Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ UPP á síðkastið hefur mikið borið á umfjöllun um „útlend- inga“ vegna uppgangs öfgahægrisinna í Evr- ópu (ég set orðið „út- lendingar“ innan gæsalappa vegna þess að oftast er ekki verið að tala um alla út- lendinga heldur nær eingöngu um hör- undsdökkt fólk). Eðli- lega hafa margir spurt hvað við getum gert til að koma í veg fyrir að slíkir fordóm- ar blossi upp hér á landi. Helstu svörin hafa verið að útlendingar verði að laga sig betur að íslenskri menn- ingu eða að draga verði úr flutn- ingi útlendinga til landsins. Fólk sér sem sagt oftast vand- ann hjá útlendingunum. Annað- hvort eru þeir of margir eða þeir líkja ekki nógu vel eftir okkur. En getur verið að vandinn liggi ekki hjá útlendingunum heldur okkur sjálfum? Það er áhugavert hve stoltir Ís- lendingar eru af Vestur-Íslending- um sem borða enn skyr og tala jafnvel ennþá íslensku. Íslending- um þykir vænt um að þeir skuli hafa haldið í menningararfinn. Og sömu tilhneigingu sjáum við hjá öðrum Íslendingum sem flytja til útlanda. Hvert sem þeir fara koma þeir saman á hátíðardögum til að borða þorramat eða fagna þjóðhátíðar- degi sínum. Allt er þetta mjög skiljanlegt því við getum ekki sagt skilið við uppruna okkar á fullorð- insaldri. En þegar það kemur að útlendingum gerum við þá rang- látu kröfu að þeir varpi sinni menningu fyrir borð og hagi sér eins og Íslendingar. Við virðumst meira að segja skynja það sem ógn ef þeir halda hópinn, tungu sinni og gildismati. Gott dæmi um þetta er að ef hópur unglinga af asískum uppruna sést á gangi eru þeir kallaðir „gengi“ og teknir sem dæmi um það að þeir samlagist ekki íslenskri menningu. Ef íslenskir unglingar sjást hins vegar á gangi eru þeir hins vegar ekki gengi heldur að- eins hópur. Annað dæmi um tvískinnung er að við ætlumst til þess að útlend- ingar láti hefðir sínar fyrir róða, nokkuð sem við myndum seint gera á erlendri grund. Myndum við t.d. hætta að halda upp á jólin ef við flyttumst til Íran eða hvetja dætur okkar til að hylja andlit sitt? Nei, við myndum halda í þau gildi og þær hefðir sem okkur er annt um. En samt gerum við þess- ar ranglátu kröfur til útlendinga sem flytja til Íslands. Hér kemur manni í hug gullna reglan í Nýja testamentinu: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ En hvers vegna er það svona mikil ógn að útlendingar viðhaldi menningu sinni og siðum þegar þeir flytja til landsins? Á hvern hátt ógnar það okkur? Ekki er tungumálið eða menning okkar í hættu. Hér benda sumir á glæpa- tíðni, en hefur einhver sýnt fram á að glæpatíðni útlendinga sé meiri en glæpatíðni Íslendinga miðað við höfðatölu? Er það ekki svo að þeg- ar Íslendingur brýtur af sér er það ekki dæmi um glæpahneigð Ís- lendinga heldur hans sjálfs. Ef drengur af asísku bergi brotinn brýtur hins vegar af sér er það dæmi um glæpahneigð alls hópsins og notað sem dæmi um þá ógn sem stafar af útlendingum. Þessi örfáu dæmi ættu að sýna að vandinn liggur ekki hjá útlendingunum heldur hjá okkur sjálfum. Við eigum ekki aðeins að spyrja hvað við getum gert til að aðlaga útlend- inga betur að ís- lenskri menningu heldur ekki síður hvað við getum gert til að aðlaga okkur betur að aðkomufólki. Svarið hlýtur fyrst og fremst að felast í menntun, og þá á ég ekki aðeins við grunn- og mennta- skóla, heldur menntun fyrir þjóðina í heild. Sjónvarpið ætti t.d. að gera heim- ildaþætti um líf útlendinga hér á landi, menningu þeirra, trúarbrögð og viðhorf, svo eitthvað sé nefnt. Einnig mætti benda á að mestu menningarsvæði heims hafa alltaf risið upp þar sem ólíkir