Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						213. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 12. SEPTEMBER 2002
?DAGUR harms og trega, dagur
bænar og samkenndar,? sagði George
W. Bush, forseti Bandaríkjanna, er
hann minntist þeirra, sem létu lífið í
árásum hryðjuverkamanna fyrir ári.
Voru minningarathafnir um þá haldn-
ar um heim allan í gær en í Bandaríkj-
unum hófust þær með athöfn við rúst-
ir tvíburaturnanna, World Trade
Center. Lagðist þögn yfir alla borgina
á þeirri stundu er rétt ár var liðið frá
því fyrri flugvélinni var flogið á annan
turninn.
Athöfnin í New York hófst með því,
að slökkviliðs- og lögreglumenn, sem
misstu hundruð félaga sinna í árás-
inni, gengu til hennar fylktu liði úr öll-
um fimm hverfum borgarinnar undir
tregafullum tónum sekkjapípunnar.
George Pataki, ríkisstjóri í New
York, las upp úr Gettysburgarávarpi
Abrahams Lincolns og Rudolph Giul-
iani, fyrrverandi borgarstjóri, sem
gat sér mikið orð á þessum örlagaríku
dögum, hóf síðan lesturinn á nöfnum
allra þeirra, sem létu lífið í árás
hryðjuverkamannanna á World
Trade Center, 2.801 manns. Alls tóku
um 200 manns þátt í upplestrinum.
Áttu margir um sárt að binda er nöfn
ástvina þeirra voru lesin upp.
Ávarp við Frelsisstyttuna
Bush forseti tók þátt í athöfn og
þagnarstund við Hvíta húsið í Wash-
ington og hélt þaðan til Pentagon,
bandaríska varnarmálaráðuneytisins.
184 menn létu lífið er hryðjuverka-
mennirnir flugu þriðju flugvélinni á
bygginguna. Var forsetinn einnig við-
staddur athöfn í Pennsylvaníu þar
sem hann vottaði farþegum og áhöfn
fjórðu flugvélarinnar virðingu sína en
talið er, að þeir hafi ráðist gegn flug-
ræningjunum áður en vélin hrapaði.
Bush lagði í gærkvöld blómsveig
við rústir World Trade Center í New
York og tók þátt í athöfn þar sem
tendraður var eilífur eldur til minn-
ingar um hina látnu. Síðar og í nótt að
ísl. tíma ætlaði hann að flytja ávarp
við Frelsisstyttuna. Í útdrætti úr því,
sem birtur var í gær, talar Bush um
þetta erfiða ár, um sorg þeirra, sem
eiga um sárt að binda, og býr þjóð
sína undir næsta stig í stríðinu gegn
hryðjuverkamönnum. 
Óbugaðir í erfiðleikunum
Mikil sorg og söknuður einkenndu
gærdaginn í Bandaríkjunum en
minningarstundir voru um landið allt,
meðal annars í kirkjum og skólum, og
Bandaríkjamenn erlendis fjölmenntu
til athafna, sem þar voru haldnar.
Þrátt fyrir sorgina lögðu íbúar í
New York áherslu á, að þeir væru enn
óbugaðir. Sumir nefndu þó, að ver-
öldin þeirra hefði breyst. Þeir gengju
niður götu og vissu með sjálfum sér,
að allt gæti gerst. Óttinn byggi enn í
brjósti þeirra. Aðrir sögðust hafa
kviðið þessum degi, ekki vegna ótta
við nýjar árásir, heldur vegna hinna
sáru minninga um skelfileg ódæðis-
verkin fyrir ári.
Fólk um allan heim sýndi í gær
samstöðu sína með Bandaríkjamönn-
um með þagnarstund og minningar-
athöfnum og samúðarkveðjur bárust
þeim hvaðanæva. 
Reuters
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, drúpir höfði við minningarathöfn, sem fram fór við Pentagon, banda-
ríska varnarmálaráðuneytið, í Washington. Þaðan hélt hann til minningarathafna í Pennsylvaníu og New York.
Fórnarlamba hryðjuverkanna í Bandaríkjunum fyrir ári minnst um allan heim
Söknuður en mikil sam-
kennd á erfiðri stund
New York, Washington. AP, AFP.
