Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 1. FEBRÚAR 2002
ÓNAFNGREIND kona lét í gær
óánægju sína í ljósi við embætt-
ismenn vegna matarins sem
dreift var í tjaldbúðum er komið
var upp fyrir fólk sem varð að yf-
irgefa heimili sín vegna spreng-
inganna í Lagos í Nígeríu fyrr í
vikunni. Að minnsta kosti sjö
hundruð manns fórust þegar
sprenging varð í vopnageymslu
hersins og mikið öngþveiti fylgdi
í kjölfarið. Flestir þeirra sem fór-
ust voru börn. Mörg þúsund
manns hafa orðið heimilislaus í
kjölfar harmleiksins, og hefur
Rauði krossinn í Nígeríu brugðist
við og dreift til fólksins mat, lyfj-
um og ýmsum öðrum hjálp-
argögnum.
AP
Reiði í garð yfirvalda
L52159 Fólk er þungbúið/23
ARIEL Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, kveðst iðrast þess að hafa
ekki látið myrða Yasser Arafat fyrir
tuttugu árum í stríðinu í Líbanon.
Ísraelska blaðið Maariv hafði þetta
eftir Sharon í gær. Sagði forsætis-
ráðherrann að hann hefði átt að gefa
fyrirmæli um ?upprætingu? Arafats
þegar Ísraelar réðust inn í Líbanon
árið 1982 til þess að hrekja á brott
þaðan Frelsissamtök Palestínu
(PLO). 
?Í Líbanon var samkomulag sem
kvað á um að ekki mæti uppræta
hann, og eftir á að hyggja iðrast ég
þess,? hafði Maariv eftir Sharon.
Hann var varnarmálaráðherra þegar
Ísraelar létu til sín taka í borgara-
stríðinu í Líbanon. Arafat, forseti
PLO, hafði bækistöðvar í Beirút.
Palestínski ráðherrann Saed
Erekat sagði að orð Sharons merktu
að Sharon væri ?enn þeirrar hyggju
að drepa Arafat, og er til marks um
hugarfar mafíósa og skæruliða frem-
ur en forsætisráðherra?. Sagði Erek-
at að Palestínumenn fordæmdu yf-
irlýsingu Sharons og bæðu
Bandaríkjamenn þess lengstra orða
að ?stöðva Sharon áður en það verð-
ur of seint?. Erekat sagði ennfremur
að Bandaríkjastjórn yrði að hætta að
koma fram við stjórn Sharons og
Ísrael eins og ríki sem væri hafið yfir
lög og rétt.
Jose Maria Aznar, forsætisráð-
herra Spánar, sem er nú í forsæti
Evrópusambandsins, sagðist vera
?mjög svartsýnn? á ástandið í Mið-
Austurlöndum og varaði við því að
það gæti versnað til muna. Josep Piq-
ue, utanríkisráðherra Spánar, tók
dýpra í árinni og sagði: ?Ef þessi orð
eru rétt eftir höfð harma ég þau og
krefst þess að þau verði tekin til
baka.?
Bandaríkjamenn fámálir
Bandaríkjamenn voru tregir til að
segja nokkuð um orð Sharons. ?Ég
hef ekkert sérstakt að segja um yfir-
lýsingar sem sífellt fljúga þarna fram
og til baka,? sagði Richard Boucher,
talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins. Þegar fréttamenn
gengu á hann og sögðu honum frá
viðbrögðum Evrópusambandsins
sagði Boucher einungis að yfirlýsing-
ar sem ykju á spennuna væru ekki til
bóta við að draga úr ofbeldi og auka
traust.
Þegar fréttamenn ítrekuðu spurn-
ingar sínar virtist Boucher verða
pirraður. ?Ég sagði að þetta væri
ekki til bóta, ég skal glaður segja það
ef það er það sem þið viljið, en kjarni
málsins er þessi: Hver er kjarni
málsins?? Á mánudaginn hafði
Boucher atyrt Arafat fyrir ræðu, sem
Arafat hélt í Ramallah um helgina,
og skírskotaði til heilags stríðs.
