Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						61. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 14. MARS 2002
STUÐNINGSMENN Roberts Mug-
abes, forseta Zimbabve, fagna end-
urkjöri hans í Harare, höfuðborg
Zimbabve, í gær. Skv. kjörtölum yf-
irvalda fékk Mugabe 56,2%
greiddra atkvæða en keppinautur
hans um forsetastólinn, Morgan
Tsvangirai, 41,9%. Tsvangirai sagði
hins vegar að kosningasvik hefðu
verið viðhöfð og hafnaði hann þess-
um úrslitum. Þá sögðu eftirlits-
nefndir, sem fylgdust með fram-
kvæmd kosninganna, þær ekki hafa
verið frjálsar og lýðræðislegar. 
Umdeildum
sigri fagnað
Reuters
Þrír féllu í aðgerðum Ísraelshers á
heimastjórnarsvæðum Palestínu-
manna, þar af einn liðsmanna líf-
varðasveita Yassers Arafats, leiðtoga
Palestínumanna. Ísraelskir hermenn
skutu einnig til bana ítalskan frétta-
ljósmyndara í Ramallah og þá skutu
palestínskir byssumenn ísraelskan
hermann til bana í sömu borg.
Hernaðaraðgerðir Ísraela undan-
farna tvo daga eru þær mestu í 20 ár,
eða frá innrásinni í Líbanon 1982.
Ekki mun ríkja einhugur um þær
innan ríkisstjórnar Ariels Sharons
forsætisráðherra en fullyrt var í gær
að Binyamin Ben-Eliezer, varnar-
málaráðherra og leiðtogi Verka-
mannaflokksins, hefði hótað afsögn
ef Ísraelsher yrði ekki kallaður frá
yfirráðasvæðum Palestínumanna.
Skref í rétta átt
Í ályktun öryggisráðsins, sem lögð
var fram af Bandaríkjamönnum, er
hvatt til þess að Ísraelsmenn og Pal-
estínumenn búi ?í friðsemd í ríkjum
innan viðurkenndra landamæra?. 
?Þessi ályktun er mikilvæg og í
fyrsta sinn eru aðildarríki öryggis-
ráðsins sammála um að stofna skuli
sjálfstætt palestínskt ríki,? sagði Na-
bil Abu Rudeina, ráðgjafi Arafats.
?Ályktunin er skref í rétta átt,? sagði
Saeb Erekat, aðalsamningamaður
Palestínumanna. Hann sagði hins
vegar útilokað að árangur yrði af för
sáttasemjarans Anthonys Zinnis til
Miðausturlanda á meðan Ísraelar
sætu um Ramallah.
Shimon Peres, utanríkisráðherra
Ísraels, kaus að tjá sig ekki um þann
hluta ályktunar SÞ, þar sem nefnt er
sjálfstætt palestínskt ríki, en fagnaði
því að lögð væri áhersla á það að
binda bæri enda á öll hryðjuverk í
heimshlutanum, sem og allt fram-
ferði sem æst gæti til ofbeldis.
Ályktun öryggis-
ráðs SÞ fagnað
Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers 
á yfirráðasvæðum Palestínumanna
Jerúsalem, Brussel, London, Berlín. AFP.
PALESTÍNUMENN fögnuðu í gær ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna frá því á þriðjudagskvöld en þar léði ráðið í fyrsta sinn máls á stofnun
sjálfstæðs palestínsks ríkis. Ófriðaraldan í Miðausturlöndum hélt hins vegar
áfram í gær þrátt fyrir að öryggisráðið hefði hvatt báða aðila til að leggja allt
kapp á að binda þegar enda á ?öll ofbeldisverk, ögrun og eyðileggingu?. 
L52159 Þeir munu/24
ROGER, hálfbróðir Bills Clintons,
nýtti sér náðunarvald forsetans í
auðgunarskyni. Þessi er niðurstaða
þingnefndar sem rannsakaði málið.
Á lokadögum sínum í embætti
Bandaríkjaforseta náðaði Bill
Clinton fjölda fólks og komu marg-
ar náðanirnar mjög á óvart. Er tal-
að um ?náðanahneykslið? vestra í
þessu viðfangi því fullyrt hefur ver-
ið að greitt hafi verið fyrir þær í
einhverjum tilfellum. Því hefur Bill
Clinton neitað. 
Nú hefur svonefnd ?umbóta-
nefnd? fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings skilað af sér skýrslu um mál-
ið sem henni var falið að rannsaka.
Niðurstaða nefndarinnar er sú að
Clinton forseti hafi hvatt hálfbróð-
ur sinn til að nýta sér ættarnafnið í
auðgunarskyni. Það hafi Roger
Clinton gert með því
að tala máli allt að 13
manna, sem óskað
höfðu eftir náðun af
hendi forsetans. Fyrir
þessa milligöngu hafi
Roger Clinton þegið
hundruð þúsunda
dollara.
Roger Clinton hefur viðurkennt
að hafa þegið fé fyrir að tala máli
manna við bróður sinn. En þær
upplýsingar sem fram koma í
skýrslunni leiða í ljós mun víðtæk-
ari ?starfsemi? en hálfbróðirinn
hefur hingað til viðurkennt. 
?Clinton forseti hvatti Roger
Clinton til að nýta sér samband
þeirra. Í upphafi seinna kjörtíma-
bilsins sagði Clinton forseti Roger
Clinton að nýta sér tengsl við rík-
isstjórnina í fjárhags-
legum tilgangi,? segir
þar orðrétt.
