Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						69. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 23. MARS 2002
Bush reyndi að sannfæra um 50
þjóðarleiðtoga, er sátu ráðstefnuna,
um hugmynd að ?nýrri sátt? ríkra og
fátækra þjóða. Slík ?sátt? myndi
fyrst og fremst snúast um baráttu
gegn spillingu, fjárfestingar í mennt-
unarmálum og áherslu á viðskipta-
frelsi sem forsendur hagvaxtar. 
Bush svaraði einnig fullum hálsi
þeim er gagnrýnt hafa bandarísk
stjórnvöld fyrir að vera nísk á þróun-
araðstoð. Bandaríkjamenn hafa
lengi verið atyrtir fyrir að veita ein-
ungis 0,1% af þjóðarframleiðslu sinni
til aðstoðar við fátæk ríki, sem er
með því lægsta sem gerist hjá þróuð-
um iðnríkjum. ?Í marga áratugi hef-
ur árangur þróunaraðstoðar einung-
is verið metinn eftir því hversu mikið
er veitt, en ekki þeim árangri sem
náðst hefur.? Sagði Bush tilgangs-
laust að halda áfram að veita við
sömu, óviðunandi aðstæðurnar.
Sagði Bush að þjóðarleiðtogarnir
á ráðstefnunni yrðu allir að einbeita
sér að því, sem í raun og veru kæmi
sér vel fyrir þá fátækari. Þar myndu
Bandaríkjamenn ganga á undan með
góðu fordæmi. Kynnti Bush fyrir-
ætlanir sínar um að auka þróunarað-
stoð Bandaríkjamanna um 50% í
rúmlega 16 milljarða dollara frá og
með 2006. Yrði viðbótin sett í sér-
stakan sjóð sem yrði aðgengilegur
þjóðum sem ynnu að umbótum.
Þrátt fyrir þetta tókst Bush ekki
að þagga niður alla gagnrýni. ?Þetta
er of lítið,? sagði Charles Josselin,
þróunarmálaráðherra Frakklands.
?Evrópa hefur þegar lagt þrefalt
meira af mörkum og hyggst lofa því
að leggja til jafnvel enn meira.
Bandaríkjamenn ætla að fara úr 0,10
prósentum í 0,13 prósent, Evrópa fer
úr 0,33 prósentum í 0,39 prósent.?
Í lok fundar þjóðarleiðtoganna var
skrifað undir Monterrey-samþykkt-
ina, sem kveður á um aukna aðstoð
við þróunarlönd sem skuldbinda sig
til heilbrigðs stjórnarfars, opinna
markaða og lýðræðis. Í samþykkt-
inni er hvorki kveðið á um fjárhæðir
né tímamörk, og hafa óháð baráttu-
samtök gagnrýnt samþykktina og
sagt hana vera marklaust plagg.
Framkvæmdastjóri SÞ, Kofi Ann-
an, var meðal þeirra sem komu sam-
þykktinni til varnar, og sagði hana
?ekki kraftlaust plagg?, nema því að-
eins að ekki yrði farið eftir henni.
?En ef við efnum þau fyrirheit sem í
henni eru gefin, og höldum áfram að
starfa saman að þeim getur hún
valdið þáttaskilum í lífi fátæks fólks
um allan heim.? 
Monterrey-samþykktin kveður á um aukna þróunaraðstoð
Bush heitir því að
sýna gott fordæmi
Monterrey í Mexíkó. AFP.
AP
Forsætisráðherra Frakklands,
Jacques Chirac, hlustar á ræðu
Bush Bandaríkjaforseta í gær.
UNG, ísraelsk hjón, sem féllu í
sprengjutilræði Palestínumanns í
fyrradag, voru borin til grafar í gær
og var fjöldi syrgjenda við jarð-
arförina.
Fulltrúum Ísraela og Palest-
ínumanna mistókst að semja um
langþráð vopnahlé á fundi sínum í
gær en urðu hins vegar ásáttir um
að halda áfram viðræðum um
helgina. Þykir það góðs viti í ljósi
þess að Palestínumenn hafa haldið
áfram sjálfsmorðsárásum sínum á
ísraelsk skotmörk í vikunni á meðan
viðræður hafa staðið yfir.
Ákveðið var að funda í gær þrátt
fyrir að palestínskur öfgamaður
hefði sprengt sjálfan sig í loft í mið-
borg Jerúsalem á fimmtudag, með
þeim afleiðingum að þrír Ísraelar
biðu bana og fjörutíu særðust.
Ákváðu ísraelsk stjórnvöld að halda
að sér höndum en sögðu þó, að þol-
inmæði þeirra ætti sér takmörk.
