Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ er óábyrgt, að mati Halldórs
Ásgrímssonar utanríkisráðherra,
að útiloka að sá tími geti runnið
upp að Íslendingar telji hagsmun-
um sínum betur borgið innan Evr-
ópusambandsins en utan þess, að
því er fram kom í hátíðarræðu
hans á Hrafnseyri við Arnarfjörð,
fæðingarstað Jóns Sigurðsssonar,
á þjóðhátíðardaginn.
?Ég hef á undanförnum vikum
og mánuðum talið það skyldu mína
að standa fyrir opinni umræðu um
stöðu Íslands í samfélagi þjóð-
anna, til að mynda gagnvart Evr-
ópusambandinu. Almennt hefur
þjóðin tekið þessari umræðu vel og
því ber að fagna, enda fagleg um-
ræða undirstaða skynsamlegrar
niðurstöðu. Þær raddir heyrast,
sem telja að umræðan ein og sér
um Evrópusambandið sé ótímabær
eða jafnvel með öllu óþörf, þar eð
Ísland muni aldrei í fyrirsjáanlegri
framtíð verða þar aðili. 
Við erum Norðurlandaþjóð, við
erum Evrópuþjóð. Örlög okkar og
framtíð tengjast með órofa hætti
okkar bræðra- og vinaþjóðum. Við
deilum með þeim ákvörðunum,
þeirra fullveldi og sjálfstæði hefur
áhrif á okkar fullveldi og sjálf-
stæði. Samvinnan við þessar þjóðir
er grundvöllurinn að þátttöku okk-
ar í alþjóðavæðingunni sem snertir
alla heimsbyggðina. Þegar menn
deila kjörum með öðrum, jafnvel
fullveldi, verða hinir sömu að eiga
fulla aðild að sameiginlegum
ákvörðunum er varða framtíðar-
hag.
Það er að mínu mati óábyrgt að
útiloka að sá tími geti runnið upp
að Íslendingar telji hagsmunum
sínum betur borgið innan sam-
bandsins en utan. Við hér á
Hrafnseyri í dag erum ekki betur í
stakk búin til að sjá fyrir um fram-
tíðina, en þeir sem á undan okkur
fóru. Eða hver sá fyrir sér þá stór-
kostlegu þróun sem orðið hefur
t.d. með falli kommúnismans og
hruni járntjaldsins í Evrópu á
tveimur síðustu áratugum?? sagði
utanríkisráðherra meðal annars í
ræðunni.
Hann gerði einnig verk Jóns
Sigurðssonar að umtalsefni og
sagði að hann hefði átt mestan
þátt í því að Alþingi var end-
urreist, Latínuskólinn endur-
bættur, Prestaskólinn stofn-
settur, verslunarfrelsi gefið,
læknaskipan endurbætt og
þjóðréttindi efld, enda mennt-
un grundvöllur sjálfstæðis.
Hann hefði átt stóran þátt í
því sjálfstæði sem vannst með
stjórnarskránni 1874 og hefði
ótrauður í ræðu og riti stutt
allt sem til framfara horfði og
ekki síst það sem varðaði rétt-
indi og virðingu þjóðarinnar.
?Hann kunni flestum frem-
ur að meta það sem í raun ein-
kennir þjóðleg gildi okkar Íslend-
inga, en vildi ekki ríghalda í það
sem var orðið úrelt og lét ekkert
aftra sér frá því að kynna sér þró-
un annars staðar og nýjungar.
Jón Sigurðsson var þannig mik-
ill Íslendingur, en um leið sannur
heimsmaður. Þröngsýni var honum
andstyggð, en víðsýnin í blóð bor-
in. Hið óþekkta var honum áskor-
un og fróðleiksþorstinn óslökkv-
andi. Þessi þrá, þessi eðlislæga
fróðleiksfýsn Jóns Sigurðssonar
var mikil gæfa íslenskri þjóð, sem
við njótum enn í dag.
