Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 1
124. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 29. MAÍ 2002 LEIÐTOGAR aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins (NATO) og Rúss- lands skrifuðu í gær undir sam- komulag um nýtt samstarfsráð sem veitir Rússum aðild að ákvörðunum NATO, en sátt náðist um sam- komulagið á fundi utanríkisráð- herra NATO-ríkjanna nítján og Rússlands sem haldinn var í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Gífurleg öryggisgæsla var á fundi NATO og Rússlands, sem haldinn var á herflugvelli í útjaðri Rómar í gær. Um fimmtán þúsund lögreglumenn og hermenn voru í viðbragðsstöðu, ítölsk herskip voru á siglingu á Miðjarðarhafinu, skammt frá fundarstaðnum, og hömlur höfðu verið settar á allt far- þegaflug yfir Róm meðan á fund- inum stóð. Samstarfsráðinu er ætlað að verða vettvangur þar sem NATO- ríkin og Rússar geta undirbúið, samþykkt og síðan framfylgt ákvörðunum sem snerta sameigin- lega hagsmuni þeirra. Davíð Odds- son forsætisráðherra skrifaði undir samkomulagið fyrir Íslands hönd. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði samkomulagið hluta af þeirri þíðu, sem komin væri í sam- skipti NATO og Rússa, en vest- urveldin settu NATO á laggirnar fyrir 53 árum í því skyni að verjast hugsanlegri innrás Sovétríkjanna, sem þá voru og hétu. „Þetta sam- starf markar skref í áttina að jafn- vel enn stærra markmiði; að tryggja að friður og frelsi ríki í Evrópu,“ sagði Bush. „Með því að starfa saman [gegn hryðjuverka- vánni] aukum við áhrifamátt okk- ar.“ Fyrsti fundurinn 6. júní nk. Vladímír Pútín, forseti Rúss- lands, lýsti Rómarsamkomulaginu sem sögulegu og sagði það munu nýtast vel í baráttunni gegn „sam- eiginlegum óvini“, hryðjuverka- mönnum. Í sama streng tók George Robertson, framkvæmdastjóri NATO. Samstarfsráðinu er ætlað að funda mánaðarlega og síðan munu utanríkis- og varnarmálaráðherrar landanna tuttugu hittast tvisvar á ári. Ákvarðanir verða aðeins teknar ef allir eru sammála, en Rússar munu hins vegar ekki fá neitunar- vald vegna ákvarðana, sem teknar eru á vettvangi hins eiginlega Atl- antshafsbandalags. Hermdu fregnir í gær að fyrsti eiginlegi fundur samstarfsráðsins yrði haldinn í Brussel 6. júní nk. Samstarfsráð Rússa og NATO orðið að veruleika Pratica Di Mare, Moskvu. AFP. Reuters Hluti þjóðarleiðtoganna, sem hittust á herflugvelli í útjaðri Rómar í gær til að skrifa undir samkomulag um nýtt samstarfsráð Rússlands og Atlantshafsbandalagsins, stillir sér upp í myndatöku að fundinum loknum.  Auðveldar Rússum/4  Gamlir fjendur/20 ÍSRAELSKUR lögreglumaður skaut palestínskan mann til bana í gærkvöld í gyðingabyggðinni Itam- ar, nærri Nablus á Vesturbakkan- um, eftir að maðurinn hafði hafið skothríð í menntaskóla þar í bæ og valdið dauða þriggja ungmenna. Fyrr um daginn hafði ísraelski herinn ráðist að nýju inn í Jenín og handtekið ellefu Palestínumenn sem grunaðir eru um að hafa tengsl við hryðjuverkahópa. Einn Palestínu- maður féll í aðgerðunum og þá lést einn Ísraeli í skotárás nærri bænum Ofra, sem er norður af Ramallah. Ísraelsher fór einnig tímabundið inn í Ramallah í gærkvöld. Myrti þrjú ungmenni Jerúsalem. AP, AFP. DANIR hrósuðu nokkrum sigri í gær er framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, ESB, kynnti tillögur um breytingar á sjávarútvegsstefnunni og mikinn niðurskurð. Eru þær að mestu samhljóða tillögum Steffens Smidts, danska fulltrúans, sem fram- kvæmdastjórnin er sökuð um að hafa rekið fyrir þrýsting frá Spánverjum. Eins og fram hefur komið er stefnt að miklum niðurskurði í sjávarútvegi ESB-ríkjanna með það fyrir augum að koma í veg fyrir algert hrun margra fiskistofna. Sagði Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar ESB, í gær að kominn væri tími til að grípa til aðgerða. Frakkland, Portú- gal og Spánn hafa hins vegar lýst andstöðu við tillögurnar. Steffen Smidt átti mikinn þátt í mótun tillagnanna en þótt hann sé lítt þekktur í sínu heimalandi, þá er hann þeim mun frægari eða alræmd- ari á Spáni. Þar er honum lýst sem valdagráðugum manni, sem hafi mis- notað aðstöðu sína dönskum og norð- ur-evrópskum sjávarútvegi til fram- dráttar og á kostnað fátæks fólks í Suður-Evrópu. Rannsaka brottrekstur Smidts Þá er ekki aðeins átt við, að fiski- skipum og þar með sjómönnum og fiskverkunarfólki verði fækkað, held- ur ekki síður, að hætt verði að styrkja smíði nýrra og afkastameiri skipa. Við það munu mörg störf glat- ast í s-evrópskum sjávarbæjum. Voru þessum málum gerð góð skil í dönsku blöðunum í gær, meðal ann- ars Berlingske Tidende. Danir fagna því einnig, að umboðs- maður ESB hefur nú fallist á kröfuna um rannsókn á brottrekstri Smidts, en sagt er, að framkvæmdastjórnin, sem á að vera fullkomlega sjálfstæð, hafi beygt sig fyrir kröfu Jose-Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, um að hann yrði rekinn. Kynntu breytingar á sjávarútvegsstefnu ESB Samhljóða tillögum danska fulltrúans  Tillögurnar/10 ÍRANSKA lögreglan handtók nýlega um 80 manns, karla og konur, sem fóru saman í ferð á fallegan stað og gerðust þar sek um það ósiðlega athæfi að láta taka af sér hópmynd. Ekki batnaði það svo þegar í ljós kom, að nokkrar kvenn- anna voru með getnaðarvarn- arpillur í fórum sínum. Fólkið, sem hefur verið kært fyrir ósiðsemi, var í 200 manna hópi, sem skipulagt hafði ferð til Fuman í Gilan- héraði en þar er náttúrufegurð mjög mikil. „Sumar kvennanna voru með getnaðarvarnarpillur og síðan lét fólkið taka af sér mynd saman,“ sagði lögreglu- stjórinn í Fuman en einn hinna handteknu, sem síðar var látinn laus, segir, að ásak- anir um að áfengi hafi verið haft um hönd séu rangar. Ekki hafa borist nánari fréttir af þessu siðleysi en eft- ir hina íslömsku byltingu í Ír- an 1979 hefur kynlíf fyrir hjónaband verið glæpur. Siðleysið í Íran Sakaðir um hóp- mynda- töku Teheran. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.