Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						171. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 24. JÚLÍ 2002
HUGSANLEGT er talið að Anfinn
Kallsberg, lögmaður færeysku land-
stjórnarinnar, segi af sér þegar Lög-
þingið kemur saman hinn 29. júlí
næstkomandi. Óli Breckmann, þing-
flokksformaður Þjóðarflokksins,
flokks Kallsbergs, segir ekki öruggt
að lögmaðurinn vilji leiða landstjórn-
ina fyrst forysta annars stjórnar-
flokks, Þjóðveldisflokksins, hafi ekki
vísað á bug ásökunum á hendur
Kallsberg um vafasama fortíð hans. 
Tórbjørn Jacobsen, þingmaður
Þjóðveldisflokksins, hélt því fram í
liðinni viku að á meðan Kallsberg
starfaði sem endurskoðandi í fær-
eysku fyrirtæki hefði hann átt í vafa-
sömum viðskiptum. Þjóðveldisflokk-
urinn sendi frá sér yfirlýsingu á
mánudag þar sem áréttaður var
stuðningur hans við landstjórnina en
að mál Jacobsens kæmi flokknum
ekki við og að hann þyrfti að standa
sjálfur fyrir máli sínu. 
Segir Breckmann hugsanlegt að
Kallsberg segi af sér vegna málsins
en einnig sé mögulegt að lögmaður-
inn sætti sig ekki við að Jacobsen
bindi enda á pólitískan feril hans
með þessum hætti og að hann reyni
að sitja sem fastast.
Færeyjar
Afsögn
Kallsbergs
hugsanleg
Morgunblaðið. Þórshöfn.
HLUTABRÉF héldu áfram að
falla í verði í gær þrátt fyrir
jákvæðar afkomutölur nokk-
urra bandarískra fyrirtækja.
Traust manna á mörkuðum
heldur áfram að minnka vegna
bókhaldshneyksla og sáu fáir
ástæðu til bjartsýni í gær.
Dow Jones-vísitalan féll um
82,24 stig, eða 1,06%, NAS-
DAQ féll um 53,67 stig eða
4,18%. Miklar sveiflur voru á
bandarískum mörkuðum og
um tíma leit út fyrir að Dow
Jones-vísitalan myndi hækka
um hundrað stig.
?Við erum að leita að botn-
inum,? sagði Will Braman,
fjármálasérfræðingur hjá John
Hancock-sjóðnum. ?Hlutabréf
lækka sífellt í verði og ég held
að menn fari fljótlega að
kaupa á ný.?
Hlutabréf á evrópskum
mörkuðum féllu einnig í gær,
bæði vegna ástandsins í
Bandaríkjunum og vegna
frétta af slæmu gengi hol-
lensk-belgíska banka- og
tryggingafyrirtækisins Fortis. 
Breska FTSE-vísitalan féll
um 37,5 stig eða 0,97% og
þýska Xetra DAX-vísitalan féll
um 175,6 stig eða 4,76%
Áfram
verðfall á
mörkuðum
New York. AP.
ALÞJÓÐLEG mannréttindasamtök, Helsinki-
samtökin, sökuðu í gær rússneska herinn um að
myrða allt að áttatíu Tsjetsjena í hverjum mánuði.
Segja samtökin flest fórnarlömbin vera unga karl-
menn sem rússneski herinn nemi á brott og myrði
undir því yfirskini að um uppreisnarmenn sé að
ræða. ?Fórnarlömb herferðarinnar á hendur ung-
um tsjetsjneskum karlmönnum eru fleiri en í
Tsjetsjníustríðunum tveimur,? segir fram-
kvæmdastjóri Helsinki-samtakanna, Aaron 
Rhodes. ?Ef litið er á sönnunargögn frá áreið-
anlegum, óháðum mannréttindasamtökum eru um
50 til 80 manns myrtir í hverjum mánuði,? sagði
Rhodes blaðamönnum eftir þriggja daga heim-
sókn til Tsjetsjníu og nágrannaríkisins Ingúsetíu.
Rhodes segir að þegar litið sé til stærðar tsjetsj-
nesku þjóðarinnar, sem talin er vera á bilinu
300.000 til 600.000 manns, sé ljóst að ástandið sé
grafalvarlegt, skipulega sé unnið að því að fækka
karlmönnum í því skyni að draga úr möguleikum
þjóðarinnar á að halda velli. ?Það er erfitt að finna
sambærileg dæmi í veraldarsögunni.?
Rússneskir embættismenn hafa ekki gefið upp
opinberar tölur um mannfall meðal óbreyttra
borgara en segja að frásagnir Tsjetsjena sjálfra
séu verulega ýktar. Staníslav Ilíjasov, forsætis-
ráðherra Tsjetsjníu, sem nýtur stuðnings rúss-
neskra stjórnvalda, dró niðurstöður Helsinki-sam-
takanna í efa og sagði áttatíu prósent fallinna vera
uppreisnarmenn. ?Það er rétt að fólk týnir lífi, en
það eru glæpamenn sem bera ábyrgð á því,? sagði
Ilíjasov. 
