Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						214. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 13. SEPTEMBER 2002
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti krafðist þess í gær að þjóðarleið-
togar heimsins þröngvuðu Saddam
Hussein Íraksforseta til að eyða gerð-
eyðingarvopnum sínum. Sagði Bush,
er hann ávarpaði allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna (SÞ), að ella væri líf
milljóna manna í hættu og að SÞ
?skiptu ekki máli? nema því aðeins að
þær byðu Írak birginn.
?Við megum ekki standa hjá og að-
hafast ekkert á meðan hættan vex.
Við verðum að tryggja öryggi okkar
og varanleg réttindi og vonir mann-
kynsins,? sagði Bush. Bandalagsþjóð-
ir Bandaríkjanna og bandaríska þing-
ið hafa verið hikandi í afstöðu sinni til
málstaðar Bush fyrir því að grípa til
vopna gegn stjórnvöldum í Írak. Kofi
Annan, framkvæmdastjóri SÞ, varaði
Bandaríkjamenn við því að ráðast ein-
ir til atlögu án stuðnings öryggisráðs-
ins.
?Írakar hafa í áratugi þrjóskast við
að verða við kröfum SÞ,? sagði Bush.
?Nú stendur heimsbyggðin öll og SÞ
frammi fyrir prófraun, erfiðri ögur-
stund. Verða ályktanir öryggisráðs-
ins virtar og þeim framfylgt eða ýtt til
hliðar án afleiðinga? Munu SÞ þjóna
því hlutverki sem var tilgangurinn
með stofnun þeirra, eða hætta að
skipta máli??
Býðst til samstarfs
Bush bauðst til að vinna með öðrum
ríkjum að gerð ályktunar sem svara
myndi ?sameiginlegu verkefni okk-
ar?. Og, sagði hann, ?ef Íraksstjórn
óhlýðnast okkur rétt eina ferðina,
verður heimsbyggðin að grípa tafar-
laust til afgerandi ráðstafana? gegn
stjórnvöldum í Írak. Virtist Bush með
þessu vera að bregðast við aukinni
andstöðu við einhliða hernaðarað-
gerðir Bandaríkjamanna til að steypa
Saddam af stóli.
Bush setti fram fimm kröfur sem
hann sagði að Írakar yrðu að ganga
að ef þeir vildu komast hjá aðgerðum
af hálfu Bandaríkjanna:
1. Írakar upplýsi nú þegar og án
skilyrða um og fjarlægi eða eyðileggi
öll gereyðingarvopn, langdræg flug-
skeyti og annan tilheyrandi búnað. 
2. Írakar hætti án tafar að styðja
hryðjuverkamenn og grípi til aðgerða
gegn hryðjuverkum eins og krafist sé
af öllum ríkjum í ályktunum örygg-
isráðs SÞ. 
3. Írakar hætti að ofsækja íraska
borgara eins og krafist er í ályktunum
öryggisráðs SÞ. 
4. Írakar leysi úr haldi eða geri
grein fyrir afdrifum allra þeirra sem
börðust í Persaflóastríðinu og ekki er
vitað um. Þeir skili jarðneskum leif-
um þeirra sem féllu, skili eignum, axli
ábyrgð á mannfalli sem varð í kjölfar
innrásarinnar í Kúveit og vinni með
alþjóðlegum stofnunum við að upp-
lýsa þessi mál, eins og ályktanir ör-
yggisráðsins kveði á um. 
5. Írakar hætti nú þegar öllum
ólöglegum viðskiptum með olíu.
Íraksstjórn fallist á að SÞ stjórni því
hvernig fjármunum sem Írakar fá í
tengslum við áætlunina um olíu fyrir
matvæli, verði varið til að tryggja að
féð verði notað til hagsbóta fyrir
írösku þjóðina.
?Brjálæðisleg markmið?
?Það sem við óttumst mest er að
hryðjuverkamenn nái að stytta sér
leið að brjálæðislegum markmiðum
sínum með því að útlagastjórn láti
þeim í té tæknibúnað til fjöldamorða,?
sagði Bush. ?Írakar hafa hæfa kjarn-
orkuvísindamenn og hafa þann búnað
sem þarf til að smíða kjarnorkuvopn.
Komi Írakar höndum yfir kjarnkleyf
efni gætu þeir smíðað sér kjarnavopn
innan árs. Sagan, rökin og staðreynd-
ir málsins leiða til einnar niðurstöðu:
Einræðisstjórn Saddams Husseins er
alvarleg og vaxandi ógn.?
Bandaríkjaforseti gerði í löngu
máli grein fyrir því hvernig hann teldi
Íraka hafa hvað eftir annað rofið þau
heit sem þeir hefðu gefið í kjölfar
Persaflóastríðsins 1991, þ. á m. loforð
um að eyða gereyðingarvopnum sín-
um og hleypa vopnaeftirlitsmönnum
SÞ inn í landið, og haft ályktanir SÞ
að engu. Saddam hefði vikið sér hjá
refsiaðgerðum og komið sér upp
vopnum. Hann kenndi SÞ um fátækt
írösku þjóðarinnar, en á sama tíma
smíðaði hann vopn og glæsihallir
handa sjálfum sér. 