menning- arstraumar mætast. Dæmin eru fjölmörg og má t.d. nefna Súmer- íu, Babýlóníuríki, Indland, veldi múslima eftir daga Múhameðs og Bandaríkin. Ólíkar hefðir og við- horf auðga þá menningu sem fyrir er því framandi menning ögrar viðteknum hefðum og kemur því af stað heilbrigðu endurmati, nokkru sem hverri þjóð er hollt að ganga í gegnum. Íslensk menning auðgast einnig mikið á þeirri reynslu sem útlendingar búa yfir, en besta dæmið er líklega matarmenningin. Í raun má segja að útlendingar hafi kennt okkur að elda. Hver vildi t.d. fara 25 ár aftur í tímann, hvað veitingarekstur og matar- menningu varðar hérlendis? Stað- reyndin er nefnilega sú að útlend- ingar eru oft í fararbroddi í nýsköpun og framþróun. Því finnst mér sú krafa að út- lendingar aðlagist íslenskri menn- ingu sem mest ekki aðeins ranglát heldur heimskuleg. Þess í stað ættum við að læra að vinna bug á kynþáttafordómum okkar. Læra að þekkja þessar van- þroskuðu og skaðlegu tilfinningar, skilja hvers vegna þær heltaka okkur og finna leiðir til að yf- irbuga þær. Ef þessi leið er farin mun okkur ekki aðeins takast að koma í veg fyrir uppgang hægri öfgamanna heldur mun íslensk menning einn- ig auðgast að sama skapi. Með þessu er ég ekki að segja að útlendingar eigi ekki að aðlag- ast íslenskri menningu og læra tungumál okkar. Mér finnst hins vegar rangt að ætlast til þess að þeir fórni menn- ingu sinni um leið. Og að lokum ættum við að spyrja okkur að því hvort það geti verið að dulbúnir kynþáttafordómar okkar komi í veg fyrir að útlendingar aðlagist íslenskri menningu. Getur verið að með því að skynja útlendinga sem ógn séum við að ýta þeim út í kuldann? Hvar liggur vandinn? Þorkell Ágúst Óttarsson Höfundur er í MA-námi í guðfræði og vinnur á skrifstofu bahá’í- miðstöðvarinnar. Kynþáttafordómar Við gerum þá ranglátu kröfu, segir Þorkell Ágúst Óttarsson, að útlendingar varpi menningu sinni fyrir borð og hagi sér eins og Íslendingar. ÞEGAR ég horfi til baka finnst mér einsog lýðræðisleg umræða hafi staðið betur fyrir tuttugu árum en hún gerir í dag. Stundum er meira að segja einsog hún sé í andarslitrun- um. Meðan fjölbreytni ríkti í dagblaðaútgáfu var tekist á um hug- myndafræði, lífsskoð- anir. Þessi heilbrigðu átök áttu auðvitað hlut að lýðræðisþróun í landinu. Í þessu fyrir- komulagi var fólgið gagnkvæmt aðhald. Auðvitað fylgdi sá böggull skammrifi að viðkomandi stjórnmálaflokkar gátu sett frelsi blaða og umræðunni skorður. Og aðr- ir gallar voru einnig á gömlu miðl- unum. En hið góða sem þeir gjörðu endurspeglaðist í líflegri umræðu og skoðanaskiptum – og miklu aðhaldi sem þessar lýðræðisstofnanir höfðu hver af annarri. Þegar ákveðið var að veita frelsi til útvarpsreksturs höfðu menn uppi margvísleg spádómsorð í báðar áttir. Annar hópurinn taldi að með frjáls- um útvarpsrekstri kæmist menning uppá æðra plan, það yrði til sam- keppni um vandaðri dagskrá með lýðræðislegri umræðu og margvís- legu menningarefni. Hinir töldu þvert á móti að markaðslögmálin drægju fjölmiðla niður í svaðið. Ég fæ ekki betur séð en efasemdamenn- irnir hafi haft rétt fyrir sér í flestum meginatriðum. Samkeppni virðist fremur hafa staðið um hávaða og magn í miðlunum en gæði. Einsleitt eignarhald Það er ósköp vandræðalegt að þurfa að viðurkenna að vinstrimenn hafa ekki staðið sig nógu vel í fjöl- miðlarekstri. En ég er hins vegar ekki viss um að það sé eina ástæðan fyrir því að hægrimenn eiga „frjálsu“ miðlana og hinir opinberu lúta einnig að ýmsu leyti forræði þeirra. Hver sem orsök þess er þá er hitt næsta víst að flestir fjölmiðlar á Íslandi starfa í skugga