Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						286. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 13. DESEMBER 2001
VONIR um friðarsamninga milli Ísraela og Palest-
ínumanna urðu að engu í gær þegar palestínskir
öfgamenn réðust með sprengjum og vélbyssum á
ísraelskan fólksflutningabíl og myrtu tíu manns. Á
sama tíma gerðu tveir Palestínumenn sjálfsmorðs-
árás á Gazasvæðinu og særðu fjóra.
Ísraelskar herþotur gerðu í gærkvöldi sprengju-
árás á öryggisgæslustöð Palestínumanna skammt
frá skrifstofum Yassers Arafats, forseta heima-
stjórnarinnar, á Gaza. Einnig var gerð loftárás á
stöðvar palestínsku lögreglunnar í Nablus. Ísraelar
kenndu heimastjórninni um að hafa látið undir höf-
uð leggjast að ná tökum á herskáum múslimum.
Ekki var fyllilega ljóst í gær hverjir bæru ábyrgð
á tilræðinu á Vesturbakkanum, en sjónvarpsstöð
Hezbollah-samtakanna í Líbanon greindi frá því að
þangað hefði hringt maður er hefði sagst vera
fulltrúi palestínsku öfgasamtakanna Hamas og lýst
þau ábyrg. 
Tilræðin í gær auka enn þrýstinginn á Arafat að
fangelsa alla öfgamenn svo sem Vesturlönd og Ísr-
aelar hafa krafist af honum síðan Palestínumenn
gerðu mannskæðar sjálfsmorðsárásir í byrjun mán-
aðarins. Bandaríkjastjórn krafðist þess í gær, að
Arafat ?gerði allt sem hann mögulega gæti? til að
stöðva ofbeldisaðgerðirnar, sem færu sífellt versn-
andi. 
Ísraelarnir tíu féllu, og allt að 30 særðust, þar af
margir lífshættulega, þegar Palestínumennirnir
sprengdu tvær sprengjur við veginn skammt fyrir
utan landnemabyggð gyðinga nærri Nablus. Þegar
fólksflutningabifreiðin hægði á sér eftir sprenging-
arnar lét einn byssumaður kúlnahríð dynja á henni.
Hann féll síðan sjálfur eftir stuttan bardaga við ísr-
aelska landamæraverði er þustu á vettvang. Tveir
aðrir öfgamenn héldu áfram að skjóta á sjúkrabíla
sem komu til að flytja særða á brott.
Um svipað leyti og árásin var gerð á Vesturbakk-
anum sprengdu tveir Palestínumenn sjálfa sig í loft
upp við hótel í landnemabyggð gyðinga syðst á
Gazasvæðinu. Fjórir aðrir særðust.
Stjórn Arafats neitar ábyrgð
Heimastjórn Palestínumanna gaf út yfirlýsingu
í gærkvöldi og neitaði því afdráttarlaust að bera
nokkra ábyrgð á tilræðunum. Lét heimastjórnin
jafnframt loka skrifstofum samtakanna Hamas og
Jihad, sem hafa lýst ábyrgð á nokkrum tilræðum
gegn Ísraelum að undanförnu.
Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, kallaði
öryggisráð sitt til neyðarfundar í gærkvöldi til að
ræða viðbrögð Ísraela við tilræðunum. Undanfarið
hafa Ísraelar brugðist hart við tilræðum Palest-
ínumanna og gert harðar loftárásir á palestínskar
lögreglustöðvar og byggingar heimastjórnarinnar.
Fregnir hermdu í gærkvöldi að öryggisgæslustöðv-
ar Palestínumanna í Ramallah hefðu verið yfirgefn-
ar, þar eð búist væri við hefndaraðgerðum Ísraela.
Áður en tilræðin á Vesturbakkanum og Gaza
voru framin í gær höfðu bandarískir embættismenn
greint frá því að Anthony Zinni, sáttafulltrúi Banda-
ríkjastjórnar í Miðausturlöndum, hefði talið Ísraela
á að gera ekki frekari árásir á palestínsk skotmörk,
ef palestínska lögreglan gerði alvarlega tilraun til
að koma höndum yfir öfgamenn. En með tilræð-
unum fór þessi málaleitan út um þúfur, og hætta er
talin á að Zinni geri alvöru úr þeim hótunum sínum
að hætta sáttatilraunum ef mannskæðum hryðju-
verkum linnir ekki.
Palestínumenn fella tíu
Ísraela nálægt Nablus
Ísraelskar herþotur varpa
sprengjum skammt frá
skrifstofum Arafats á Gaza
Jerúsalem, Gazaborg, Washington, Nablus. AFP, AP.
AP
Lögreglumenn og sjúkraliðar að störfum við fólksflutningabílinn sem ráðist var á í gær. 
FORSVARSMENN Blockbust-
er-myndbandaleigukeðjunnar í
Bretlandi tilkynntu í gær að til-
raun yrði gerð með notkun ilm-
efna til að hjálpa viðskiptavinum
að velja myndbönd. 
Þrjár ilmtegundir hafa verið
þróaðar í þessum tilgangi:
byssupúðurslykt á að vekja
áhuga á spennumyndum, rósa-
ilmur á að beina athyglinni að
rómantískum myndum og ban-
anaangan er ætlað að minna á
gamanmyndir. Ilmtegundirnar
verða í hylkjum sem komið verð-
ur fyrir í loftræstikerfi mynd-
bandaleignanna. Fjórða ilmin-
um, af vanillu, á svo að úða út í
loftið í sælgætissölunni, í því
skyni að hvetja viðskiptavinina
til að kaupa eitthvert góðgæti. 
