Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 29 Lotus Professional dúkur TexStyle 1,2x50 m á rúllu Lotus Professional servéttur 150 stk. í pk. 40x40 cm 2 laga. LOWBOY kerti í glasi 75 klst. Keilulagað kerti Dúkar, servéttur og kerti á tilboði Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8–17. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2 Opið kl. 8–18 alla virka daga. Verð nú frá: 391kr.Verð áður frá: 489 kr. Verð nú frá: 365kr.Verð áður frá: 456 kr. Verð nú: 4.557kr.Verð áður: 5.696 kr. Verð nú: 138 kr.Verð áður: 173 kr. Austursíða 2 - 603 Akureyri Sími: 464 9000 – Fax: 464 9009 20% afs látturRekstrarvörut ilboð í f ebrúar og mar s AÐ kenna börnum að hlusta á tón- leikum og að veita þeim tækifæri til að njóta flutnings tónlistar gegnir margþættu uppeldishlutverki. Nem- endur læra m.a.: Að hlusta án þess að endurtekið sé ef athyglin truflast, sbr. hljómplötur. Að taka tillit til annarra áheyrenda og flytjenda og læra að trufla ekki. Að kynnast tón- listarfólki í sínu daglega umhverfi sem venjulegt fólk en ekki sem nöfn og númer. Að kynnast heimi hljóð- færanna og sérkennum þeirra. Að meta tónleika sem einstakan og sam- felldan viðburð. Að hrífast af tónlist, sem gleðigjafa, er stuðlar að auknum lífsgæðum. Að hlusta og að einbeita huganum. En það kemur ekkert af þessu af sjálfu sér því það að njóta tónlistar er í fæstum tilvikum meðfæddur hæfileiki. Mikilvægasti þáttur í því að læra að njóta tónlistar er að fá þegnrétt í tónlistinni sjálfri, sem gerist m.a. með því að taka þátt í söng, einnig að fá að leika á hljóðfæri og jafnvel að búa til tónlist. Því mið- ur hefur þátttöku skólabarna í al- mennum söng hrakað og fyrst og fremst um að kenna hve lítil áhersla er lögð á þann þátt í viðmiðunar- stundarskrám, kennaramenntun og námsskrám, það er því betur ekki án undantekninga. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur með skólakynningum sínum á undanförnum vetrum lagt grunn- skólum hér fyrir norðan ómetanlegt lið í tónlistaruppeldinu. Í Glerárskól- anum á fimmtudaginn lék hljóm- sveitin skipuð 14 hljóðfæraleikurum búsettum á Norðurlandi og var að flytja sömu dagskrá í tólfta skipti fyrir fullum sal af glöðum og ánægð- um nemendum úr 1.–7. bekk, en alls flytur hljómsveitin þessa dagskrá 30 sinnum í grunnskólum frá Sauðár- króki til Húsavíkur á þessum vetri. Það er mikið vandaverk að setja saman tónlistardagskrá sem í senn þarf að höfða til allra barna, en má ekki slá af listrænum kröfum, sem leitt gætu til ranghugmynda. Með vissum alhæfingum hafa tvær leiðir aðallega verið farnar. Annars vegar að undirbúa nemendur fyrir hlustun valinna verka þannig að með útskýr- ingum verka, kynningu stefja og jafnvel með notkun sagna eða æv- intýra tengdum framvindu verksins og verði þannig gerð ungum áheyr- endum aðgengileg. Hin leiðin er sú að velja eða láta semja sérstaklega og útsetja tónlist sem höfðar beint til nemenda. Mörg tónskáld hafa samið ágæt tónverk í þeim tilgangi og er þar nærtækt að nefna Pétur og úlfinn eftir Prokofieff. Enda kom það í ljós að börnin tengdu blásturshljóðfærin, sem voru kynnt, hlutverkum þeirra í Pétri og úlfinum sem Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands lék fyrir þau á kynningu á sl. ári. Kynningin var kennslufræðilega mjög vel upp- byggð. Guðmundur Óli náði fullkom- inni athygli barnanna strax í upphafi með því að læðast upp á sviðið og tala við nemendur á lágu nótunum. Síðan lék hljómsveitin ein- kennisstef James Bond í útsetningu stjórnandans með miklum stykleika- breytingum og lit- brigðum með sveifl- una í fyrirrúmi, sem höfðaði sterkt til ungu áheyrendanna. Ekki stóð á svörum barna hvert lagið væri og er greinilegt að James Bondar hafa tekið við af Hróa hetti hins liðna. Við tók svo kynning ein- stakra hljóðfæra og hljóðfærafjölskyldna. Það var vel til fundið að leika lagið Suðurnesja-menn eftir Sigvalda Kaldalóns á strokhljóðfærin, en börnin höfðu áður lært það lag og sungu í lokin fullun hálsi með hljóm- sveitinni. Nú var komið að verki sem stjórn hljómsveitarinnar hafði fengið þá bræður Tryggva M. Baldvinsson, tónskáld og Sveinbjörn I. Baldvins- son til að semja sérstaklega