Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						176. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS

STOFNAÐ 1913

MORGUNBLAÐIÐ 30. JÚLÍ 2002

STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu

eru tilbúin til að hefja viðræður

við Bandaríkjamenn og Japani um

stöðu mála á Kóreuskaga. Engin

skilyrði eru sett fyrir því að slíkar

viðræður fari fram, að sögn Ígors

Ívanovs, utanríkisráðherra Rúss-

lands.

Rússneska Ítar-Tass-fréttastof-

an hafði þetta eftir Ívanov í gær

en þá lauk tveggja daga heimsókn

hans til Norður-Kóreu. Fylgdi

fréttinni að Ívanov hefði sagt að

stjórnvöld í Norður-Kóreu vildu að

slíkar viðræður yrðu ?uppbyggi-

legar? og án fyrirfram skilyrða en

utanríkisráðherrann ræddi m.a.

við Kim Jong Il, leiðtoga komm-

únistastjórnarinnar í Pyongyang.

Ívanov kom til Norður-Kóreu á

sunnudag eftir að hafa átt fundi

með Kim Dae-jung, forseta Suður-

Kóreu, og öðrum helstu leiðtogum

landsins í höfuðborginni, Seoul.

Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa

á umliðnum dögum gefið til kynna

að þeir leiti nú eftir bættum sam-

skiptum við Suður-Kóreu og helstu

bandamenn stjórnvalda þar,

Bandaríkjamenn. Fulltrúar

Bandaríkjanna og Norður-Kóreu

hafa ekki komið saman til fundar

frá því í forsetatíð Bills Clintons

Bandaríkjaforseta. George W.

Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir

því í ræðu í janúarmánuði að

Norður-Kórea myndaði ásamt Ír-

an og Írak ?öxul hins illa? í heimi

hér. 

Í liðinni viku lýstu stjórnvöld í

Norður-Kóreu yfir því að þau

hörmuðu mannfall, sem varð 29.

fyrra mánaðar þegar til sjóorustu

kom með varðskipum frá Norður-

og Suður-Kóreu. Fylgdi þeirri yf-

irlýsingu boð um að viðræður yrðu

hafnar til að bæta samskipti

ríkjanna á Kóreuskaga. Sagði þar

og að stjórnvöld væru reiðubúin að

taka á móti sendifulltrúa Banda-

ríkjastjórnar.

Tilbúin að hefja við-

ræður án skilyrða

N-Kórea vill bætt

samband við Jap-

an og Bandaríkin

Seoul. AP.

MEIRA en fimmtán hundruð

manns sóttu í gær athöfn á 

Sknyliv-herflugvellinum í útjaðri

borgarinnar Lviv í Vestur-

Úkraínu sem haldin var til að

minnast þeirra sem fórust í miklu

slysi á flugvellinum á laugardag.

Þá brotlenti herþota, sem þátt

tók í flugsýningu úkraínska flug-

hersins, í miðjum áhorfendahópn-

um með þeim afleiðingum að 83

biðu bana; þar af 19 börn. 199 til

viðbótar slösuðust og eru 23

þeirra enn í lífshættu, að sögn

lækna. Þjóðarsorg hefur verið

lýst yfir í Úkraínu.

AP

Harmur í

Úkraínu

L52159 Yfirmenn/20

TUGIR slösuðust þegar lest frá

Amtrak-lestarfyrirtækinu með

200 farþega innanborðs fór útaf

sporinu í Maryland-ríki nærri

Washingtonborg síðdegis í gær.

Ekki er vitað til þess að neinn

hafi látist í slysinu. Að sögn tals-

manns yfirvalda á staðnum, Osc-

ars Garcia, slösuðust um 90

manns, þar af sex alvarlega, en

lestin var á leið frá Chicago til

Washington. 

Slysið átti sér stað um sex-

leytið að íslenskum tíma nærri

Connecticut Avenue í úthverfi

Washington, sem er fjölfarin

gata. Alls voru 13 farþegavagnar

í lestinni og hermdu fyrstu frétt-

ir að 11 þeirra hafi farið útaf

sporinu. 

Á myndinni sést slökkviliðs-

maður hjálpa farþegum út úr

einum vagni lestarinnar, en að

minnsta kosti 85 slökkviliðs- og

björgunarmenn fóru á slysstað.

Tugir slas-

ast í lest-

arslysi í

Washington

AP

MAÐUR, sem sagður er hafa ætlað

að ráða nokkra af leiðtogum Afgan-

istans af dögum, var handtekinn í

gær. Ekki er vitað hver maðurinn er,

né hvað hann heitir, en samkvæmt

upplýsingum frá afgönsku leyniþjón-

ustunni er hann útlendur. 

