Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						155. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS

STOFNAÐ 1913

MORGUNBLAÐIÐ 5. JÚLÍ 2002

ÞRÍR létust og a.m.k. þrír særðust

þegar vopnaður maður hóf skothríð

við innritunarborð ísraelska ríkisflug-

félagsins El Al á alþjóðaflugvellinum í

Los Angeles í gærkvöldi. Bandaríska

alríkislögreglan (FBI), sem stjórnar

rannsókn málsins, sagði í gær að ekk-

ert benti til að um hryðjuverk hefði

verið að ræða. Gífurlegur viðbúnaður

var hvarvetna í Bandaríkjunum í gær,

á þjóðhátíðardegi landsins, vegna ótta

við að hryðjuverkamenn létu til skar-

ar skríða á þeim degi.

Árásin í Los Angeles varð um

klukkan hálf sjö í gærkvöldi að ís-

lenskum tíma, um hálf tólf fyrir há-

degi að staðartíma. Að sögn lögregl-

unnar í borginni hóf árásarmaðurinn,

sem í gærkvöldi hafði einungis verið

lýst sem 52 ára karlmanni, að skjóta á

annan mann og síðan á fleira fólk við

innritunarborðið. Vopnaður öryggis-

vörður ísraelska flugfélagsins skaut

árásarmanninn til bana.

Þeir sem árásarmaðurinn myrti

voru 46 ára karlmaður og rúmlega

tvítug kona, að því er sjónvarpsstöðin

CNN greindi frá. Haft var eftir að-

standendum karlmannsins að hann

hefði verið á flugvellinum að fylgja

vinum sínum sem voru á förum.

Yfirmaður Los Angeles-deildar

FBI sagði í gærkvöldi að ekki væri

vitað um nein önnur atvik er tengdust

árásinni á flugvellinum, og ítrekaði að

lögregluyfirvöld litu svo á að um ein-

angraðan atburð væri að ræða, og

ekki hryðjuverk. Allt benti til að það

hefði verið hrein tilviljun að atburð-

urinn átti sér stað við innritunarborð

ísraelska flugfélagsins.

Ströng öryggisgæsla hjá El Al

Öryggisgæsla hjá El Al er einhver

sú strangasta sem um getur hjá

nokkru flugfélagi í heiminum, og er

félagið eitt fárra flugfélaga sem hefur

eigin öryggislögreglu. Sautján manns

féllu í skotárás við innritunarborð

flugfélagsins í Róm 1986. Verða far-

þegar með flugvélum félagsins að

gangast undir nákvæma leit áður en

þeim er hleypt um borð. Vélin sem

verið var að innrita í á vellinum í Los

Angeles átti að fara til Tel Aviv með

millilendingu í Toronto. 

Ísraelsk yfirvöld sögðu í gær, er

fregnir bárust af árásinni, að gera

yrði ráð fyrir að um hryðjuverk hefði

verið að ræða. Þó tók samgönguráð-

herra Ísraela fram, að enn væru eng-

ar afgerandi vísbendingar komnar

fram sem bentu til slíks. 

Flugstöðvarbyggingin í Los Angel-

es þar sem El Al hefur aðsetur var

rýmd í kjölfar atburðarins og nokkrar

tafir urðu á millilandaflugi frá vellin-

um, en innanlandsflug gekk sam-

kvæmt áætlun. 

Mikil öryggisgæsla var í öllum

stærstu borgum Bandaríkjanna í

gær, og voru m.a. orrustuþotur á

sveimi yfir Washington og New York

og fleiri borgum. Svo að segja allt flug

var bannað yfir Manhattan-eyju í

New York.

Þrír létust er maður hóf skothríð við innritunarborð El Al á flugvellinum í Los Angeles

Ekki talið

um hryðju-

verk að ræða

AP

Lögregla lokaði aðkomuleiðum að flugstöðinni þar sem flugvél ísraelska flugfélagsins beið brottfarar. 

Los Angeles. AFP, AP.

VÍSINDAMENN við háskóla í Virg-

iníu í Bandaríkjunum og tvær írsk-

ar rannsóknarstofnanir segjast

hafa fundið vísbendingar um að

geðklofa megi ef til vill rekja til til-

tekins arfbera, að því er The New

York Times greindi frá í gær. Þessi

arfberi hafi nýlega fundist í

tengslum við aðra rannsókn, og

nefnist dysbindin.

Vísbendingarnar er um ræðir

fundust við greiningu á erfðamengi

270 írskra fjölskyldna, en í þeim öll-

um voru nokkrir einstaklingar með

sjúkdóminn. Í frétt The New York

Times kemur ennfremur fram, að

vísindamenn hjá Íslenskri erfða-

greiningu hafi í annarri rannsókn

fundið arfbera er kallast neuregul-

in-1, en mikil fylgni sé á milli stökk-

breytinga í honum og geðklofa í um

15% íslenskra sjúklinga er þjást af

sjúkdómnum. 

Þá kemur fram, að báðar þessar

rannsóknir verði birtar í tímaritinu

The American Journal of Human

Genetics, en ritið hafi þegar birt

bandarísk-írsku rannsóknina á vef-

síðu sinni.

