Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STJÓRNVÖLD í Pakistan hafa
framselt fimm meinta liðsmenn al-
Qaeda-hryðjuverkasamtakanna til
Bandaríkjanna. Mennirnir voru
fluttir með flugvél frá Pakistan í
gær en meðal þeirra var Ramzi
Binalshibh, einn skipuleggjenda
hryðjuverkanna í Bandaríkjunum
11. september í fyrra. Ekki liggur
fyrir hvert farið var með mennina. 
Þýsk stjórnvöld höfðu lýst
áhuga á að fá Binalshibh framseld-
an en Otto Schily innanríkisráð-
herra tilkynnti í gær að framsals-
krafa Bandaríkjastjórnar fengi að
ganga fyrir. Fagnaði John Ash-
croft, dómsmálaráðherra Banda-
ríkjanna, þessari ákvörðun í gær
en það hefði getað skapað nokkra
lagaóvissu ef Binalshibh hefði fyrst
verið sendur til Þýskalands, enda
er lagt bann við því í aðildarríkjum
Evrópusambandsins að framselja
þá menn til Bandaríkjanna, sem
hugsanlega eiga dauðarefsingu yf-
ir höfði sér.
Al-Qaeda-liðar til
Bandaríkjanna 
Karachi, Brussel. AFP, AP. arandstaðan í Úkraínu sakar
Kútsjma um að hafa látið myrða
Gongadze. Um er að ræða einar fjöl-
mennustu mótmælaaðgerðir sem
efnt hefur verið til í Úkraínu á þeim
tólf árum, sem liðin eru síðan landið
sagði skilið við Sovétríkin sálugu.
Eftir því var tekið að Víktor Júsh-
enkó, fyrrum forsætisráðherra, lýsti
yfir stuðningi við mótmælendur á
sunnudag. Þá vakti athygli að allar
sjónvarpsútsendingar í landinu lágu
niðri þar til skömmu áður en mót-
mælin hófust. 
TUGIR þúsunda manna tóku í gær
þátt í mótmælum sem efnt var til
víðs vegar um Úkraínu gegn
ríkjandi valdhöfum í landinu. Hróp-
uð voru slagorð gegn forsetanum,
Leoníd Kútsjma, farið var fram á af-
sögn hans og að boðað yrði til nýrra
kosninga. Má á myndinni sjá mót-
mælendur í höfuðborginni Kíev en
þar komu um 20.000 manns saman.
Boðað var til mótmælanna til að
minnast þess að í gær voru liðin tvö
ár frá því að blaðamaðurinn Heorhiy
Gongadze hvarf sporlaust en stjórn-
Krefjast afsagnar
Úkraínuforseta
AP
217. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 17. SEPTEMBER 2002
ÍRAKSSTJÓRN hefur fallizt skil-
yrðislaust á að vopnaeftirlitsmenn
Sameinuðu þjóðanna haldi aftur til
Íraks. Greindi Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri SÞ frá þessu í gær-
kvöld.
?Ég get staðfest, að mér hefur bor-
izt bréf frá íröskum stjórnvöldum,
þar sem þau tilkynna þá ákvörðun
sína að heimila vopnaeftirlitsmönn-
um að halda áfram verki sínu, án skil-
yrða,? sagði hann. Írakar hefðu enn-
fremur fallizt á að ?hefja tafarlaust
viðræður um framkvæmdaatriði
varðandi endurkomu eftirlitsmann-
anna.? Nærri því fjögur ár eru nú lið-
in síðan síðasti vopnaeftirlitsmaður-
inn yfirgaf Bagdad.
Annan sagði að ræða sem George
W. Bush Bandaríkjaforseti hélt á
allsherjarþingi SÞ í New York í síð-
ustu viku hefði hreyft umtalsvert við
alþjóðasamfélaginu. ?Nærri því hver
einasti ræðumaður á allsherjar-
þinginu skoraði á
Írak að fallast á
endurkomu vopna-
eftirlitsmanna,?
sagði Annan.
Bush skoraði í
ræðunni á SÞ að
beita öllum þeim
áhrifamætti sem
samtökin byggju
yfir til að þvinga
Íraka til að hlíta öllum þeim sam-
þykktum sem SÞ hefur gefið út varð-
andi Írak frá því Íraksher hernam
Kúveit árið 1990, einkum og sér í lagi
kröfunni um að Írakar losi sig við öll
gereyðingarvopn sem þeir réðu yfir.
?Það eru góðar fréttir,? sagði
íraski utanríkisráðherrann Naji
Sabri rétt áður en Annan tilkynnti
um innihald bréfsins sem Sabri af-
henti. Sabri lét ekki hafa neitt annað
eftir sér og yfirgaf höfuðstöðvar SÞ.
Stjórnarherrarnir í Bagdad höfðu
setið á rökstólum um orðalag bréfs-
ins í heilan sólarhring áður en það var
afhent. Sabri og Amr Moussa, forseti
Arababandalagsins, áttu fund með
Annan í gærkvöl þar sem bréfið frá
Íraksstjórn var afhent. 
