Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						164. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 16. JÚLÍ 2002
UNGUR veiðimaður geng-
ur með veiðistöng sína yfir
þurran botn Jato-stöðu-
vatnsins nærri þorpinu
Partinico á Sikiley. Mikill
þurrkur hefur hrjáð íbúa
Suður-Ítalíu og Sikileyjar
og samþykkti ítalska rík-
isstjórnin að senda herlið
til að hjálpa landsmönnum
að glíma við afleiðingar
hitans. 
Uppskera bænda hefur
eyðilagst í þurrkunum, en
úrkoma hefur verið óvenju
lítil undanfarið auk þess
sem vatn er ekki nýtt með
hagkvæmum hætti á þess-
um slóðum. Reuters
Skrauf-
þurrt 
á Ítalíu
BANDARÍSKIR hermenn verða í
Afganistan eins lengi og þörf krefur
og búast má við að baráttan gegn al-
Qaeda-hryðjuverkasamtökunum
standi yfir í mörg ár, að sögn Pauls
Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna. Hann heim-
sótti Afganistan í gær og ræddi við
Hamid Karzai forseta og fleiri ráða-
menn, einnig ávarpaði hann banda-
ríska hermenn í Bagram-flugstöð-
inni, skammt frá Kabúl.
?Þetta verður löng barátta,? sagði
Wolfowits í Bagram. ?Ef til vill ekki
jafn löng og kalda stríðið en það ger-
ir ekkert til að velta fyrir sér hvernig
kalda stríðið var háð.? Ráðherrann
hitti nýliða í afganska hernum sem
verið er að þjálfa með aðstoð banda-
rískra liðsforingja og er gert ráð fyr-
ir að þegar hann verður starfhæfur
muni vopnaðir flokkar hinna mörgu
stríðsherra landsins afvopnast. Ab-
dullah Abdullah utanríkisráðherra
sagði að heimsókn Wolfowits hefði
?ýtt hraustlega? undir ráðstafanir til
að stofna afganskan þjóðarher.
Wolfowits harmaði mannfall sem
varð í röðum óbreyttra borgara fyrir
skömmu er Bandaríkjamenn gerðu
loftárás á gesti í brúðkaupsveislu í
héraðinu Uruzgan. Verið er að rann-
saka málið en Wolfowits sagði að
mistökin hefðu orðið vegna þess að
skýrt hefði verið frá ferðum hryðju-
verkahópa í héraðinu. Ljóst væri að
þær frásagnir hefðu verið á rökum
reistar. Hann lagði áherslu á að
Bandaríkjamenn hefðu hagsmuna að
gæta í Afganistan á öðrum sviðum en
í varnarmálum, þeir hygðust einnig
styðja af krafti efnahagslega upp-
byggingu eftir meira en tveggja ára-
tuga borgarastyrjöld. ?Þegar fólk
hefur atvinnu og skólar og sjúkrahús
eru fyrir hendi ? er öruggt að óstöð-
ugleiki mun víkja,? sagði hann.
Osama bin Laden enn á lífi
Wolfowits sagði að líklega hefði
tekist að fella helminginn af forystu
talíbana og al-Qaeda en því færi
fjarri að hættan væri úr sögunni. Um
bin Laden sagði hann að sennilega
hefðu hann og leiðtogi talíbana, múll-
ann Mohammad Omar, fallið. ?Við
vildum gjarnan draga herra bin Lad-
en fyrir dómstól ef það hefur ekki
þegar gerst, við vitum það ekki fyrir
víst,? sagði Wolfowits.
Abdel-Bari Atwan, ritstjóri blaðs-
ins al-Quds, sem gefið er út á ensku í
London, hafði í gær eftir heimildar-
mönnum sínum að leiðtogi al-Qaeda,
Osama bin Laden, væri á lífi. Hann
hefði fengið sprengjubrot í öxl í loft-
árásum Bandaríkjamanna á stöðvar
samtakanna í desember en náð sér
fullkomlega. Aðspurður sagðist Atw-
an telja að bin Laden héldi sig nú ein-
hvers staðar í afskekktum héruðum
á mörkum Afganistans og Pakistans.
Baráttan gegn al-Qaeda
gæti tekið mörg ár
Bandaríkjamenn álíta að um helm-
ingur forystu samtakanna hafi fallið 
Bagram-flugvelli í Afganistan, London. AFP.
GENGI evrunnar, sameiginlegs gjaldmiðils Evr-
ópusambandsins (ESB), náði jöfnuði við gengi
Bandaríkjadals á gjaldeyrismörkuðum í gærmorg-
un í fyrsta skipti frá því í febrúar árið 2000, en evran
náði genginu 1,0035 gagnvart dalnum í gær.
Fjármálasérfræðingar segja þó að ástæðuna sé
að finna í versnandi ástandi á bandarískum mörk-
uðum frekar en batnandi stöðu evrusvæðisins. Sú
alda fjármálahneyksla sem riðið hefur yfir banda-
rískt efnahagslíf undanfarið hefur haft slæm áhrif á
traust almennings á efnahag landsins og fælt frá
fjárfesta, sem leita nú í auknum mæli til Evrópu til
að ávaxta fé sitt. 