Í skýrslunni kemur
ennfremur fram að
forsetinn fyrrverandi
og ríkisstjórn hans
hafi í mörgum tilfell-
um látið hjá líða að
kanna sögu og bak-
grunn þeirra sem fóru
fram á náðun forset-
ans. Clinton og menn
tengdir forsetaemb-
ættinu hafi leyft að
þrífast kerfi sem gerði ættmennum
forsetans auðvelt að hagnast á ná-
lægðinni við hann, m.a. með því að
fara fram á náðanir eða aðra greiða
fyrir dæmda sakamenn.
Höfundar skýrslunnar fullyrða
ekki að glæpsamlega hafi verið að
málum staðið á síðustu dögum
Clintons í embætti. Þeir fara hins
vegar nærri því að fullyrða að lög
hafi verið brotin og segja frekari
rannsókna þörf. 
Nýtti sér náðunar-
vald forsetans
Los Angeles Times.
Rannsókn þingnefndar leiðir í ljós
að hálfbróðir Bills Clintons hagn-
aðist vel á nálægðinni við forsetann 
Roger Clinton
LÍKLEGT er talið, að yfirvöld
á Cook-eyjum í Kyrrahafi
muni fallast á þá ósk nýsjá-
lensks líftæknifyrirtækis, að
það fái að reyna nýja meðferð
við sykursýki á íbúum
eyjanna. Hefur hún verið
bönnuð víða á Vesturlöndum. 
Tilraunin felst í því að flytja
frumur úr grísum í fólk. Þar
eiga þær að halda áfram að
framleiða insúlín og lækna þá,
sem þjást af sykursýki. Í
mörgum vestrænum ríkjum
hafa tilraunir af þessu tagi
verið bannaðar vegna ótta við,
að svínaveirur geti borist í fólk
með frumunum. Af þeirri
sömu ástæðu var líftæknifyr-
irtækinu meinað að gera til-
raunina á Nýja-Sjálandi. Var
skýrt frá þessu á fréttavef
breska ríkisútvarpsins, BBC, í
gær.
Lofað hluta af 
hugsanlegum hagnaði
Í rökstuðningi nýsjálenska
heilbrigðisráðuneytisins fyrir
banninu segir, að fyrirtækið,
Diatranz, hafi hvorki getað
sýnt fram á, að frumuflutning-
urinn hafi virkað í tilraunadýr-
um, né sett fram viðeigandi
áætlun um upplýsingagjöf og
samráð við það fólk, sem hugs-
anlega fengi grísafrumurnar.
Þá hafa alþjóðasamtök lækna
og vísindamanna á þessu sviði
sakað Diatranz um að reyna að
sniðganga eðlilegar öryggis-
kröfur með því að gera tilraun-
ina á Cook-eyjum. Sagt er, að
fyrirtækið hafi heitið yfirvöld-
um á eyjunum hluta í vænt-
anlegum hagnaði, gangi til-
raunin vel.
Grísa-
frumur
græddar
í menn
RÉTTARHÖLDUNUM í máli
Rahmis Sahindals, sem ákærður
var í Svíþjóð fyrir morð á dóttur
sinni, Fadime, var frestað í gær
vegna nýrra upplýsinga sem komu
fram í málinu. Sænska útvarpsstöð-
in Radio Uppland sagði að ástæða
frestunarinnar væri sú að bróðir
Fadime hefði játað á sig morðið.
Sænsk yfirvöld vildu ekki staðfesta
þetta.
Réttarhöldin hófust á mánudag
og þeim var haldið áfram í gær-
morgun. Saksóknarinn í málinu,
Anne Sjöblom, kvaðst hafa óskað
eftir því að réttarhöldunum yrði
frestað til að hægt yrði að rannsaka
upplýsingar sem fram komu þegar
hlé var gert á vitnaleiðslum á há-
degi í gær. Réttarhöldunum var
frestað þar til á morgun.
Sjöblom sagði að rannsókninni
lyki í fyrsta lagi í dag og þangað til
mætti ekki skýra frá nýju upplýs-
ingunum. Mjög óvenjulegt er að
réttarhöldum sé frestað í Svíþjóð
vegna nýrra upplýsinga.
Réttarhöldum
í máli Fadime
frestað
L52159 Andstæðingur/25
???
FRÉTTASKÝRENDUR segja ekki
útilokað að Saddam Hussein, forseti
Íraks, verði við kröfum Sameinuðu
þjóðanna og leyfi vopnaeftirlits-
mönnum samtakanna að hefja störf á
nýjan leik innan landamæra Íraks. 
Hosni Mubarak, forseti Egypta-
lands, sagðist í gær þeirrar skoðunar
að Saddam myndi leyfa eftirlitið.
Þykir ólíklegt að Mubarak, sem átti í
gær fund með Dick Cheney, varafor-
seta Bandaríkjanna, hafi látið þessi
orð falla að ástæðulausu en talið er
að Írakar séu með þessu að reyna að
koma í veg fyrir hugsanlegar hern-
aðaraðgerðir Bandaríkjamanna í
Írak, sem eigi sér það markmið að
steypa Saddam af stóli.
Leyfa Írakar
vopnaskoðun?
Bagdad, SÞ. AP, AFP.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68