Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 27 Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að komast í sólina fyrir áramótin á hreint ótrúlegum kjörum. Það er 25 stiga hiti á Kanarí, frábært veðurfar og þú getur notið haustsins við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Verð kr. 49.905 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar. 13. desember, viku. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 59.950 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 13. desember, vika. Síðustu sætin Út 13. des. Heim 20. des. eða 27. des. Stökktu til Kanarí 13. desember frá kr. 49.905 - fyrir heilsuna Beinþéttni mæling 552 4045 TÍMAPANTANIR Í SÍMA 530 5800 TÍMAPANTANIR Í SÍMA 564 5600 TÍMAPANTANIR Í SÍMA Mælingin kostar 950 kr. - Bjóðum beinþéttnimælingar framkvæmdar af hjúkrunarfræðingum Lyfju á eftirtöldum stöðum: Lyfja Laugavegi Mánudaga og þriðjudaga kl. 9-16.30 Lyfja Smáratorgi Miðvikudaga kl. 8-16 og fimmtudaga kl. 8-12 Lyfja Smáralind Fimmtudaga og föstudaga kl. 13-17 BÓK þessi hefur að geyma tvær ritgerðir, ferðasögubrot, ævisögu- brot, æviminningar, „landnáms- sögu“, dagbækur, dagbókarbrot og fjölskyldubréf. Fyrri ritgerðin er eftir Sigurð Gylfa Magnússon og nefnist Sársaukans land. Vestur- heimsferðir og íslensk hugsun. Þetta er mikil ritgerð, 57 bls., fræðileg og um margt upplýsandi. Höfundur byrjar á yfirliti um Vest- urheim í hugum Íslendinga og tek- ur þar fyrir umræður um vestur- heimsferðir á nítjándu öldinni og viðhorf Íslendinga nú til Vestur- Íslendinga. Þá er nokkur kafli um baksvið vesturheimsferða. Saman- burður er við ferðir vestur frá öðr- um löndum og reynt er að átta sig á hvaða Íslendingar fóru vestur. Í síðasta hluta ritgerðarinnar er fjallað um helstu kenningar um innflytjendarannsóknir og lögð drög að kenningaramma fyrir væntanlegar rannsóknir. Þó að margt sé gott um þessa ritgerð að segja, er ekki því að neita, að höfundur er nokkuð óvæg- inn á stundum í gagnrýni sinni bæði á eldri rannsóknir og skrif og einnig á viðhorf Íslendinga nú á tímum. Það háir höfundi, að honum virðist ekki sýnt um lipran stíl. Framsetning hans verður því nokk- uð þurr og á stundum hálfklúð- ursleg. Sumir myndu veigra sér við að vitna jafnoft í sjálfan sig og þessi höfundur gerir. Átján tilvitn- anir á tæpum 60 blaðsíðum er vissulega vel í lagt. Seinni ritgerðin er eftir Davíð Ólafsson og ber heitið Í frásögur færandi. Vesturheimsferðir í per- sónulegum heimildum. Hún er einnig löng, 58 bls. Meginhluti rit- gerðarinnar er umfjöllun um fólk það sem flutti vestur, ástæður flutninganna og aðstæður eftir að vestur kom. Þá er gerð grein fyrir þeim vesturförum, sem efni eiga síðar í bókinni og skrifum þeirra. Allmargar tilvitnanir eru í skrif þeirra og verða þau því tvítekin. Raunar má svipað segja um grein- argerð þessa höfundar um ritarana. Fyrir þeim er einnig gerð grein á undan hverri ritsmíð. Eins er nokk- ur skörun við fyrri ritgerðina. Ann- ars er þessi ritgerð hin liprasta af- lestrar og ánægjulegt hversu vel höfundi tekst að halda sér við jörð- ina. Í rauninni hefði þessi ritsmíð verið nægileg sem inngangur bók- arinnar. Hin ritgerðin hefði líklega betur verið umsamin á ensku til birtingar í fagtímariti. Þá kemur að vesturförunum sjálfum. Þar kennir margra og mis- lystilegra grasa. Mormóninn Þórð- ur Diðriksson ríður á vaðið með vel skrifað ferðasögubrot frá Íslandi til Utah. Þá er ævisögubrot Símonar Símonarsonar frá Gönguskörðum (Breiðstöðum, Heiðarseli