Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						224. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 25. SEPTEMBER 2002
DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, hvatti í gær Atlantshafsbanda-
lagið (NATO) til að stofna 21 þúsund manna
hraðlið og varaði við því að brygðist bandalagið
ekki við nýrri ógn á borð við hryðjuverka-
starfsemi væri það að senda heimsbyggðinni
?neikvæð skilaboð?. Að sögn embættismanns í
varnarmálaráðuneytinu hlaut tillaga Rumsfelds,
um stofnun hraðliðs er senda mætti hvert sem er
í heiminum með allt niður í viku fyrirvara, ein-
róma jákvæðar undirtektir varnarmálaráðherra
NATO-ríkjanna, sem funduðu í Varsjá í gær.
?Ef NATO hefur ekki á sínum snærum hrað-
sveit sem er snör í snúningum og getur farið
hvert sem er í heiminum með allt niður í viku
fyrirvara er bandalagið ekki búið undir 21. öld-
ina,? sagði Rumsfeld á fundi ráðherranna.
Bandaríkin líta svo á, að stofnun slíkrar hrað-
liðasveitar sé þungamiðjan í tilraun til að breyta
NATO úr varnarbandalagi er miðist við kalda
stríðið í bandalag sem geti tafarlaust sent liðs-
afla hvert sem er í heiminum og þannig m.a.
brugðist við nýjum ógnunum 21. aldarinnar. 
Breikkandi bil á milli hernaðargetu Bandaríkj-
anna annars vegar og hernaðargetu annarra
NATO-ríkja hins vegar hefur vakið spurningar
um mikilvægi bandalagsins, sem tók ekki þátt í
aðgerðum Bandaríkjamanna í Afganistan og
virðist hafa verið sniðgengið í áætlunum banda-
ríska varnarmálaráðuneytisins um herför gegn
Írökum.
?Bandaríkjamenn vilja að NATO haldi mik-
ilvægi sínu,? hafði embættismaðurinn í varn-
armálaráðuneytinu eftir Rumsfeld. ?Við höfum
trú á bandalaginu og viljum að það nái árangri.?
Í samræmi við það hafi Bandaríkjamenn lagt
fram tillögur um hvernig skipuleggja megi
NATO þannig að það leggi sitt af mörkum til
þeirra varnarverkefna sem ?við öll stöndum
frammi fyrir?. Er þar vísað til svonefndra ?út-
lagaríkja? og hryðjuverkahópa en framkvæmda-
stjóri NATO, Robertson lávarður, vék að því í
ræðu í gær að breyta þyrfti bandalaginu til að
það gæti látið til sín taka í hryðjuverkastríðinu
og brugðist við þeirri ógn sem af gereyðing-
arvopnum stafaði. 
Samkvæmt tillögu Rumsfelds yrði hraðliðið
varanlegur her sem yrði tilbúinn til aðgerða með
viku til mánaðar fyrirvara og gæti tekið að sér
allt frá brottflutningi óbreyttra borgara frá bar-
dagasvæðum til harðra átaka. Í hraðliðinu yrðu
láðs-, lagar- og loftdeildir sem hægt yrði að
skipuleggja sérstaklega eftir því sem hvert verk-
efni krefðist.
Það myndi taka að minnsta kosti tvö ár að
koma hraðliðinu á laggirnar, fengist stofnun þess
endanlega samþykkt á leiðtogafundi NATO í
Prag í nóvember, sagði embættismaðurinn, og
það myndi því ekki taka þátt í hugsanlegri her-
för gegn Írak. ?Það mun taka marga mánuði og
ár að koma þessu heim og saman. Þetta tengist á
engan hátt Íraksmálinu,? sagði embættismað-
urinn ennfremur.
Hann sagði að varnarmálaráðherrar fjöl-
margra ríkja hefðu á fundinum með Rumsfeld
lýst ánægju sinni með tillöguna, þ. á m. varn-
armálaráðherrar Bretlands, Frakklands, Grikk-
lands, Póllands og Tyrklands. Ítalar og Spán-
verjar voru einnig sagðir hlynntir tillögunni.
Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins fagna tillögu Rumsfelds
Stofnað verði 21 þúsund
manna hraðlið NATO
Varsjá. AFP, AP.
ÆTTINGJAR tveggja palestínskra
bræðra syrgðu þá er þeir voru
bornir til grafar í Gazaborg í gær.
Bræðurnir voru drepnir í fyrra-
kvöld ásamt sjö öðrum Palestínu-
mönnum er ísraelskir skriðdrekar
réðust inn í borgina. Tveir Palest-
ínumenn til viðbótar voru drepnir í
gær.
