Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						VATN streymir út um botnrás 
Xiaolangdi-stíflunnar í Henan-
héraði í Kína. Botnloka stíflunnar
var opnuð samkvæmt fyrirmælum
yfirvalda til að athuga hve mikið
botnfall hefur orðið í lóninu, en
botnfallið hefur valdið því að yf-
irborð lónsins hefur hækkað tölu-
vert og því aukið líkur á flóðum. 
Reuters
Vatnselgur
156. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 6. JÚLÍ 2002
VIÐRÆÐUR embættismanna Sam-
einuðu þjóðanna (SÞ) og fulltrúa
ríkisstjórnar Íraks um vopnaeftirlit
í landinu, sem staðið hafa yfir í Vín-
arborg, runnu út í sandinn í gær.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ,
sagði að Írakar hefðu ekki sam-
þykkt að hleypa vopnaeftirlitsmönn-
um samtakanna aftur inn í landið og
þar við hefði setið. Hann lagði þó
áherslu á að samninganefndirnar
myndu halda sambandi og að stefnt
væri að öðrum fundi eftir nokkra
mánuði. 
Deilurnar snúast um það að
fulltrúar Íraks vilja að viðskipta-
banninu, sem komið var á eftir að
herafli Saddams Hússein forseta
réðst inn í Kúvæt í ágústmánuði árið
1990, verði aflétt áður en þeir hleypa
vopnaeftirlitsmönnunum inn í land-
ið. Samninganefnd SÞ vill hins veg-
ar ekki aflétta viðskiptabanninu fyrr
en Írakar hafa uppfyllt skilyrði
bannsins, sem kveður meðal annars
á um að vopnaeftirlitsmenn votti að
ekki séu nein gereyðingarvopn í
íröskum vopnabúrum. 
Talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins, Jo-Anne Prokopow-
icz, sagði að Bandaríkjamönnum
kæmi ekki á óvart að viðræðurnar
skyldu hafa reynst árangurslausar.
?Hegðun og yfirlýsingar íraskra
stjórnvalda til þessa hafa ekki gefið
til kynna að þau séu tilbúin að hlíta
ákvörðunum Öryggisráðsins,? sagði
hún. ?Íraska samninganefndin í Vín
hefur svo vakið máls á margvísleg-
um aukaatriðum í þeim tilgangi að
beina athyglinni frá því sem máli
skiptir.?
Utanríkisráðherra Íraks, Naji
Sabri, sem fer fyrir írösku sendi-
nefndinni, lagði hins vegar áherslu á
það tjón sem viðskiptabannið hefði
valdið í landi sínu. ?Við erum fórn-
arlömb ólöglegra aðgerða Samein-
uðu þjóðanna og höfum þegar misst
1,6 milljónir þegna okkar.? 
Leynileg innrásaráætlun
Bandaríska dagblaðið The New
York Times birti í gær leynileg drög
að áætlun Bandaríkjahers um inn-
rás í Írak. Samkvæmt þeim er gert
ráð fyrir innrás úr norðri, vestri og
suðri með um 250.000 hermönnum.
Landherinn yrði studdur með loft-
árásum og stórskotabyssum orr-
ustuskipa og yrði í upphafi innrás-
arinnar lögð áhersla á að ráðast
gegn flugvöllum, samgönguæðum
og samskiptaneti Íraks. Samkvæmt
heimildum blaðsins er einungis um
fyrstu drög áætlunarinnar að ræða
og er ekki enn farið að vinna úr þeim
aragrúa smáatriða sem áætlun af
þessari stærðargráðu hefur í för
með sér.
Flestir stjórnmálaskýrendur eru
á þeirri skoðun að niðurstaða við-
ræðnanna í Vínarborg hafi aukið lík-
urnar á því að Bandaríkjamenn láti
til skarar skríða gegn Írak en hins
vegar megi ekki búast við innrás
fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári.
Bandarísk stjórnvöld hafi ekki rætt
um mögulega innrás við þau ríki
sem liggja að Írak, eins og Tyrkland
og Sádí-Arabíu, en þátttaka þeirra
sé nauðsynleg eigi innrásin að tak-
ast. 
Vilja að SÞ þrýsti 
á Bandaríkin
Burtséð frá möguleikanum á inn-
rás þykir ljóst að náist ekki sam-
komulag við Íraka á næsta samn-
ingafundi muni þrýstingur á
stjórnina í Bagdad líklega stórauk-
ast. Ónefndir sendimenn kveðast
telja að írösk stjórnvöld séu að nota
viðræðurnar til að tefja málið í þeirri
von að bandamenn Bandaríkjanna
þrýsti á þau um að hætta við innrás.
Eitt af skilyrðum írösku sendi-
nefndarinnar fyrir því að eftirlits-
mennirnir mættu snúa aftur var að
Sameinuðu þjóðirnar fengju Banda-
ríkjamenn ofan af þeirri hugmynd
að ráðast inn í Írak og steypa Sadd-
am Hússein, Íraksforseta, af stóli.
