Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 1
120. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 24. MAÍ 2002 Reuters Keane rekinn  Keane sendur heim/C1 INDVERJAR hafa verið að styrkja loft- og landheri sína við landamærin að Pakistan í hinu umdeilda Kasm- írhéraði, í kjölfar stóraukinnar spennu í samskiptum ríkjanna, að því er háttsettur embættismaður í ind- verska hernum sagði í gær. For- sætisráðherra Indlands, Atal Behari Vajpayee, sagði á fréttamannafundi að það „kæmi ekki til greina“ að ræða við Pakistana fyrr en forseti þeirra, Pervez Musharraf, fylgdi í verki eftir þeim orðum sínum að stemma stigu við aðgerðum herskárra skæruliða. Pakistanskar og indverskar her- sveitir hafa átt í hörðum skotbardög- um undanfarna viku, í kjölfar blóð- ugs tilræðis skæruliða í borginni Jammu í Kasmír 14. maí, sem kostaði 35 manns lífið. Að minnsta kosti 33 hafa fallið í átökunum í Kasmír und- anfarið, 24 Pakistanar og níu Ind- verjar, samkvæmt upplýsingum lög- reglu beggja vegna víglínunnar. Átökin hafa einnig leitt til mikils fólksflótta frá svæðum við landa- mærin, og telja embættismenn að um 30 þúsund flóttamenn séu nú í búðum víðs vegar í Kasmír. Er Vajpayee var spurður hvort stríð milli ríkjanna væri yfirvofandi svaraði hann því til að staða mála væri alvarleg, en brugðist yrði við vandanum. „Við höfum sagt það að blikur séu á lofti, en stundum kemur þruma úr heiðskíru lofti. Við vonum að ekki komi elding.“ Síðan í desem- ber sl. hafa Indverjar og Pakistanar flutt samtals um eina milljón her- manna til Kasmír, en flutningarnir hófust eftir að skæruliðar frömdu mannskætt tilræði í indverska þing- húsinu. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, varaði við því í gær að átökin milli Indverja og Pakistana gætu orðið að kjarnorkustríði. Straw, sem hyggst halda til Indlands og Pakistans í næstu viku til þess að reyna að stilla til friðar, sagði enn- fremur að ríkin tvö skorti þau háþró- uðu eftirlitskerfi sem hefðu ráðið úr- slitum um að ekki kom til kjarnorkustríðs í Evrópu í þau 40 ár sem kalda stríðið stóð. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræddi við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma í gær og voru þeir sammála um nauðsyn ein- drægni meðal ríkja heims til þess að hægt væri að draga úr spennunni í Kasmír og koma á viðræðum deilu- aðila. Indverjar styrkja loft- og landheri sína í Kasmírhéraði Útiloka viðræður við Pakistana Jammu, Nýju-Delhí, London. AFP, AP. Bretar vara við hættu á kjarn- orkustríði MARTA Lovísa Noregsprins- essa kyssti frosk í Þrándheimi í gær, þar sem haldið var svo- nefnt „prinsessupróf“ sem stúlkur gátu tekið og fengu að því búnu prinsessuskírteini. Marta Lovísa giftist í dag unn- usta sínum, Ara Behn, og fer athöfnin fram í dómkirkjunni í Þrándheimi. Froskurinn sem prinsessurnar kysstu í gær var úr plasti, og því ólíklegt að nokkur breyting hafi orðið á honum.Reuters Marta og froskurinn LEONÍD Kútsjma, forseti Úkr- aínu, tilkynnti í gær, að stjórn hans ætlaði að sækja formlega um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Ekki er búist við, að Rússar muni taka því með þegjandi þögninni þótt samskipti þeirra og NATO hafi batnað mikið. Jevhen Martsjúk, aðalritari úkr- aínska varnarmálaráðsins, sagði, að formleg umsókn yrði afhent George Robertson, framkvæmdastjóra NATO, þegar hann kæmi til Úkr- aínu 9. júlí næstkomandi. Frétta- skýrendur segja, að Úkraínumenn verði að endurnýja herbúnað sinn og skipulag, sem er allt frá Sov- éttímanum, áður en landið geti orð- ið aðili að NATO. Á því eru hins vegar ekki miklar líkur í bráð enda hafa útgjöld til hermála í Úkraínu minnkað mikið. Þá þykir víst, að viðbrögð Rússa muni ekki gera að- ild auðveldari. Úkraína vill NATO-aðild Kíev. AFP. SUNG Gong, yfirmunkur í Yakch- eonsa-musterinu á eynni Cheju, spilar með