalagsins i gær.
„í fyrsta lagi eru það itarleg-
ar tillögur um fyrstu aðgerðir i
efnahagsmálum, sem miða að
þvl að ná verðbólgunni niður i
25% á þessu ári. Samtimis þvi
verður sett i gang þriggja ára
áætlun, sem nær til fyrstu mán-
aða ársins 1983, um áframhald-
andi hjöðnun verðbólgu, upp-
byggingu islenskra atvinnuvega
og jöfnun lífskjara. Fyrra
markmiðinu  verður  náð með
samblandi af niðurfærslum og
millifærslum".
— Geta þessar tillögur orðið
grundvöllur að stjórnarmynd-
un?
„Menn voru einhuga um það á
miðstjórnarfundinum, að Al-
þýðubandalagið ætti nú að gera
tilraun til stjórnarmyndunar á
grundvelli þessara tillagna. Við
munum kynna hinum flokkun-
um þessar tillögur, þegar þar að
kemur, og afstaða þeirra ræður
svo hvaða möguleikar opnast.
Ef við fengjum umboöið i dag,
erum við tilbúnir að senda hih-
um flokkunum tillögurnar strax
á morgun".           —P.M.
Þaö var þröngtá þingi Idómsal Hæstaréttar I morgun þegar málflutningur hófst f Geirfinnsmálinu svo-
nefnda. Fremst á myndinni til hægri er einn ákærðra, Sævar Cicielski, við hlið rannsóknarlögreglu-
manns, en aftar eru meðal annarra fréttamenn.                              Visismynd: BG
Pétur Thorsteinsson
í forsetaframboð
Pétur Thorsteinsson am-
bassador lýsti þvi yfir i gær, að
hann hygðist gefa kost á sér til
forsetaframboðs.
Frambjóðendur til forseta-
kosninganna eru þar með orðnir
tveir. Albert Guðmundsson
alþingismaður tók sem kunnugt
er ákvörðun um framboð á sið-
asta ári.
Ýmsir fleiri eru enn að hugsa
sinn gang i þessu efni. Armann
Snævarr hæstaréttardómari
sagði i morgun, að enn væri
ekkert að frétta hjá sér, og Guð-
laugur Þorvaldsson, rikissátta-
semjari, sagði að hann hefði enn
ekki gert upp hug sinn i sam-
bandi við þetta mál, en yfir-
lýsingar frá sér væri að vænta
fljótlega.               —SJ.
Pétur Thorsteinsson
Elding í sfmstoð
Bilun varð i sjálfvirka sima-
kerfinu i Vik I Mýrdal i gærmorg-
un. Taliö er að eldingu hafi lostið
niður i stöðvarhúsið meö fyrr-
greindum afleiðingum.
Strax og bilunarinnar varð vart
um sexleytið um morguninn var
haft samband við simstöðvar I
Reykjavik og á Hellu um öryggis-
linu, þar sem önnur slmalfnu-
sambönd voru óvirk.
Við athugun kom I ljós, að
stöðvarhiisið, sem er efst á
Reynisf jalli, hafði laskast, senni-
lega vegna eldingar. Miklar
skemmdir urðu á tækjum
stöðvarinnar, sem voru nyieg.
Bráðabirgðasambandi var
komið á um ellefuleytið og sjálf-
virka sambandið var komið I lag
um kvöldmatarleytið.
Málflutnlngur í Qelrflnnsmállnu hófst fyrir Hæstarétti f morgun:
Bpeytlup fpambupðup epíu
breytip ekki mðlflutningi
Munnlegur mál-
flutningur í Geirfinns-
málinu hófst fyrir
Hæstarétti klukkan 10 i
morgun og hóf þá Þórð-
ur Björnsson ríkissak-
sóknari
sína.
sóknarræðu
Erla Bolladóttir kom fyrir
dóm á föstudaginn og lýsti þvi
þar yfir að hún drægi fyrri játn-
ingar sinar I málinu til baka.
Kvaðst hUn aldrei hafa farið til
Keflavíkur kvöklið 19. nóvem-
ber 1974. er Geirfinnur hvarf,
aldrei heyrt á Geirfinn minnst
og ennþá siður hefði hún aðstoð-
að við að koma liki hans fyrir,
eins og hiin hafði áður lýst.
Þessi   breytti  framburður
Erki breytir engu um f ramgang
málflutningsins fyrir Hæsta-
rétti. Aður höfðu þeir Sævar
Ciesielski og Kristján Viðar
Viðarssondregið fyrri játningar
slnar til bakaen það hafði engin
áhrif á dóm sakadóms sem
kveðinn var upp 19. desember
1977.
Buist er við að sóknarræöa
Þóröar Björnssonar rikissak-
sóknara standi fram á miðviku-
dag eða fimmtudag og síðan
komast verjendur sakborning-
anna að . Málflutningur mun þvi
standa yfir I hátt I tvær vikur.
—SG
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28