Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
DRAGA þurfti seðil úr kassa með
tveimur seðlum í til að skera úr
um hvort annar maður á T-lista
eða fyrsti maður á Þ-lista kæmist
inn í bæjarstjórn á Seyðisfirði og
lék heppnin við T-listann. 
T-listi Tinda, jafnaðar- og
vinstrimanna, fékk 114 atkvæði en
Þ-listi 57 atkvæði. Að lokinni tví-
talningu var ljóst að jafnmörg at-
kvæði voru á bak við 2. mann T-
lista og 1. mann Þ-lista og því
þurfti að draga formlega á milli
þeirra.
Jóhann Sveinbjörnsson, formað-
ur kjörstjórnar, segir að nöfn við-
komandi manna ásamt listabókstaf
hafi verið skrifuð á sitt hvorn seð-
ilinn, seðlunum síðan vafið saman
eins og hlutaveltumiðum og þeir
settir ofan í ógegnsæjan kassa.
Teppi hafi síðan verið breitt yfir
og þá fenginn maður, sem allir við-
komandi hafi sætt sig við, til að
draga annan seðilinn úr kassanum,
en sýslumaður hafi verið viðstadd-
ur og vottað að allrar velsæmi
væri gætt.
Dregið um
sæti á
Seyðisfirði
SÍÐUSTU skoðanakannanir sem
framkvæmdar voru fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar á laugardag-
inn sýndu kerfisbundið lægra fylgi
F-lista og hærra fylgi D-lista en
raunin varð í kosningum.
Ef teknar eru síðustu kannanir
Gallup, Talnakönnunar, Félagsvís-
indastofnunar, DV og Fréttablaðsins
kemur í ljós að þær sýndu að með-
altali 2,06 prósentustigum minna
fylgi F-listans en hann hlaut í kosn-
ingunum. Meðalfrávik D-lista var
enn meira, eða 2,48 prósentustig.
Kannanir sýndu sem sagt að meðal-
tali 2,48 prósentustigum hærra fylgi
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en
raunin varð.
Aðspurður segist dr. Friðrik H.
Jónsson, forstöðumaður Félagsvís-
indastofnunar, ekki vera með skýr-
ingar á þessum mun á takteinum.
?Líklegasta skýringin þykir mér þó
vera að fylgi F-lista hafi tekið snögg-
an kipp á lokasprettinum. Annars er
eiginlega ómögulegt um það að
segja,? segir hann. Friðrik segir að
Ólafur F. Magnússon, forystumaður
F-listans, hafi að líkindum ekki kom-
ið af alvöru inn í umræðurnar fyrr en
á miðvikudeginum fyrir kosningar.
Þá var síðustu könnun Félagsvís-
indastofnunar að ljúka.
80 ára aldurshámark 
ólíkleg skýring
Kannanir Félagsvísindastofnunar
einskorðast við yngra fólk en átt-
rætt. Getur verið að F-listi sé svo
sterkur meðal eldra fólks en áttræðs
að skekkja hafi myndast? ?Það er
hugsanlegt að svo geti verið að ein-
hverju leyti, en munurinn er of mikill
til að skýringarinnar geti verið að
leita í því,? segir Friðrik. Hann segist
telja fyrrnefndu skýringuna líklegri.
Sem þriðju skýringuna nefnir hann
að mögulegt geti verið að sá hópur
fólks sem kerfisbundið sé farinn að
neita að svara í könnunum hafi stutt
F-listann meira en aðra flokka. Um
það sé þó ómögulegt að segja, þar
sem ekkert sé vitað um þennan hóp
eðli málsins samkvæmt.
Friðrik segir að kannanir fyrir
kosningar hafi allar verið á svipuðum
nótum og gefið nokkuð góða mynd af
fylgi flokkanna, ef undan er skilið
vanmat á fylgi F-lista og ofmat á
fylgi D-lista, ef um það hafi verið að
ræða.
Þorlákur Karlsson, framkvæmda-
stjóri Gallup, segir að frávik Frjáls-
lyndra og óháðra séu meiri en svo að
hægt sé að gera lítið úr þeim. ?Því
þar munar einum manni og skilur
milli feigs og ófeigs. Það munar ekki
háum tölum, en nógu miklu til að
hann komist inn,? segir hann.