Tiltölulega rólegt var um að litast
í gær en einn Palestínumaður lést
þó er hann sprengdi sjálfan sig í loft
upp við eftirlitsstöð Ísraelshers á
Vesturbakkanum. Hafði maðurinn,
sem var liðsmaður al-Aqsa-hreyf-
ingarinnar, en þær stóðu fyrir
ódæðinu í Jerúsalem í fyrradag, ver-
ið að reyna að komast inn í Ísrael er
hann var stöðvaður af hermönnum.
Viðræðum haldið
áfram um helgina
AP
L52159 Styðja Arafat/24
PÓSTMAÐUR í þorpinu Withington
í Gloucester-skíri í Bretlandi hefur
hvað eftir annað orðið fyrir árásum
skapmikils fashana, og segir póst-
urinn, Geoffrey Sandles, að fuglinn
hafi setið fyrir sér nokkrum sinn-
um. Greint er frá þessu á fréttavef
BBC. Árásirnar hófust daginn eftir
að pósturinn ók yfir annan fugl.
?Hann leyfir mér ekki að fara að
sumum húsunum í þorpinu,? hefur
BBC m.a. eftir Sandles, sem hefur
borið út póst í 24 ár og nokkrum
sinnum orðið fyrir hundsbiti, en
fuglar hafa hingað til látið hann í
friði.
Til að byrja með fannst Sandles
þetta bara dálítið sniðugt en gam-
anið fór að kárna þegar fuglinn
herti árásirnar einn daginn og flaug
beint framan í póstmanninn. Þá hef-
ur fuglinn ítrekað elt bíl Sandles og
stundum hefur legið við slysi.
Sandles kveðst hafa staðist mátið að
kveða niður hefndarhug fuglsins. 
Fashani of-
sækir póst
ELIZABETH Butler-Sloss, dómari við yfirrétt
í Bretlandi, úrskurðaði í gær að 43 ára gömul
kona, sem haldið hefur verið lifandi með hjálp
öndunarvélar, mætti sjálf ákveða að tækið yrði
tekið úr sambandi og henni þannig leyft að
deyja. Nafn konunnar hefur ekki verið gefið
upp, hún er því í fjölmiðlum nefnd ?ungfrú B?.
Butler-Sloss sagði að niðurstaðan merkti að
konan fengi nú að deyja í friði og með reisn.
Ungfrú B er lömuð frá hálsi og niður úr vegna
þess að æð í hálsi hennar brast fyrir ári en hún
er við fulla meðvitund og andleg heilsa hennar 
óskert. Aðeins um 1% líkur eru sagðar á því að
henni geti batnað. Lögfræðingar hennar hafa
haldið því fram að hún hafi sama rétt og aðrir
sjúklingar til að hafna meðferð, en læknar á
sjúkrahúsinu sögðu að þar eð hún væri ekki
dauðvona væri það brot á siðareglum að stöðva
öndunarvélina. Lögfræðingar stofnunarinnar
segja að úrskurðinum verði þó ekki áfrýjað.
Talsmenn samtaka gegn líknardrápi and-
mæltu í gær niðurstöðunni og sögðu hana vara-
samt fordæmi. Mál ungfrú B er að því leyti ólíkt
þekktu máli Diane Pretty að Pretty, sem er
með ólæknandi taugasjúkdóm, á að sögn lækna
aðeins eftir að lifa í nokkra mánuði. Til þess að
Pretty deyi þarf að gefa henni banvænt lyf af
ásettu ráði, það er fremja beinlínis líknarmorð. 
Gert er ráð fyrir að ungfrú B verði nú flutt á
annan spítala þar sem læknar samþykki að láta
að óskum hennar. Fram kom í frétt BBC að
ungfrú B vildi ekki fá tækifæri til að taka önd-
unarvélina sjálf úr sambandi þar sem ættingjar
hennar myndu þá fá á tilfinninguna að hún
hefði fyrirfarið sér.
Öndunarvél tekin úr sambandi
Lamaðri, breskri konu
verður leyft að deyja
London. AFP.
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti þjóðarleiðtoga á fá-
tæktarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Mexíkó í gær til að krefjast
þess af fátækum ríkjum, er leita efnahagsaðstoðar, að þau komi á
pólitískum og efnahagslegum umbótum, og kvaðst Bandaríkjaforseti
myndu ganga á undan með góðu fordæmi. Bush sagði m.a. í ræðu
sinni á ráðstefnunni, er haldin er í borginni Monterrey: ?Þróun-
arlöndin eiga ekki einungis rétt á að deila auði okkar heldur ber þeim
líka skylda til að ýta undir það sem skapar auð; viðskiptafrelsi,
stjórnmálafrelsi, réttarfar og mannréttindi.?
L52159 Meiri alvara/ 2
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76