Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						AP
MEÐLIMIR í launþega-
samtökum kommúnista (CGT) í
Frakklandi eyðilögðu í fyrri-
nótt fimmtíu þúsund eintök af
Marseilles-útgáfu dagblaðsins
Metro, sem var eitt þriggja
dagblaða sem byrjað var að
dreifa ókeypis í Frakklandi í
gær. Metro er gefið út víðs
vegar í heiminum, en útgefandi
þess er sænska fyrirtækið
Metro International. Félagar í
CGT réðust inn í prentsmiðju í
Vitrolles í Suður-Frakklandi og
lögðu hald á nýprentað upplag
blaðsins, að sögn lögreglu. Þeir
hótuðu síðan að skemma tæki í
prentsmiðjunni og komu í veg
fyrir að hægt væri að hefja
prentun blaðsins á ný. Laun-
þegasamtök í Frakklandi eru
andvíg útgáfu blaðsins, sem er
að mestu prentað og dreift af
fólki sem stendur utan laun-
þegasamtaka. Um 200 þúsund
eintökum af Metro var dreift í
París í gær, en það upplag var
prentað í Lúxemborg í fyrri-
nótt.
Blöð eyðilögð
41. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 19. FEBRÚAR 2002
GEORGE W. Bush Bandaríkja-
forseti sagði í Tókýó í gær að öllum
möguleikum væri haldið opnum að
því er varðaði hugsanlegar aðgerðir
gegn Írak, Íran og Norður-Kóreu,
ríkjunum sem Bush hefur kallað
?öxul hins illa?. Bush átti í gær fund
með Junichiro Koizumi, forsætisráð-
herra Japans, og lýsti hann stuðn-
ingi við stefnu hans í efnahags-
málum en mjög hefur kreppt að í
Japan undanfarin misseri. Bush fer
til Seoul í Suður-Kóreu í dag og til
Peking í Kína síðar í vikunni.
Reuters
Öllum
möguleik-
um haldið
opnum
L52159 Kveðst styðja/20
UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðild-
arríkja Evrópusambandsins, ESB,
náðu í gær samkomulagi um refsiað-
gerðir gegn stjórnvöldum í Afríku-
ríkinu Zimbabwe vegna mannrétt-
indabrota stjórnar Roberts Mugabe
forseta. Honum og ráðherrum hans
verður bannað að koma til ESB-
landa og eigi þeir eignir í löndunum
verða þær frystar. 
Þá verða um 30 liðsmenn eftirlits-
nefndar á vegum sambandsins, sem
áttu að fylgjast með forsetakosning-
um 9.?10. mars, kallaðir á brott. Yf-
irmaður nefndarinnar, Svíinn Pierre
Schori, var rekinn frá Zimbabwe á
laugardag.
Ákvörðun ESB kom sama dag og
stuðningsmenn Mugabe gengu ber-
serksgang í miðborg Harare. Grýttu
þeir aðalstöðvar helsta stjórnarand-
stöðuflokksins og hrópuðu ókvæðis-
orð að leiðtogum hans. Er stjórnar-
andstæðingar yfirgáfu höfuðstöðvar
sínar handtók lögreglan þá og barði
auk þess nokkra vegfarendur á
staðnum með kylfum sínum.
Talið að Tsvangirai 
geti fellt Mugabe
Stjórn Mugabe hefur með ýmsum
hætti þrengt að tjáningarfrelsi
stjórnarandstæðinga en talið er að
forsetaefni þeirra, Morgan Tsvang-
irai, geti fellt Mugabe. Meðal annars
hefur Mugabe krafist þess að í eft-
irlitsnefndinni verði ekki fólk frá
Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Sví-
þjóð, Finnlandi eða Danmörku og
fullyrðir að þessar þjóðir styðji
Tsvangirai. Mugabe hefur verið for-
seti í 22 ár og efnahagur landsins er
á heljarþröm, atvinnuleysi yfir 50%
og spáð hungursneyð á næstu árum.
Refsiað-
gerðir
gegn 
Mugabe 
Brussel, Harare. AFP. 
ARIEL Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, fundaði í gærkvöldi með yf-
irmönnum ísraelska hersins en á
dagskrá var að ræða hvernig bregð-
ast ætti við ítrekuðum sjálfsmorðs-
árásum palestínskra öfgamanna
gegn ísraelskum borgurum. Mikill
þrýstingur er nú á Sharon heima fyr-
ir en dagblöð í Ísrael gagnrýndu for-
sætisráðherrann í gær fyrir úrræða-
leysi og sögðu að honum hefði ekki
tekist að standa við gefin loforð um
að beita Palestínumenn hörðu til að
tryggja öryggi ísraelskra borgara.