þröngs eignar- halds og pólitísks for- ræðis hægrimanna. Hér hef ég verið að lýsa tilfinningu, al- mennu viðhorfi, okkar margra vinstrimanna. Veisluhöld eða vargöld Stundum er eins og stjórnendur þátta mis- noti þá með því að hampa sumum en úti- loka aðra. Jafnræðis- regla er engin eða þver- brotin. Til að komast í gegn um fjölmiðlamúrinn þurfa menn að bjóða upp á mikla skemmtun eða stríð. Við höfum fengið að upplifa sitt- hvað af þessum toga í vetur. Það ligg- ur í eðli svona fjölmiðlaheims að mis- muna frambjóðendum og framboðum í pólitíkinni sérstaklega eins og mað- ur hefur orðið var við í aðdraganda kosninganna í vor. Sumir lenda úti í kuldanum og aðrir frambjóðendur lenda í offramboði, ekki síst í einsleit- um rabbþáttum. Reyndar er engu líkara en það þyki aðal slíkra þátta að vera á kunningjaplaninu. Þar sitja póstmódernískir tómhyggjumenn og höggva mann og annan. Sjónarhornið er öngmjótt og neikvætt og mat þeirra á mönnum og málefnum er að sama skapi: allir eru eins, aular og aukvisar og ekkert skiptir máli. Hálfkyrkt umræða Margt af því sem ég hef hér imprað á eru breytingar sem fólk verður ekki vart við frá degi til dags. Það er líka ákveðin blekking fólgin í miklu magni upplýsinga sem flæðir yfir fólk – og tjáning í tölvuheiminum verður ein- ræða, pikk í tómið, og fullorðnir taka ekki þátt í skoðanaskiptum þann veg. Höldum okkur því við klassísku miðl- ana. Smám saman hafa greinar orðið styttri. Blöðin sem lifðu af síðasta kreppuskeið og ljá enn einhverri um- ræðu rými telja sig hafa orðið að bregðast við þróuninni. Morgunblað- ið sem enn heiðrar lýðræðið með því að gefa mönnum kost á að tjá sig í rit- uðu máli, hefur hvergi undan. Birting greinar getur beðið á þriðja mánuð. Þannig hafa verið settar takmarkanir á skoðanaskiptum – og fjölmiðlarnir halda áfram að þrengja að um- ræðunni. Sums staðar eru skoðanir greinahöfunda orðnar einsog hróp eða stuna stutt einsog sjá má í síð- degisblaðinu. Fréttablaðið gengur enn hreinna til verks og hefur helst ekki eitt einasta orð frá lesendum sínum. Þannig hefur þrengt að um- ræðunni með margvíslegum hætti. Er líf eftir dauðann? Líklega eiga menn víða um vest- rænan heim við sama vanda að etja; lýðurinn bíði mötunar og meiri aug- lýsinga, lýðræðisleg umræða í dauða- teygjum og hrollköld þögn í stjórn- málaumræðu því ekki staðbundið íslenskt vandamál. Hitt er umhugs- unarvert hvort Íslendingar ættu ekki að geta eignast nýtt líf í þessum þætti lýðræðislegrar harmoníu. Slík pólitísk umræða gæti verið ögrandi verkefni fyrir ljósvakamiðl- ana og þá hvunndagsprentmiðla sem ennþá lifa og lafa. Takmörkun um- ræðunnar í fjölmiðlum sem hér hefur verið gerð að umtalsefni er ella eins líkleg til að læsa sig um aðrar stoðir lýðræðisþjóðfélagsins. Umræða í andarslitrum Óskar Guðmundsson Fjölmiðlun Hitt er næsta víst, segir Óskar Guðmundsson, að flestir fjölmiðlar á Íslandi starfa í skugga þröngs eignarhalds og pólitísks forræðis hægrimanna. Höfundur er blaðamaður og rithöf- undur í Reykjavík. Í LOK sjöunda ára- tugarins gekk dómur í Bandaríkjunum sem kvað á um bann við op- inberum sýningum kvikmyndarinnar Titi- cut Follies eftir Frede- rick Wiseman. Í byrjun tíunda áratugarins var banninu aflétt eftir rúmlega tuttugu ára pukur með sýningu hennar. Myndin er talin einn af hornsteinum heimildarmyndasög- unnar og fjallar um líf geðveikra afbrota- manna í fangelsi í Massachusetts og ómanneskjulega meðferð stofnunar- innar á þeim. Bannið við sýningu myndarinnar var grundvallað á ákvæði laga um friðhelgi einkalífsins og því haldið fram af fangelsisyfir- völdum, sem