Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						54. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 6. MARS 2002
ÍSRAELSKI flugherinn gerði í gær
linnulitlar loftárásir á skotmörk á
heimastjórnarsvæðum Palestínu-
manna en aðgerðirnar komu í kjöl-
far þess að Hamas-samtökin skutu
flugskeytum að bænum Sderot í
Suður-Ísrael. Særðust þrír óbreytt-
ir borgarar í þeirri árás en alls féllu
tólf í gær, fimm Ísraelar og sjö Pal-
estínumenn. Meira en áttatíu
manns hafa nú fallið í átökum fyrir
botni Miðjarðarhafs á einni viku.
Ísraelsk herþyrla skaut tveimur
flugskeytum að bifreið í Ramallah á
Vesturbakkanum síðdegis í gær og
féllu þar þrír menn, en allir voru
þeir liðsmenn lífvarðasveitar Yass-
ers Arafats, leiðtoga Palestínu-
manna.
Á svipuðum tíma lýstu Hamas-
samtökin því yfir að þau bæru
ábyrgð á flugskeytaárásinni á Sder-
ot en þetta er í fyrsta sinn sem
meiðsl verða á fólki í flugskeyta-
árásum Palestínumanna.
Hafði Ísraelsstjórn áður varað við
því að ef Palestínumenn skytu
Qassam-2-flugskeytum sínum á
byggð í Ísrael yrði brugðist afar
hart við. Sagði Elie Moyal, borg-
arstjóri í Sderot, að árásin hefði
breytt stöðu mála, nú hefðu Palest-
ínumenn gengið alltof langt.
Powell biður Sharon að 
sýna ?fyllstu stillingu?
Þúsundir Palestínumanna voru í
gær viðstaddar útför sex óbreyttra
borgara, sem féllu í Ramallah á
mánudag. Hét Marwan Barghuti,
leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar, því
við þetta tækifæri að meira blóði
yrði úthellt. Fór hann fram á það
við herskáa Palestínumenn ?að
beina rifflum sínum að öllum varð-
stöðvum Ísraelshers [á heimastjórn-
arsvæðinu]?, og bætti því við ?að
enginn ísraelskur hermaður, sem
þar er, á að vera öruggur um líf
sitt?.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, ræddi í gær við Ar-
iel Sharon, forsætisráðherra Ísr-
aels, í síma. Bað hann Sharon að
sýna ?fyllstu stillingu? við þær að-
stæður sem nú væru uppi í Mið-
austurlöndum. Áður hafði Sharon
lýst því yfir, í kjölfar þess að tutt-
ugu Ísraelar féllu í sjálfsmorðsárás-
um og aðgerðum herskárra Palest-
ínumanna um helgina, að Palest-
ínumenn ?skyldu þola mikið tjón?
og að ráðast ætti gegn þeim af öll-
um krafti.
Ekkert lát
á átökum
Jerúsalem. AFP.
AP
Öldungur úr röðum arabískumælandi Ísraela reynir að koma í veg fyrir
að hermenn skjóti táragasi að palestínskum ungmennum í A-Jerúsalem.
L52159 Átökin/21
Ísraelar héldu uppi linnulitlum loftárásum á palestínsk skotmörk í gær
LIÐSMENN sérsveita hers Kákas-
uslýðveldisins Georgíu á æfingum
í útjaðri höfuðborgar landsins,
Tbilisi, en gert er ráð fyrir að
Bandaríkjaher taki von bráðar að
sér þjálfun þeirra. Bandaríkja-
menn tilkynntu í síðustu viku að
þeir hygðust senda um 200 hern-
aðarráðgjafa og ýmis hergögn til
Georgíu í því skyni að færa út
hnattrænt stríð sitt gegn hryðju-
verkavánni.
AP
Verjast
hryðjuverka-
vánni
FIMMTÍU árum eftir að þeir urðu
fyrstir allra til að klífa hæsta tind
veraldar hyggjast þeir Hillary og
Tenzing endurtaka leikinn. Hér er
þó ekki um Sir Edmund Hillary og
ferðafélaga hans, Nepalann Tenzing
Norgay, að ræða heldur son fjall-
göngumannsins þekkta, Peter, og
Tashi Tenzing Norgay, barnabarn
Tenzings.
Tvímenningarnir hyggjast halda á
Everest-fjall í aprílbyrjun en fjall-
gangan er liður í árslöngum hátíða-
höldum sem ákveðið hefur verið að
efna til í minningu afreks þeirra
Hillarys og Tenzings árið 1953. Þeir
munu að vísu ekki fylgjast að, því
Hillary hinn yngri hyggst klífa suð-
urhlið fjallsins, þ.e. fara sömu leið og
farin var 1953, en Tashi Tenzing
Norgay verður í svissneskum leið-
angri sem ætlar að fara aðra leið.
Stefna mennirnir hins vegar að því
að hittast á tindinum. 
Sir Edmund Hillary er enn við
bestu heilsu og er sagður spenntur
yfir leiðangri sonar síns. Tenzing
Norgay lést hins vegar árið 1986.
