Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ford Expedition Eddie Bauer
5400 V8, f.skr.d. 25.11.1998, ek.
91 þús. km., 5 d., sjálfsk., leður
o.fl. Verð 3.980.000.
Nánari upplýsingar hjá 
Bílaþingi.
Opnunartímar: Mánud.-föstud.
kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16.
Laugavegur 170-174   Sími 590 5000   Heimasíða: www.bilathing.is
Netfang: bilathing@hekla.is
SAMNINGUR milli frú Auðar
Sveinsdóttur Laxness og ríkisins
um kaup ríkisins á íbúðarhúsinu á
Gljúfrasteini í Mosfellsdal, heimili
Laxnesshjónanna og vinnustað
nóbelsskáldsins Halldórs Kiljan
Laxness, var undirritaður á
sunnudag. Samkvæmt samn-
ingnum kaupir ríkið einnig lista-
verk sem prýða húsið. Kaupverð
hússins er 35 milljónir króna og
listaverkanna 31 milljón. Við sama
tækifæri afhenti Auður Laxness
Davíð Oddssyni forsætisráðherra
gjafabréf, en samkvæmt því færir
hún íslenska ríkinu að gjöf allt
innbúið á Gljúfrasteini, lausamuni
alla, bóksafn Halldórs Laxness og
fjölda handrita og minnisbóka,
sem skáldið notaði við skrif sín.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
undirritaði kaupsamninginn fyrir
hönd ríkisins og sagðist að und-
irritun lokinni fagna því að slíkur
atburður hefði gerst og ætti Auð-
ur Laxness og fjölskylda þakkir
skildar fyrir ákvörðun sína.
Við sama tækifæri undirrituðu
menntamálaráðherra, Tómas Ingi
Olrich og bæjarstjóri Mosfells-
bæjar, Jóhann Sigurjónsson, yf-
irlýsingu um samráð í málefnum
er varða safn Halldórs Laxness að
Gljúfrasteini og fræðasetur til-
einkað skáldinu, sem bæjarfélagið
hyggst koma á fót. Er stefnt að því
að safnið verði opnað næsta vor en
ekki hefur verið ákveðið hvenær
fræðasetrið tekur til starfa. Tóm-
as Ingi Olrich menntamálaráð-
herra sagði að mikilvægt væri að
verk og umfjöllun um verk Hall-
dórs Laxness fengi góða umgjörð.
Mikill menningarviðburður
?Þessi viljayfirlýsing um samráð
og atburðurinn í heild sinni í dag
er mikill menningarviðburður, en
það fer ekki á milli mála að Hall-
dór Laxness ber höfuð og herðar
yfir önnur skáld og rithöfunda á
20. öld. Þá eiga verk hans ekki síð-
ur erindi við nútímann eins og þau
áttu erindi við fólk á síðustu öld.
Það er því mikilvægt að búa verk-
um hans og umfjöllun um verkin
góða umgjörð,? sagði mennta-
málaráðherra. 
Tómas Ingi benti á að fræða-
setrið yrði á hinn bóginn að skapa
eigin sérstöðu. ?Þar verður eflaust
efnt til þinga og ráðstefna um
verk Halldórs Laxness. Einnig má
búast við því að þar verði haldnar
ítarlegar sýningar sem tengjast
skáldinu og verkum hans. Þessir
staðir verða því tveir pólar í um-
fjöllun um verk Halldórs og áhrif
hans á íslenska menningu og sam-
félag,? sagði Tómas Ingi.
?Afskaplega gott að
vera hérna?
Auður Laxness, sem hyggst
flytja af Gljúfrasteini á þessu ári,
eftir rúmlega hálfrar aldar bú-
setu, sagðist í samtali við Morg-
unblaðið ekki sjá eftir því að flytja
frá Gljúfrasteini. ?Ég er búin að
vera hérna í 56 ár og það bíður
enginn eftir mér hérna lengur,
enda er ég bara ein,? sagði Auður.
?Það var afskaplega gott að vera
hérna og maður vissi það ekki fyrr
en löngu seinna hvað Halldór hef-
ur valið vel, því það er fallegt út-
sýni úr öllum gluggum hérna,?
sagði Auður. 
Hún mun flytja í íbúð á dval-
arheimili aldraðra í Mosfellsbæ í
síðasta lagi um áramótin næstu.
Þess skal getið að hátíðardag-
skrá sem flutt var í kjölfar undir-
ritunarinnar, verður endurflutt kl.
20 í kvöld, þriðjudagskvöld, 23.
apríl, á afmælisdegi Halldórs Lax-
ness, en hann hefði orðið 100 ára í
dag. Dagskráin verður flutt í Hlé-
garði og er aðgangur ókeypis.
Meðal þeirra sem fram koma eru
Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran,
Ólafur Kjartan Sigurðsson barí-
ton, Ingvar E. Sigurðsson leikari
og Skólakór Kársness.
Auður Laxness selur Gljúfrastein og flyst þaðan á árinu eftir 56 ára búsetu
Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra undirrituðu yfirlýs-
inguna um samráð í málefnum er varða Laxnesssafn og fræðasetur tileinkað skáldinu.
Davíð Oddsson forsætisráðherra og Auður Laxness, ekkja Halldórs
Laxness, virða fyrir sér staðhætti í nágrenni Gljúfrasteins.
Heimili og vinnustaður
nóbelsskáldsins komin í
eigu íslenska ríkisins
Morgunblaðið/Sverrir
Auður Laxness færði íslenska ríkinu að gjöf allt innbú á Gljúfrasteini,
þar á meðal fjölda handrita gengins eiginmanns síns og minnisbóka,
sem Davíð Oddsson forsætisráðherra gluggar hér í.
