Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						174. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 27. JÚLÍ 2002
ÁTÖKIN fyrir botni Miðjarðarhafs
undanfarin tvö ár hafa valdið því að
mun fleiri palestínsk börn þjást af
vannæringu en áður. Ef marka má
bráðabirgðaniðurstöður rannsókn-
ar, sem Þróunarstofnun Bandaríkj-
anna hefur látið gera, þjást nú 30%
allra palestínskra barna undir sex
ára aldri af viðvarandi vannæringu
en sambærileg tala var 7% fyrir
tveimur árum síðan, áður en allt fór
í bál og brand í samskiptum Ísraela
og Palestínumanna.
Niðurstöður rannsóknarinnar
verða kunngjörðar 5. ágúst nk. en
bráðabirgðaniðurstöðurnar valda
ísraelskum stjórnvöldum nokkrum
áhyggjum enda hefur Bandaríkja-
stjórn þrýst á um það að Ísraelar
gerðu íbúum á heimastjórnarsvæð-
um Palestínumanna kleift að lifa
eðlilegu lífi. Hyggst Shimon Peres,
utanríkisráðherra Ísraels, ræða
málið við Ariel Sharon, forsætisráð-
herra.
?Hann [Peres] vill snúa þessari
þróun við, ekki aðeins af pólitískum
ástæðum, heldur einnig af siðferði-
legum ástæðum,? sagði Yoram Dori,
talsmaður ráðherrans. ?Hann hefur
miklar áhyggjur af stöðunni.?
Undanfarin tvö ár hafa Palestínu-
menn ekki getað farið frjálsir ferða
sinna um heimastjórnarsvæðin eða
til Ísraels og margir hafa ekki getað
sótt vinnu. Þá hafa Ísraelar hætt að
greiða palestínsku heimastjórninni
þá tolla og skatta sem henni ber.
Ísraelar hafa sagt þessar aðgerðir
nauðsynlegar til að bregðast við
hryðjuverkavánni frá palestínskum
öfgamönnum en allt hefur þetta hins
vegar haft afar slæm áhrif á aðbún-
að palestínskra fjölskyldna, tæki-
færi þeirra til að afla sér tekna og
færa björg í bú.
Fjórir landnemar myrtir
Fjórir ísraelskir landnemar voru
skotnir til bana í tveimur árásum
suður af borginni Hebron á Vest-
urbakkanum um miðjan dag í gær.
Að sögn talsmanna ísraelska hersins
sátu palestínskir byssumenn fyrir
tveimur bílum er voru á ferð í land-
nemabyggðum gyðinga. Í öðrum
bílnum myrtu þeir þriggja manna
fjölskyldu, þ.m.t. lítið barn, en í hin-
um bílnum lést einn karlmaður.
Nokkrir til viðbótar særðust.
Al-Aqsa hreyfingin lýsti ábyrgð á
árásunum á hendur sér. Þær koma í
kjölfar sprengjuárásar ísraelska
hersins á Gaza-borg á mánudag en
þar fórust fimmtán, m.a. níu börn,
auk Salahs Shehada, leiðtoga hins
vopnaða arms Hamas-samtakanna.
Fyrr í gær hafði ísraelski herinn
haldið áfram hernaðaraðgerðum á
Gaza-svæðinu, sprengt upp meintar
flugskeytaverksmiðjur og lagt
bækistöðvar palestínsku lögregl-
unnar í rúst. Einn Palestínumaður
lést eftir skotbardaga við ísraelska
hermenn í Qalqilya á Vesturbakk-
anum.
Ný skýrsla Þróunarstofnunar Bandaríkjanna um aðstæður Palestínumanna
Þriðjungur barna þjáist
af viðvarandi vannæringu
Jerúsalem. AP.
okkur bara erfiðara fyrir,? sagði
Jose Manuel Durao Barroso, for-
sætisráðherra Portúgals, í gær. 
Ef refsiaðgerðirnar ganga eftir
gætu Portúgalar þurft að greiða um
270 milljónir evra í sektir, eða um 22
milljarða íslenskra króna, auk þess
sem styrkir frá ESB yrðu skornir
niður. 
Portúgal er ekki eina evru-ríkið
sem á í vandræðum með fjárlög sín,
þótt öðrum ríkjum hafi tekist að
halda sig innan þriggja prósenta
marksins. Þýskaland slapp naum-
lega við áminningu í fyrra og rík-
isstjórnir Frakklands, Þýskalands
og Ítalíu hafa allar gefið út viðvar-
anir um yfirvofandi fjárlagahalla
sem gæti farið út fyrir lögleg mörk.
RÍKISSTJÓRN Portúgals á yfir
höfði sér refsiaðgerðir af hálfu Evr-
ópusambandsins (ESB) eftir að hún
tilkynnti að fjárlagahalli á síðasta ári
hefði numið 4,1% af þjóðarfram-
leiðslu. Er Portúgal því fyrsta ríkið á
evrusvæðinu sem fer fram úr þriggja
prósenta markinu, sem ákveðið var
við stofnun evrunnar, en brot á þeirri
reglu geta varðað sektum.
Framkvæmdastjórn ESB hefur
ákveðið að hefja refsiferlið, sem tek-
ið getur marga mánuði eða ár, en
margir stjórnmálaskýrendur telja
þó ólíklegt að til refsiaðgerða komi.