Fullyrða afgönsk yfirvöld að mað-

urinn hafi ætlað að nota bíl, fylltan af

sprengiefni, til verksins og sýndu

þau í gær myndir af bílnum þar sem

sjá mátti gula pakka sem þau segja

að innihaldi sprengiefni. Segja þau

að ætlun mannsins hafi verið að aka

bifreiðinni á bíl, eða bíla, háttsettra

meðlima í ríkisstjórn landsins og

sprengja sjálfan sig upp með bílnum.

Maðurinn var handtekinn þegar

hann lenti í umferðaróhappi í höf-

uðborginni Kabúl, en ekki er ljóst

hvernig sprengiefnið í bílnum

fannst. Hann er nú í vörslu leyni-

þjónustunnar, sem hyggst yfirheyra

hann nánar. 

Í yfirlýsingu afganskra stjórn-

valda segir að maðurinn, sem hand-

tekinn var, sé erlendur og að árásin

hafi verið skipulögð fyrir utan landa-

mæri Afganistans. ?Alþjóðlegir

hryðjuverkamenn sýna enn á ný

andlit sitt,? segir í yfirlýsingunni.

?Óvinir Afganistans sitja ekki auð-

um höndum, heldur gera þeir sam-

særi til að fremja frekari hryðju-

verk.? Ekki er ljóst hverjir standa að

baki samsærinu en margir hópar eru

sagðir koma til greina. Hópar talib-

ana og al-Qaeda meðlima eru enn í

felum í landinu og deilur milli hinna

margvíslegu þjóðarbrota og ætt-

bálka, sem landið byggja, gera

stjórnvöldum erfitt fyrir. 

Komið í veg fyrir

sprengjutilræði

Kabúl. AP.

ANFINN Kallsberg, lögmaður

færeysku landstjórnarinnar og

formaður Þjóðarflokksins, hætti

á síðustu stundu við að segja af

sér við setningu Lögþingsins á

þjóðhátíðardegi Færeyinga í

gær. Kallsberg hafði lýst því yfir

að drægi Torbjørn Jacobsen,

þingmaður Þjóðveldisflokksins,

ekki til baka ummæli, sem hann

viðhafði um lögmanninn, myndi

hann segja af sér við þingsetn-

inguna. 

Jacobsen hafði haldið því

fram að fortíð Kallsbergs væri

svo gruggug að hvergi annars

staðar en í Færeyjum væri hon-

um stætt á að gegna æðsta emb-

ætti þjóðarinnar. Sagði hann

lögmanninn m.a. eiga erfitt með

að gera greinarmun á eignum

sínum og annarra og vísaði til

þess að Kallsberg hefði átt í

vafasömum viðskiptum á árum

áður er hann starfaði sem end-

urskoðandi. Jacobsen afhenti

Kallsberg afsökunarbeiðnina

rétt áður en þingmenn gengu til

guðsþjónustu í Dómkirkjunni í

Þórshöfn. Þingmaðurinn hafði

áður lýst því yfir að hann styddi

stjórnina, en Kallsberg taldi það

ekki nægilegt og krafðist þess

að Jacobsen drægi ummælin

skilyrðislaust til baka fyrir setn-

ingu þingsins.

Kallsberg hafði tilbúnar tvær

ræður til flutnings við þingsetn-

inguna, afsagnarræðu og hefð-

bunda setningarræðu, en þurfti

ekki að nota þá fyrrnefndu, eins

og áður segir. Las hann yfirlýs-

ingu Jacobsens upp fyrir þingið

áður en hann flutti setningar-

ræðuna.

Færeyingar halda nú upp á að

150 ár eru liðin frá því að Lög-

þingið var endurreist árið 1852

og voru þingforsetar Danmerk-

ur, Grænlands og Íslands við-

staddir þingsetninguna. 

Færeyjar

Kalls-

berg sit-

ur áfram

Þórshöfn. Morgunblaðið. 

VERULEG hækkun varð á

helstu hlutabréfavísitölunum í

Bandaríkjunum í gær. Nasd-

aq-vísitalan hækkaði um 73

stig, eða 5,8%, og er nú 1.335

stig. Dow Jones hækkaði um

447 stig, eða 5,4%, og er nú

8.714 stig. Þetta er þriðja

mesta hækkun Dow Jones-

vísitölunnar á einum degi til

þessa. 

Sérfræðingar telja að fjár-

festar hafi nú minni áhyggjur

af afkomutölum og bókhaldi

stórfyrirtækja og séu tilbúnir

til að kaupa á ný. ?Fjárfestar

eru að átta sig á því að það er

hægt að versla fremur ódýrt

á markaðinum í dag,? sagði

John C. Forelli, sérfræðingur

hjá fjárfestingarfyritækinu

Independence Investment

LLC í Boston. 

Gengi bréfa deCODE,

móðurfélags Íslenskrar

erfðagreiningar, lækkaði

hins vegar á bandaríska

Nasdaq-verðbréfamarkaðin-

um í gær. Gengið lækkaði

um 5 sent á hlut, eða 1,4%,

og var lokagengið 3,5 banda-

ríkjadalir.

Hlutabréf

hækka á ný

New York. AP.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48