Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						168. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS

STOFNAÐ 1913

MORGUNBLAÐIÐ 20. JÚLÍ 2002

NORSKA neytendaráðið fær á

hverju ári fjölda kvartana frá

fólki sem reynt hefur að kaupa

hóplíftryggingu en verið hafnað

af fulltrúum tryggingafélag-

anna, að sögn Aftenposten. All-

ir sem kaupa hóplíftryggingu

greiða sama iðgjald. Opinber

nefnd er metur heilsufar hefur

sett saman lista yfir 224 sjúk-

dóma sem skipta máli þegar

fólk vill líftryggja sig með þess-

um hætti og eru meðal þeirra

algengir kvillar á borð við hey-

mæði og of háan blóðþrýsting.

Spurt er um astma, sykur-

sýki, magasár, bronkítis, liða-

gigt og sárasótt, svo að eitthvað

sé nefnt. Öll tryggingafélögin

eru sögð nota sömu forsendur.

?Sjálfur get ég ekki lagt mat á

sjúkdómana en á óvart kemur

hvað listinn er langur og um-

fangsmikill,? segir lögfræðing-

ur neytendaráðsins, Jon-Andr-

eas Lange. ?Einn þáttur

trygginga er samkvæmt hefð

samábyrgð og þannig á það að

vera áfram.?

Øivind Bull, sem stýrir áður-

nefndri heilsufarsnefnd, segir

að ef viðskiptavinur sé með

sjúkdóm sem tvöfaldi líkurnar

á ótímabæru andláti fái hann

hvergi að kaupa sér hóplíf-

tryggingu.

Ótryggt

lífshlaup

DRENGUR í Marokkó býr sig undir

að skjóta með teygjubyssu sinni í

átt að hermönnum Spánverja á um-

deildri eyðieyju, Perejil, sem er um

200 metra undan strönd Marokkó.

Spánverjar hröktu hóp Marokkó-

hermanna frá klettaeyjunni í vik-

unni en eignarhald á henni hefur

lengi verið umdeilt. Stjórn Mar-

okkó hét því í gær að verða við

kröfu Spánverja um að reyna ekki

að hernema eyjuna aftur ef

spænska herliðið yrði á brott.

Reuters

Spánverj-

um ógnað

GRÍSK yfirvöld ákærðu í gær þrjá

meinta félaga í illræmdri marxista-

hreyfingu, 17. nóvember, sem hefur

lýst meira en 20 pólitískum morðum

á hendur sér síðastliðna þrjá áratugi.

Daginn áður voru þrír aðrir meintir

liðsmenn hópsins ákærðir fyrir aðild

að hryðjuverkasamtökum.

Costas Simitis, forsætisráðherra

Grikklands, fagnaði þeim árangri

sem loks hefur náðst í herferð yf-

irvalda gegn hreyfingunni síðustu

vikurnar eftir þrjátíu ára baráttu.

?Sigurinn á hryðjuverkamönnum

verður sigur fyrir lýðræðið í Grikk-

landi, sem verður öflugra í framtíð-

inni ? brotið er blað í sögu landsins

og það verður nútímalegt og kröft-

ugt ríki,? sagði forsætisráðherrann.

Marxistahreyfingin myrti m.a.

hermálafulltrúa breska sendiráðsins

í Aþenu, Stephen Saunders, árið

2000, skipakónginn Constantinos

Peratikos árið 1997, þingmanninn

Pavlos Bakoyannis 1989 og yfirmann

bandarísku leyniþjónustunnar í

Aþenu, Richard Welch, árið 1975.

Að sögn tímaritsins The Econom-

ist fengu Grikkir aðstoð Scotland

Yard við að rannsaka morðið á

Saunders. Einn þremenninganna

sem voru ákærðir í gær, Alexandros

Yotopoulos, mun hafa játað á sig að-

ild að 28 alvarlegum glæpum, þ. á m.

morðum og bankaránum. Hann er

sagður vera stofnandi 17. nóvember.

Yotopoulos var handtekinn fyrr í

vikunni þegar lögreglusérsveit réðst

inn í hús hans á eyjunni Lipsi. Hann

er 58 ára prófessor, fæddist í Frakk-

landi og tengdist róttækri náms-

mannahreyfingu þar í landi á sjö-

unda áratugnum. Faðir hans var um

hríð náinn samstarfsmaður rússn-

eska byltingarleiðtogans Leons

Trotskís.

Tveir mannanna þriggja sem

ákærðir voru í fyrradag eru synir

prests í grísku rétttrúnaðarkirkj-

unni. Þeir munu vera bræður Savvas

Xiros sem var handtekinn í síðast-

liðnum mánuði. 

