Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						177. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 31. JÚLÍ 2002
SAUTJÁN ára Palestínumaður
sprengdi í gær sjálfan sig í loft upp í
miðborg Jerúsalem og særði með því
sjö aðra. Er þetta fyrsta sjálfs-
morðsárás Palestínumanna í Ísrael
síðan Ísraelar gerðu mannskæða
loftárás á Gazaborg í síðustu viku. Á
Vesturbakkanum skutu Palestínu-
menn tvo ísraelska landnema í þorpi
skammt frá Nablus.
Lögreglan í Jerúsalem sagði að
lögreglumönnum hefði næstum því
tekist að koma í veg fyrir sjálfs-
morðsárásina er þeir komu auga á
grunsamlegan mann er samstundis
hljóp inn á veitingastað og sprengdi
sprengjuna sem hann hafði fasta við
sig.
Al-Aqsa-herdeildirnar, sem eru
vopnaður armur Fatah-hreyfingar
Yassers Arafats Palestínuleiðtoga,
lýstu tilræðinu á hendur sér, en það
er hið fyrsta í Jerúsalem síðan 25
Ísraelar féllu í tveimur sjálfsmorðs-
tilræðum Palestínumanna 18. og 19.
júní.
Al-Aqsa stóðu einnig að morðun-
um á ísraelsku landnemunum á
Vesturbakkanum í gær, og hafa þá
átta landnemar þar verið skotnir síð-
an árásin var gerð á Gazaborg.
Landnemarnir er féllu í gær voru að
bjóða til sölu díselolíu í palestínsku
þorpi er a.m.k. tveir Palestínumenn
stukku úr launsátri á bak við ólífutré
og skutu þá, að sögn sjónarvotta og
ísraelskra heimildarmanna. Land-
nemarnir voru vopnaðir vélbyssum
en náðu ekki að verja sig, að sögn út-
varps ísraelska hersins.
Sjálfs-
morðsárás
í Jerúsalem
Jerúsalem. AFP.
L52159 Ráðgerðu/19
FORSETAR Lýðveldisins Kongó
og Rúanda undirrituðu í gær frið-
arsamning sem miðast að því að
binda enda á fjögurra ára stríð sem
talið er að hafi kostað 2,5 milljónir
manna lífið. Þegar stríðið í Lýðveld-
inu Kongó náði hámarki höfðu sjö
önnur Afríkuríki dregist inn í það.
?Blóðsúthellingunum verður að
linna,? sagði Joseph Kabila, forseti
Lýðveldisins Kongó, áður en hann
undirritaði friðarsamninginn í Suð-
ur-Afríku ásamt Paul Kagame, for-
seta Rúanda.
Stríðið hófst í ágúst 1998 þegar
Laurent Kabila, faðir Josephs, var
við völd, en hann var ráðinn af dög-
um í fyrra. Andstæðingar Laurents
Kabila hófu uppreisn með stuðningi
Búrúndís, Rúanda og Úganda en
Angóla, Tsjad, Namibía og Zim-
babve studdu stjórnarher Lýðveld-
isins Kongó sem hét áður Zaire.
Thabo Mbeki, forseti Suður-Afr-
íku, og Kofi Annan, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, höfðu
milligöngu um samninginn. Sam-
kvæmt honum á stjórnarher Lýð-
veldisins Kongó að handtaka og af-
vopna um 12.000 vígamenn úr
röðum hútúa sem flúðu þangað eftir
að hafa tekið þátt í drápum á um
800.000 Rúandabúum, aðallega túts-
um, árið 1995. Senda á hútúana til
Rúanda og þarlend stjórnvöld eiga
að kalla heim 30.000 hermenn sína í
Lýðveldinu Kongó á næstu þremur
mánuðum.
?Stríðinu
ekki lokið?
Thabo Mbeki lofaði að senda her-
menn til Lýðveldisins Kongó til að
aðstoða við að koma samningnum í
framkvæmd. Stjórnvöld í Suður-
Afríku og Sameinuðu þjóðirnar eiga
að fylgjast með því hvort staðið
verður við samninginn fyrir 26. nóv-
ember, eða innan 120 daga.
Nokkrir sérfræðingar í málefnum
Lýðveldisins Kongó segja að þetta
sé alltof skammur tími til að koma
samningnum í framkvæmd því það
taki að minnsta kosti ár að afvopna
uppreisnarmennina.
Íbúar Kinshasa, höfuðborgar
Lýðveldisins Kongó, voru efins um
að friður kæmist á. ?Við höfum
undirritað svo marga samninga án
þess að lát hafi orðið á átökunum,?
sagði einn þeirra. ?Stríðinu er ekki
lokið.?
Flóttamannahjálp Sameinuðu
þjóðanna lýsti hins vegar undirritun
samningsins sem ?tímamótavið-
burði? og kvaðst vona að hann yrði
til þess tugir þúsunda Kongó-
manna, sem hafa flúið til grannríkj-
anna, ættu afturkvæmt til heima-
landsins.
Lýðveldið Kongó og Rúanda
Friðarsamning-
ur undirritaður
Á að binda enda á stríð sem hefur
kostað 2,5 milljónir manna lífið
Pretoríu. AP, AFP.
JAMES A. Traficant, fyrrverandi
þingmaður demókrata í fulltrúa-
deild bandaríska
þingsins, var í
gær dæmdur í
átta ára fangelsi
fyrir að þiggja
mútur og ólög-
legar endur-
greiðslur. Trafic-
ant hafði áður
tilkynnt framboð
sitt í kosningun-
um í nóvember
nk., þrátt fyrir að eiga yfir höfði
sér fangelsisdóm og brottvikningu.
