Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						161. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS

STOFNAÐ 1913

MORGUNBLAÐIÐ 12. JÚLÍ 2002

ÍRÖNSK yfirvöld eru nú lent í

mestu stjórnmálakreppu sem skollið

hefur á í landinu síðan í íslömsku

byltingunni 1979, er klerkarnir náðu

völdum. Kreppan fylgir í kjölfar

óvæntrar afsagnar háttsetts klerks,

götumótmæla og atlagna gegn

klerkastjórninni. ?Stríðið er hafið og

engum verður hlíft, ekki einu sinni

klerkunum,? sagði stjórnmálaskýr-

andinn Dariush Abdali í gær.

Atburðir undanfarinna vikna hafa

aukið sundurþykkjuna meðal íhalds-

manna og umbótasinna og hafa nú

hinir valdamiklu shítaklerkar í land-

inu í fyrsta sinn dregist inn í deil-

urnar. Írönsk blöð voru í gær full af

fréttum af samkomum í Teheran og

öðrum borgum þar sem þúsundir

manna óhlýðnuðust banni yfirvalda

við að minnst yrði stúdentaóeirða er

urðu 1999. Samkomurnar breyttust í

mótmæli gegn yfirvöldum og lenti

fundarmönnum saman við lögreglu.

Um 200 manns voru handtekin.

Engar fréttir voru birtar í gær um

óvænta afsögn bænaleiðtoga í borg-

inni Isfahan, Ayatollah Jalaleddin

Taheri, sem er háttsettur klerkur.

Sagðist hann ekki geta haldið áfram

að gegna embætti sínu vegna ?ring-

ulreiðarinnar? í landinu. Þjóðarör-

yggisráð Írans bannaði á miðviku-

daginn fjölmiðlum að birta fréttir

?með eða á móti? Taheri, en gagn-

rýni hans á yfirvöld sl. þriðjudag,

sem á sér engin fordæmi, olli úlfaþyt

um land allt. Ráðið, sem bannaði fjöl-

miðlum að segja frá afsögn Taheris,

heyrir beint undir æðsta leiðtoga

landsins, Ayatollah Ali Khamenei.

Taheri sagði ?blekkingar, atvinnu-

leysi, verðbólgu, hið djöfullega bil á

milli ríkra og fátækra, mútuþægni,

sviksemi, aukna fíkniefnaneyslu,

getuleysi stjórnvalda og hnignun

stjórnkerfisins? vera ástæður af-

sagnar sinnar. Afsagnarbréf hans

gerði íhaldsmenn ævareiða, og sögðu

þeir hann hafa skrifað það ?undir

áhrifum vafasamra aðila?.

Alvarleg kreppa í írönskum stjórnmálum

Hörðustu deilur 

í tvo áratugi

Teheran. AFP.

FIMM danskir kaþólikkar

hyggjast láta á það reyna fyr-

ir rétti hvort sérstök réttindi

þjóðkirkjunnar fram yfir aðr-

ar kirkjudeildir standist lög,

að sögn dagblaðsins Berl-

ingske Tidende í gær. Segja

þeir að um mismunun sé að

ræða.

Fimmmenningarnir eru í

samtökum sem vilja koma á

jafnrétti trúfélaga í Dan-

mörku en kaþólska kirkjan

sem slík er ekki á bak við bar-

áttu þeirra. Samkvæmt lögum

ber öllum dönskum skatt-

borgurum að taka þátt í að

greiða prestum og biskupum

þjóðkirkjunnar laun og skiptir

engu í hvaða trúflokki menn

eru. Greitt er sérstakt gjald

fyrir greftrun fólks sem ekki

er í þjóðkirkjunni og senda

þarf tilkynningar um fæðing-

ar og dauðsföll til skrifstofu

þjóðkirkjunnar. Dönunum

fimm finnst einnig ósann-

gjarnt að menntun presta í

háskólum landsins sé greidd

af opinberu fé en aðrir trú-

flokkar þurfi að kosta sjálfir

menntun sinna kennimanna.

Talsmaður hópsins, Jørn

Arpe Munksgaard lektor, seg-

ist efast um að hefðbundin

túlkun kirkjumálaráðuneytis-

ins á því hvað teljist persónu-

legt framlag og hvað sé óbeint

framlag standist fyrir rétti. 

Þjóð-

kirkjan

fyrir

rétt

MIKIÐ verðfall varð á mörkuðum í

Evrópu og Asíu í gær en á hinn bóg-

inn virtist fallið í Bandaríkjunum

hafa stöðvast. Dow Jones-vísitalan

tók dýfu framan af degi en endaði á

sama róli og við opnun, Nasdaq-vísi-

talan hækkaði hins vegar um tvo af

hundraði. S&P-vísitalan hækkaði

einnig nokkuð. Helsta ástæða

sveiflnanna á mörkuðum síðustu

daga er talin vera vantrú almennings

á stöðu stórfyrirtækjanna vegna

upplýsinga um bókhaldssvindl ým-

issa þekktra, bandarískra fyrir-

tækja. Í gær bættist enn eitt í hópinn

er lyfjarisinn Bristol-Myers Squibb

viðurkenndi að bandaríska fjármála-

eftirlitið væri að kanna hvort fyrir-

tækið hefði brotið bókhaldsreglur.