Bárust af því fréttir seint í gær-
kvöld að Ísraelar hefðu hafið loft-
árásir á skotmörk á Gazasvæðinu og
á Vesturbakkanum.
Fyrr í gær hafði Shimon Peres, ut-
anríkisráðherra Ísraels, látið hafa
eftir sér að Evrópumenn yrðu að
fylkja liði með Bandaríkjunum í bar-
áttunni gegn hryðjuverkum og að
þeir þyrftu að varast að taka afstöðu
í deilu Ísraela og Palestínumanna. 
?Ég bið vini mína í Evrópulönd-
unum að vera ekki hlynntir Ísraelum
annars vegar eða Palestínumönnum
hins vegar, heldur að vera hlynntir
friði,? sagði Peres. Bætti hann því
við að það myndi hafa slæm áhrif á
friðarumleitanir í Mið-Austurlönd-
um ef Evrópumenn og Bandaríkin
væru á öndverðum meiði í afstöðu til
þess hvernig stuðla skyldi að sáttum. 
Sex féllu í gær
Peres átti á sunnudag leynifund
með Ahmed Qorei, forseta heima-
stjórnarþings Palestínumanna, en
ekki var ljóst hvort nokkur árangur
hefði náðst á fundinum. 
Áfram var róstusamt á heima-
stjórnarsvæðum Palestínumanna í
gær og létust þrír Palestínumenn og
fjórir Ísraelar í skærum. Fórust þrír
Ísraelsmenn í sjálfsmorðsárás pal-
estínsks liðsmanns Al Aqsa-hreyf-
ingarinnar í Gaza og fjórir særðust.
Fyrr um daginn hafði ísraelska lög-
reglan stöðvað bifreið á þjóðveginum
til Jerúsalem og sprengdi palest-
ínskur ökumaður hennar sig í loft
upp í kjölfarið. Lést ísraelskur lög-
reglumaður í sprengingunni.
Loks var palestínskur byssumað-
ur skotinn til bana seint í gær í ísr-
aelska landnámsbænum Morag,
sunnarlega á Gaza-svæðinu, eftir að
hann hafði sýnt tilburði til að gera
árás á íbúa bæjarins.
Sharon gagnrýndur
fyrir úrræðaleysi
Jerúsalem. AFP, AP.
SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi
forseti Júgóslavíu, kenndi í gær
Vesturveldunum um þau blóðugu
átök sem geisuðu á Balkanskaganum
á síðasta áratug síðustu aldar. Sagði
hann að leiðtogar þeirra hefðu kynt
undir spennu í samskiptum þjóðar-
brotanna í fyrrum Júgóslavíu í því
skyni að seilast til áhrifa í þessum
hluta Evrópu. 
Milosevic lauk þriggja daga langri
upphafsræðu sinni í gær en réttar-
höld hófust yfir honum vegna ásak-
ana um stríðsglæpi fyrir stríðs-
glæpadómstólnum í Haag í Hollandi
í síðustu viku. 
Lýsti Milosevic sjálfum sér sem
ötulum liðsmanni friðar og hann
neitaði algerlega að bera nokkra
ábyrgð á fjöldamorðunum í Srebre-
nica í Bosníu 1995.
Vitnaleiðslur hófust að lokinni
varnarræðu Milosevics og kölluðu
saksóknarar fyrst fyrir Kosovo-Alb-
anann Mehmet Bakali, sem áður var
leiðtogi Kommúnistaflokksins í Kos-
ovo. Sakaði Bakali Milosevic um að
hafa innleitt ?aðskilnaðarstefnu? í
Kosovo og fullyrti að forsetinn hefði
haft vitneskju um glæpi sem örygg-
issveitir Serba frömdu gegn Albön-
um í Kosovo.
Á sama tíma sagði Wolfgang Pet-
ritsch, sérlegur fulltrúi Sameinuðu
þjóðanna í Bosníu-Hersegóvínu, að
það væri ?skammarlegt? að þeir
Radovan Karadzic og Ratko Mladic,
sem eftirlýstir eru fyrir stríðsglæpi í
Bosníustríðinu 1992?1995, skyldu
enn ganga lausir. Hvatti hann til
þess að þeir yrðu handsamaðir og
færðir þegar til Haag.
Sakaður um aðskiln-
aðarstefnu í Kosovo
Haag, Brussel. AFP.
Vitnaleiðslur hafnar í réttarhöldum yfir Slobodan Milosevic

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52