Sex Grikkir ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkahreyfingu

Lýst sem sigri fyrir 

lýðræðið í Grikklandi

Aþenu. AFP.

BANDARÍSKI hjólreiðamaðurinn

Lance Armstrong á leiðinni upp

Plateau-de-Beille-hásléttuna í

Pýreneafjöllum í Frakklandi í

gær. Armstrong tekur þátt í Tour

de France-keppninni og vann 12.

áfangann, sem er tæpir 200 kíló-

metrar. Hann heldur því gulu

treyjunni sem fremsti garpurinn

hefur einn rétt til að bera. Arm-

strong hefur tvisvar áður unnið

keppnina.

Reuters

Sótt á brattann

TALSMAÐUR bandaríska utanrík-

isráðuneytisins, Richard Boucher,

fordæmdi í gær hugmyndir Ísra-

elsstjórnar um að reka fjölskyldur

herskárra Palestínumanna á Vestur-

bakkanum til Gaza-strandarinnar.

?Við teljum ekki að þessar aðgerðir

muni leysa öryggisvanda Ísraels,?

sagði hann og bætti við að ráða-

mönnum í Ísrael yrði skýrt frá þess-

ari afstöðu manna í Washington. 

Boucher sagði Bandaríkjamenn

álíta að í baráttunni gegn hryðju-

verkum ættu Ísraelar að einbeita sér

að þeim sem frömdu verkin en ekki

aðstandendum þeirra. Frakkar

bentu í gær á að áætlanir Ísraela

stönguðust á við ákvæði Genfarsátt-

mála um réttindi óbreyttra borgara.

Útvarp Ísraelshers hafði eftir

Elyakim Rubinstein ríkissaksóknara

að brottrekstur aðstandenda væri

einvörðungu gerlegur þegar ?traust-

ar vísbendingar eru um beina aðild

þeirra að hryðjuverkum?. Hann

sagðist á hinn bóginn vera hlynntur

því að lögð væru í rúst hús í eigu

manna sem grunaðir væru um að

undirbúa sjálfsmorðsárásir eða hús

ættingja sjálfsmorðingjanna. Út-

varpsstöðin sagði ráðamenn leyni-

þjónustunnar, Shin Bet, vilja beita

brottvísunum vegna þess að þannig

mætti hræða þá sem hefðu í hyggju

að fórna lífinu í sprengjuárás.

Handtóku 21 í búðum við 

Nablus

Ísraelskir hermenn hófu þegar í

gærmorgun aðgerðir í flóttamanna-

búðum við Nablus samkvæmt for-

skrift áætlunarinnar og handtóku 21

karlmann úr röðum ættingja víga-

manna sem tengjast morðárásum í

vikunni. Tvö hús voru jöfnuð við

jörðu.

Þrír ísraelskir hermenn voru

handteknir í gær vegna gruns um að

þeir hefðu selt herskáum Palestínu-

mönnum stolin skotfæri. Alls sitja

níu Ísraelar í haldi í kjölfar rann-

sóknar sem hófst þegar í ljós kom að

þjófnaður á skotfærum hafði meira

en tvöfaldast milli áranna 2000 og

2001. Tveir mannanna eru íbúar í

byggðum gyðinga á hernumdu svæð-

unum og einn hermannanna mun

vera majór. 

Áætlun um brottrekstur

aðstandenda mótmælt

Bandaríkjastjórn segir Ísraela ekki auka öryggi með aðgerðunum

Washington, Nablus, Gaza-borg, Jerúsalem. AP, AFP.

L52159 Bandaríkin / 28

VERÐBRÉFAVÍSITALA Dow

Jones í New York lækkaði um rúm

390 stig eða nær 5% í gær. Hefur

hún ekki verið lægri í nær fjögur ár,

endaði í 8.019 stigum. Einnig varð

2,6% lækkun á Nasdaq-verðbréfa-

markaðnum.

Ein ástæðan fyrir lækkuninni er

talin vera tilkynning um að fulltrúar

stjórnvalda væru að rannsaka við-

skiptahætti risafyrirtækisins John-

son & Johnson. Talsmenn þess sögð-

ust telja að ástæða rannsóknarinnar

gætu verið ásakanir um misferli hjá

verksmiðju fyrirtækisins í Púertó

Ríkó en þar er framleitt Eprex, lyf

gegn blóðleysi. Grunsemdir eru um

að lyfið tengist alvarlegum

sjúkdómstilfellum í Evrópu og 

Kanada.

Dow Jones

niður undir

8.000 stig

New York. AP, AFP.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56