Dómarinn við réttarhöldin í máli
Traficants, Lesley Wells, dæmdi
hann til lengri fangelsisvistar en
saksóknarar höfðu farið fram á.
Sagði Wells að Traficant bæri
enga virðingu fyrir yfirvöldum og
að hann hefði beitt lygum til þess
að reyna að beina athygli frá
ákærunum gegn honum.
Traficant sakaði Wells um að
hafa lagt saksóknurum lið og
kvartaði undan því að við rétt-
arhöldin hefði hann ekki fengið
tækifæri til að útskýra að stjórn-
völd væru að reyna að hefna sín á
honum.
Traficant
í átta ára
fangelsi
Cleveland. AP.
Traficant
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti staðfesti í gær yfirgripsmikil lög
um reikningsskil fyrirtækja, sem
Bandaríkjaþing afgreiddi frá sér fyr-
ir helgi. ?Það verður ekki um að
ræða meira auðfengið fé fyrir glæpa-
menn í fyrirtækjageiranum. Þeirra
bíður bara fangelsisvist,? sagði Bush
er hann undirritaði lögin í viðurvist
þingmanna og háttsettra embættis-
manna í Hvíta húsinu.
?Hinn frjálsi markaður er ekki
frumskógur þar sem einungis þeir
lifa af, sem enga siðferðiskennd hafa,
né fjármálaleikvangur þar sem
menn eiga aðeins að stjórnast af
græðgi,? sagði Bush. ?Þessi lög
senda öllum óheiðarlegum frammá-
mönnum í viðskiptalífinu þau skila-
boð að þeir geti vænst þess að upp
um þá komist og að þeim verði refs-
að. Tímabil lágs siðferðis og falsks
gróða er liðið.?
Röð hneykslismála í viðskiptalíf-
inu undanfarið, sem m.a. tengdust
orkurisanum Enron og fjarskipta-
fyrirtækinu WorldCom, olli því að ný
lög um reikningsskil fyrirtækja
runnu fljótt og örugglega í gegnum
þingið. 
Lögin leiða til mestu breytinga á
reglum um endurskoðun fyrirtækja
frá kreppunni miklu eftir verðhrunið
í kauphöllinni í New York 1929. Er
markmið þeirra að auka aftur traust
almennings á bandarískum fyrir-
tækjum og stuðla þannig að því að
markaðir rétti úr kútnum.
Fréttaskýrendur segja að ráða-
menn í Hvíta húsinu hafi orðið mjög
áfram um að staðfesta lög í líkingu
við þessi eftir að halla tók undan fæti
á mörkuðum vestra og eftir að ljóst
varð, að hneykslismál í viðskiptalífnu
gætu valdið forsetanum pólitískum
skaða. Höfðu m.a. vaknað spurning-
ar um sölu Bush sjálfs á hlutabréfum
í olíufyrirtækinu Harken Energy í
Texas árið 1990, og þá hefur Dick
Cheney varaforseti verið sakaður
um bókhaldssvik, en hann rak áður
fyrirtækið Halliburton, sem sérhæf-
ir sig í þjónustu við olíufyrirtæki.
?Markaðurinn staldraði við?
Fjármálaskýrendur sögðu í gær
að þótt fjárfestar væru enn hræddir
um að hlutabréfaverð taki aftur að
lækka hafi fregnir af lagasetning-
unni í gær aukið þeim þor. Nasdaq-
vísitalan hækkaði í gær, þriðja dag-
inn í röð, en aðeins um tæpt prósent.
Dow Jones lækkaði aftur á móti lít-
illega, eða um 0,4%.
Svipaða sögu var að segja af mörk-
uðum í Evrópu, þar sem FTSE-vísi-
talan í London féll um hálft prósent,
og einnig CAC 40-vísitalan í París. Í
Frankfurt varð aftur á móti hækkun
um hálft prósent.
En það dró nokkuð úr fjárfestum
að neytendatrausts-vísitalan í
Bandaríkjunum fyrir júlí, sem birt
var í gær, reyndist lægri en vænst
var, og lægri en hún var í júní.
Bandaríski hagfræðingurinn Steph-
en Gallagher sagði að lækkun vísitöl-
unnar væri ?viðvörunarljós?, og að
enn væri þörf á að bregðast við or-
sökum lækkunarinnar.
Fjármálaskýrendur vildu ekki
taka svo djúpt í árinni að segja að
markaðirnir væru að rétta úr kútn-
um eftir verulegar lækkanir undan-
farið. ?Markaðurinn staldraði við í
dag,? sagði Tom Galvin, fram-
kvæmdastjóri fjárfestingarsviðs
Credit Suisse First Boston-bankans.
?Það er of snemmt að segja að við
séum að rétta úr kútnum.?
AP
George W. Bush skrifar undir nýju lögin við hátíðlega athöfn í Hvíta
húsinu í gær. Að baki forsetanum standa (f.v.) öldungadeildarþing-
mennirnir Paul Sarabanes, Trent Lott og Tom Daschle. 
George W. Bush Bandaríkjaforseti staðfestir ný lög um reikningsskil fyrirtækja
Segir hinn frjálsa mark-
að ekki vera frumskóg
Fjárfestar enn varkárir en
bregðast jákvætt við lögunum
Washington, New York. AP, AFP.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52