Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞORBJÖRGU Þórðardóttur vef- listakonu hefur verið boðið að sýna á alþjóðlegum textílþríæringi í Pól- andi, II International Artistic Linen Cloth Biennale Krosno 2002. Sýn- ingin, sem er farandsýning hefur þegar verið opnuð í Museum of Art and Crafts í Krosno, Markmið sýningarinnar er að endurvekja hörinn til listsköpunar. Það þykir við hæfi að staðsetja biennalinn í Pólandi þar sem hör hefur verið ræktaður í gegnum ald- irnar og verið aðalundirstaða í vefnaði þjóðarinnar allt frá striga- pokum, upp í hágæða damask (rósavefnað). Þorbjörg sýnir þrjú verk unnin úr íslenskum hör sem var ræktaður undir Eyjafjöllum. Sýningin verður einnig sett upp í Úkraníu, Slóvakíu og Ungverjalandi. Starfsferil Þorbjargar má sjá á slóðinni á www.meistarijakob.is. Eitt verka Þorbjargar á sýningunni. Hör úr Eyjafirði á alþjóð- legum þríæringi GUÐJÓN Pedersen leikhússtjóri kynnti fjölbreytta vetrardagskrá Borgarleikhússins á kynningar- fundi á föstudag með þeim orðum að Borgarleikhúsið væri „hús borgaranna, akademía alþýðunnar og samkomustaður fjölskyldunn- ar“. „Við eigum okkur þann draum að hér finni allir í fjöskyldunni lif- andi orku. Alvöru erindi. Hver kynslóð fyrir sig eða allar saman. Á öllum sviðum. Alltaf,“ sagði Guðjón. Í ávarpi sínu til starfs- manna Borgarleikhússins við setn- ingu starfsársins sagði Guðjón m.a.: „Atburðir síðasta árs fá okk- ur sem störfum í listum til að hugsa um tilgang og erindi. Hvaða erindi eigum við? Hvernig eigum við að bregðast við? Hvaða sögur eigum við að segja? Ég hef ekkert eitt svar við þessum spurningum enda eigum við í þessu glæsileg- asta leikhúsi landsins og með glæsilegasta starfsfólk landsins ekki að segia eina sögu eða eiga eitt erindi. Við eigum að fylgja þeirri hugsun sem var mörkuð þegar húsið var byggt og vera listamenn allra Reykvíkinga.“ Íslenskur söngleikur á Stóra sviðinu Á Stóra sviðinu eru fyrirhug- aðar fimm frumsýningar í vetur. Hin fyrsta er gamansöngleikurinn Honk eftir Bretana Georg Stiles og Anthony Drewe í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur. Þetta er fjölskyldusöngleikur þar sem lagt er útaf sögunni um ljóta andarung- ann eftir H.C. Andersen. Sölumað- ur deyr eftir Arthur Miller er næst á dagskrá í leikstjórn Þór- hildar Þorleifsdóttir. Púntila bóndi og Matti vinnumaður hans eftir Bertolt Brecht verður frumsýnt í nóvember í leikstjórn Guðjóns Pedersen. Í janúar verður frum- sýndur nýr íslenskur söngleikur eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson. Sól og máni nefnist hann og leikstjórinn er Hilmar Jónsson. Gamanleikurinn Öfugum megin uppí eftir hinn breska spéfugl Derek Benfield, verður frumsýnd- ur í mars í leikstjórn Maríu Sig- urðardóttur. Nýja sviðið og Litla sviðið Á Nýja sviðinu verður fyrsta frumsýningin í október á leikritinu Jón og Hólmfríður, frekar erótísku leikriti í þremur þáttum eftir franska leikskáldið, Gabor Rassov. Þar spreytir Halldóra Geirharðs- dóttir sig í fyrsta sinn á leikstjórn- inni. Vetrarævintýri eftir William Shakespeare er fyrirhugað í mars á Nýja sviðinu í leikstjórn Bene- dikts Erlingssonar. Á Litla sviðinu eru fyrirhugaðar tvær frumsýningar. Segðu mér allt er nýtt leikrit eftir Kristínu Óm- arsdóttur. Leikstjóri er Auður Bjarnadóttir. Rómeó og Júlía er samstarfsverkefni milli LR, Vest- urports, Íslenska dansflokksins og 1001 nætur. Leikstjóri er Gísli Örn Garðarsson sem leikstýrir í fyrsta sinn en hann útskrifaðist úr LHÍ fyrir tveimur árum. Á þriðju hæðinni, fjórða leik- rými Borgarleikhússins, verða frumsýnd tvö verk í samstarfi við leikhópinn Draumasmiðjuna. Ann- að nefnist Herpingur eftir Auði Haralds og hitt heitir Hinn full- komni maður eftir Mikael Torfa- son. Þá er einnig boðuð frumsýn- ing á leikriti í leikstjórn hins sænska Peter Engkvists en ekki hefur enn verið ákveðið hvaða verk verður fyrir valinu. Leiklistarhátíð, málfundir og uppákomur Afrakstur hugmyndasamkeppni Borgarleikhússins í fyrravetur mun líta dagsins ljós á Nýja svið- inu í umsjón Benedikts Erlings- sonar. Þar verða flutt þrjú klukku- tíma löng leikrit eftir Braga Ólafsson, Jón Atla Jónasson og Þorvald Þorsteinsson. Íslenski dansflokkurinn og LR efna sam- eiginlega til samkeppni um dans- leikhúsverk í vetur. Valin verða 6–8 verk sem verða síðan sýnd um leið og leikritin þrjú sem áður voru nefnd. Í samræmi við hugmyndir leik- hússtjórans um að allir finni eitt- hvað við sitt hæfi í Borgarleikhús- inu í vetur verður fjölmargt um að vera sem ekki tengist leiksýning- um nema þá óbeint. Áfram verður haldið með málfundi um siðfræði í samvinnu við Siðfræðistofnun Há- skóla Íslands og einnig verða mál- fundir um leikhús; Leikhúsmál. Fræðslustarf Borgarleikhússins hefur verið mjög öflugt og hafa á hverjum vetri komið þúsundir grunnskólabarna í heimsóknir í leikhúsið. Fræðslustarfið er orðið fastur liður í starfsemi leikhússins. Börnin kynnast leiklistinni, sögu hennar, starfi leikara og dansara og vinna í leiksmiðju með leikurum hússins. Þau fá einnig að sjá tvær sýningar, barnaleikrit og danssýn- ingu. Með þessu er heill skóladag- ur gerður að sannkölluðu ævintýri. Þá verður Borgarleikhúsið í samstarfi við Borgarbókasafnið um uppákomur í nýja útibúi safns- ins, Kringlusafni. Endurmenntun- arstofnun hefur fengið inni í Borg- arleikhúsinu með hin geysivinsælu fornsagnanámskeið Jóns Böðvars- sonar. Fyrir áhugasama leikhús- gesti verður af og til boðið upp á sérstakar kynningar klukkutíma fyrir sýningu. Hægt verður að fræðast um bakgrunn verksins, höfundinn, vinnuaðferðir og að- standendur sýningarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Starfsmenn Borgarleikhússins leikárið 2002–2003. Listamenn allra Reykvíkinga Ýmislegt í boði í vetrardagskrá Leikfélags Reykjavíkur Brúðargjafir Mörkinni 3, s: 588 0640 Opið mánudag-föstudags 11-18. Lokað á laugardögum í sumar Ísskálar frá Kr. 4.290
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.