Við lifum á tímum mikilla breyt-
inga. Ekki aðeins Íslendingar,
heldur jarðarbúar allir. Gríðarleg
framþróun síðustu aldar hefur svo
sannarlega fleytt okkur fram, en
við verðum þó ávallt að halda vöku
okkar, því kyrrstaða er afturför.
Við megum aldrei taka það sem
við höfum öðlast sem sjálfsagðan
hlut. Framfarir eru svo miklar og
lífskjörin hafa batnað svo skjótt,
að alltof víða gleymist sú mikla
vinna sem að baki liggur. Frelsi í
nýtingu auðlinda, óheft samkeppni
á peningamarkaði eða í viðskiptum
hefur ekki sömu merkingu og það
frelsi sem Jón Sigurðsson þráði
svo heitt og barðist fyrir. Ótak-
markað frelsi á öllum sviðum
tryggir ekki endilega lýðræði og
frið. Sérhvert samfélag þarf á
stöðugum og sanngjörnum leik-
reglum og skipulagi að halda, til
þess að tækifærin deilist sem jafn-
ast meðal þegnanna og jafnræði
ríki sem víðast. Þá fær hver ein-
staklingur að njóta sín á eigin for-
sendum, en um leið er þess gætt
að þeir sem standa höllum fæti,
njóti einnig tækifæra til að þrosk-
ast í lífi og starfi. Í lífinu vinnast
sigrar á hverjum einasta degi,
jafnt stórir sem smáir,?
sagði utanríkisráðherra enn-
fremur.
Halldór sagði einnig að
sér hefði orðið tíðrætt um
Jón Sigurðsson, enda ástæða
til. Það væri þó ástæða til að
minna á að sjálfstæðisbar-
áttunni hefði ekki lokið með
starfi Jóns Sigurðssonar.
?Aðrir tóku við kyndlinum
og hófu hátt á loft. Í kjölfar-
ið hafa margir sigrar unnist.
Fullveldið, lýðveldisstofn-
unina og landhelgisbarátt-
una ber hæst í því efni. Þótt
við tölum þannig um sigra er
ekkert til sem heitir fulln-
aðarsigur. Að viðhalda sjálfstæði
þjóðar, svo ekki sé talað um smá-
þjóðar, er mikið starf ? þrotlaus
barátta ? sem aldrei tekur enda.
Ávextir þess starfs eru miklir, en
þeir verða aldrei til án fórna. Við
verðum hvert og eitt að starfa með
því hugarfari. Ólíkir hagsmunir
verða ekki sættir með stöðugum
átökum um skiptingu þjóðartekna,
heldur verðum við öll að standa
saman um stöðugleikann. Ég tel
að verkalýðshreyfingin, ekki síst
Alþýðusamband Íslands, hafi sýnt
og sannað að undanförnu, hverju
öflug fjöldahreyfing fær áorkað
þegar kraftar manna eru samein-
aðir í stað þess að menn gangi
sundraðir til verks.
Íslendingar eiga allt sitt und-
ir viðskiptum við önnur lönd
En sjálfstæðið sem hugtak má
aldrei verða til þess að myndaðir
séu um það ímyndaðir pólar, t.d.
landsölumanna annars vegar og
sjálfstæðissinna hins vegar.
Heimsmyndin er ekki svo einföld,
hvorki hér á landi né annars stað-
ar, og landsmenn allir vilja landi
sínu og þjóð vel. Sumir hafa hins
vegar séð sér hag í að tengja and-
stöðu sína við erlent samstarf, t.d.
innan Atlantshafsbandalagsins eða
Evrópusambandsins, við sjálfstæð-
isbaráttu þjóðarinnar. Slík einföld-
un er vitaskuld fjarri lagi og þeir
sem telja mikilvægt að Ísland og
Íslendingar fari vel með hlutverk
sitt og stöðu í samfélagi þjóðanna
eru að sjálfsögðu ekki með því að
draga úr sjálfstæði þjóðarinnar, né
vinna gegn hagsmunum hennar.