George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi
í gær að bandarískur efnahagur stæði traustum fót-
um en þjáðist af ?timburmönnum? eftir mikla upp-
sveiflu á síðasta áratug. Þessi ummæli höfðu lítil
áhrif á fjárfesta á Wall Street og hlutabréf héldu
áfram að lækka í verði. Á tímabili leit út fyrir að
Dow Jones-vísitalan myndi lækka um 4,6% á einum
degi, en markaðirnir tóku við sér seinnihluta mánu-
dags og þegar kauphöllinni í New York var lokað
hafði vísitalan lækkað um 0,52%. Hefur hún ekki
verið lægri síðan í september í fyrra. 
Í síðustu viku lækkaði vísitalan um 7,4% og sagði
Tony Cecin, deildarstjóri hjá bandaríska fjármála-
fyrirtækinu U.S. Bancorp, í viðtali við The New
York Times í gær að nánast hefði verið um ?skelf-
ingaruppþot? að ræða á mörkuðunum.
Sviptingar urðu einnig á hlutabréfamarkaðinum í
London en breska FTSE-vísitalan endaði í 3.994,6
stigum eftir að hafa lækkað um 229,6 stig, eða um
5,4%, og er það í fyrsta skipti í mörg ár sem hún hef-
ur farið undir 4.000 stig.
Blendinn ávinningur
Bættu gengi evrunnar hefur verið vel tekið af
evrópska seðlabankanum, og það mun róa marga
Evrópubúa, sérstaklega Þjóðverja, sem haft hafa af
því áhyggjur að þeir hafi skipt út sterkum gjald-
miðli fyrir veikari þegar evran var tekin upp árið
1999. Þá mun hækkunin lækka verð á innfluttum
vörum og orku og því slá á verðbólgu á evrusvæð-
inu. Það mun aftur á móti minnka þrýsting á evr-
ópska seðlabankann að hækka vexti og því hafa góð
áhrif á hagvöxt í Evrópu.
Hins vegar mun gengisbreytingin gera útflutn-
ingsaðilum erfiðara fyrir, sérstaklega þeim sem
mikil viðskipti eiga við Bandaríkin. ?Hækkunin er
sérstaklega slæm fyrir hagkerfi sem eru mjög háð
útflutningi eins og Þýskaland og Ítalíu,? segir hag-
fræðingurinn Jean-Francois Mercier. 
Hagfræðingur hjá HypoVereins-bankanum
þýska, Julian von Landesberger, er á annarri skoð-
un og segir að tiltölulega lítið sé flutt út frá Evrópu
til Bandaríkjanna og flestar vörur sem framleiddar
séu í Evrópu séu seldar á evrusvæðinu. 
Evran nær jöfnuði við dal
á gjaldeyrismörkuðum
Frankfurt. AP, AFP.
TILLÖGUM framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins (ESB) um
breytingar á styrkjakerfi sam-
bandsins í landbúnaðarmálum var
í gær hafnað á fundi landbúnaðar-
ráðherra ríkjanna fimmtán sem að
sambandinu standa. Nánast allir
ráðherrarnir höfðu eitthvað við til-
lögurnar að athuga, en Franz
Fischler, sem fer með landbún-
aðarmál í framkvæmdastjórninni,
lagði þær fram í liðinni viku. Í til-
lögunum felst að styrkir fari ekki
lengur til þeirra sem mest fram-
leiða heldur til þeirra sem minnst-
ar tekjur fengu árið áður.
Landbúnaðarráðherra Spánar,
Miguel Arias Canete, sagði tillög-
urnar ?stórhættulega tilraun á
evrópskum bændum?, og sagði
breytingar af þeirri stærðargráðu
sem í tillögunum fælust hvorki 
áríðandi né nauðsynlegar. ?Það er
ekki hægt að breyta landbúnaðar-
stefnunni aftur og aftur,? sagði
franski landbúnaðarráðherrann
Herve Gaymard. ?Bændur þurfa
stöðugleika til að geta iðkað sín
störf.?
Gerd Sonnleitner, talsmaður öfl-
ugs þrýstihóps evrópskra bænda,
sagði að gengju tillögurnar eftir
gætu evrópskir bændur ekki leng-
ur keppt við erlendan innflutning.
Þá gagnrýndi hann það hve tillög-
urnar væru viðamiklar. 
Landbúnaður í ESB
Hafna
breytingum
á styrkja-
kerfinu
Brussel. AP.
RÍKISSTJÓRN Marokkó neitaði í
gær að draga menn sína frá Stein-
seljueyju og sagði eyjuna, sem er
litlu stærri en knattspyrnuvöllur,
óaðskiljanlegan hluta ríkisins. Hún
lagði samt sem áður á það áherslu
að hún vildi leysa deiluna við Spán
með friðsamlegum hætti. Innan-
ríkisráðherra Spánar, Pedro
Morenes, sagði að Spánverjar
hefðu ekki útilokað neinar löglegar
aðgerðir til að ná eyjunni aftur á
sitt vald. 
Utanríkisráðherra Marokkó,
Mohamed Benaissa, sagði eyjuna
hluta af Marokkó og sagði atvikið
á fimmtudag þegar hermenn frá
Marokkó tóku eyjuna ekkert ný-
mæli. Stjórnvöld í Marokkó hefðu
áður sent liðsafla til eyjarinnar.
Hann kvaðst ekki skilja hörð við-
brögð Spánverja og lagði áherslu á
að nauðsynlegt væri að deilan yrði
leyst með friðsamlegum hætti. 
Tólf Marokkómenn lentu á
Steinseljueyju, sem liggur aðeins
um 200 metra undan strönd lands-
ins, á fimmtudag. 
Segja Stein-
seljueyju hluta
af Marokkó
Madríd. AP, AFP.
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56