knattspyrnuliði munk- anna, en í gær æfði hann bolta- meðferðina á lóð musterisins íklæddur peysu enska landsliðsins. Undirbúningur þeirra þrjátíu og tveggja þjóða, sem taka þátt í HM í knattspyrnu, stendur nú sem hæst. Opnunarleikur HM fer fram í Seoul í S-Kóreu 31. maí nk. og eigast þar við núverandi heimsmeistarar, Frakkar, og Senegal-menn. Sung tjáði fréttamönnum að hon- um þætti Englendingar hafa á að skipa góðu landsliði og bæði hann þess að fyrirliði liðsins, David Beck- ham, næði sér sem fyrst af rist- arbrotinu. Mick McCarthy, þjálfari írska landsliðsins, rak í gær Roy Keane, fyrirliða liðsins, úr landsliðinu eftir að Keane hafði gagnrýnt harkalega undirbúning þess vegna heims- meistaramótsins í knattspyrnu sem hefst í Japan og Suður-Kóreu eftir viku. Yfirgaf Keane þegar Saipan- eyju í Kyrrahafinu, þar sem írska landsliðið er við æfingar, og hélt heim á leið. FLUGVÉLINNI, sem brotlenti í Pennsylvaniu 11. september sl. eftir að farþegar vélarinnar höfðu yfir- bugað flugræningja, var ætlað að fljúga á Hvíta húsið. Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar banda- rísku hélt því fram í fyrrakvöld að Abu Zubaydah, hæst setti liðsmaður al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, sem Bandaríkjamenn hafa í haldi sínu, hefði greint frá þessu við yf- irheyrslur. Fjórum flugvélum var rænt á hin- um örlagaríka degi 11. september 2001 og tveimur þeirra flogið á World Trade Center í New York og einni á höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, í Washington. Ekki hefur hins vegar fengið endanlega staðfest fram að þessu hvert hryðjuverkamenn hugð- ust fljúga þeirri fjórðu. Var einnig greint frá því að banda- ríska alríkislögreglan, FBI, hefði traustar heimildir fyrir því að Mo- hammed Atta, einn flugræningj- anna, hefði heimsótt World Trade Center 10. september, daginn áður en hryðjuverkaárásin var gerð á Bandaríkin. Hann er sagður hafa verið þar til að skrá nákvæma stað- setningu turnanna inn á GPS-stað- setningartæki. Keyptu staðsetningartæki Kreditkortanótur hafa sannað að Mohammed Atta, sem talinn er hafa stjórnað tilræðunum og var í fyrstu vélinni sem flaug á World Trade Center, var í New York 10. septem- ber, að því er fram kom á CNN. Rannsókn hefur leitt í ljós að þeir sem stóðu að hryðjuverkaárásinni höfðu keypt að minnsta kosti þrjú GPS-staðsetningartæki áður en flugvélunum var flogið á turnana í New York og Pentagon-bygginguna í Washington. Hvíta húsið var skotmarkið Washington. AFP, AP. HÆGT verður að kaupa ham- borgara með hundakjöti á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu sem hefst senn í Suður-Kóreu og Japan. Einnig geta gestirnir fengið sér hunda- kjötsbollur, niðursoðið hunda- kjöt, súpu með hundaseyði og jafnvel brauð, majonnes og tóm- atsósu með hundakjötsbragði. Löng hefð er fyrir hunda- kjötsáti í S-Kóreu og sýna kann- anir að yfir 90% karla og 68% kvenna í landinu hafa einhvern tíma smakkað hund. Hefðin er þó sögð á undanhaldi enda sætir þessi nýting á elsta vini manns- ins harðri gagnrýni víða um heim, einkum meðal hundaeig- enda. Franska kvikmyndaleik- konan Brigitte Bardot er meðal þeirra sem hafa skammað S- Kóreumenn. Er Ólympíuleikarnir voru haldnir í Seoul 1988 var veit- ingamönnum sem sérhæfðu sig í hundakjöti sagt að loka eða láta lítið á sér bera meðan leikarnir stóðu yfir en að þessu sinni er ekki gripið til slíkra ráðstafana. Stjórnvöld segja að útlendingar hafi engan rétt til að ráðskast með gamlar hefðir innfæddra. „Því meira sem við reynum að fela þetta fyrir útlendingum þeim mun meira eiga þeir eftir að gelta og glefsa í okkur,“ segir Ann Yong-Geun, matvælafræð- ingur við Chungchong-háskóla. Hún segist vona að keppnin verði til þess að draga úr for- dómum gagnvart hundakjötsáti. Hundur í hamborg- aranum Seoul. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.