Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						159. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 10. JÚLÍ 2002
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti hvatti til aukinnar ráðvendni í
fyrirtækjarekstri í Bandaríkjunum
og boðaði umbætur sem eiga að auka
trúnaðartraust í viðskiptalífinu, er
hann ávarpaði rúmlega eitt þúsund
kaupsýsluforkólfa á Wall Street í
New York í gær. ?Bætt siðferði er
brýnasta þörf efnahagslífsins,? sagði
forsetinn meðal annars.
Fréttaskýrendur segja að ræða
Bush hafi verið ein sú mikilvægasta
sem hann hefur haldið um innanrík-
ismál í forsetatíð sinni. Litið hefur
verið svo á að Bush og ríkisstjórn
hans séu nánir bandamenn banda-
rískra stórfyrirtækja, en traust fjár-
festa og almennings á fyrirtækjum
hefur beðið alvarlegan hnekki í kjöl-
far fjölda hneykslismála er komið
hafa upp undanfarið, m.a. hjá fyr-
irtækjunum Enron og WorldCom.
Forsetinn boðaði lengri fangelsis-
dóma yfir forstjórum er gerðust sek-
ir um svik og pretti og að aukið fé
yrði veitt til viðskiptaeftirlitsstofn-
unarinnar, SEC. ?Við munum beita
lögunum af fullum krafti til þess að
koma upp um og útrýma spillingu,?
sagði forsetinn. Geta þeir fyrir-
tækjastjórnendur sem uppvísir
verða að sviksamlegu athæfi átt yfir
höfði sér allt að tíu ára fangelsi.
Meðal þess sem Bush boðaði voru
auknir möguleikar SEC á að stöðva
óviðeigandi greiðslur til fram-
kvæmdastjóra á meðan fyrirtæki
sæti rannsókn og að fyrirtæki, sem
væru á opnum markaði, yrðu hvött
til að koma í veg fyrir að stjórnendur
fengju lán frá eigin fyrirtækjum.
Einnig yrði farið fram á það að verð-
bréfamarkaðir krefðust þess að
meirihluti í stjórnum fyrirtækja ? og
m.a. allir endurskoðendur þeirra ?
hefðu engin efnahagsleg tengsl við
fyrirtækin svo að þeir væru í raun og
veru óháðir þeim.
Ágóðavon leiddi til óhófs
?Mikil ágóðavon freistaði manna á
seinni hluta 10. áratugarins og það
leiddi til misnotkunar og óhófs. Við
verðum að hefja ráðvendni til vegs
og virðingar í bandarískum fyrir-
tækjum,? sagði Bush. Heyra mátti
hlátur í salnum þegar forsetinn tal-
aði um verðbréfagreina, sem hafa
villt um fyrir viðskiptavinum í þeim
tilgangi að hækka verð hlutabréfa,
og sagði: ??Kaupa? ætti ekki að vera
eina orðið sem þeir kunna og þeir
ættu aldrei að segja ?halda? þegar
þeir meina ?selja?.?
Þá sagði forsetinn að viðskiptasíð-
ur bandarískra dagblaða ættu ekki
að líta út eins og hneykslisfréttablöð.
Hann sagði efnahagslíf landsins
kröftugt en bætti við: ?Samviska er
forsenda auðmagnskerfisins, auðs
verður ekki aflað án staðfestu.?
Demókratar sögðu tillögur forset-
ans ófullnægjandi og þær virtust
ekki vekja mikil viðbrögð á hluta-
bréfamörkuðunum á Wall Street. Á
meðan Bush hélt ræðu sína lækkaði
verð flestra hlutabréfa en lækkunin
virtist eiga rætur að rekja til
áhyggna fjárfesta af afkomutölum
annars ársfjórðungsins sem eru
væntanlegar seinna í mánuðinum.
?Ég held að ræða [Bush] hafi ekki
haft mikil áhrif. Það er búist við því
af honum að hann segi eitthvað sem
á að ýta undir einhvers konar traust
á bandarískum fyrirtækjum,? sagði
Jack Francis, framkvæmdastjóri hjá
fjárfestingarbankanum UBS War-
burg. ?Ég tel að gjörðir segi meira
en orð. Ef einhver fer í fangelsi þá
kannski tekur fólk meira mark á
bandarískum fyrirtækjum.?
Bush boðar breytta tíma í ávarpi til forkólfa viðskiptalífsins á Wall Street
Bætt siðferði er brýn-
asta þörf efnahagslífsins
New York. AP.
Lækkun á hlutabréfamörkuðum 
þrátt fyrir ræðu forsetans
Reuters
Bush ávarpar kaupsýslumenn á
Wall Street í gær. 
PALESTÍNSK stúlka í rústum
heimilis síns í flóttamannabúðun-
um í Rafa á Gazasvæðinu í gær.
Ísraelski herinn beitti í fyrrinótt
jarðýtum til að eyðileggja fimm
palestínsk hús syðst á Gaza.
Vonir vöknuðu í gær um að frið-
arviðræður Ísraela og Palestínu-
manna kynnu að hefjast á næst-
unni eftir að Shimon Peres,
utanríkisráðherra Ísraels, sagði að
fundur sinn með umbótasinnuðum
ráðherra í heimastjórn Palestínu-
manna, Abdel Razaq al-Yahiya,
hefði verið góður. Aðalsamninga-
fulltrúi Palestínumanna, Saeb
Erakat, sagði ennfremur að annar
og umfangsmeiri fundur yrði hald-
inn á næstu dögum.
