Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						211. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 10. SEPTEMBER 2002
ínumanna væru útilokaðar með
hann áfram við völd. ?Friður og
umbætur geta ekki orðið að veru-
YASSER Arafat, leiðtogi Palest-
ínumanna, fordæmdi hryðjuverk í
ræðu fyrir palestínska heimastjórn-
arþinginu í gær og hét því að kosn-
ingar til þess yrðu haldnar í janúar.
Hann sagði þó fátt áþreifanlegt um
hvað heimastjórnin ætlaði sér að
aðhafast gegn palestínskum
hryðjuverkamönnum. Arafat sagði
heldur ekkert um það hvort honum
þætti koma til greina að skipa for-
sætisráðherra, sem deila myndi
völdum með honum sjálfum.
Sáttatónn í bland við ásakanir
Í ræðunni var bæði að finna ófáar
ásakanir á hendur Ísraelsstjórn, en
einnig var í henni ótvíræður sátta-
tónn. Fordæmdi hann árásir gegn
óbreyttum borgurum í Ísrael og að
slíkar árásir drægju athyglina frá
þjáningum Palestínumanna undir
hernámi Ísraela. 
Raanan Gissin, ráðgjafi Ariels
Sharons, forsætisráðherra Ísraels,
sagði ræðu Arafats þýðingarlausa
og umbætur á heimastjórn Palest-
leika nema Arafat hverfi af sjónar-
sviðinu,? sagði Gissin. Talsmaður
Hamas-samtaka herskárra músl-
ima lýsti einnig yfir vonbrigðum og
sagði ræðuna skorta skýra stefnu
gagnvart ?árásarstefnu Ísraela?.
Reuters
Arafat
boðar
kosningar
Ramallah, Jerúsalem. AFP, AP.
Palestínskur drengur gengur hjá bíl með sundurskotna rúðu í Al-Bureij-flóttamannabúðunum á miðju Gaza-
svæðinu í gær, en Ísraelsher ruddist þangað inn snemma í gærmorgun í leit að herskáum Palestínumönnum. 
LEIÐTOGAR vestrænna þjóða
gagnrýndu margir harkalega Sadd-
am Hussein Íraksforseta og stefnu
hans í gær en að
Bretum undan-
skildum virtust
þeir þó ekki
reiðubúnir að
taka þátt í hern-
aði gegn honum.
Bretar styðja þá
afstöðu Banda-
ríkjamanna að
Írakar séu hættu-
legir heimsfriði vegna tilrauna
þeirra til að koma sér upp gereyð-
ingarvopnum. 
Írakar ráku vopnaeftirlitsmenn
Sameinuðu þjóðanna úr landi 1998
og segjast Bandaríkjamenn hafa
traustar upplýsingar um að Saddam
reyni ákaft að koma sér upp gereyð-
ingarvopnum. Fjölmargir leiðtogar
hvetja George W. Bush Bandaríkja-
forseta til að hefja ekki einhliða að-
gerðir gegn Saddam heldur ræða
málið á vettvangi SÞ, annað væri
brot á alþjóðalögum. En í viðtali The
New York Times við Jacques Chirac
Frakklandsforseta, sem birt var í
gær, kvað við nokkuð annan tón.
Hann lagði til að öryggisráð SÞ sam-
þykkti ályktun þar sem Írakar
fengju þriggja vikna frest til að
hleypa eftirlitsmönnum á ný inn í
landið og fengju þeir fullt frelsi til að
kynna sér grunsamlega staði. Ef
Írakar höfnuðu yrði síðan samþykkt
önnur ályktun þar sem ákveðið yrði
hvort gripið yrði til hernaðar.
