Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ 3. FEBRÚAR 2002
28. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
Hvönn
jurt erkiengilsins
20
Stöðnun 
í Reykjavík
undir stjórn 
R-listans
10
?Fálkarnir um alla framtíð
Málverk af Ó
og heimsmei
Fálkanna frá 
peg í Kanada
hokkíi verðu
hjúpað á sýn
?Íslandshúsin
Lake City í B
ríkjunum í te
við Vetraróly
íuleikana, sem
settir í borgin
febrúar nk. S
Guðbjartsso
aði verkið í W
og gluggaði í
sögu liðsins s
skipað leikm
af annarri ky
Íslendinga í V
urheimi og þ
að líða fyrir 
upprunann./
Morgunblaðið/Steinþór
ferðalög Skíðagönguferðir bílar Corolla T-Sport börn Frumsamdir brandarar bíó Jean R
Sælkerar á sunnudegi
Eggjakaka skækjunnar
Landsað
gangur a
rafrænu
gagnasöf
þykir ein
Prents
Morgunbla
Sunnudagur
3. febrúar 2002
B
14
Snillingur 
á ferð
PAKISTANSKIR lögreglumenn
leituðu í fyrrinótt í grafreitum að
vísbendingum um örlög bandaríska
blaðamannsins Daniels Pearls, sem
íslömsk öfgasamtök rændu í Kar-
achi fyrir rúmum tíu dögum. Lög-
reglan sagði í gær að ekki væri tal-
ið að Pearl, sem starfar fyrir The
Wall Street Journal, hefði verið
tekinn af lífi, eins og fullyrt var í
tölvuskeyti sem sent var til banda-
rísku sjónvarpsstöðvanna CNN og
Fox á föstudaginn. Í skeytinu sagði
að lík blaðamannsins hefði verið
skilið eftir í grafreit. 
Í gær barst svo stutt skeyti frá
sama sendanda, þar sem sagt var
að Pearl hefði ekki verið líflátinn.
Skeytið var óundirritað og í því var
beðist afsökunar á fyrra skeyti þar
sem sagt var að Pearl yrði líflátinn
ef ekki yrði orðið við kröfum ræn-
ingja hans fyrir tiltekinn tíma.
Misvísandi fregnir bárust á
föstudaginn af örlögum blaða-
mannsins. Þá var hringt í banda-
rísk yfirvöld og krafist tveggja
milljóna dollara lausnargjalds fyrir
Pearl og að fyrrverandi sendiherra
afgönsku talibanastjórnarinnar í
Pakistan yrði látinn laus. En í áð-
urnefndu tölvuskeyti til Fox og
CNN sagði að Pearl hefði þegar
verið tekinn af lífi vegna þess að
ekki hefði verið orðið við kröfum
sem áður höfðu verið settar fram.
Reuters
Leitað í
grafreitum
í Karachi
MIKIL spenna ríkti í Argentínu í
gær eftir að forsetinn, Eduardo
Duhalde, hafði gagnrýnt harðlega
hæstarétt landsins og varað við yf-
irvofandi stjórnleysi.
Hæstiréttur Argentínu hefur úr-
skurðað að þær efnahagsráðstafanir
ríkisstjórnarinnar að takmarka rétt
manna til að taka út fé af banka-
reikningum sínum gangi gegn
stjórnarskrá landsins. Þessi úr-
skurður lá fyrir skömmu áður en
ríkisstjórnin hugðist ljúka gerð sér-
stakrar neyðaráætlunar vegna þess
ófremdarástands sem ríkir í efna-
hagsmálum Argentínu. Hafði verið
ráð fyrir því gert að sú áætlun yrði
kynnt síðdegis í gær, laugardag. 
Þess í stað lýsti Duhalde forseti
yfir því að áætluninni hefði verið
frestað. Bankar yrðu lokaðir á
mánudag og þriðjudag til að koma í
veg fyrir að almenningur flykktist
þangað til að taka út sparifé sitt.
?Mikil hætta steðjar nú að þjóð-
inni. Argentína rambar á barmi
stjórnleysis,? sagði Duhalde á blaða-
mannafundi. ?Ég óttast að bankarn-
ir geti ekki borgað út og að Seðla-
bankinn stöðvi rekstur þeirra. Ef
þessi sprengja springur verður
sparifjáreigendum ekki einungis
ókleift að taka út peninga sína held-
ur mun kerfið allt hrynja.?