Þvert á móti má færa fyrir því gild
rök, að Ísland eigi allt sitt undir
viðskiptum við önnur lönd og þró-
un og hlutverk alþjóðastofnana
varði því afar miklu. Í heimi al-
þjóðaviðskipta er fyrir löngu orðið
ljóst að gilda þurfi samræmdar
leikreglur svo jöfn staða allra sé
tryggð. 
Smærri ríki, eins og Ísland, hafa
ekki hvað síst mikla hagsmuni af
slíku samstarfi og leikreglum sem
tryggja ákveðna vernd gagnvart
ofurvaldi risastórra hagkerfa sem
geta síður tekið mið af eigin hags-
munum og verða í auknum mæli
að miða áætlanir sínar við hags-
muni fleiri ríkja ? á hnattræna
vísu.
Ég hlýt að vara við alhæfingum
í svo mikilvægri umræðu. Menn
verða ekki sjálfkrafa landsölu-
menn við það að vilja ræða sam-
starf Íslands og annarra þjóða,
fremur en að þeir einir teljist
sjálfstæðissinnar sem hafna öllu
samstarfi og kjósa einangrun og
tómhyggju. Palladómar af því tagi
eru hrein ögrun við þær hetjur
fortíðarinnar, þar á meðal Jón Sig-
urðsson, sem lögðu allt undir í
baráttu sinni fyrir raunverulegu
sjálfstæði þjóðarinnar og áttu þátt
í stærstu sigrum okkar sem full-
veðja þjóðar,? sagði utanríkisráð-
herra ennfremur í hátíðarræðu
sinni á Hrafnseyri.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í hátíðarræðu á Hrafnseyri við Arnarfjörð
Óábyrgt að útiloka að
hagsmunum sé betur
borgið innan ESB en utan
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra.
ALMANNAVARNAÆFINGIN
Samvörður 2002 verður haldin á Ís-
landi dagana 24.?30. júní næstkom-
andi, en æfingin er hluti af alþjóð-
legu öryggis- og varnarmála-
samstarfi Atlantshafsbandalagsins
og var kynnt í gær. Landhelgisgæsl-
an og Varnarliðið á Keflavíkurflug-
velli hafa í sameiningu skipulagt
Samvörð 2002 en undirbúningur
hefur staðið í rúmt ár. Á þeim tíma
hafa þrjár undirbúningsráðstefnur
verið haldnar, bæði hér á landi og
erlendis. Að sögn Dagmarar Sigurð-
ardóttur, upplýsingafulltrúa Land-
helgisgæslunnar, verða þátttakend-
ur rúmlega þúsund manns, 550
Íslendingar og um 500 útlendingar.
Ásgrímur L. Ásgrímsson, deild-
arstjóri hjá Landhelgisgæslu Ís-
lands, er verkefnisstjóri Samvarðar
2002 og segir hann að upphaflega
hafi verið gert ráð fyrir fastaflota
NATO á æfinguna, en vegna atburð-
anna 11. september hafi orðið óljóst
með þátttöku flotans og í desember
var endanlega staðfest að af þátt-
töku hans yrði ekki.
Vettvangsæfingin, sem er aðalæf-
ingin, fer fram í Vestmannaeyjum
28.?30. júní og er meginverkefnið að
bjarga fólki frá eyju þar sem eldgos
og jarðskjálftar ógna lífi þess.
?Vestmannaeyjar voru taldar ákjós-
anlegur vettvangur þar sem bæði
hraunið og gígurinn eru til staðar og
það auðveldar þeim sem að taka
þátt í æfingunni að ímynda sér að-
stæður, en við viljum endilega taka
það fram að það eru engin vísinda-
leg rök sem liggja fyrir því að eld-
gos sé að hefjast í Vestmannaeyjum,
heldur eru eyjarnar taldar æskileg-
ur vettvangur fyrir svona æfingu,?
segir Ásgrímur. 