Heildsöluverð hækkaði um 0,1% í

Bandaríkjunum í júní og atvinnu-

leysi reyndist vera hið mesta sem

mælst hefur í sex vikur. Ekki eru þó

allar tölur neikvæðar, þannig skýrðu

talsmenn samtaka iðnfyrirtækja frá

því að horfur í greininni hefðu ekki

verið jafn góðar í tvö ár. Dollarinn

hefur veikst gagnvart evrunni og

bætir það stöðu margra bandarískra

útflutningsfyrirtækja.

Breska FTSE-vísitalan var við

lokun í gær lægri en hún hefur verið í

fimm ár. ?Allir vita að verðið á eftir

að falla og þess vegna selja þeir í

dag, verðið fellur enn og þá halda

þeir áfram að selja,? sagði Anais Fa-

raj, hagfræðingur við Nomura Int-

ernational-fjármálafyrirtækið. Tals-

menn Evrópusambandsins, ESB,

sögðu í gær að svikamál af sama tagi

og í bandarísku viðskiptalífi gætu vel

komið upp þar. ?Vandinn í tengslum

við Enron, WorldCom, Xerox og

fleiri fyrirtæki kemur okkur öllum

við og við verðum að taka hann föst-

um tökum,? sagði Frits Bolkestein,

sem situr í framkvæmdastjórn ESB

og fer með mál innri markaðarins.

Hann varaði við ?vanhugsuðum að-

gerðum? en boðaði til fundar síðar í

mánuðinum með fulltrúum frá fjár-

málaráðuneytum aðildarríkjanna. 

Skjöl um Bush verði birt

Skoðanakönnun sem gerð var í

Bandaríkjunum fyrir CNN-sjón-

varpsstöðina og blaðið USA Today á

miðvikudag gaf til kynna að George

W. Bush forseti nyti mikils stuðnings

meðal almennings, 76% aðspurðra

sögðust ánægð með störf hans. Á

hinn bóginn sögðust aðeins 47% telja

að hann gætti fremur hagsmuna al-

mennings en stórfyrirtækjanna;

hlutfallið hafði lækkað um sex af

hundraði frá því í vikunni á undan.

Demókratar hafa gagnrýnt forset-

ann hart vegna upplýsinga sem

komið hafa fram um viðskiptaferil

hans áður en hann gerðist stjórn-

málamaður. Tom Daschle, sem er

demókrati og leiðtogi meirihlutans í

öldungadeildinni, hvatti Bush í gær

til að leyfa fjármálaeftirlitinu að

birta öll skjöl um viðskipti hans við

Harken-orkufyrirtækið fyrir rúmum

áratug.

Bati í Wall

Street en fall 

í Evrópu

London, New York, Washington. AP, AFP.

AP

Götusópari í London við glugga þar sem sýndar voru sveiflur á verð-

bréfavísitölum síðustu daga. FTSE-vísitalan breska féll mikið í gær.

L52159 Bandarískir/18

L52159Fékk/20

BANDARÍSKIR vísindamenn við

New York-háskóla hafa búið til

fyrstu tilbúnu veiruna, að sögn

fréttavefjar BBC. Notaðar voru

upplýsingar um genamengi mænu-

sóttarveirunnar til að búa til eft-

irlíkingu, nýju veirunni dælt í mýs

og fór svo að þær lömuðust og

drápust.

Ekki er eining um það meðal vís-

indamanna hvort líta beri á veirur

sem sjálfstæðar lífverur en séu

þær það má halda því fram að um-

ræddir vísindamenn hafi búið til

lífveru. Bent hefur verið á að rann-

sóknir af þessu tagi geti haft í för

með sér að hryðjuverkamenn búi

til nýjar og banvænar veirur en

vísindamennirnir segja að mjög fá-

ir ráði yfir nægilegri þekkingu til

að endurtaka leikinn. ?Framförum

í vísindum fylgja hættur,? sagði

Eckard Wimmer, sem stjórnaði

rannsóknarhópnum. 

Veira gerð af mönnum

ÞESS var minnst í Bosníu í gær að

sjö ár voru liðin frá fjöldamorðum

Bosníu-Serba á meira en 7.000

vopnlausum múslímum í borginni

Srebrenica. Þúsundir manna úr öll-

um héruðum landsins tóku þátt í

minningarathöfn í þorpinu Potoc-

ari, skammt frá Srebrenica, í gær,

einnig voru lagðir blómsveigar á

fjöldagröf í Srebrenica. Þyrlur frið-

argæsluliðs Atlantshafsbandalags-

ins sveimuðu í öryggisskyni yfir

rúmlega 100 rútum sem fluttu fólk-

ið á staðinn.

AP

Minnst

voðaverka í

Srebrenica

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60