MORGUNBLAÐIÐ hefur í sam-
starfi við Símann tekið í notkun
þjónustu sem gerir lesendum þess
kleift að kaupa stakar greinar í
Greinasafni blaðsins með aðstoð
GSM-síma. Þjónustan nær til far-
símanúmera í fastri áskrift hjá Sím-
anum.
Kaupferillinn er með þeim hætti
að þegar smellt er á tengilinn
?Kaupa grein?, sem finna má fyrir
neðan hverja grein, er notanda gef-
inn kostur á að kaupa greinar með
tvennum hætti. Annars vegar með
greiðslukorti og hins vegar með að-
stoð GSM-síma. Sé síðari leiðin valin
slær kaupandi inn símanúmer sitt
og smellir á hnappinn ?Áfram?. Í
framhaldi fær hann sent lykilnúmer
með SMS-skilaboðum til að fá að-
gang að greininni. Kaup greina eru
gjaldfærð á símareikning viðkom-
andi. Hafi notandi áður beðið um
sundurliðaðan reikning, kemur fram
fjöldi greina og númer þeirra hjá
mbl.is. Ekki er hægt að nýta þjón-
ustuna í tengslum við t.d. Frelsis-
númer og fyrirtækjasíma nema þess
sé sérstaklega óskað, landlínunúmer
eða farsíma hjá öðrum fyrirtækjum.
Þar til kaupandi lokar vafranum
getur hann lesið greinar í Gagna-
safninu með því að smella á ?Meira?
undir greininni. Ekki er nauðsyn-
legt að smella á ?Kaupa grein?.
Lesnar greinar verða þá sjálfkrafa
skuldfærðar á farsímareikning við-
komandi. Þá er hægt að skoða
keyptar greinar oftar en einu sinni
innan sólarhrings án þess að það
kosti aukalega. Ef meira en hálftími
líður án þess að grein hafi verið les-
in rennur aðgangur sjálfkrafa út.
Notandi þarf þar af leiðandi að gefa
aftur upp farsímanúmer sitt og biðja
um lykilnúmer. SMS-skeytin með
lykilnúmerum eru ókeypis, slíkum
sendingum fylgir enginn kostnaðar-
auki. Verð hverrar greinar er kr.
150.
Kaup á stökum greinum með
greiðslukorti eru þegar þekkt hjá
Morgunblaðinu og sú þjónusta hefur
verið boðin um alllangt skeið. Verð
hverrar greinar er það sama, 150
krónur. Hægt er að fylgjast með
fjölda keyptra greina óháð því hvaða
greiðslumáti er valinn. Þær upplýs-
ingar er að finna undir hausnum
?Notkun? í vinstra dálki og birtast
þegar grein er skoðuð í heild sinni.
Ný tækni við kaup 
efnis á Netinu
Sú þjónusta sem Morgunblaðið
hefur tekið í notkun byggist á tækni
sem nefnist Vefgreiðslur. Magnús
Salberg Óskarsson, vörustjóri yfir
virðisaukandi þjónustu hjá Síman-
um, segir að slík tækni muni gera
viðskiptavinum fyrirtækisins kleift
að kaupa óáþreifanlega vöru og
þjónustu í gegnum vefsíður fyrir-
tækja og láta skuldfæra þjónustuna
á GSM-símreikninginn sinn. ?Sím-
inn notar víðtækt innheimtu- og
reikningakerfi til þess að samnýta
símreikninga með Vefgreiðslum við-
skiptavinum til hagsbóta. Hægt er
að sjá fyrir sér að fólk muni nota
slíka þjónustu til þess að kaupa ým-
iss konar þjónustu af Netinu, svo
sem fjármálaupplýsingar, blaða-
greinar, hugbúnað, leiki, ráðgjöf,
tónlist og myndbönd, svo dæmi séu
tekin.?
Magnús segir að fjarskiptafyrir-
tæki víða um heim hafi um skeið
horft til tækninnar sem byggist á
Vefgreiðslum en bendir á að Ísland
hafi orðið meðal fyrstu landa í heimi
til þess að taka slíka tækni í notkun.
?Reikningakerfið á Símanum, sem
nefnist Infranet og tekið var í notk-
un fyrir tveimur árum, gerir fyr-
irtækinu kleift að auðkenna notend-
ur og athuga stöðu viðskiptavinar í
rauntíma.?
Hann kveðst eiga von á að fleiri
fyrirtæki hyggist nýta sér Vef-
greiðslur, miðað við þann áhuga sem
hann hefur orðið var við. ?Ef marka
má spurningakönnun sem Síminn
lét gera fyrir sig meðal fyrirtækja,
sem halda úti vefsíðum, kom í ljós að
80% fyrirtækja telja að slíka þjón-
ustu vanti. Þá sögðust 70% fyrir-
tækja ætla að notfæra sér Vef-
greiðslur fyrir þá þjónustu sem þau
bjóða á Netinu. Við höfum trú á að
Vefgreiðslur í gegnum GSM-síma
muni koma að notum í auknum mæli
í viðskiptum á Netinu því fyrirtæki
hafa stundum lent í erfiðleikum með
að innheimta fyrir þjónustu sína. Þá
eru notendur í sumum tilvikum
tregir að gefa upp greiðslukorta-
númer um Netið. Með Vefgreiðslum
þurfa notendum einungis að slá inn
GSM-númerið sitt. Þeir fá til baka
lykilorð sem auðkennir notandann
og þjónustan er gjaldfærð á sím-
reikninginn,? segir Magnús Salberg.
Greiða má efni úr gagna-
safni blaðsins með GSM

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68