?Nú mun ég leggja bréfið fyrir ör-
yggisráðið og það verður að ákveða
hvað næst skuli gera; og að sjálf-
sögðu mun hr. Blix og hans lið verða
reiðubúið að hefjast handa á ný,?
sagði Annan. Núverandi yfirmaður
vopnaeftirlitsliðs SÞ heitir Hans Blix.
Þakkar Arababandalaginu
Annan neitaði að svara spurning-
um fréttamanna, en tilkynnt var að
skrifstofa framkvæmdastjórans væri
að undirbúa birtingu bréfsins. 
Sagði Annan Arababandalagið
hafa leikið lykilhlutverk við að telja
Íraksstjórn á að láta undan. Þakkaði
Annan Moussa fyrir ?þrotlausa vinnu
hans við að sannfæra Íraka um að
heimila endurkomu eftirlitsmann-
anna.?
Samkvæmt samþykktum öryggis-
ráðs SÞ er ekki unnt að aflétta við-
skiptaþvingunum og öðrum refsiað-
gerðum sem ákveðnar voru gegn
Írak eftir innrás Írakshers í Kúveit
árið 1990 fyrr en vopnaeftirlitsmenn
staðfesta að búið sé að eyða öllum
gereyðingarvopnum í Írak. Síðustu
eftirlitsmennirnir fóru frá Bagdad
árið 1998 og strax í kjölfarið hófu
brezkar og bandarískar orrustuþotur
loftárásir á írösk hernaðarmannvirki
í refsingarskyni. Alla tíð síðan hafa
stjórnvöld í Bagdad neitað að verða
við kröfum um að vopnaeftirlitsmenn
fái að koma aftur inn í landið og ólíkt
mat fastra meðlima öryggisráðsins -
Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk-
lands, Rússlands og Kína ? á því
hvernig bregðast skyldi við hefur
haldið aðgerðum alþjóðasamfélags-
ins gagnvart Írak í pattstöðu.
Framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna fært bréf frá stjórninni í Bagdad
Írakar fallast á skilyrð-
islaust vopnaeftirlit
Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP.
Naji Sabri
Sprengja
banaði 11 
í Grozní
Moskvu. AFP.
AÐ minnsta kosti ellefu manns biðu
bana og tugir til viðbótar særðust
alvarlega þegar sprengja sprakk
nálægt útimarkaði í Grozní, höfuð-
borg Tsjetsjníu, í gær. Þetta er eitt
mannskæðasta sprengjutilræðið í
Tsjetsjníu í langan tíma.
Rússneskir fjölmiðlar sögðu tvö
börn vera meðal hinna látnu. Var
sprengjan svo öflug að lík fórnar-
lamba köstuðust allt að fimmtán
metra. Sprengjan sprakk er stræt-
isvagn ók hjá jarðsprengju, sem tal-
in er hafa verið fjarstýrð, en tsjetsj-
neskir uppreisnarmenn nota
gjarnan slíkar sprengjur. Fram
kom í fréttum ORT-sjónvarpsstöðv-
arinnar að sprengjan hefði sprungið
skömmu eftir að tvær rússneskar
liðsflutningabifreiðar höfðu ekið um
sama svæði. Þykir líklegt að tilræð-
inu hafi verið beint gegn þeim.
Fórnarlömbin reyndust hins vegar
flest óbreyttir borgarar sem leið
áttu um svæðið.
Skæruliðar sverja 
af sér alla ábyrgð
?Það er enginn vafi á því að þeir
sem frömdu þetta voðaverk voru
tsjetsjneskir skæruliðar,? sagði
ónafngreindur talsmaður yfirvalda í
Tsjetsjníu, sem hlynnt eru yfirráð-
um Rússa í lýðveldinu. ?Markmið
þeirra er að valda glundroða í
Grozní og Tsjetjsníu sem heild með
grimmdarverkum sem þessu,? sagði
hann enn fremur.
Tsjetsjnesku skæruliðarnir hafna
hins vegar allri ábyrgð á ódæðinu
og talsmaður Aslans Maskhadovs,
leiðtoga þeirra, gaf í skyn að rússn-
eski herinn hefði verið hér að verki
í því augnamiði að skaða ímynd
skæruliðanna meðal borgara í
Grozní.
50 farast í
rútuslysi í
Argentínu
Buenos Aires. AFP.
AÐ MINNSTA kosti fimmtíu
manns létu lífið, þar á meðal tíu
börn, og um 25 manns slösuðust er
fólksflutningabifreið steyptist niður
í gil í norðurhluta Argentínu, í
grennd við landamærin að Chile.
Mun fólkið hafa verið á heimleið úr
pílagrímaferð, samkvæmt því sem
lögregla greindi frá í gær.
?Búið er að staðfesta dauða 50
farþega, þar á meðal eru nokkur
börn, en þetta eru enn bráðabirgða-
tölur,? sagði Luis Cordoba, lög-
reglufulltrúi. Sagði hann yfir 70
manns hafa verið í rútubílnum er
hann fór út af veginum í fjalllendi
Cuesta del Totoral-héraðs í Norð-
ur-Argentínu á sunnudagskvöld. Er
talið hugsanlegt að hemlabilun hafi
orsakað slysið.
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52