Hillary og
Tenzing á
Everest
Auckland. AFP.
SJÖTUGIR finnskir tvíbura-
bræður létust í umferðarslys-
um með tveggja tíma millibili í
gærmorgun. Fyrra slysið varð
er annar bræðranna var á hjóli í
hálku á vegi í Raahe í Norður-
Finnlandi, og varð fyrir vörubíl.
Rúmum tveimur klukkustund-
um síðar varð hinn tvíbura-
bróðirinn fyrir öðrum vörubíl
þar skammt frá og lést, þar sem
hann var á hjóli sínu á sama
vegi.
Pauli Ketonen lögreglustjóri
sagði ólíklegt að bróðirinn sem
lést í seinna slysinu hefði vitað
um slysið sem bróðir hans lenti
í, því ekki hafði gefist tími til að
tilkynna fjölskyldunni fyrra
slysið er það seinna varð.
Tvíburar
létust
Helsinki. AP.
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum
ákváðu í gær að lagður yrði allt að
30% tollur næstu þrjú ár á megnið af
innfluttu stáli. Markmiðið með toll-
unum er að vernda bandarísk stálfyr-
irtæki sem eiga í miklum erfiðleikum
og eru tugþúsundir starfa sagðar í
hættu. Evrópusambandið, Rússland
og fleiri mótmæltu hugmyndunum
ákaft eftir að yfirlýsing barst um
ákvörðun George W. Bush forseta.
Romano Prodi, forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB, sagði í bréfi til
Bush á mánudag að ef tollarnir yrðu
lagðir á gæti komið til viðskiptastríðs.
Sagði Prodi að sambandið gæti gripið
til ýmiss konar aðgerða, m.a. ráðstaf-
ana til að vernda eigin framleiðslu
fyrir samkeppni, en einnig kæmi til
greina að kæra Bandaríkjamenn hjá
Heimsviðskiptastofnuninni, WTO. 
Mótrök Bandaríkjastjórnar eru
ekki síst að Evrópuríkin hafi á níunda
áratugnum styrkt eigin stáliðnað með
samanlagt rúmlega 50 milljörðum
dollara, um 5.000 milljörðum króna,
og því sé eðlilegt að Evrópuþjóðir
sýni biðlund meðan Bandaríkjamenn
endurskipuleggi sinn iðnað. 
Tollarnir eru mismunandi eftir því
hvers konar stál er um að ræða. Með-
al innflutningsríkja sem tollarnir
munu ekki valda tjóni eru Kanada og
Mexíkó, sem bæði eru í Fríverslunar-
bandalagi N-Ameríku (NAFTA).
Nokkur ríki eru undanþegin vegna
lítillar hlutdeildar í innflutningnum.
Er Tyrkland meðal þeirra en sam-
skiptin við síðasttalda ríkið eru afar
mikilvæg fyrir Bandaríkjamenn af
hernaðarlegum ástæðum. Hins vegar
geta tollarnir valdið Japönum, S-Kór-
eumönnum, Brasilíumönnum, Rúss-
um, Úkraínumönnum og Kínverjum
búsifjum auk nokkurra ríkja ESB.
Bush leggur tolla
á innflutt stál
Washington, Brussel, Moskvu. AP, AFP.
BANDARÍSKAR herþotur létu
sprengjum rigna yfir liðsmenn al-
Qaeda-hryðjuverkasamtakanna í
austurhluta Afganistans í gær en al-
Qaeda-liðarnir hafa veitt harða mót-
spyrnu á jörðu niðri undanfarna
daga. Á mánudag féllu sjö Banda-
ríkjamenn í skotbardaga eftir að
herþyrlur höfðu sett þá til jarðar í
nágrenni felustaðar al-Qaeda-lið-
anna. Urðu félagar þeirra að verjast
árásum al-Qaeda-liða í tólf klukku-
stundir áður en þeim var bjargað úr
lofti. Á milli 40 og 50 al-Qaeda-liðar
féllu í þessum átökum, að sögn full-
trúa Bandaríkjastjórnar.
Um tvö þúsund hermenn taka þátt
í hernaðaraðgerðunum í Paktia í
Austur-Afganistan en þar af eru um
900 frá Bandaríkjunum og 200 frá
ýmsum Evrópuríkjum. Eru bardag-
arnir undanfarna daga þeir hörðustu
sem bandarískar hersveitir hafa lent
í á jörðu niðri um margra ára skeið.
Taj Mohammad Wardak, héraðs-
stjóri í Paktia, sagði að Bandaríkja-
menn hefðu misreiknað styrk and-
stæðingsins. ?Bandaríkjamennirnir
vanmátu al-Qaeda-liðana. Þeir héldu
ekki að svo margir þeirra væru eftir
á þessu svæði og gerðu sér heldur
ekki grein fyrir því hversu vel vopn-
um búnir þeir væru,? sagði Wardak. 
Spáði hann því að það myndi taka
lengri tíma en áætlað hafði verið að
ráða niðurlögum al-Qaeda-liðanna. 
Harðir bardag-
ar í Afganistan
Gardez, Washington. AFP, AP.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52