?Það væri fáránlegt ef við þyrftum
að sæta efnahagslegum refsingum
meðan við erum að leiðrétta ástand-
ið, þar sem slíkar refsingar gerðu
Portúgalar í
ónáð hjá ESB 
Brussel. AP, AFP.
TVEIR íbúar við Shibushi-flóann í
Suðvestur-Japan horfa á björg-
unarbát sem skolað hafði á land
eftir að 36 tonna flutningaskip frá
Panama, Ventureran, brotnaði í
tvennt í hvirfilbylnum Fengshen,
sem gekk yfir á þessu svæði í gær.
Fjórir af nítján skipverjum Vent-
ureran fórust í óveðrinu, að sögn
fulltrúa landhelgisgæslunnar jap-
önsku, en áhöfnin var frá Filipps-
eyjum og Indlandi. Á myndinni
má sjá skipshlutana tvo og er
stefni Ventureran til hægri. Nokk-
ur olía lak frá skipinu og er rann-
sókn í bígerð á því hvort hætta sé
á umhverfisskaða af þeim sökum.
Reuters
Brotnaði
í spón við
Japans-
strendur
EISTNESKT útgáfufyrirtæki
hefur gefið út plötu þar sem
hljómsveit, sem sérhæfir sig í
miðaldatónlist, flytur valin lög
rokkhljómsveitarinnar Black
Sabbath. ?Þegar maður fjar-
lægir þennan mikla hávaða
hljóma mörg Sabbath-lög eins
og hrein 14. aldar tónlist,?
sagði Mihker Raud upptöku-
stjóri. 
Tólf lög eru á hljómplötunni,
sem nefnist Sabbatum, og
hljóma þau sem sálmatónlist
flutt við messu í Sixtínsku kap-
ellunni í Róm. Þá hefur text-
unum verið snúið á latínu og
heitir lagið ?Wheels of Confu-
sion? nú ?Rotae Confusionis?
og ?War Pigs? heitir nú ?Verr-
es Militares?. 
Raud kveðst hafa verið aðdá-
andi Black Sabbath frá því á
áttunda áratugnum þegar
frægðarsól söngvarans Ozzies
Osbournes reis sem hæst en
honum skaut nýverið upp á
stjörnuhimininn að nýju með
þátttöku sinni í þætti á MTV-
tónlistarstöðinni.
Raud sagði liðsmenn kvint-
ettsins Rondellus hafa verið
?afar áhugasama? er hann léð
máls á því að þeir hljóðrituðu
plötuna. Hann fór þó ekki fram
á að þeir tækju nein þeirra fjöl-
mörgu laga Sabbath, þar sem
vísað er til kölska sjálfs. Hon-
um hefði fundist of mikið að
biðja tónlistarmennina um að
syngja ?ég heiti Lúsífer, taktu í
hönd mína?, en þau orð er að
finna í einu laga Sabbath.
Um 1.200 eintök hafa selst af
plötunni, flest á Netinu, frá því
hún kom út í mars. ?En mark-
aðurinn telur eitt hundrað þús-
und manns: bæði aðdáendur
Sabbath og klassískrar tónlist-
ar,? segir Raud.
Syngja
Black 
Sabbath-
lög á latínu 
Tallinn. AP.
IRQA er fimm ára gömul og býr í
þorpinu Abbakhel, nálægt borg-
inni Mianwali í Punjab-héraði í
Pakistan. Allt þar til í gær vissi
hún ekki betur en að hún væri
um það bil að fara að ganga í
hjónaband með manni af óvina-
ætt. Átti Irqa að vera hluti bóta
sem fjölskylda hennar skyldi
greiða hinni ættinni.
Hæstiréttur Pakistans greip
hins vegar inn í málið í gær og
fyrirskipaði rannsókn á sam-
komulagi milli tveggja ætta í 
Mianwali um að átta stúlkur af
annarri ættinni giftust mönnum á
aldrinum 55?77 ára af hinni ætt-
inni. 
Minnir mest á mansal
Tildrög málsins eru þau að
fjórir menn af ætt Irqu voru árið
1989 fundnir sekir um að hafa
myrt tvo menn af annarri ætt.
Voru fjórmenningarnir dæmdir
til dauða. Íslamskar reglur, sem
eru í gildi víða í Pakistan, mæla
hins vegar fyrir um að dæmdir
glæpamenn geti fengið frelsi ef
samkomulag tekst við fjölskyldu
fórnarlambanna um bætur. Op-
inberlega skulu það vera fjár-
munir en algengt er að samið sé
um að stúlkur eins og Irqa verði
eiginkonur manna af hinni ætt-
inni. Segja talsmenn mannrétt-
indasamtaka að þetta fyrir-
komulag minni mest á mansal.
Málið hefur vakið mikið upp-
nám í Pakistan en það kemur í
kjölfar frétta af því að ættflokka-
ráð í Punjab hefði fyrirskipað
hópnauðgun á ungri konu og átti
þannig að refsa bróður konunnar
fyrir að hafa brotið gegn annarri
ætt í héraðinu. Réttarhöld í því
máli hófust einmitt í gær.
Reuters
Skipti-
mynt í
ættflokka-
deilum í
Pakistan
Abbakhel. AP.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60