Mikill fjöldi fólks fór um götur
helstu borga Argentínu á föstudag
og í gær berjandi potta og pönnur
líkt og hefð er fyrir þegar bágu efna-
hagsástandi og atvinnuleysi er and-
mælt. Í höfuðborginni, Buenos Air-
es, safnaðist fólk saman við
forsetahöllina og krafðist afsagnar
Duhalde.
Ríkisstjórnin hóf að takmarka út-
tektarheimildir sparifjáreigenda í
desembermánuði til að hefta fjár-
magnsflótta sem þá var hafinn sök-
um efnahagsástandsins. Þessar ráð-
stafanir hafa mælst ákaflega illa
fyrir og skapað mikla spennu í Arg-
entínu. Áætlun Duhalde forseta er
hins vegar ein helsta forsenda þess
að Argentínumönnum lánist að fá
aðstoð alþjóðlegra stofnana, ekki
síst til að létta skuldabyrðina erlend-
is.
Argentína sögð
ramba á barmi
stjórnleysis
ARIEL Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, gaf hvergi eftir á fyrsta fund-
inum sem hann hefur haldið með pal-
estínskum fulltrúum síðan hann tók
við embætti í fyrra, og sagði að engir
pólitískir samningar yrðu gerðir fyrr
en ofbeldisverkum linnti, að því er ísr-
aelska ríkisútvarpið greindi frá í gær.
Talsmaður Sharons vildi ekkert
segja um fundinn, þegar AFP leitaði
fregna hjá honum, og lét aðeins hafa
eftir sér að forsætisráðherrann hvik-
aði ekki frá þeirri afstöðu sinni ?að
hefja ekki viðræður á meðan Palest-
ínumenn stunda ofbeldisverk?. 
Ríkisútvarpið í Ísrael greindi frá
því á föstudaginn að Sharon hefði átt
leynilega fundi með þrem háttsettum
Palestínumönnum sl. miðvikudag í
Jerúsalem. Palestínumennirnir þrír
eru Ahmad Qorei, forseti þings Pal-
estínumanna, Mahmud Abbas, næst-
æðsti maður Frelsissamtaka Palest-
ínu (PLO), og Mohammad Rashid,
efnahagsráðgjafi Yassers Arafats,
forseta heimastjórnar Palestínu-
manna.
Útvarpið sagði í gær, að fundurinn
hefði farið fram að veittu samþykki
Arafats, og að fulltrúar Palestínu-
manna hefðu síðar gefið honum
skýrslu um viðræðurnar. Þá sagði út-
varpið að palestínsku fulltrúarnir
hefðu krafist þess, að Ísraelar létu af
þeirri stefnu sinni að ráða af dögum
palestínska aðgerðasinna, hættu inn-
rásum á sjálfstjórnarsvæði Palestínu-
manna, leyfðu Arafat að fara frjálsum
ferða sinna (hann hefur verið í herkví
Ísraela í Ramallah síðan í desember)
og opnuðu leiðir til og frá palestínsk-
um landsvæðum.
Sharon hefði brugðist við kröfum
þeirra með því að segja að Ísraelar
myndu hætta að ráða Palestínumenn
af dögum og opna leiðir til palest-
ínskra svæða þegar heimastjórn Pal-
estínumanna ?setur hryðjuverka-
menn á bak við lás og slá?. Ísraelar
myndu leyfa Arafat að fara frjálsum
ferða sinna þegar morðingjar Rehav-
ams Zeevis, fyrrverandi ferðamála-
ráðherra Ísraels, er ráðinn var af dög-
um í ágúst, hefðu verið handteknir.
Þá kom fram í frétt útvarpsins, að
Sharon hefði þekkst boð Palestínu-
manna um að halda viðræðum áfram
er hann kæmi frá Bandaríkjunum,
þar sem hann mun funda með George
W. Bush forseta á fimmtudaginn.
Í blaðaviðtölum, sem birt voru á
föstudaginn, sagði Sharon að hann
hefði engin áform um að ?láta upp-
ræta Arafat?. Sharon hafði sagt í við-
tali, sem ísraelska blaðið Maariv birti
á fimmtudaginn, að hann iðraðist þess
að hafa ekki látið ráða Arafat af dög-
um fyrir 20 árum í Líbanon. Í gær
hafði blaðið eftir Sharon: ?Núna höf-
um við engar áætlanir um að uppræta
Arafat eða leysa upp palestínsku
heimastjórnina, því að það væri ekki
gott fyrir Ísrael.?
Sharon fundar á laun
með Palestínumönnum
Jerúsalem. AFP.
Ariel Sharon segist nú ekki hafa
nein áform um að ?uppræta?
Yasser Arafat. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64