Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						166. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 18. JÚLÍ 2002
AÐ MINNSTA kosti fimm féllu og
þrjátíu særðust í tveimur sjálfs-
morðsárásum í Tel Aviv í Ísrael seint
í gærkvöldi, en árásarmennirnir
tveir eru þar með taldir. Þetta er
önnur árásin á ísraelska borgara á
jafnmörgum dögum og fyrsta sjálfs-
morðsárásin í tæpan mánuð.
Hryðjuverkasamtökin Íslamska ji-
had lýstu árásinni á hendur sér en
sprengjurnar tvær sprungu með
nokkurra sekúndna millibili, að sögn
vitna, og var einn hinna látnu erlend-
ur verkamaður. 
Talsmaður Ariels Sharons, for-
sætisráðherra Ísraels, kenndi
palestínsku heimastjórninni um til-
ræðið. ?Heimastjórnin hefur ekkert
gert til þess að koma í veg fyrir
hryðjuverkaárásirnar sem skipu-
lagðar eru á landsvæði hennar,?
sagði hann. Sakaði hann hryðju-
verkasamtök Palestínumanna um að
vilja spilla fyrir viðræðum, sem nú
fara fram í New York milli forystu-
manna Sameinuðu þjóðanna, Evr-
ópusambandsins, Bandaríkjanna og
Rússlands um ástandið í Ísrael, og
sagði að heimastjórnin hvetti sam-
tökin áfram.
Skrifstofa Yassers Arafats, for-
seta heimastjórnarinnar, fordæmdi
árásina og sagði hana ekki hjálpa
palestínsku þjóðinni.
Yngsta fórnarlamb átakanna
Þá létust tveir Palestínumenn og
sjö særðust þegar sprengja sprakk í
flóttamannabúðunum í Ramallah á
Vesturbakkanum. Talsmenn palest-
ínskra öryggissveita sögðust í gær
ekki vita hver orsök sprengingarinn-
ar var en ísraelski herinn segir lík-
legast að um ?vinnuslys? hafi verið
að ræða. Sprengjuna hafi átt að nota
gegn ísraelskum borgurum en hún
hafi sprungið í höndunum á þeim
sem bjuggu hana til.
Á þriðjudag sátu þrír eða fjórir
Palestínumenn, dulbúnir sem ísr-
aelskir hermenn, fyrir strætisvagni
við landnemabyggðina Emmanuel,
nærri Nablus á Vesturbakkanum.
Þeir hófu skothríð á vagninn og köst-
uðu að honum handsprengjum. Átta
manns létust í árásinni og sextán
særðust. Meðal hinna særðu var 22
ára gömul ófrísk kona sem komin var
átta mánuði á leið og var sonur henn-
ar tekinn með keisaraskurði en hann
lést skömmu síðar. Hann er talinn
yngsta fórnarlamb átakanna sem
staðið hafa á svæðinu undanfarinn 21
mánuð. Þrjár palestínskar hreyfing-
ar hafa lýst árásinni á hendur sér en
þær eru Hamas, Lýðræðishreyfing-
in til frelsunar Palestínu og Al-Aqsa-
píslarvottahreyfingin. 
Þrír falla í skotbardögum
Víðtæk leit var gerð að árásar-
mönnunum í gær og voru notaðar til
þess herþyrlur vopnaðar vélbyssum
og eldflaugum og voru nokkrir Pal-
estínumenn teknir höndum en ekki
er ljóst hvort handtökurnar tengjast
árásinni á þriðjudag. Einn ísraelskur
hermaður féll í gær og þrír særðust í
skotbardaga við nokkra Palestínu-
menn sem grunaðir eru um að hafa
staðið að fyrirsátinni. Einn Palest-
ínumaður féll í áðurnefndum skot-
bardaga og einn féll og tveir særðust
þegar þeir hlupu að varðstöð ísr-
aelska hersins nærri Emmanuel í
gærkvöldi.
Í gærkvöldi var gerð loftárás á
málmverksmiðju á Gaza-svæðinu
sem ísraelski herinn segir að hafi
verið notuð til þess að framleiða
vopn fyrir Hamas-hreyfinguna.
Enginn særðist í árásinni, sem gerð
var með F-16-orrustuþotum ísra-
elska flughersins, en töluverðar
skemmdir urðu á verksmiðjunni.
Ísraelsmenn kenna heimastjórn Palestínumanna um nýja öldu ofbeldis
Fimm láta lífið í sjálfs-
morðsárásum í Tel Aviv
AP
Ísraelskir lögreglumenn loka af svæðinu þar sem sprengjurnar sprungu í gær í Tel Aviv.
Jerúsalem. AP, AFP.
UTANRÍKISRÁÐHERRA Mar-
okkó, Mohammed Benaissa, líkti í
gær töku Spánverja á skerinu Pere-
jil við innrás og sagði lítið vanta á að
þeir hefðu lýst yfir styrjöld. Mar-
okkómenn sendu í gær Sameinuðu
þjóðunum hörð mótmæli vegna að-
gerðarinnar og Arababandalagið
hvatti Spánverja til að flytja lið sitt
burt. Amr Moussa, framkvæmda-
stjóri bandalagsins, harmaði að beitt
hefði verið valdi í málinu.
Atlantshafsbandalagið, NATO,
hefur lýst stuðningi við Spánverja í
deilunni um eignarhaldið á eyjunni
en fagnaði því í gær að enginn hefði
særst. Evrópusambandið styður
einnig Spán í deilunni en hefur boð-
ist til að reyna að miðla málum.