fyrir þessar kynningar, en áður hafði sjóður menningarborgarverkefnis úthlutað peningum til þess verkefn- is. Verkið er byggt á barnasögu Sveinbjörns, Lyklinum. Sagan Lyk- illinn er byggð á þjóðsagnaminnum og er söguþráðurinn í stuttu máli sá, að Benni og Snati finna skrautmál- aða spýtu, sem reynist síðar vera lykill að dyrum í álfakletti. Þeir rata í miklum ævintýrum þegar þeir gleyma sér í leik að spýtunni og ugga ekki að sér þegar svartaþoka, rign- ing og óveður skellur á. Benni slepp- ur naumlega undan mannýgum bola Geirmundi. Og á endanum bjargast Benni frá hornum bola þegar álfa- drengurinn opnar fyrir honum dyr á hamraveggnum með spýtunni, lykl- inum að hamradyrunum, sem Benni hafði fundið, en bolinn lenti á berg- stálinu. Sögunni lýkur svo farsæl- lega því Snati hafði farið heim og náð í afa og ömmu sem hann vísaði svo veginn til Benna. Eins og fyrr segir var Skúli Gautason leikari sögumaður og var frá- sagnarmáti hans mjög góður og ekki eins yfir- drifinn og stundum hendir í slíkum tilvikum. Tónlist Tryggva er oft bráðskemmtileg og gerir því góð skil að draga fram sérkenni hljóðfær- anna. Einnig tekst hon- um vel að draga fram hljóð veðurs og dýra án þess að það verði lág- kúrulegt. Einnig eru lotur í verkinu oft það langar að tónlistin grípur mann á sínum eigin forsendum. Þetta verk er tvímælaust í flokki heppilegra verka til kynningar á hljómsveit fyrir börn á ýmsum aldri og á vonandi eftir að heyrast oft. Þessum skólatónleikum lauk svo með sameiginlegum flutningi barna og hljómsveitar á laginu Suðurnesja- menn eftir Sigvalda Kaldalóns. Börnin höfðu lært lagið áður og komu með ljóðið á blöðum. Tilgang- inum var fullkomlega náð, því mér virtist öll börnin syngja fullum rómi af hjartans lyst. Það er mín skoðun að verja þurfi enn meiri tíma og fjármunum til slíkra kynninga. Þarna eru tónlistar- mannaefni og tónleikagestir framtíð- arinnar að njóta tónlistarinnar, sum í fyrsta skipti. Með fleiri tækifærum nemenda til slíkra kynna þá breytist tónlistin í lífsgæði sem við þekkjum og hafa bætt líf okkar tónlistariðk- enda og -njótenda. Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands með stjórn Guð- mundar Óla virðist vera vel slíku hlutverki vaxin og vonandi verður henni gert kleift að vinna áfram á þeirri braut. Ungur nemur TÓNLIST Glerárskólanum á Akureyri Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Tón- verk: Sagan Lykillinn, nýtt ævintýri í tali og tónum eftir bræðurna Tryggva M. Baldvinsson tónskáld og Sveinbjörn I. Baldvinsson rithöfund og tvær hljóm- sveitarútsetningar eftir Guðmund Óla Gunnarsson á lagi Sigvalda Kaldalóns, Suðurnesjamenn, og á einkennislagi James Bond-kvikmyndanna. Stjórnandi hljómsveitarinnar var Guðmundur Óli Gunnarsson og sögumaður Skúli Gauta- son. Fimmtudagur 21. febrúar kl. 11.15. SKÓLATÓNLEIKAR Guðmundur Óli Gunnarsson Jón Hlöðver Áskelsson KAMMERKÓR Nýja tónlistarskól- ans heldur tónleika í Laugarnes- kirkju kl. 20 í kvöld, sunnudags- kvöld. Flutt verða verk eftir Jón Ásgeirsson, Báru Grímsdóttur, Ragnar Björnsson, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Pál Ísólfsson, Sigurð Þórðarson, Jón Leifs, Hjálmar H. Ragnarsson, Emil Thoroddsen, Sigfús Einarsson o.fl. Einsöngvarar eru Laufey Geirs- dóttir, Anna Jónsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Anna Margrét Ósk- arsdóttir, Ragnheiður Sara Gríms- dóttir, Davíð Viðarsson, Gyða Björg- vinsdóttir, Lindita Óttarsdóttir og Sigurlaug Arnardóttir. Undirleikari á píanó er Richard Simm. Stjórnandi Sigurður Braga- son. Kammer- kór í Laug- arneskirkju STÓRSVEIT Reykjavíkur efnir til tónleika í í Ráðhúsi Reykjavíkur, í dag, sunnudag, kl. 16. Á efnisskránni eru verk úr smiðju nokkurra helstu höfunda stórsveitartónlistar, s.s. Toshiko Akiyoshi, Oliver Nelson, Count Basie og Bob Mintzer. Stjórnandi að þessu sinni er Stef- án S. Stefánsson saxófónleikari. Stefán hefur verið meðlimur í Stór- sveit Reykjavíkur allt frá stofnun hennar. Hann lauk prófi frá Berklee College of Music 1983 og hefur starf- að sem hljóðfæraleikari og tónskáld síðan. Aðgangur er ókeypis. Stórsveitin í Ráðhúsinu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.