kröfðust bannsins, að Wiseman hefði ekki leitað eftir upp- lýstu samþykki allra þeirra sem voru í myndinni. Í ljósi sögunnar er það orðið skýrt að þetta var tylliástæða fangelsisyfirvalda sem virðast ekki hafa gert sér grein fyrir, fyrr en með gerð myndarinnar, þeirri mannlegu niðurlægingu sem fór fram fyrir aug- unum á þeim innan veggja stofnunar- innar. Um margt minnir þessi saga á þá atburðarás sem átt hefur sér stað á síðustu vikum í tengslum við kvik- mynd Hrannar Sveinsdóttur, Í skóm drekans. Eigendur fegurðarsam- keppninnar ungfrú Ísland.is og flest- ir keppendurnir árið 2000 lögðu fram lögbannskröfu við opinberri sýningu myndarinnar og fengu vilja sínum framgengt með dómi Hæstaréttar nú fyrir skemmstu. Lítur Hæstiréttur svo á að réttur einstaklinga til frið- helgis einkalífs sé sterkari en rétturinn til að tjá skoðanir sínar. Í mínum eyrum hljómar þetta eins og kokgleyp- ing dómskerfisins á málatilbúnaði lög- bannsbeiðenda og hreint með ólíkindum að þeir hinir sömu skuli hafa látið viðgangast í marga mánuði mynda- tökur Hrannar og að- standenda hennar án þess að gera við það al- varlegar athugasemdir. Ekki var henni hótað brottvísun úr þessari keppni eftir því sem ég kemst næst. Það er glópska að halda að kvikmyndagerðarmaður sem tek- ur þátt í keppni af þessu tagi og myndar þátttöku sína ætli sér ekki á einn eða annan hátt að nota mynd- efnið. Við slíkar kringumstæður hlýt- ur að gilda óskráð samkomulag milli aðila. Á sama hátt og Hrönn leggur traust sitt á eigin dómgreind verða þeir sem eru í myndinni að bera ábyrgð á gerðum sínum á meðan á keppninni stóð. Í annan stað vekur það eftirtekt að myndin er ekki frum- sýnd, heldur er bönnuð áður en lög- bannsbeiðendum og dómurum í mál- inu gefst kostur á að sjá verkið með eigin augum. Lögbannið byggist því á líkum en ekki upplýstri ákæru þar sem dregin eru fram efnisatriði hins meinta glæps. Það er því engu líkara en að kvikmyndagerðarmanninum sé uppálagt að bera af sér sakirnar áður en hann brýtur af sér! Það sem vekur furðu er að hvorki heyrist hósti né stuna frá þeim að- ilum sem ætla mætti að rynni blóðið til skyldunnar að mótmæla þeirri meðferð sem myndin hefur fengið í dómskerfinu; Blaðamannafélag Ís- lands er þögult, fulltrúar Bandalags íslenskra listamanna eru steinrunnir, sjónvarpsstöðvarnar láta ekki heyra í sér, forsvarsmenn félaga kvik- myndagerðarmanna eru að því er virðist sofandi, kvikmyndahúsa- eigendur segja ekki múkk, kvenna- hreyfingin, bæði grasrótin og stofn- anavæddir fulltrúar innan stjórnmálaflokkanna láta sem hér sé ekki um kvennapólitískt mál að ræða, lögmenn sem verja stjórnarskrár- varin réttindi sinna öðru en lögfræði- legum skrifum um álitamálin og fræðimenn sem hafa fjallað um feg- urðarsamkeppnir sjá sér ekki leik á borði að miðla til almennings gagn- rýninni umræðu um keppnir í fegurð. Það er á svona stundum sem ofan- taldir aðilar lenda í sundbolakeppni, en því miður reynast keppendurnir vægast sagt púlslausir á að líta. Og væntanlega taka þeir undir klisju- kennd svör keppenda í fegurðarsam- keppnum þegar þeir eru spurðir að því hvers þeir óska sér helst; friðar í heiminum! Vel er hægt að hugsa sér að þessir aðilar opnuðu sameiginlega heimasíðu með þeirri frómu ósk. Á meðan þeir dunda sér við það eru þeir hins vegar til lítils gagns þeim sem voga sér að láta að sér kveða í ís- lensku menningarlífi. Í skóm friðarins Sigurjón Baldur Hafsteinsson Kvikmyndir Lögbannið byggist því á líkum, segir Sigurjón Baldur Hafsteinsson, en ekki upplýstri ákæru. Höfundur er mannfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.