?Konungsríkið Marokkó er í við-
bragðsstöðu ? og er staðráðið í að
verja land sitt, fullveldi og rétt,?
sagði Benaissa. Ráðherrann sagði
stjórnina myndu reyna að fá ríki
heims til að þrýsta á Spánverja um
að þeir hyrfu frá skerinu.
Nokkrir marokkóskir hermenn
voru sendir til Perejil (Steinselju),
sem Marokkómenn kalla Leila
(Nótt) og telja sína eign, í liðinni
viku. Sögðu stjórnvöld í höfuðborg
Marokkó það nauðsynlegt til að
stemma stigu við ferðum hryðju-
verkamanna og ólöglegum innflutn-
ingi fólks til Spánar. Enginn særðist
er 28 spænskir hermenn tóku eyjuna
með aðstoð þyrlna og herskipa
snemma í gærmorgun. Hermennirn-
ir á eyjunni voru teknir höndum og
haldið í nokkrar klukkustundir í
spænsku borginni Ceuta, sem er á
Afríkuströnd, en síðan afhentir mar-
okkóskum yfirvöldum.
Klettaeyjan Perejil er í Gíbraltar-
sundi, um 200 metra undan strönd
Marokkó, gróðurlítil og ekki byggð
mönnum. Hún er um hálfur ferkíló-
metri að stærð og var til forna talin
önnur af súlum Herkúlesar, hin var
Gíbraltar-kletturinn. Spænsk blöð
segja að tvær marokkóskar fjöl-
skyldur lifi þar við illan aðbúnað. 
Marokkómenn mót-
mæla töku Perejil
AP
Spænskir hermenn við þjóðfán-
ann sem þeir reistu á klettaeyj-
unni Perejil í gærmorgun. 
Rabat, Madrid, Brussel. AFP, AP.
BRESKT lyfjafyrirtæki vill hefja
tilraunir með lyf gegn timb-
urmönnum sem unnið er úr eld-
fjallaösku, að því er kemur fram
á fréttavef BBC. Talsmaður fyr-
irtækisins, sem ber heitið Global
Health Products (GHP), segir lyf-
ið draga til sín eiturefni, sem
myndast við niðurbrot vínanda í
líkamanum, ?eins og franskur
rennilás?, en virka efnið úr ösk-
unni hefur áður verið notað til að
hreinsa vatn og matvæli.
Óttast aukna áfengisneyslu
Vínandi eykur vökvatap í
mannslíkamanum og veldur það,
ásamt áðurnefndum eiturefnum,
höfuðverkjum og ógleði sem í
daglegu máli nefnist timburmenn
eða þynnka. Er lyfið sagt vinna á
öllum þessum einkennum og hafa
breskir læknar lýst yfir áhuga
sínum á því. Þó hafa sumir þeirra
af því áhyggjur að drykkja muni
færast í aukana þurfi fólk ekki
lengur að ganga í gegnum óþæg-
indin sem venjulega fylgja
gleðinni morguninn eftir. Robert
Patton, sem vinnur að rann-
sóknum á sviði læknisfræði, segir
áfengisneyslu valda skaða á
hjarta, lifur og öðrum líffærum.
?Lyfið mun ekki koma í veg fyrir
þessar afleiðingar,? segir hann.
?Það kemur aðeins í veg fyrir
timburmennina morguninn eftir.?
Eldfjalla-
aska gegn
timbur-
mönnum
VIÐBRÖGÐ Norður-Íra við yf-
irlýsingu Írska lýðveldishersins
(IRA), þar sem hann baðst í
fyrsta sinn afsökunar á drápum á
óbreyttum borgurum, voru mjög
blendin í gær. Sumir fögnuðu
henni sem skrefi í rétta átt en
fórnarlömb árása IRA sögðu af-
sökunarbeiðnina ófullnægjandi.
Margir hermenn myrtir
heima hjá sér
?Yfirlýsingin er lítils virði,
þrjátíu árum síðar,? sagði Norð-
ur-Íri sem særðist í einu af 27
sprengjutilræðum IRA í miðborg
Belfast á ?föstudeginum blóð-
uga? 21. júlí 1972. Sjö óbreyttir
borgarar og tveir hermenn biðu
bana í tilræðunum og 130 særð-
ust.
Annar Norður-Íri, sem missti
systur sína, sjö barna móður, á
föstudeginum blóðuga fagnaði
hins vegar afsökunarbeiðninni.
?Ég er mjög hissa, enginn bjóst
við þessu,? sagði hann. ?Þeir eru
á réttri braut.?
David Trimble, leiðtogi mót-
mælenda og forsætisráðherra í
norður-írsku heimastjórninni,
sagði að yfirlýsing lýðveldishers-
ins nægði ekki og sakaði hann
um að hafa ekki virt friðarsamn-
inginn frá 1998. ?Í yfirlýsingunni
er ekkert sagt um ofbeldið, sem
lýðveldisherinn hefur tekið þátt í
nýlega, eða hvernig hann ætli að
hegða sér í framtíðinni.?
Nokkrir stjórnmálamenn, jafnt
kaþólikkar sem mótmælendur,
gagnrýndu IRA fyrir að biðjast
aðeins afsökunar á drápum á um
650 óbreyttum borgurum en ekki
rúmlega þúsund hermönnum,
lögreglumönnum og félögum í
vopnuðum hreyfingum mótmæl-
enda. Á meðal hermannanna
voru yfir 200 Norður-Írar, sem
voru nær allir myrtir þegar þeir
voru í fríi, meðal annars á heim-
ilum sínum.
Blendin viðbrögð
við yfirlýsingu IRA
Belfast. AFP, AP.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72