Þorlákur segir að um sennilega sé
um að ræða þrjár mögulegar skýr-
ingar á útkomunni, eins og Ólafur
Harðarson stjórnmálafræðingur
sagði í ríkissjónvarpinu. ?Í fyrsta
lagi gæti verið um tilviljanavillu að
ræða. Í öðru lagi getur hafa verið
kerfisbundin skekkja í könnunum og
í þriðja lagi gæti eitthvað hafa gerst
síðustu dagana sem áhrif hafði á fylgi
F- og D-lista. Við höfðum aldrei mælt
F-listann jafn háan og kosningaúrslit
gáfu til kynna. Því er ég helst á þeirri
skoðun að einhver breyting hafi orðið
síðustu tvo dagana,? segir Þorlákur.
Hann segir að einnig sé mögulegt
að F-listinn hafi átt stóran hlut í fylgi
hinna óákveðnu. ?En um það er auð-
vitað ekki gott að segja.?
Þorlákur telur ekki að því sé um að
kenna að aldurstakmark kannana-
fyrirtækja sé áttatíu ár, enda sé ekk-
ert slíkt hámark til staðar hjá Gallup.
?Jafnvel þótt svo væri er sá hópur
það lítið brot af heildinni að áhrifin
yrðu aldrei þetta mikil,? segir hann.
Kannanir sýndu minna fylgi F-lista og meira fylgi D-lista en raun varð á
Erfitt að segja til um skýringar
                                                        KONUR juku hlut sinn í kosningum
til bæjar- og sveitarstjórna um
helgina, miðað við kosningarnar fyr-
ir fjórum árum. Þá náðu 213 konur
kjöri af 756 bæjar- og sveitarfulltrú-
um í 124 sveitarfélögum, eða 28%,
en hlutfall kvenna nú var fjórum
prósentustigum meira eða 32%. Um
helgina náðu 657 fulltrúar kjöri í 105
sveitarfélögum og þar af voru konur
210 og karlar 447. Hlutur karla hef-
ur því að sama skapi minnkað úr
72% í 68%. Þess má geta að hlutur
kvenna á framboðslistunum nú var
41% á móti 59% hjá körlum.
Af þessum 105 sveitarfélögum
eru stjórnir 9 þeirra eingöngu skip-
aðar karlmönnum, einkum þar sem
kosning var óbundin, en ekkert
sveitarfélag hefur eingöngu konum
á að skipa í stjórn. Í 10 sveitarfélög-
um eru konur í meirihluta sveitar-
stjórna.
?Karlaveldi? í Grímsey 
og Hrísey
Í tveimur sveitarfélögum þar sem
var listakosning eru aðeins karlar í
sveitarstjórn, þ.e. í Hrunamanna-
hreppi og á Norður-Héraði. Í Tjör-
neshreppi var sjálfkjörið og fimm
efstu menn á þeim lista voru allt
karlmenn. Í sex sveitarfélögum þar
sem var óbundin kosning, þ.e. engir
framboðslistar, verða karlar alls-
ráðandi sem aðalmenn í sveitar-
stjórn. Þetta eru Eyja- og Mikla-
holtshreppur á Vesturlandi,
Fáskrúðsfjarðarhreppur, Grímseyj-
arhreppur, Hríseyjarhreppur, Kol-
beinsstaðahreppur á Vesturlandi og
Skaga- og Vindhælishreppur í A-
Húnavatnssýslu. Þess má geta að í
Grímsey og Hrísey er ein kona með-
al varamanna í hvorum hreppi fyrir
sig. 