Rhodes segir hins vegar tölur samtakanna um
mannfall í Tsjetsjníu varlega áætlaðar og að morð-
um fari síst fækkandi. ?Rússneski herinn í Tsjetsj-
níu er algerlega stjórnlaus og hlusta hermennirnir
ekki einu sinni á yfirmenn sína,? segir Ljúdmíla
Alexeijeva, forseti Helsinki-samtakanna.
Samtökin gagnrýndu jafnframt afstöðu Vestur-
landa í máli Tsjetsjníu og sögðu þau standa hjá
meðan Rússnesk stjórnvöld, sem eru mikilvægur
bandamaður Bandaríkjamanna í stríðinu gegn
hryðjuverkum, haldi grimmdarverkum sínum
áfram. ?Hegðun Vesturlanda er óviðunandi,? segir
talsmaður samtakanna, Vladislav Weisman. ?Þau
hljóta að vita hvað gengur á þarna.?
Ekki óhætt að senda fólk til baka
Rhodes og félagar gagnrýndu einnig þá ákvörð-
un rússneskra stjórnvalda að loka tsjetsjneskum
flóttamannabúðum í Ingúsetíu, sem taka á gildi
fyrir áramót. Segja samtökin ástandið í Tsjetsjníu
enn það slæmt að ekki sé óhætt að senda fólkið aft-
ur inn í landið. ?Enginn þeirra sem við ræddum
við vildi snúa aftur til Tsjetsjníu,? sagði Rhodes,
en um 140.000 manns eru í búðunum í Ingúsetíu.
Helsinki-samtökin, sem hafa bækistöðvar í Vín-
arborg, voru stofnuð fyrir rúmum tuttugu árum
og draga nafn sitt af Helsinki-mannréttindasátt-
málanum frá árinu 1975.
Alþjóðleg mannréttindasamtök saka rússnesk stjórnvöld um grimmdarverk
Skipulögð morð á ungum
karlmönnum í Tsjetsjníu
Moskva. AP, AFP.
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti gagnrýndi í gær harðlega eld-
flaugaárás ísraelska hersins á heimili
Hamas-leiðtoga í Gazaborg í fyrra-
kvöld, er kostaði 15 manns lífið. ?For-
setinn hefur áður sagt það, að Ísrael-
ar verði að hafa í huga afleiðingar
gjörða sinna,? sagði Ari Fleischer,
talsmaður forsetans, og bætti við að
Bush ?teldi þessar harkalegu aðgerð-
ir ekki stuðla að friði?.
Fleischer tók fram að Bandaríkja-
stjórn harmaði að saklausir borgarar
hefðu látið lífið og sagði að Ísraelum
yrði gerð grein fyrir afstöðu Bush
eftir hefðbundnum leiðum. Níu börn
voru meðal þeirra sem létu lífið er
sprengju var varpað frá ísraelskri
F-16-orrustuþotu á þéttbýlt hverfi í
Gazaborg á mánudagskvöldið. Skot-
mark Ísraela var Sala Shehade, for-
sprakki vopnaðs arms Hamas-sam-
taka múslíma á Gaza, og var hann
meðal þeirra sem féllu. Shehade hef-
ur skipulagt tugi sjálfsmorðs-
sprengjutilræða Palestínumanna
gegn Ísraelum undanfarið.
Strax í fyrrakvöld atyrti Kofi Ann-
an, framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, Ísraela fyrir að hafa ekki
reynt að komast hjá mannfalli í röð-
um óbreyttra borgara. ?Ísraelum ber
lagaleg og siðferðisleg skylda til að
gera hvað þeir geta til að forðast að
saklaust fólk bíði bana,? sagði Annan. 
Leiðtogar ríkja um allan heim for-
dæmdu í gær árásina, og sögðu Dan-
ir, sem nú eru í forsæti í Evrópusam-
bandinu, að þeir ?fordæmdu
harðlega allar hernaðaraðgerðir sem
beint væri að hverfum óbreyttra
borgara, hvort sem þeir eru ísr-
aelskir eða palestínskir?. Breska ut-
anríkisráðuneytið sagði árásina
?óviðunandi og ekki til bóta? og
hvatti Ísraela til að forðast misbeit-
ingu valds.
Meðal fleiri ríkja sem fordæmdu
aðgerðir Ísraela voru Frakkland,
Þýskaland og Noregur, og sagði Jan
Petersen, utanríkisráðherra Noregs,
að Norðmenn hefðu ?enga samúð
með palestínskum hryðjuverka-
mönnum. En við getum heldur ekki
samþykkt að Ísraelar grípi til að-
gerða sem brjóta gegn mikilvægum
grundvallaratriðum alþjóðlegra laga
og eru sem olía á eldinn?.
Bush gagnrýnir árás 
Ísraela á Gaza harðlega
Washington, Jerúsalem, París. AFP.
Reuters
Duani Matar, tveggja mánaða palestínsk stúlka sem var meðal þeirra sem létust í árás Ísraela á Gaza í fyrrakvöld, var borin til grafar í gær. 
L52159 Ísraelar sakaðir / 22

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52