Blockbuster hyggst til að
byrja með prófa notkun ilm-
efnanna í nokkrum myndbanda-
leigum í London, Birmingham
og víðar. ?Lykt leikur stórt hlut-
verk í því hvernig við vinnum úr
hugsunum, minningum og
myndum, þannig að tenging
ilms við hina sjónrænu og hljóð-
rænu þætti kvikmynda ... ætti
að fullkomna skemmtunina,?
sagði talsmaður keðjunnar. 
Ilmur til að
auðvelda
myndavalið
London. AP.
AFGANSKAR hersveitir við Tora Bora fram-
lengdu í gær frest liðsmanna al-Qaeda-hreyfing-
arinnar til uppgjafar þar til í nótt. Foringjar sveita
andstæðinga talibana hvöttu óbreytta al-Qaeda-
liða til að framselja 22 yfirmenn í hreyfingunni í
skiptum fyrir frelsi.
Afgönskum sveitum hafði á þriðjudag tekist að
ná flestum hellunum í Tora Bora á sitt vald og um-
kringja stóran hluta liðsmanna al-Qaeda, sem var
gefinn frestur þar til í fyrrinótt til að gefast upp.
Al-Qaeda-liðarnir höfðu frestinn þá að engu. 
Bandarískar sprengjuflugvélar héldu uppi
hörðum árásum á fjöllin á Tora Bora-svæðinu í
gær, þar sem líklegt er talið að hryðjuverkaforing-
inn Osama bin Laden hafist við. Árásir voru einnig
gerðar á skotmörk nærri borginni Kandahar.
Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-1
hrapaði í Indlandshaf skömmu eftir flugtak frá
herstöð á eyjunni Diego Garcia síðdegis í gær.
Fjórir voru í áhöfn vélarinnar og var þeim öllum
bjargað. Ekki var ljóst hvað olli því að vélin hrap-
aði. 
Burhanuddin Rabbani, forseti Afganistans frá
1992?1996, sagði við fréttamenn í Kabúl í gær að
hann styddi bráðabirgðastjórnina sem tekur við
völdum í landinu 22. desember. Hann fullyrti þó að
samkomulagið um stjórnarmyndunina, sem náðist
á fundi afganskra fylkinga í Bonn í síðustu viku,
hefði verið undirritað undir þrýstingi frá erlend-
um ríkjum og sagði slík afskipti af innanríkismál-
um Afganistans einungis til þess fallin að auka á
vanda landsins.
Bandarískur talibani segir fleiri 
hryðjuverk í undirbúningi
Bandaríkjamaðurinn John Walker, sem barðist
með herliði talibana en náðist við Mazar-e-Sharif,
mun hafa sagt við yfirheyrslur að al-Qaeda-sam-
tökin hygðu á frekari hryðjuverk í Bandaríkjunum
fyrir lok föstumánaðar múslima nk. sunnudag. Er
hann sagður hafa fullyrt að sýklavopn yrðu þá not-
uð. 
Bandarískir embættismenn drógu í efa að full-
yrðingar Walkers væru á rökum reistar. Ari
Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, sagði að ólík-
legt hlyti að teljast að svo lágt settur maður í liði
talibana hefði haft vitneskju um hryðjuverka-
áform al-Qaeda.
Frestur al-Qaeda-
liða framlengdur
Tora Bora, Washington. AFP, AP.
Bandarísk sprengjuflugvél fórst 
í Indlandshafi en áhöfninni bjargað
AP
Hermaður úr liði andstæðinga talibana við
Tora Bora lítur á úr sitt eftir að frestur al-
Qaeda-liða til uppgjafar rann út í gærmorgun.
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti tjáði leiðtogum Bandaríkjaþings
í gær að hann hefði ákveðið að rifta
Gagneldflaugasáttmálanum sem
Bandaríkjamenn og Sovétmenn
undirrituðu árið 1972. Búist var við
að forsetinn tilkynnti ákvörðun sína
formlega í dag og nýtti sér þar með
ákvæði sáttmálans um að honum
megi segja upp með sex mánaða fyr-
irvara.
Tom Daschle, meirihlutaleiðtogi
demókrata í öldungadeildinni, stað-
festi í gær að Bush hefði kunngert
sér og þremur öðrum þingleiðtogum
ákvörðun sína á vikulegum fundi
þeirra í Hvíta húsinu í gærmorgun.
Forsetinn hefur margoft lýst sátt-
málanum sem úreltum leifum frá
dögum kalda stríðsins.
Ákvörðun Bush þýðir að Banda-
ríkjamenn geta ótrauðir haldið
áfram tilraunum sínum með eld-
flaugavarnakerfi, en uppbygging
slíks kerfis brýtur í bága við ákvæði
sáttmálans. Rússar hafa ráðið
Bandaríkjastjórn frá því að rifta
sáttmálanum einhliða og segja það
munu grafa undan þeim árangri sem
náðst hafi í afvopnunarmálum á und-
anförnum þremur áratugum.
Bush stað-
ráðinn í
að rifta
sáttmála
Washington. AFP, AP.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80