og fleiri kotum) í Skagafirði. Það er öllu óhrjálegra og lýsir heldur óvið- felldnum manni. Æviminningar Jóns Jónssonar eru fróðlegar. Síð- an koma ein sjö dagbókarbrot með Landnámssögu Marteins Jónsson- ar inni á milli. Er skemmst frá því að segja, að þessi dagbókarbrot eru skelfilega leiðinlegur lestur. Þar eru enda- lausar veðurlýsingar og frásagnir af daglegu amstri, sem eiginlega er sjaldnast hægt að fá botn í skýr- ingalaust. En engar skýringar fylgja þessum textum. Mér þykir ósennilegt að þessi skrif geti vakið áhuga annarra en fræðimanna á þessu þrönga sviði sagnfræðinnar eða ættingja, sem vilja vita meira um líf forfeðra sinna. Ég hef velt því fyrir mér hvort útgáfa af þessu tagi sé ekki misráðin. Hefði ekki verið betra, að Davíð Ólafsson hefði lengt ritgerð sína til muna og gert úr henni bók, en frumgögnin (dag- bækurnar) gerð aðgengileg fræði- mönnum í tölvuútprentunum? Um þetta getur hverjum sýnst sitt. Að villum leitaði ég ekki. Þó rakst ég á eitt sem ég tel rangt. Saga Íslendinga í Vesturheimi, sem oft er vitnað í, er hvorki 4 né 6 bindi, eins og hér kemur fram, heldur eru bindin 5. En vel er frá þessari bók gengið og hún er myndarlega útgefin. Varla hefur þó verið áhlaupaverk að ganga frá frumgögnum til prentunar. Vesturheimsferðir BÆKUR Sagnfræði Dagbækur og persónuleg skrif Vest- urheimsfara á síðari hluta 19. aldar. 5. sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magn- ússon tóku saman. Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2001, 377 bls. BURT OG MEIR EN BÆJARLEIÐ Sigurjón Björnsson SKELLIBJÖLLURNAR Snuðra og Tuðra eru komnar á kreik í Mögu- leikhúsinu á nýjan leik með nýja sýningu eftir að fyrri sýningin um þær systur hefur verið leikin yfir 200 sinnum og einar sex leikkonur tekið að sér hlutverkin frá upphafi. Nú eru það Ingibjörg Stef- ánsdóttir og Lára Stefánsdóttir sem snuðra og tuðra fyrir jólin, gera alls kyns rósir en allt í bestu meiningu því inn við beinið eru þær bestu skinn. Þær ætla sér t.d. að vera góðar við mömmu sína og baka fyrir hana piparkökurnar þegar hún bregður sér frá. Hvernig til tekst með baksturinn er áhorf- enda að komast að. Síðan reyna þær að taka til í herberginu sínu og skreyta jólatréð og árangurinn er ótrúlegur að ekki sé meira sagt og engin meira þreytt en mamma þeg- ar loks kemur að því að borða jóla- matinn. Það er upphaf aðventunnar og mamma Snuðru og Tuðru ætlar að kenna börnunum í skólanum grundvallaratriði í bútasaumi, þannig að þau geti sjálf útbúið sinn eigin aðventukrans og annað skemmtilegt jólaskraut. Við kennsl- una nýtur hún aðstoðar Theodóru í næsta húsi. En þeim gengur heldur illa að koma sér að efninu, því þær eru alltaf að rekast á eitthvað skondið sem leiðir talið að uppá- tækjum óþekktarormanna, Snuðru og Tuðru. Þá birtast þær ljóslifandi á sviðinu og áhorfendur verða vitni að jólarósum þeirra systra, því eins og við er að búast gengur jólahald- ið ekki alveg snurðulaust fyrir sig þegar þær Snuðra og Tuðra eru annars vegar. Sögurnar um Snuðru og Tuðru eru eftir Iðunni Steinsdóttur en leikgerðin er verk Péturs Eggerz. Leikstjóri sýningarinnar er Bjarni Ingvarsson. Leikmynd er eftir Katrínu Þorvaldsdóttur og Bjarna Ingvarsson. Búninga gerði Katrín Þorvaldsdóttir. Tónlistin í verkinu er eftir Vilhjálm Guðjónsson. Jólarósir Snuðru og Tuðru Morgunblaðið/Ásdís Snuðra og Tuðra taka til. Morgunblaðið/Ásdís Teódóra í næsta húsi á ekki orð yfir Snuðru og Tuðru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.