L52159 Ár liðið/22
GEORGE W. Bush Bandaríkja-
forseti hét því í gær að sigur myndi
vinnast í ?fyrsta mikla bardaganum
á nýrri öld? er hann fór fyrir lönd-
um sínum við minningarathafnir
um þá er létu lífið í hryðjuverk-
unum 11. september í fyrra. ?Morð
á saklausu fólki verða ekki útskýrð,
þeim verður einungis mætt með
þolgæði,? sagði forsetinn fyrir
framan Pentagon, byggingu varn-
armálaráðuneytisins í Washington.
Bush var til skiptis sorgmæddur
og ögrandi. ?Í dag vottar þjóðin
þeim virðingu sína,? sagði hann um
þá 184 er létu lífið í Pentagon og þá
tæplega 3.000 er létust í New York
og Pennsylvaníu. ?Hér og í Penn-
sylvaníu og New York heiðrum við
nafn hvers og eins, líf hvers og
eins.? En um leið, sagði forsetinn,
?ítrekum við það fyrirheit okkar að
sigra í stríðinu?. Hryðjuverkin fyrir
ári hefðu hrundið af stað ?fyrsta
mikla bardaganum á nýrri öld.
Óvinirnir eru staðfastir og úrræða-
góðir en þeir verða stöðvaðir?.
Í grein sem Bush skrifaði í The
New York Times í gær sagði hann,
að hryðjuverkin hefðu ýtt Banda-
ríkjamönnum út í styrjöld. ?Þau af-
hjúpuðu grimmd óvina okkar,
sýndu fram á alvarlegar ógnir við
land okkar og drógu fram staðfestu
og háttprýði þjóðar okkar.? At-
burðirnir hefðu einnig dregið skýrt
fram í dagsljósið hlutverk Banda-
ríkjanna í heiminum. Í miðjum
harmleiknum hefðu einnig skapast
góð tækifæri. ?Við verðum að búa
yfir visku og hugrekki til að grípa
þessi tækifæri. Stærsta tækifærið,
sem Bandaríkjamönnum gefst, er
að skapa í heiminum valdajafnvægi
er stuðlar að frelsi fólks.?
?Mesta ógn sem hægt
er að hugsa sér?
Bandaríkjastjórn ítrekaði einnig
í gær að hún væri staðráðin í að
eyða þeirra ógn er stafaði af
meintri gereyðingarvopnasmíð
Íraka. ?Virk gereyðingarvopn í
höndum hryðjuverkasamtaka eða
blóðþyrsts einræðisherra, eða sam-
bands beggja, eru mesta ógn sem
hægt er að hugsa sér,? sagði Dick
Cheney varaforseti. 
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, ákvað í gær, að neðri
deild þingsins yrði kölluð saman til
eins dags fundar í þarnæstu viku til
að ræða Íraksmálið. Blair hefur lýst
eindregnum stuðningi við þá af-
stöðu Bush að nauðsynlegt sé að
hrekja Saddam Hussein Íraks-
forseta frá völdum.
Í sjónvarpsviðtali sem sent var út
í gær rifjaði Bush upp það sem hann
hugsaði fyrst eftir að honum var til-
kynnt um hryðjuverkin í fyrra. ?Ég
man að ég sat hérna [um borð í for-
setavélinni] og hugsaði um afleið-
ingar þess sem gerst hafði, og gerði
mér grein fyrir því að þetta væri
ögurstund í sögu Bandaríkjanna.
Ég þurfti engin lögfræðiálit. Ég
þurfti enga ráðgjöf. Ég vissi að við
værum komin í stríð.?
?Óvinirnir
verða
stöðvaðir?
Washington, London. AP, AFP.
LÍTIL stúlka, ættingi eins
þeirra, sem fórust með
farþegaþotunni frá Unit-
ed Airlines, virðir fyrir
sér minningarskjöld. 
Var honum komið fyrir
við bæinn Shanksville í
Pennsylvaníu, þar sem
flugvélin hrapaði til jarð-
ar, en talið er, að farþeg-
arnir hafi snúist gegn
flugræningjunum og
komið þannig í veg fyrir
ætlunarverk þeirra. 
Ástvinar
minnst
AP

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56