Leiðtogi í samtökunum Heilagt
stríð íslams, sem eru herská sam-
tök Palestínumanna, var felldur í
gær á Vesturbakkanum og kenndu
samtökin Ísraelum um. Í Jerúsal-
em skaut vopnaður Palestínu-
maður á ísraelskan lögreglumann
og særði hann alvarlega, og í skot-
bardaga sem braust út í kjölfarið
féll Arabi sem staddur var þar
skammt frá.
Reuters
Viðræður lofa góðu
RÚSSNESKI þingmaðurinn Anatolí
Kúlíkov, sem var innanríkisráðherra
um miðjan tíunda áratuginn, réðst í
gær harkalega á stefnu Rússa í
Tsjetsjníu og gaf í skyn að mann-
fallið væri mun meira en stjórnvöld
hafa fullyrt. ?Við erum búnir að
missa jafn marga og í Afganistan,?
sagði hann í viðtali við blaðið Neza-
vísímaja Gazeta. Sovétmenn sögðust
hafa misst um 15.000 hermenn í Afg-
anistan en sumir heimildarmenn
töldu að mun fleiri hefðu fallið.
Talsmenn Moskvustjórnarinnar
hafa sjaldan skýrt frá tölum um
mannfall í Tsjetsjníu frá 1999 er
stjórn Vladímírs Pútíns forseta
ákvað að gera úrslitatilraun til að
kveða niður uppreisn héraðsbúa.
Kúlíkov var meðal þeirra sem skipu-
lögðu innrásina sem gerð var í Kák-
asushéraðið 1994 er Borís Jeltsín var
Rússlandsforseti. Kúlíkov gagn-
rýndi í gær færni hersveitanna sem
sendar væru til átakasvæðisins en
einnig bardagatækni rússnesku
hershöfðingjanna.
?Hverjir eru að berjast í Tsjetsj-
níu? Smábændakrakkar sem af ein-
hverjum ástæðum gátu ekki komið
sér undan herþjónustu með því að
þykjast vera vanhæfir eða fá frest,?
sagði Kúlíkov.
Manntjón Rússa
í Tsjetsjníu
Jafn marg-
ir og í Afg-
anistan?
Vladíkavkaz í Rússlandi. AP.
L52159 Tsjetsjenar/20
LEIÐTOGAR Afríkuríkja stofnuðu
nýtt bandalag, Afríkusambandið, á
fundi í s-afrísku borginni Durban í
gær og sögðu stofnun þess marka
tímamót í sögu þessarar stríðshrjáð-
ustu og fátækustu álfu heims.
Thabo Mbeki, forseti Suður-Afr-
íku og fyrsti formaður leiðtogaráðs
Afríkusambandsins, lýsti stofnun
þess sem ?stund nýrrar vonar fyrir
álfuna og þjóðir Afríku?. ?Við verð-
um að binda enda á þessi heimsku-
legu stríð og átök sem hafa valdið
svo miklum þjáningum,? sagði hann
á íþróttaleikvangi í Durban þar sem
um 25.000 manns fögnuðu stofnun
nýja bandalagsins. 
?Afríka er frjáls!?
Fram hafa þó komið efasemdir um
að nýja bandalagið, sem að hluta er
skipulagt að fyrirmynd Evrópusam-
bandsins, geti haft hemil á einræð-
isherrum og spilltum ríkisstjórnum í
álfunni. S-afríski stjórnarandstöðu-
þingmaðurinn Joe Seremane sagði
það ekki vita á gott að Muammar
Gaddafi, leiðtogi Líbýu, vildi gegna
forystuhlutverki í nýja bandalaginu.
Gaddafi átti hugmyndina að stofn-
un Afríkusambandsins og hefur ekki
farið í launkofa með að hann vill
verða leiðtogi þess. Hann átti ekki að
flytja ávarp á stofnfundinum en
greip hljóðnemann og hélt þrumandi
ræðu. ?Afríka er frjáls! Hér er ekk-
ert þrælahald lengur, ekkert kyn-
þáttahatur, engin nýlendukúgun.
Afrískt land er fyrir Afríkumenn!?
hrópaði hann og lét í ljósi stuðning
við stjórnvöld í Zimbabwe sem hafa
tekið jarðir hvítra bænda eignar-
námi. Hann mætti á stofnfundinn
með Robert Mugabe, forseta Zim-
babwe.
?Stund
nýrrar
vonar ?
Durban. AFP, AP.
L52159 Á að geta/18
JAFNVEL á breskan mæli-
kvarða ? þar sem rigning er
fráleitt óalgeng ? hefur þetta
sumar verið óvenju votviðra-
samt, og sagði breskt blað í fyr-
irsögn á sunnudaginn: ?Sumr-
inu 2002 aflýst.? Júní var einn
votasti mánuður sem sögur
fara af í Bretlandi, sá sjöundi
votviðrasamasti í tvær aldir, að
því er breska veðurstofan
greindi frá. Og júlí virðist ætla
að verða lítið skárri.
Stöku veðurfræðingur hefur
þó spáð því að bráðum komi
betri tíð og sólin fari að láta sjá
sig, en ekki er talið líklegt að
það muni verða fyrr en seinni-
partinn í ágúst.
Sumrinu
aflýst
London. AFP.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52