Bæði Kofi Annan og Naji Sabri
gerðu lítið úr fréttum The New
York Times í gær þess efnis að unn-
ið væri að gerð áætlunar um innrás
Bandaríkjamanna í Írak. ?Þær
höfðu ekki áhrif á viðræðurnar,?
sagði Sabri. ?Við höfum heyrt margt
um áætlanir þessar en þær eru ein-
ungis óskhyggja gamalla nýlendu-
herra og illa innrættra manna.? ?Ég
var ekki hér til að koma í veg fyrir
innrás,? sagði Annan. ?Ég var hér til
að fá eftirlitsmennina aftur inn í
Írak.?
Írakar neita að
heimila vopnaeftirlit 
Vínarborg. AP, AFP.
Viðræður SÞ og stjórnvalda í Írak fara út um þúfur
AÐ MINNSTA kosti þrjátíu
manns féllu og aðrir 36 særðust í
gær þegar sprengja sprakk á
markaði nærri Algeirsborg í
Alsír. Sprengjan var falin við
mynni skolpræsis á markaði í
bænum Larba sem er um 20
kílómetra frá höfuðborginni. 
Talsmenn yfirvalda vildu ekki
staðfesta að íslamskir öfgamenn
stæðu á bak við árásina, en þeir
hafa háð blóðugt borgarastríð
við stjórnarherinn undanfarin
tíu ár. Á þeim tíma hafa um
120.000 manns fallið, aðallega
saklausir borgarar, þar af um
750 manns á þessu ári. 
Skæruliðarnir hafa sótt í sig
veðrið á undanförnum mánuð-
um og í júní síðastliðinn féllu 25
manns í þremur aðskildum árás-
um sem gerðar voru á almenna
borgara auk hóps hermanna
sem voru á svæði sem uppreisn-
armennirnir hafa á valdi sínu.
30 falla 
í Alsír
Algeirsborg. AP.
ÞÁTTTÖKU Helmuts Kohls, fyrr-
verandi kanslara Þýskalands, í
stjórnmálum lauk í gær eftir síðasta
fund þýska þings-
ins fyrir kosning-
arnar sem haldn-
ar verða þann 22.
september næst-
komandi. 
Kohl var fyrst
kjörinn á þing árið
1976 fyrir flokk
Kristilegra demó-
krata og gegndi
embætti kanslara
í sextán ár frá 1982 til 1998, lengur en
nokkur annar stjórnmálamaður frá
stríðslokum. Hans verður helst
minnst sem mannsins sem sameinaði
Austur- og Vestur-Þýskaland árið
1990 og ræða sumir þýskir sagnfræð-
ingar um hann sem arftaka Konrads
Adenauers, sem margir kalla föður
Þýskalands nútímans.
Kohl hafði að mestu hægt um sig
þetta síðasta kjörtímabil og steig ein-
ungis nokkrum sinnum í ræðustól.
Hann komst hins vegar á ný í kast-
ljósið í fyrra þegar hann barðist gegn
því að skýrslur austur-þýsku leyni-
þjónustunnar, Stasi, um hann yrðu
gerðar opinberar. 
Í Þýskalandi þykir ýmsum kald-
hæðnislegt að eitt síðasta verk þings-
ins í gær var að samþykkja ný lög sem
heimila blaðamönnum og sagnfræð-
ingum aðgang að Stasi-skýrslum um
fólk sem gegndi opinberum embætt-
um og er því ljóst að barátta Kohls í
þessu máli er fyrir gýg unnin. 
Kohl sestur í
helgan stein
Berlín. AP, AFP.
Helmut Kohl 
FULLTRÚAR vesturveldanna
sendu í gær leiðtogum ríkjanna tíu,
sem sótt hafa um inngöngu í Atlants-
hafsbandalagið (NATO), þau skila-
boð að meiri líkur væru á því en
minni að þeim yrði boðin innganga í
NATO á fundi sem haldinn verður í
Prag í Tékklandi í haust. Nauðsyn
lýðræðisumbóta í löndunum, sem öll
lutu áður kommúnisma, var þó jafn-
framt áréttuð.
Tveggja daga fundur leiðtoga
landanna, sem sótt hafa um NATO-
aðild, hófst í Ríga í Lettlandi í gær.
Með fundinum vilja þeir fara yfir
stöðu mála, í því skyni að tryggja að
sér takist að uppfylla þær kröfur,
sem NATO setur fyrir aðild.
Ríkin tíu eru Eistland, Lettland,
Litháen, Rúmenía, Búlgaría, Slóven-
ía, Slóvakía, Makedónía, Albanía og
Króatía. Hefur líkum verið leitt að
því að sjö þeim fyrstnefndu verði
boðin aðild, en Albanía og Make-
dónía verði hins vegar látnar bíða.
Króatar hafa ekki enn hafið aðild-
arviðræður við erindreka NATO.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti lagði áherslu á það í ávarpi, sem
sjónvarpað var á fundinum, að
stækkun NATO skipti miklu máli í
baráttunni gegn alþjóðlegum
hryðjuverkum. ?NATO verður að
búa sig undir það að berjast gegn
hryðjuverkum, sem og öðrum þeim
ógnum sem steðja að frelsi okkar
allra,? sagði Bush. 
Lýðræðis-
umbætur
áréttaðar
Ríga. AP.
Stækkun NATO
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52