Takmarka þurfti 
þátttöku viðbragðsaðila
Hann bendir á að flestum helstu
viðbragðsaðilum á suðvesturhorninu
hafi verið boðin þátttaka, en hins
vegar hafi þurft að takmarka þátt-
töku sökum takmarkaðrar stærðar
Vestmannaeyja, takmarkaðrar
flutningsgetu eftir að fastafloti
NATO datt út úr myndinni og þar
sem Pollamótið verði haldið á sama
tíma í Vestmannaeyjum. ?Við reyn-
um að trufla íbúa Vestmannaeyja
eins lítið og við mögulega getum og
eins ungviðið sem þarna verður við
æfingar,? bætir hann við.
Erlendir þátttakendur verða
varnarliðið, sem leggur meðal ann-
ars til þrjár Chinok-flutningaþyrlur
og björgunarsveitir frá Danmörku,
Eistlandi, Belgíu, Litháen, Rúmeníu
og Uzbekistan, auk þess sem önnur
ríki eiga fulltrúa á æfingunni.
Að sögn Ásgríms verður æfing-
unni skipt í nokkra hluta. ?Að auki
verður alþjóðleg æfing á sviði
sprengjueyðingar haldin á varnar-
svæðinu á sama tíma,? segir hann
og munu fimm þjóðir taka þátt í
þeirri æfingu. Kostnaður íslenska
ríkisins af æfingunni er áætlaður
um sjö milljónir króna.
Almannavarnaæfingin Sam-
vörður 2002 haldin á Íslandi
Fólki bjargað frá
gosi og skjálftum
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, sæmdi fimmtán Íslend-
inga heiðursmerki hinnar íslensku
fálkaorðu við hátíðlega athöfn á
Bessastöðum 17. júní. 
Þeir sem hlutu orðuna voru: 
Auður Guðjónsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, Seltjarnarnesi,
riddarakross fyrir störf í þágu
mænuskaddaðra. 
Auður Laxness húsfreyja, Mos-
fellsbæ, stórriddarakross fyrir
framlag til íslenskrar menningar. 
Guðrún Nielsen íþróttakennari,
Reykjavík, riddarakross fyrir
störf í þágu íþróttamála aldraðra. 
Gunnsteinn Gíslason, oddviti í
Árneshreppi á Ströndum, ridd-
arakross fyrir störf að félags- og
byggðarmálum. 
Halldór Björnsson, formaður
Starfsgreinasambands Íslands,
Kópavogi, riddarakross fyrir störf
í þágu launafólks og verkalýðs-
hreyfingar. 
Haraldur Örn Ólafsson, Reykja-
vík, riddarakross fyrir afreks-
verk. 
Ólafur Jónsson, fv. fram-
kvæmdastjóri, Selfossi, ridd-
arakross fyrir störf í þágu skóg-
ræktar. 
Ólafur Jónsson, fv. bæj-
arfulltrúi, Kópavogi, riddarakross
fyrir störf að félagsmálum. 
Ríkharður Jónsson, fv. knatt-
spyrnumaður, Akranesi, ridd-
arakross fyrir störf í þágu íþrótta. 
Sigríður Theódóra Sæmunds-
dóttir húsfreyja, Skarði á Landi,
riddarakross fyrir störf í þágu
safnaðar- og félagsmála. 
Tinna Gunnlaugsdóttir leik-
kona, Reykjavík, riddarakross fyr-
ir störf í þágu menningar og lista. 
Valdimar K. Jónsson prófessor,
Reykjavík, riddarakross fyrir
störf í þágu vísinda. 
Valgeir Þorvaldsson, for-
stöðumaður Vesturfarasetursins,
Hofsósi, riddarakross fyrir eflingu
menningartengdrar ferðaþjón-
ustu. 
Þórir Einarsson ríkissáttasemj-
ari, Reykjavík, riddarakross fyrir
störf í opinbera þágu. 
Össur Kristinsson stoðtækja-
fræðingur, Kópavogi, ridd-
arakross fyrir tækninýjungar og
frumkvöðulsstörf í atvinnumálum. 
Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt þeim fimmtán Íslendingum sem hinn 17. júní voru sæmdir heið-
ursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.
Fimmtán sæmdir heiðursmerki
hinnar íslensku fálkaorðu

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56