Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						209. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 7. SEPTEMBER 2002
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands, hófu í gær nýja
herferð miðaða að því að sannfæra aðra ráðamenn
heimsins um nauðsyn þess að grípa til harðari að-
gerða gegn Írak. Sama daginn gerðu brezkar og
bandarískar herþotur hernaðarmannvirkjum Íraka
mestu skráveifuna sem frétzt hefur af í langan
tíma.
Bush og Blair hringdu hvor um sig í Vladimír
Pútín Rússlandsforseta og Jacques Chirac Frakk-
landsforseta, en þeir hafa báðir látið í ljósi djúp-
stæða fyrirvara við að gripið verði til hernaðar-
aðgerða í því skyni að steypa Saddam Hussein
Íraksforseta af stóli.
Bush átti auk þess símasamtal við Jiang Zemin,
forseta Kína. 
Bush, Pútín, Chirac, Jiang og Blair eru fulltrúar
þeirra fimm aðildarlanda öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna sem þar eiga fast sæti og hafa neitunar-
vald um allar ákvarðanir ráðsins. ?Forsetinn
[Bush] tjáði hinum erlendu leiðtogum að hann mæti
skoðun þeirra mikils. Hann lagði áherzlu á að Sadd-
am Hussein er ógn og að við verðum að taka hönd-
um saman til að gera heiminn friðvænlegri,? sagði
Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins.
Ónafngreindur talsmaður Blairs sagði: ?For-
sætisráðherrann hefur verið að ráðfæra sig við
kollega sína um ástandið í alþjóðamálunum eins og
það er núna.?
Bush og Blair virðast vera að vinna markvisst
saman að því að safna alþjóðlegum stuðningi við
hugsanlega innrás í Írak undir forystu Bandaríkja-
manna til þess að koma Saddam Hussein frá völd-
um, en hann saka þeir um að vera að koma sér upp
gereyðingarvopnum á laun.
Þeir Bush og Blair ætla að hittast á ?sveitasetri?
Bandaríkjaforseta í Camp David í dag til að ræða
framhaldið á Íraksmálinu. Bush mun í næstu viku
hitta Jean Chrétien, forsætisráðherra Kanada, og
flytja ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna
þar sem hann hyggst færa rök fyrir stefnu sinni
gagnvart Írak.
En leiðtogarnir tveir, brezki forsætisráðherrann
og bandaríski forsetinn, virðast enn eiga erfitt með
að sannfæra aðra bandamenn um að árás á Írak
undir bandarískri forystu myndi ekki hafa hræði-
legar afleiðingar í hinum óstöðugu Mið-Austur-
löndum.
Pútín og Chirac lýsa efasemdum
Rússneski forsetinn tjáði bæði Bush og Blair að
hann hefði ?alvarlegar efasemdir? um röksemdir
Bush fyrir árás á Írak, eftir því sem rússneska Int-
erfax-fréttastofan hafði eftir talsmanni Pútíns,
Alexei Gromov.
Chirac Frakklandsforseti tjáði Bush einnig, að
hvers konar hernaðaraðgerðir gegn Írak yrði ör-
yggisráð SÞ að leggja blessun sína yfir, jafnvel þótt
hann væri sammála því að alþjóðasamfélagið yrði
að sýna fulla festu gagnvart einræðisstjórninni í
Írak.
Leiðtogar Bandaríkjanna og Bretlands herða róðurinn gegn Írak
Bush og Blair reyna að
fá heiminn á sitt band
Washington. AFP.
ÞÝZKA lögreglan handtók í
gær ? eftir vísbendingu frá
bandarískum yfirvöldum ?
tyrkneskan mann og banda-
ríska unnustu hans vegna
gruns um að þau áformuðu að
gera hryðjuverkaárás á her-
stöðvar Bandaríkjamanna í
Heidelberg hinn 11. septem-
ber, þegar rétt ár verður liðið
frá árásunum í Bandaríkjun-
um.
Í íbúð parsins í Heidelberg
fundust 130 kíló af efnum til
sprengjugerðar og fimm röra-
sprengjur sem sprengiefnið
vantaði ennþá í. Í Heidelberg
eru Evrópuhöfuðstöðvar
Bandaríkjahers.
?Okkur grunar að þau hafi
ætlað sér að gera sprengjuárás
á herstöðvar og aðrar bygging-
ar í Heidelberg,? sagði Thomas
Schäuble, innanríkisráðherra
þýzka sambandslandsins Bad-
en-Württemberg.
Yfirvöld eru að kanna, hvort
parið hafi verið eitt að verki eða
í tengslum við einhver samtök. 
Sagði Schäuble að hin hand-
teknu, 25 ára Tyrki og 23 ára
kona sem hefur bandarísk-
tyrkneskan ríkisborgararétt,
hefðu látið í ljósi að þau bæru
hatur í brjósti í garð gyðinga.
Par handtekið 
í Þýzkalandi
Grunuð
um að
áforma
tilræði
Stuttgart. AP.
ÞINGMENN beggja deilda Banda-
ríkjaþings komu til fundar í alrík-
isbyggingunni á Manhattan-eyju í
New York í gær í tilefni þess að á
miðvikudag er eitt ár liðið frá því
að hryðjuverkamenn flugu far-
þegaflugvélum inn í World Trade
Center-bygginguna í New York.
