Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						AP
Yasser Arafat á bæn í höfuð-
stöðvum sínum í Ramallah í gær.
YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, sagði í gær að hann myndi
ekki efna til kosninga eins og hann
hefur lofað nema hersveitir Ísraela
verði fluttar af svæðum Palestínu-
manna á Vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu.
Aðstoðarmenn Arafats staðfestu
að stefnt væri að forseta- og þing-
kosningum innan hálfs árs og sögðu
að undirbúningur þeirra væri þegar
hafinn. Arafat sagði hins vegar að
ekki yrði af kosningunum nema Ísr-
aelar flyttu hernámslið sitt af svæð-
um Palestínumanna.
Palestínskir embættismenn sögðu
að Ísraelar yrðu að færa hersveit-
irnar til þeirra staða sem þeir héldu
áður en átökin hófust fyrir tuttugu
mánuðum. Verði Ísraelar við þessari
kröfu þurfa þeir að fjarlægja tugi
varðstöðva og flytja burt hersveitir
sem hafa umkringt helstu borgir
Palestínumanna.
Ísraelar sögðu að Arafat væri að
leita að afsökun fyrir því að svíkja
loforð sín um kosningar og hunsa
kröfur um lýðræðisumbætur. Ráð-
gjafi Ariels Sharons, forsætisráð-
herra Ísraels, sagði að herliðið yrði
ekki flutt af svæðum Palestínu-
manna nema Arafat skæri upp herör
gegn hryðjuverkum.
Palestínska þingið krafðist þess í
fyrradag að heimastjórnin, sem hef-
ur sætt gagnrýni meðal Palestínu-
manna fyrir spillingu, verði leyst upp
og ný stjórn mynduð innan 45 daga.
Þingið vill að sveitarstjórnakosning-
ar fari fram á þessu ári og þing- og
forsetakosningar í byrjun næsta árs.
Átök í Jenín
Til átaka kom í flóttamannabúðum
í Jenín á Vesturbakkanum í gær
þegar ísraelskir hermenn réðust inn
í þær til að leita að vopnuðum Palest-
ínumönnum sem grunaðir eru um að
hafa barist gegn Ísraelsher. 24 Pal-
estínumenn voru handteknir.
Sjö ára palestínskur drengur og
arabísk kona með ríkisborgararétt í
Ísrael voru skotin til bana í árásum
ísraelskra hermanna á Vesturbakk-
anum. Hermenn felldu einnig tvo
vopnaða Palestínumenn sem reyndu
að ráðast á byggðir gyðinga.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
hefur sent þinginu skýrslu þar sem
það kemst að þeirri niðurstöðu að
?engar skýrar vísbendingar? hafi
fundist um að Arafat eða helstu emb-
ættismenn hans hafi skipulagt eða
samþykkt hermdarverk í Ísrael frá
júní til desember í fyrra. Ýmislegt
bendi þó til þess að heimastjórnin
hafi vitað að menn, sem tengist sam-
tökum Arafats, þeirra á meðal líf-
verðir hans, hafi tekið þátt í árás-
unum og ?lítið gert til að stöðva þá?.
Arafat setur skilyrði 
fyrir kosningum
Nablus, Jerúsalem. AP, AFP.
Krefst þess að
Ísraelsher fari 
af svæðum Pal-
estínumanna
115. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 18. MAÍ 2002
GÍFURLEGIR hitar á Indlandi
höfðu í gær kostað 690 menn lífið
og búist var við, að talan ætti eftir
að hækka. Komst hitinn í 49 gráður
á Celsíus við Bengal-flóa en hefur
lækkað aðeins auk þess sem mons-
únrigningarnar eru byrjaðar.
Ferðalangar dorma hér í steikjandi
hita á lestarstöð nálægt borginni
Hyderabad.
Þeir, sem látist hafa, eru aðallega
gamalt fólk og sjúkt og einnig þeir,
sem vinna mikið undir beru lofti, til
dæmis verkamenn í landbúnaði. Í
suðurhluta landsins hefur maímán-
uður verið óvanalega heitur eða allt
að sjö gráðum umfram meðaltalið.
Hefur verið skipuð opinber nefnd
til að kanna þessa duttlunga náttúr-
unnar.
AP
Hundruð manna
deyja af völdum hita
TALSMAÐUR George W. Bush
Bandaríkjaforseta viðurkenndi í gær
að bandarískir embættismenn hefðu
lagt til að reynt yrði að uppræta al-
Qaeda, samtök Osama bin Ladens,
skömmu fyrir hryðjuverkin í Banda-
ríkjunum 11. september.
Embættismaður í Washington,
sem vildi ekki láta nafns síns getið,
sagði að hópur ráðgjafa Bush í utan-
ríkismálum hefði sent forsetanum
minnisblað með tillögum um aðgerð-
ir gegn al-Qaeda vegna upplýsinga
um að hætta væri á hryðjuverkum.
Minnisblaðið var dagsett 10. septem-
ber og var á skrifborði þjóðarörygg-
isráðgjafa forsetans, Condoleezza
Rice, þegar hryðjuverkin voru fram-
in í Bandaríkjunum.
