Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 51 Þýsk gæði! ÁRANGUR þremenninganna Hannesar Hlífars Stefánssonar, Helga Áss Grétarssonar og Jóns Viktors Gunnarssonar á nýafstöðnu minningarmóti Capablanca í Hav- ana á Kúbu var ekki til að hrópa húrra fyrir. Ferð þeirra var þó áhugaverð og Helgi Áss Grétarsson hefur tekið saman stuttan pistil um glímu þeirra þremenninga við mat- armenningu eyjaskeggja, tilraunir þeirra til að ræða stjórnmál og svo skákskýringu frá mótinu. Gist var og teflt á fjögurra stjörnu hóteli í úthverfi Havana. Maturinn sem boðið var upp á var prýðilegur nema erfitt reyndist að fá tómatsósu og pipar! Hannes barðist hatrammri baráttu við þjóna hótelsins við að fá tómatsósu með matnum sínum. Í fyrstu fór hann halloka en að lokum gáfust þeir upp á þrákelkni hans og létu honum í té forláta tómatsósu. Ís- lenskur kollegi hans barðist á öðr- um vígstöðvum þar sem hann reyndi að nota hvert tækifæri til að ræða stjórnmál við Kúbverja. Það reyndist þrautin þyngri þar sem innfæddir forðast að ræða stjórn- mál eins og heitan eldinn, enda eiga menn yfir höfði sér fangelsisvist ef áróður gegn Castro og stjórn hans er borinn út. Sem dæmi um þetta andrúmsloft voru samræður undir- ritaðs við kúbverska stórmeistar- ann Walther Arencibia. Aðspurður um kosningaferlið á Kúbu sagði hann að fólk tilnefndi frambjóðend- ur er síðan væru kosnir á þing er setti saman stjórn. Þegar leitast var eftir nánari skýringum á þessu fyr- irkomulagi gerðist hann flóttalegri og sagði einfald- lega að þetta væri ekki eins og vestrænt lýð- ræði. Þegar sá möguleiki var reifaður hvort hann gæti farið í framboð spurði hann: „Hvað ætti ég að segja?“ Í spurningunni fólst að hann mætti svo fátt segja að framboðið yrði merkingarlaust. Besta skák Hannesar á mótinu var gegn téðum Arencibia. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Walther Arencibia Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rbd7 6. Be2 Stalín nokkur beitti þessum leik árið 1926. Ekki er vitað hvort þetta sé hinn blóði drifni einræðisherra en alltént fetar Hannes í fótspor hans. 6. Bc4 eða 6. Be3 eru e.t.v. beinskeyttari leikir. 6...Rc5 7. Bf3 e6 8. Be3 a6 Sjá stöðumynd I. 9. O-O Hannes taldi eftir skákina að 9. g4 h6 10. h4 hefði verið betra. 9... Dc7 10. a4 Be7 11. a5 O-O 12. g3 Enn taldi Hannes 12. g4 vera betra. 12...Hb8 13. Bg2 b5 14. axb6 Hxb6 15. Rb3 Bb7 16. He1 Hd8 17. De2 Hb4? 17...Rfd7 hefði verið betra. Í framhaldinu nær hvítur frumkvæð- inu sem hann eykur skref fyrir skref. Sjá stöðumynd II. 18. Bxc5! dxc5 19. Ra5 Rd7 19...Hxb2 gekk ekki upp vegna 20. Rxb7 Hxb7 21. e5 Rd5 22. Rxd5 exd5 23. c4 og hvítur stendur með pálmann í höndunum. 20. Rxb7 Hxb7 21. Rd1 Rb8 22. e5 Ha7 23. c3 Rd7 24. De4 a5?! Þótt erfitt sé að átta sig á því þá veikir þetta b5-reitinn sem hvítur notfærir sér. 24...Db6 hefði verið ákjósanlegra. 25. h4 h5 26. c4! Db6 27. Rc3 Rb8 28. Rb5 Had7 29. Ha3 Hd2 30. Df3 g6 Hvítum hefur tekist að koma sér ákjósanlega fyrir á drottningar- væng og veikt kóngsvæng svarts. Núna hefjast sóknaraðgerðir á kóngsvæng enda svartur þar fálið- aður. Sjá stöðumynd III. 31. Df4! Hd1 31...Hxb2 gekk ekki upp vegna 32. Hf3 Hf8 33. g4 hxg4 34. Dxg4 Rc6 35. h5 g5 36. Hf6! og hvítur vinnur. Í framhaldinu gengur sókn hvíts einnig upp eins og í sögu. 32. Hxd1 Hxd1+ 33. Kh2 Bf8 34. g4! hxg4 35. Dxg4 Dd8 36. h5 Bg7 37. f4 gxh5 38. Dxh5 Dd2 39. Hg3 Dc2 40. f5 Hd3 Sjá stöðumynd IV. 41. Hxg7+ Kxg7 42. f6+ og svart- ur gafst upp enda stutt í mátið. Á Kúbu má tefla en ekki ræða stjórnmál Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson SKÁK Kúba MINNINGARMÓT CAPABLANCA 6.–17. maí 2002 Stöðumynd I. Stöðumynd II. Stöðumynd III. Stöðumynd IV. Hannes Hlífar Stefánsson Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Eggjabikarar verð kr. 2.300 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18 , laugardag 11-15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.