Um 3.000 manns fórust í ódæðinu. 
Um sögulegan fund var að ræða
því þetta er aðeins í annað skipti á
tvö hundruð árum sem Banda-
ríkjaþing hefur fundað annars
staðar en í Washington. 
Dick Cheney, varaforseti Banda-
ríkjanna, minntist þess í ræðu við
þetta tækifæri að nú væri liðið ár
síðan New York varð fyrir grimm-
úðlegustu árás sem hægt væri að
hugsa sér. Íbúar borgarinnar og
Bandaríkjanna allra hefðu hins
vegar sýnt samtakamátt sinn sem
aldrei fyrr í eftirleik árásanna. 
?Dró ekki úr styrk okkar?
?Það sem gerðist 11. september
[í fyrra] dró ekki úr styrk okkar
[sem þjóðar] heldur einmitt hið
gagnstæða,? sagði Tom Daschle,
leiðtogi repúblikana í öld-
ungadeild Bandaríkjaþings. Sagði
Daschle að sagan myndi sýna að
hryðjuverkamönnunum hefði mis-
tekist ætlunarverk sitt.
Hér fara þingmenn allir sem
einn með embættiseiðstaf sinn á
minningarþingfundinum í gær.
Þekkja má öldungadeild-
arþingmennina John Kerry frá
Massachusetts (í miðju) og flokks-
bróður hans úr Demókrataflokkn-
um Joseph Lieberman frá Conn-
ecticut lengst til hægri.
Síðast kom Bandaríkjaþing sam-
an í New York árið 1789, í sama
sal og í gær, og var það allra fyrsti
fundur þingsins eftir stofnun þess.
Við það tækifæri sór George
Washington, fyrsti forseti Banda-
ríkjanna, embættiseið sinn.
Reuters
Söguleg-
ur þing-
fundur í 
New York
HAMID Karzai, forseti Afganistans, kvaðst í gær
ekki óttast stjórnleysi í landinu en 30 manns fór-
ust í sprengjutilræði í höfuðborginni Kabúl á
fimmtudag og sjálfur slapp Karzai naumlega á lífi
þegar gerð var tilraun til að ráða hann af dögum í
borginni Kandahar. ?Þessir atburðir eru einstök
tilfelli. Þeir þýða ekki að skálmöld ríki alls staðar í
landinu,? sagði hann.
Karzai hitti blaðamenn í Kabúl í gær og ræddi
þar um banatilræðið, sem honum var sýnt á
fimmtudag. Engin merki voru um að tilræðið hefði
sett forsetann út af laginu og sagði Karzai að það
myndi ekki hafa nein áhrif á umfang öryggisgæslu
vegna forsetans í framtíðinni, að öðru leyti en því
að hann myndi fara að öllu með gát. ?Ég mun fara
enn varlegar, ég verð ekki eins kærulaus og ég hef
verið,? sagði hann.
Stjórnvöld í Kabúl telja að útsendarar talibana,
sem áður voru við völd í Afganistan, hafi staðið
fyrir tilræðinu við Karzai. Hafa átján manns verið
handteknir, þ.á m. fyrrverandi liðsmaður örygg-
issveita Gul Agha Sherzai, héraðsstjóra í Kanda-
har, en Sherzai særðist lítillega þegar tilræðis-
maðurinn hóf skothríð að bifreiðinni, sem þeir
Karzai og Sherzai voru í.
Tilræðismaðurinn, Abdul Rehman, var skotinn
til bana af bandarískum sérsveitarmönnum, sem
annast öryggi forsetans. Tveir menn til viðbótar
létust, þegar sérsveitarmennirnir hófu skothríð
sína, og voru báðir vopnaðir. Ekki er þó talið að
þeir hafi verið með byssumanninum. Rehman var
frá Helmand-héraði í Suður-Afganistan en þar
njóta talibanar enn mikils stuðnings.
Dvöl friðargæslusveita framlengd?
Tilræðið við Karzai átti sér stað um miðjan dag
að afgönskum tíma. Fyrr um daginn hafði bíl-
sprengja sprungið á fjölfarinni götu í Kabúl og
biðu 30 bana og 167 til viðbótar særðust. Var bíl-
stjóri bifreiðarinnar sem sprakk, afganskur leigu-
bílstjóri, færður til yfirheyrslu í gær. Engar sann-
anir eru fyrir hendi um það hverjir stóðu fyrir
árásinni en yfirvöld í Afganistan gruna talibana,
al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin eða Gulbuddin
Hekmatyar, fv. forsætisráðherra, um verknaðinn. 
Alþjóðlegir friðargæsluliðar hafa aukið örygg-
isgæslu í Kabúl í kjölfar tilræðisins í fyrradag.
Þykir nú líklegra en áður að ákvörðun verði tekin
um að framlengja dvöl friðargæslusveitanna í Afg-
anistan, jafnvel að þær verði gerðar út af örkinni
til annarra svæða en höfuðborgarinnar Kabúl.
Karzai segist ekki óttast
stjórnleysi í Afganistan
AP
Ættingjar manns sem dó þegar bílsprengja
sprakk í Kabúl bera lík hans til grafar í gær.
Kabúl, Kandahar. AFP, AP.
L52159 Stórárás/26

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68