?Ekkert er útilokað ef það er
ákveðið af alþjóðasamfélaginu og
ákvörðunin byggð á öruggum sönn-
unum [fyrir því að Írakar séu að
koma sér upp gereyðingarvopnum],?
sagði Chirac í viðtalinu. Hann benti á
hætturnar sem fylgdu því ef ein þjóð
tæki sér rétt til að efna til fyrir-
byggjandi aðgerða, þá myndu fleiri
fylgja í kjölfarið. ?Ef við héldum inn
á þá braut hvar myndum við þá
hafna?? 
Alþjóðahermálastofnunin (IISS) í
London, sem er óháð rannsókna-
stofnun, telur að Írakar gætu smíðað
kjarnorkusprengju á fáeinum mán-
uðum ef þeir kæmust yfir plútón sem
er geislavirkt og baneitrað úrgangs-
efni er myndast við brennslu úrans í
kjarnorkuverum. Viðskiptabann og
eftirlit hafi á sínum tíma tafið áætl-
anir þeirra en ekki stöðvað þær. Ef
ekkert yrði að gert ?virðist líklegt að
núverandi stjórn Íraks muni að lok-
um ná markmiðum sínum?.
?Óvissan er gríðarleg?
Plútón er talið vera til sölu á svört-
um markaði sums staðar í heiminum,
ekki síst í fyrrverandi sovétlýðveld-
um. Einnig ræður stjórn Saddams
yfir öflugum efna- og sýklavopnum
sem hægt væri að framleiða í miklu
magni á skömmum tíma, segir í
skýrslu IISS er birt var í gær. Ná-
kvæmar upplýsingar um getu Íraka
á þessum sviðum séu þó af skornum
skammti. ?Óvissan er gríðarleg,?
sagði einn af höfundum skýrslunnar,
Gary Samore.
Talsmenn Tonys Blairs, forsætis-
ráðherra Bretlands, fögnuðu skýrsl-
unni en sögðust á næstunni myndu
birta sínar eigin upplýsingar um
vopnasmíði Íraka og væru þar atriði
sem ekki kæmu fram í skýrslu IISS.
Í henni segir að Saddam hafi varið
geysiháum fjárhæðum í að þróa ger-
eyðingarvopn. Hins vegar sé geta
Íraka til að skjóta kjarnorkuvopnum
með eldflaugum á önnur ríki tak-
mörkuð en hægt sé að láta flugvélar
eða sérsveitarmenn flytja slík vopn
til annarra landa. Írakar eigi ef til
vill tólf eldflaugar er dragi 650 kíló-
metra en ráði ekki yfir tækni til að
búa þær kjarnorkuvopnum, ef þeir
þá eigi eða eignist slík vopn.
Chirac vill gefa Sadd-
am Íraksforseta frest
París, Washington, London. 
IISS telur að Írakar gætu smíðað
kjarnasprengju á fáeinum mánuðum
L52159 SÞ fá/26
Jacques Chirac 
Stjórn
Schüssels
fallin
Vínarborg. AFP.
WOLFGANG Schüssel, kanzlari
Austurríkis, boðaði í gær afsögn rík-
isstjórnar sinnar, í kjölfar þess að
þrír ráðherrar Frelsisflokksins
(FPÖ) sögðu af sér á sunnudag og í
gær vegna klofnings í flokknum.
Schüssel sagði á blaðamannafundi
að hann myndi á þriðjudagskvöld
leggja það til á fundi með forystu
síns flokks, hins íhaldssama Þjóðar-
flokks (ÖVP), að þingið yrði leyst
upp og nýjar kosningar skyldu boð-
aðar, líklega í lok nóvember. 
Susanne Riess-Passer, varakanzl-
ari og formaður Frelsisflokksins,
sagði af sér báðum embættum á
sunnudag. Flokksbróðir hennar
Karl-Heinz Grasser sagði samtímis
af sér fjármálaráðherraembættinu
og síðar tilkynntu tveir aðrir ráð-
herrar flokksins afsögn.
Ástæða afsagnanna var harkaleg
deila milli ráðherraliðs flokksins og
Jörgs Haider, fyrrverandi flokks-
leiðtoga, og dyggra fylgismanna
hans, um skattastefnu stjórnarinnar.