Arafat hefur dvalið í bækistöðvum
heimastjórnar Palestínumanna í
Ramallah síðan í desember og halda
Ísraelar honum þar eiginlega í
herkví, í kjölfar fjölda blóðugra árása
Palestínumanna á ísraelsk skotmörk.
Sharon hefur sagt að Arafat fái
hvergi að fara fyrr en hann tekst á
við palestínska vígamenn með þeim
hætti sem Ísraelar sætta sig við.
Einkum hafa Ísraelar áhuga á að
handteknir verði menn sem réðu af
dögum ísraelskan ráðherra í október
síðastliðinn. 
Sharon kveðst iðrast þess
að hafa ekki fellt Arafat
Jerúsalem. Washington. AFP.
Reuters
Yasser Arafat á fundi með
stuðningsmönnum sínum í Ram-
allah fyrr í vikunni. 
L52159 Palestínsk svæði/22
Aftöku
blaðamanns
frestað
Karachi. AFP.
ÍSLÖMSK öfgasamtök frestuðu í
gær um einn dag að taka af lífi
bandarískan blaðamann, sem þau
rændu fyrir níu dögum. Kom það
fram í tölvupósti, sem þau sendu
pakistönskum dagblöðum.
?Við gefum honum einn dag enn.
Verði Bandaríkjastjórn ekki við
kröfum okkar mun það sama henda
alla bandaríska blaðamenn í Pakist-
an. Allah sé með okkur,? sagði í
skeytinu.
Daniel Pearl, blaðamaður hjá Wall
Street Journal, hvarf í borginni Kar-
achi fyrir níu dögum en þá var hann
að reyna að ná tali af leiðtogum ísl-
amskra harðlínumanna. Segjast 
ókunn samtök, sem kalla sig Þjóð-
arhreyfinguna fyrir endurheimt
pakistansks fullveldis, hafa Pearl á
valdi sínu og þau krefjast þess, að
afganskir og pakistanskir fangar
Bandaríkjamanna í Guantanamo á
Kúbu verði sendir heim.
Ekki orðið við kröfunum
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær að ekki
yrði farið að kröfum ræningjanna.
Bandaríkjamenn gerðu allt sem þeir
gætu til að hafa uppi á Pearl, og
sagðist Powell hafa rætt við Pervez
Musharraf, forseta Pakistans, um
málið.
Mubarak Ali Shah Gilandi, leið-
togi herskárra samtaka, sem Pearl
ætlaði að ræða við, var handtekinn í
fyrradag og húsleit hefur farið fram
á ýmsum stöðum, sem honum tengj-
ast. Að sögn pakistanskra embættis-
manna hefur ?nokkuð miðað? í rann-
sókninni.
Íslamskir öfga-
menn í Pakistan
BANDARÍSKI spennusagna-
höfundurinn Stephen King ætl-
ar að hætta að senda frá sér
skáldsögur er
hann lýkur
þeim verkefn-
um sem hann
er nú að vinna,
vegna þess að
hann vill
?hætta á
toppnum?, að
sögn BBC.
King er 54 ára
og einhver vinsælasti rithöf-
undur heims og meðal þekktari
verka hans má nefna ?The
Shining? og ?Green Mile?, sem
báðar hafa verið kvikmyndað-
ar. Verkefnin sem King er nú
að vinna að eru þrjár síðustu
sögurnar í bókaröðinni ?Dark
Tower? og handrit að sjón-
varpsþáttum um draugagang á
hæli. ?Svo er ég hættur,? sagði
hann. ?Hættur að skrifa bæk-
ur.? Hann útilokar þó ekki að
hann haldi áfram að skrifa fyrir
sjálfan sig.
King segist hafa óttast að
fara myndi fyrir sér eins og
spennusagnahöfundinum Har-
old Robbins sem hélt áfram að
skrifa fram eftir aldri, en sala
bóka hans minnkaði verulega
og orðstírinn beið hnekki
Umboðsmaður Kings kvaðst
hafa sínar efasemdir um yfir-
lýsingar rithöfundarins. ?Hann
hefur svo oft talað um að hætta.
Ég held að það sé mjög ólíklegt
að hann hætti að vinna.?
King
Stephen
King vill
?hætta á
toppnum?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60