?Með grimmd sinni hefur Saddam
sjálfur gert grein fyrir málstaðnum
gegn sér,? sagði Bush. Saddam hefði
ráðist á Íran 1980, Kúveit 1990, skotið
langdrægum flugskeytum á Sádi-Ar-
abíu, Barein og Ísrael, fyrirskipað að
allir á aldrinum 15 ára til sjötugs í
nokkrum kúrdískum þorpum skyldu
drepnir, beitt efnavopnum gegn Íran
og í 40 íröskum þorpum. Hefði Persa-
flóastríðið ekki verið háð hefðu Írakar
verið búnir að koma sér upp kjarna-
vopnum 1993.
?Ögurstund fyrir SÞ?
Sendiherra Íraka hjá SÞ, Moham-
ed al-Douri, fordæmdi ræðu Bush og
sagði hana hafa verið ótrúverðuga.
Bush væri rekinn áfram af hefndar-
þorsta og pólitískum metnaði. ?Hann
velur þann kostinn að blekkja um-
heiminn og sína eigin þjóð með
lengsta lygavef sem nokkur þjóðar-
leiðtogi hefur ofið.?
Bretar fögnuðu áskorun Bush til
leiðtoga ríkja heims, og sögðu hana
?ögurstund fyrir SÞ?. Jack Straw, ut-
anríkisráðherra Bretlands, sagði
ræðu Bush hafa verið ?kröftuga og
áhrifamikla?. Enginn, sem hefði heyrt
ræðuna, gæti velkst í vafa um nauð-
syn þess að brugðist yrði við þeirri
ógn er stafaði af Saddam Hussein.
Bush gerir Sameinuðu þjóðunum grein fyrir málstað sínum gegn Írak
Framferði Íraka ógn
við SÞ og heimsfriðinn
?Komi Írakar höndum yfir
kjarnkleyf efni gætu þeir smíð-
að sér kjarnavopn innan árs?
Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP.
Reuters
George W. Bush Bandaríkjaforseti ávarpar allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna í gær. Á bak við Bush situr Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ. 
Reuters
Íraskar konur í Jórdaníu fylgjast með útsendingu al-Jazeera frá ræðu
Bush í gær. Tugir þúsunda Íraka flýðu til Jórdaníu í Persaflóastríðinu.
Á meðan Bush hélt ræðuna sýndi íraska ríkissjónvarpið sápuóperur.L52159 Sérfræðingarnir/22
VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss-
lands, gaf í gær í skyn að Rússar
kynnu að hefja sitt eigið ?hryðju-
verkastríð? innan landamæra ná-
grannaríkisins Georgíu. Væri mark-
miðið að ráða niðurlögum tsjetsj-
enskra skæruliða sem sagðir eru
hafast við í Pankisi-skarði. 
?Ef Georgía stígur ekki skref í þá
átt að ráða niðurlögum hryðjuverka-
mannanna, og þeir halda áfram að
gera þaðan á okkur árásir, mun Rúss-
land grípa til viðeigandi ráðstafana,
sem yrðu í fullu samræmi við alþjóða-
lög, til að bregðast við hryðjuverka-
vánni,? sagði í bréfi sem Pútín sendi
ríkjunum fjórum, sem eiga fast sæti í
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna
ásamt Rússum. Var bréfið einnig sent
Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ.
?Rétt er að taka fram að við höfum
ekki í hyggju að grafa undan fullveldi
Georgíumanna eða vanhelga landa-
mæri þeirra, hvað þá að takmark okk-
ar sé að stuðla að stjórnarskiptum í
landinu,? sagði einnig í bréfi Pútíns.
Kom þar fram að tsjetsjenskir
skæruliðar hefðu með blessun stjórn-
valda í Georgíu flutt búðir sínar til
Pankisi, sem á landamæri að Tsjetsj-
eníu, og þar fengju þeir að dveljast al-
gerlega óáreittir.
Samkomulag við Bush?
Rússneskir fjölmiðlar hafa undan-
farna daga haft uppi getgátur um að
Pútín og George W. Bush Banda-
ríkjaforseti hafi gert samkomulag um
að sá fyrrnefndi beitti sér ekki gegn
því að Bandaríkjamenn gerðu hern-
aðarárás á Írak. Í staðinn myndi
Bush lítt hafa sig í frammi þó að
Rússar réðust gegn skæruliðunum í
Georgíu.
Sá harði tónn, sem var í bréfi Pút-
íns, er sagður hafa komið stjórnvöld-
um í Georgíu í opna skjöldu. Edúard
Shevardnadze, forseti Georgíu, sagði
þau ummæli sem höfð væru eftir Pút-
ín ?fljótfærnisleg? og kvaðst vilja
ræða málin betur.
Pútín hótar
hernaði í
Georgíu
Moskvu. AFP.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60