Haider, sem nú gegnir embætti fylk-
isstjóra í Kärnten, hafði mótmælt af
ákafa þeirri ákvörðun stjórnarinnar
að fresta boðuðum skattalækkunum
um eitt ár. Hann knúði fram boðun
aukaflokksþings gegn vilja Riess-
Passer og hinna FPÖ-ráðherranna
um málið og leiddi þessi klofningur
til afsagnanna og falls stjórnarinnar. 
Austurríki
SJÓNVARPSSTÖÐIN Al-Jazeera
í Persaflóaríkinu Katar birti í gær
brot úr myndbandi þar sem einn af
flugræningjunum er réðust á
Bandaríkin í fyrra flytur eins konar
?erfðaskrá? eða lokaorð. Maðurinn
hét Abdul Aziz al-Omari, var Sádi-
Arabi og þakkar hann meðal annars
Osama bin Laden fyrir að hafa gert
sér kleift að taka þátt í árásinni á
Bandaríkin.
Karlmaður með rödd er þykir
nauðalík rödd bin Ladens en sést
ekki í mynd heyrist nefna nöfn
hryðjuverkamannanna Mohammed
Atta, Marwan Al-Shihhi, Hani
Hajour og Ziad Jarrah.
?Þegar við tölum um hertöku
Washington og New York tölum við
um þessa menn sem breyttu gangi
sögunnar og hreinsuðu þjóðina af
óþverranum sem svikulir leiðtogar
hennar og stuðningsmenn þeirra
áttu sök á,? segir maðurinn með
drungalegri rödd. Karlmenn heyr-
ast söngla íslamskar bænir.
Al-Omari er klæddur gráum kufli
og sítt hárið hulið köflóttum, arab-
ískum höfuðklút, keffiyeh. Skila-
boðin les hann upp af blaði. Hann
segir árásirnar eiga að vera skila-
boð til ?vantrúarhundanna? um að
þeir eigi að hverfa frá Arabíuskaga
og hætta að styðja hina ?huglausu
gyðinga? í Palestínu.
?Megi Guð umbuna öllum þeim
sem þjálfuðu mig og gerðu þetta
stórkostlega verk gerlegt, einkum
baráttumanninum og íslamska
stríðsmanninum herra Osama bin
Laden, Guð verndi hann,? segir Al-
Omari. 
Lokaorð hryðjuverkamanns á myndbandi Al-Jazeera
Bin Laden þökkuð aðstoðin
Kaíró, Doha. AFP, AP.
GNÆGÐ feits matar og hreyf-
ingarleysi valda því að offita er
nú orðin að faraldri víða um
heim, einnig í fátækum ríkjum,
og sums staðar teljast 20%
þjóða vera haldin sjúkdómnum.
Andrew Prentice, breskur pró-
fessor og sérfræðingur í nær-
ingarfræði, segir í samtali við
BBC að kynslóðin sem nú þjá-
ist af offitu geti búist við því að
berjast við margan og þrálátan
heilsuvanda um ævina, frá
vægum kvillum í öndunarfær-
um og blóðrásarkerfi til alvar-
legra sjúkdóma á borð við syk-
ursýki og krabbamein.
Prentice segir að breytingin
á holdafarinu sé einstæð í sög-
unni, fyrr á öldum var ekki slík
ofgnótt matar og flestir þurftu
auk þess að stunda líkamlega
vinnu. 
?Það sem gerist núna er að
við höfum breytt aðstæðunum
sem við búum við á ótrúlega
stuttum tíma ? þetta hefur tek-
ið eina eða í mesta lagi tvær
kynslóðir og hefur breytt æva-
gömlum efnaskiptum sem í
þúsundir kynslóða voru miðuð
við að berjast við hungurs-
neyð,? sagði hann. 
Offita um
allan heim

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60