Vísbending

um orsakir

geðklofa

AÐ minnsta kosti einn lést og 15 slös-

uðust, flestir börn, margir alvarlega,

þegar tveggja hreyfla einkaflugvél

hrapaði í skemmtigarði í San Dimas,

um 50 km austur af Los Angeles, í

gær. Slysið varð um klukkan 12.30 að

staðartíma, um einni klukkustund eft-

ir að skotárásin var gerð á alþjóða-

flugvellinum í Los Angeles.

Að sögn bandarískra flugmálayfir-

valda bendir ekkert til annars en að

um slys hafi verið að ræða er vélin

hrapaði í skemmtigarðinn, sem var

fullur af fólki sem var að halda upp á

þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Svo

virðist sem flugvélin hafi farið í loftið

frá nærliggjandi flugvelli nokkrum

mínútum áður en hún hrapaði. Til-

kynnti flugmaðurinn að hann ætti í

vandræðum og sendi út neyðarkall

örskömmu áður en vélin skall til jarð-

ar.

Flugvél hrapaði

í skemmtigarði

Los Angeles, San Dimas. AFP, AP.

FORINGI í Al-Aqsa herdeildunum,

vopnuðum armi Fatah-hreyfingar

Yassers Arafats, féll ásamt frænda

sínum þegar sprengja tætti í sundur

bíl þeirra þar sem þeir voru á ferð í

Gazaborg í gærkvöldi. Félagar í

Fatah segja Ísraela hafa staðið að

baki sprengingunni.

Al-Aqsa herdeildirnar hafa staðið

að fjölda sjálfsmorðssprengjuárása á

Ísraela og skotárásum í Ísrael og á

herteknu svæðunum. 

Foringi í Al-

Aqsa felldur

Gazaborg. AFP.

ÞRJÁTÍU og tvær alþjóðlegar

hjálparstofnanir sögðu í gær að Pal-

estínumenn væru komnir ?á ystu

nöf? vegna slæmra lífsskilyrða og

sökuðu Ísraela um að hafa hindrað

hjálparstarf þeirra á Vesturbakkan-

um og Gaza-svæðinu.

Tom Teu, fulltrúi bandarísku

hjálparstofnunarinnar ANERA,

varaði við því að ef Ísraelsher yrði

áfram í palestínskum borgum og

bæjum í nokkra mánuði til viðbótar

gæti skapast hætta á ?sprengingu

sem vonandi verður hægt að af-

stýra?.

?Fólkið er komið á ystu nöf,?

sagði Teu og bætti við að eymdar-

ástand ríkti meðal margra Palest-

ínumanna vegna útgöngubanns í

bæjum þeirra og aðgerða Ísr-

aelshers sem kæmu í veg fyrir að

hjálparstofnanir gætu séð þeim fyr-

ir helstu nauðsynjum.

Ísraelskar hersveitir hafa ráðist

inn í sjö af átta helstu borgum og

bæjum Palestínumanna frá því um

miðjan júní og sett 700.000 manns í

útgöngubann. Banninu var þó aflétt

í nokkrar klukkustundir í nokkrum

borgum á mánudag og miðvikudag

til að gera fólki kleift að kaupa

nauðsynjavörur.

Hjálparstofnanirnar, þeirra á

meðal Læknar án landamæra,

CARE og Oxfam, sögðu að þær

væru ekki lengur færar um að veita

Palestínumönnum næga hjálp vegna

afskipta Ísraelshers. Þær sökuðu

herinn um að hindra hjálparstarfið á

hverjum degi, m.a. með því að tefja

bíla með hjálpargögn við eftirlits-

stöðvar, meina þeim stundum að

fara á svæði Palestínumanna og

hindra ferðir hjálparstarfsmanna.

Ísraelsher segir að vöru- og fólks-

flutningar hafi verið takmarkaðir af

öryggisástæðum en hann reyni allt-

af að greiða fyrir flutningi hjálpar-

gagna á svæði Palestínumanna. 

Yossi Sarid, leiðtogi helsta stjórn-

arandstöðuflokksins í Ísrael, Me-

retz, sagði í gær að ?miklar hörm-

ungar? vofðu yfir Palestínumönnum

vegna stefnu George W. Bush

Bandaríkjaforseta og Ariels Shar-

ons, forsætisráðherra Ísraels, sem

hafa báðir sagt að þeir hyggist ekki

ræða framar við Yasser Arafat, leið-

toga Palestínumanna. ?Bush forseti

hefði átt að vita að ræða hans [í vik-

unni sem leið] yrði til þess að palest-

ínsku svæðin yrðu hernumin aftur

og leiddi til mikilla hörmunga,?

sagði Sarid. ?Við ættum að minna

Bush forseta og Ariel Sharon á að

það að svelta óbreytta borgara telst

glæpur gegn mannkyninu.?

Yfir 30 hjálparstofnanir gagnrýna Ísraelsher

Segja Palestínumenn 

komna ?á ystu nöf?

Jerúsalem. AFP.

L52159 Sigur fyrir Arafat/26

???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68