Af þeim 10 sveitarfélögum sem
hafa konur í meirihluta stjórnar
næstu fjögur árin fóru listakosning-
ar fram í 4 þeirra, þ.e á Seltjarn-
arnesi, Akureyri, Dalvík og í Gríms-
nes- og Grafningshreppi, og
óbundnar kosningar voru í öðrum
fjórum; Broddaneshreppi, Keldu-
neshreppi, Mjóafjarðarhreppi og
Mýrdalshreppi. Þá eru konur í
meirihluta í tveimur af þeim sjö
sveitarfélögum sem var sjálfkjörið,
þ.e. Borgarfjarðarsveit og Raufar-
höfn. Þegar kynjahlutföllin í sveit-
arfélögunum eru skoðuð nánar
kemur í ljós að í hreppunum er mjög
algengt að að karlmenn skipi fjögur
af fimm sætum í hreppsnefnd þar
sem kosning var óbundin og allir
kjósendur í kjöri. Þá skal þess getið
að í einu sveitarfélagi gæti kynja-
hlutfallið átt eftir að breytast. Nái
kæra framsóknarmanna í Borgar-
byggð fram að ganga vegna hlut-
kestis sem varpað var milli tveggja
lista, þá jafnast hlutfallið ? konum í
hag.
Óbreytt hlutfall í Reykjavík
Í nokkrum sveitarfélögum eru
karlmenn í miklum meirihluta í
sveitarstjórn. Þannig náði aðeins
ein kona kjöri í Fjarðabyggð af níu
fulltrúum en í ellefu manna sveit-
arstjórn síðast voru þar þrjár kon-
ur. Í Grindavík, Snæfellsbæ og á
Seyðisfirði er aðeins ein kona á móti
sex körlum í sveitarstjórn. Í stærsta
sveitarfélaginu, Reykjavík, hélst
hlutfall kynja óbreytt í borgarstjórn
frá síðustu kosningum, eða 9 karlar
á móti 6 konum.
Eingöngu karlar í stjórnum 9 sveitarfélaga af 105
Hlutur kvenna jókst
um 4 prósentustig
Morgunblaðið/Sverrir
Hún var feimin litla stúlkan, sem setti atkvæði foreldra sinna í kjörkassa á Kjarvalsstöðum.
FRAMSÓKNARFLOKKURINN í
Borgarbyggð hyggst í dag eða á
næstu dögum kæra úrslit sveit-
arstjórnarkosninganna á laugar-
dag til sýslumanns. Kasta varð
hlutkesti um hvort fjórði maður af
B-lista eða annar maður af L-lista
næði kjöri í Borgarbyggð þar eð
jafnmörg atkvæði komu í hlut
hvors fyrir sig. Framsóknarmenn
völdu landvættirnar en Borgar-
byggðarlistinn ? listi óháðra kjós-
enda, Samfylkingarinnar og
Vinstrihreyfingarinnar ? græns
framboðs ? karfann og kom hann
upp.
Framsóknarmenn hafa ákveðið
að kæra niðurstöðu talningarinnar
þar sem nokkur utankjörstaðarat-
kvæði voru dæmd ógild.
Að sögn Hilmars Más Arasonar,
formanns yfirkjörstjórnar í Borg-
arbyggð, er um að ræða átta utan-
kjörstaðaratkvæði og eitt atkvæði
sem greitt var á kjörstað og dæmd
voru ógild af yfirkjörnefnd.
Hafa frest í eina viku til þess
að leggja fram kæru
Að sögn Þorvaldar Tómasar
Jónssonar, sem skipar fyrsta sætið
á lista Framsóknarflokks, er flokk-
urinn ósáttur við að eitt at-
kvæðanna sem dæmd voru ógild
hafi upphaflega verið með í taln-
ingu. Framsókn hefur viku frá
kosningadegi til að leggja fram
kæru.
?Það er kominn lögfræðingur í
málið og þetta verður bara gert
eins hratt og hægt er,? segir Þor-
valdur.
Alls voru 1.393 atkvæði greidd í
Borgarbyggð og hlaut D-listi 546
eða 41%, B-listinn 522 eða 39% og
L-listinn 261 atkvæði eða 19%.
Auðir og ógildir seðlar voru 64 eða
5%. 
Að öllu óbreyttu hefur D-listi
fjóra menn í sveitarstjórn, B-listi
þrjá menn og L-listi tvo.
Framsóknarflokkurinn 
í Borgarbyggð hyggst
kæra úrslitin
Níu at-
kvæði
dæmd
ógild
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60