Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Miðvikudagur 16. janúar 1980/ 13. tbl. 70. árg.
Lítil starísemi í Bændaskólanum á Hólum:
ELLEFU STARFSMENN
EN ENGINH NEMANDI!
„Það er alveg rétt að engir nemendur hafa ver-
ið i Hólaskóla i vetur, þrátt fyrir fullt kennaralið,
en kennurum er ekki hægt að segja upp i hvelli",
sagði Bragi Sigurjónsson landbúnaðarráðherra i
samtali við Visi.
Bragi sagði aö þegar skólinn
hófst i byrjun október heföu aö-
eins 6-7 nemendur verið búnir
að skrá sig. Taldi skólanefndin
ekki fært að hefja' skólahald
með svo fáum nemendum enda
óvist að allir kæmu til leiks. Þvi
hefði kennsla fallið niður fram
að jölum. Af þessum sökum
hefði verið ákveðið að auglýsa
námskeiðahald eftir jólin og
þegar upplýsingar um þátttöku
á þvi lægju fyrir, yrði væntan-
lega tekin afstaða til þess hvort
segja ætti upp skólastjóra og
kennurum.
Bragi sagði að þessi upp-
stokkun starfsliðs miðaðist við
það að hægt yrði að breyta
kennslunni næsta vetur og taka
þá m.a. upp nýjar búgreinar,
t.d. laxeldi, loðdýrarækt og
jafnvel ferðamannaþjónustu.
Yrðu kennarar og aðrir starfs-
menn þá endurráðnir I sam-
ræmi við breytta kennsluhætti,
en væntanlega yrðu einnig sum-
ir gömlu kennaranna við Hóla-
skóla endurráðnir.
Loks sagði Bragi aö auk
skólastjóra hefðu fjórir kennar-
ar verið ráðnir við skólann i vet-
ur. Þá hefur Visir aflað sér
þeirra upplýsinga að annað
starfslið viö búrekstur sé sex
starfsmenn.
—HR
Skipverjar á Júpiter sjást hér gera við nótina eftir velheppnaða veiðiferð.enþeir komu meö 700tonn af loðnu til hafnar. Visismynd: BG.
Ríkissaksóknari í málflulníngi I Guomundarmálinu:
Vitni hótað ef bað
breytti ekki framburði
Vitni i Guðmundarmálinu hefur borið fyrir rétti að það hafi orðið fyr-
ir hótunum frá mönnum er það var statt í Veitingahúsinu Klúbbnum.
Hefðu þeir sagt að barn þess væri I hættu og spurðu hvort það byggi
ekki i timburhúsi.
Þessar upplýsingar komu fram
i ræðu Þórbar B]örnssonar rlkis-
saksóknara I Hæstarétti i gærdag.
Hann sagði, að stúlka sem vann á
Kópavogshæli árið 1974, er Guð-
mundur Einarsson hvarf, hafi
komið fyrir dóm á föstudaginn i
siðustu viku. Sævar var hjá þess-
ari stúlku um kvöldið áður en
hann fór aö Hamarsbraut 11 að-
faranótt 27. janúar 1974.
Fyrir dóminum skýrði stúlkan
svo frá að á siðast liðnu hausti
hefði hún fengið bréf frá Sævari
Cisielski austán frá Litla-Hrauni
þar sem hann bað hana um að
koma i hcimsókn á Hrauniö og
ennfremur að breyta framburöi
sinum á þann veg að hann hefði
verið hjá henni alla nóttina 27.
janúar.
Stúlkan sinnti þessu ekki en reif
bréfið. Sibar var hringt til hennar
frá konu sem nokkuö hefur starf-
aö fyrir fanga á Litla-Hrauni og
var erindi konunnar að skila til
stúlkunnar frá Sævari að hún ætti
að breyta framburöi slnum. Kon-
an kom fyrir dóm og staðfesti að
hún hefði komið þessum skila-
boðum áleiöis.
Vitnið neitaði að breyta fyrri
framburði sinum og sagði frá
þeim hótunum sem það kveðst
hafa orðið-fyrir vegna þess.
Málflutningur heldur áfram
fyrir Hæstarétti I dag og þá f jall-
ar saksóknari um Geirfinnsmál-
ið. Lýkur saksóknari ræðu sinni á
morgun og þá taka verjendur
sakborninga við.
—SG
Gelrflnnsmálið:
Vítni aftur-
kallar
framburð
. Vitni I Geirfinnsmálinu hefur
dregið fyrri framburð sinn til
baka og gefið skriflega yfirlýs-
ingu um að fyrri framburður hafi
verið rangur. Þetta vitni mun
hafa borið um ferðir Kristjáns
Viðars kvöldið sem ferðin til
Keflavikur á að hafa verið farin.
Þá hafa verjendur tveggja sak-
borninga»Tryggva Rúnars Leifs-
sonar og Sævars Cisielski, óskað
eftir þvi að saksóknari leggi fram
álitsgerð um áhrif eiturlyfja og
þá einkum LSD á skapgerð og
skaphöfn manna og raunveru-
leikaskyn með tilliti til fram-
burðaiT.
Saksóknari hafði samband við
dr. Þorkel Jóhannesson prófessor
og mun hann skila álitsgerð. er
lögð verður fram i Hæstarétti.
—SG
Erla Bolladóttlr:
„Ákvðrðun
að eigin
frumkvæði
¦ ••
Sama dag og vitni I Guð-
mundarmálinu kom fyrir dóm og
skýrði frá hótunum f sinn garð
dró Erla Boliadóttir fyrri fram-
burð sinn I Geirfinnsmálinu til
baka.
Hún sagði þá fyrir dómi, að hún
hefði tekið þessa ákvörðun að eig-
in frumkvæði eftir langa Ihugun
vegna breyttra lifsviöhorfa og
kom ekki fram hjá henni, að hún
hafi verið beitt hótunum til að
breyta framburöi sínum.
—SG
Sprenging
Mikil sprenging kvað við I
Drafnarfelli I Breiöholti um
klukkan 1 I nótt og brotnaði stór
rúða I verslunarhúsi við Drafnar-
fell.
Er lögreglan kom á staðinn
kom I ljós að þarna hafði heima-
tilbúin sprengja verið notuð.
—SG
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24