Ari Fleischer, talsmaður forset-
ans, sagði að í minnisblaðinu hefði
verið lagt til að gripið yrði til ?að-
gerða í Afganistan í samstarfi við
Norðurbandalagið til að uppræta al-
Qaeda og talibanastjórnina?. Hann
sagði ekkert um hvort mælt hefði
verið með loftárásum og landhern-
aði.
Bandarískir fjölmiðlar skýrðu
ennfremur frá því í gær að tveimur
árum fyrir hryðjuverkin 11. septem-
ber hefði verið samin skýrsla þar
sem varað hefði verið við því að liðs-
menn al-Qaeda kynnu að fljúga flug-
vélum, hlöðnum sprengiefni, á höf-
uðstöðvar varnarmálaráðuneytisins
og leyniþjónustunnar CIA eða á
Hvíta húsið. ?Ramzi Yousef hafði
ráðgert slíka árás á höfuðstöðvar
CIA,? sagði í skýrslunni, en Yousef
var dæmdur fyrir að skipuleggja
sprengjutilræðið í World Trade
Center 1993.
Skýrslan fjallaði um félagsfræði-
legar og sálfræðilegar rannsóknir á
því hverjir gerast hryðjuverkamenn
og hvers vegna. Hún var samin fyrir
Leyniþjónusturáð Bandaríkjanna,
NIC, sem skipað er tólf háttsettum
leyniþjónustumönnum og aðstoðar
CIA við að meta ógnir við öryggi
Bandaríkjanna.
Þingmenn krefjast 
rannsóknar
Demókratar og nokkrir repúblik-
anar hafa gagnrýnt Bush fyrir að
hafa ekki skýrt þinginu frá upplýs-
ingum, sem forsetinn fékk 6. ágúst,
um að hryðjuverkamenn hygðust
ræna bandarískum flugvélum.
Demókratar hafa krafist rannsóknar
á því hvernig brugðist var við upp-
lýsingunum. 
George W. Bush svaraði þessari
gagnrýni í fyrsta sinn í gær. ?Hefði
ég vitað að óvinurinn ætlaði að nota
flugvélar til að drepa fólk þennan ör-
lagaríka morgun þá hefði ég gert allt
sem í valdi mínu stendur til að
vernda bandarísku þjóðina,? sagði
forsetinn.
Íhuguðu aðgerð-
ir gegn al-Qaeda
fyrir 11. sept.
Washington. AP, AFP.
L52159 Hvað vissi Bush?/22
DÓMSTÓLL í
Hamborg úr-
skurðaði í gær
Gerhard Schröd-
er kanslara í vil í
máli sem hann
höfðaði gegn
fréttastofunni
DDP fyrir að
halda því fram að
hann litaði hár
sitt. Fréttastofan
hyggst áfrýja.
Lögfræðingar
Schröders sök-
uðu DDP um
rógburð vegna
eftirfarandi um-
mæla sem frétta-
stofan hafði eftir ráðgjafa í al-
mannatengslum: ?Það kæmi sér vel
fyrir herra Schröder að viðurkenna
að hann litar lokkana sem farnir
eru að grána.?
Schröder er 58 ára gamall. Hann
hefur lagt fram staðfestan vitn-
isburð hárskera síns sem segir að
liturinn á dimmbrúnu hári kansl-
arans sé ósvikinn. Þessi hálfsíðu
auglýsing um hárvatn birtist í dag-
blaðinu Bild í gær og þar er
Schröder hvorki með dimmbrúnt
hár né grátt, heldur eldrautt.
Schröder
vann hár-
deiluna
BRESKI flugherinn bjó sig
undir björgunaraðgerðir seint
í gærkvöldi eftir að eldur
kviknaði á tveimur stöðum í
ferjunni ?The Princess of
Scandinavia? í Norðursjó
undan austurströnd Skot-
lands.
Um 880 manns voru í ferj-
unni en ekki var ljóst í gær-
kvöldi hvort flytja þyrfti fólk-
ið úr skipinu. Breski
flugherinn sendi átta þyrlur
að ferjunni og þær voru til-
búnar að hefja björgunarað-
gerðir ef þörf krefði.
Áhöfninni tókst að
slökkva eldinn
Eldur kviknaði fyrst í vél-
arrúmi ferjunnar en áhöfn-
inni tókst að slökkva hann og
fregnir hermdu í gærkvöldi
að henni hefði einnig tekist að
slökkva annan eld í reykháfi
ferjunnar. Talsmaður bresku
strandgæslunnar sagði að
ekki væri vitað um slys á
fólki.
?The Princess of Scand-
inavia? var um 100 sjómílur
undan strönd Aberdeen.
Ferjan siglir milli Newcastle í
Englandi, Kristiansand í Nor-
egi og Gautaborgar í Svíþjóð.
DFDS Seaways, dótturfélag
danska fyrirtækisins DFDS,
sem á einn af stærstu ferju-
flotum Norður-Evrópu, rekur
ferjuna.
Eldur í
ferju und-
an strönd
Skotlands
Edinborg. AFP.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76