Ísraelar kváðust ekki ætla að fara
að ályktun öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna þess efnis að þeir léttu
þegar í stað umsátri sínu um höfuð-
stöðvar Yassers Arafats Palestínu-
leiðtoga í Ramallah, en umsátrið
hefur staðið síðan 19. september, í
kjölfar tveggja sjálfsvígssprengju-
árása Palestínumanna er urðu sex
Ísraelum að bana.
?Sameinuðu þjóðirnar geta gert
það sem þeim sýnist, en Ísraelar
munu halda aðgerðum sínum áfram
uns tilgangi þeirra er náð,? sagði
ísraelskur embættismaður sem ekki
vildi láta nafns síns getið.
Reuters
Sorg á Gaza
FERÐAMAÐUR fær sér kaffisopa á
útiveitingastað við Markúsartorg í
Feneyjum í gær, en ekki er fátítt að
þar flæði þegar aðstæður eru eins
og í gær, fullt tungl, loftþrýstingur
hár og vindasamt. 
Reuters
Flóð í 
Feneyjum
VOPNAÐIR menn réðust inn í
musteri hindúa í borginni Gandhi-
nagar í Gujarat-ríki í vesturhluta
Indlands í gær og hófu skothríð, að
sögn Lal Krishna Advani, aðstoðar-
forsætisráðherra Indlands. Vitað
var með vissu að minnst 30, þar af
sex konur og fjögur börn, létu lífið í
árásinni, að sögn Advani. Hann sagði
árásina tengjast kosningum sem hóf-
ust í gær í indverska hluta Kasmír
þar sem meirihluti íbúa er íslamstrú-
ar. 
Um 500 manns sluppu heilir á húfi
úr musterinu í gær en um 40 þeirra
voru særðir. Árásarmennirnir komu
að musterinu í bifreið og ruddust
inn. Sagði Advani að um sjálfsmorðs-
árás hefði verið að ræða. Um 240
indverskir sérsveitarmenn voru þeg-
ar sendir á vettvang er fregnir bár-
ust af árásinni og umkringdu þeir
musterissvæðið sem er víðáttumikið.
Var enn barist á staðnum er síðast
fréttist og sagði lögreglumaður að
talið væri að þrír árásarmenn væru
enn innandyra.
Engin samtök lýstu ábyrgð á
hendur sér í gær en óttast var að
árásin gæti verið undanfari meira of-
beldis. Mörg hundruð manns féllu í
átökum múslíma og hindúa í Gujarat
fyrr á árinu. 
Sjálfsmorðsárás á musteri
Gandhinagar á Indlandi. AP.
FULLTRÚAR Bandaríkjastjórnar
sögðu í gær að skýrsla, sem breska
stjórnin hefur nú gert opinbera,
hefði að geyma ?ógnvekjandi? upp-
lýsingar um vopnaáætlun Saddams
Husseins Íraksforseta. Amr Saadi,
ráðgjafi Saddams, kallaði fullyrð-
ingar um að Írak gæti komið sér
upp kjarnorkuvopnum á 1?2 árum
hins vegar ?algera vitleysu?.
Kvaðst Naji Sabri, utanríkisráð-
herra Íraks, reiðubúinn til að
hleypa breskum vopnasérfræðing-
um inn í landið til að þeir gætu
sannreynt, að ekkert væri hæft í
þessum staðhæfingum.
?Þessi skýrsla styrkir efasemdir
manna hvarvetna í heiminum um
að Saddam Hussein hafi raunveru-
lega áhuga á friði,? sagði Ari
Fleischer, talsmaður Bandaríkja-
forseta, eftir að skýrslan var gerð
opinber í London. Efni hennar
virtist þó ekki hafa sannfært sér-
fræðinga í varnarmálum eða
bandalagsþjóðir Breta og Banda-
ríkjanna um nauðsyn þess að ráð-
ast skuli gegn Írak.
Sagði William Hopkinson hjá
Konunglegu rannsóknarstofnuninni
í alþjóðamálum, sem er í London,
að fátt nýtt kæmi fram í skýrsl-
unni. Hins vegar væri ekki víst að
almenningi hefði verið nákvæmlega
kunnugt um stöðu mála og því gæti
skýrslan sjálfsagt reynst notadrjúg
í þeirri viðleitni að uppfræða fólk.
Eins og áður sagði er staðhæft í
skýrslunni að Saddam geti hugs-
anlega komið sér upp kjarnorku-
vopnum á 1?2 árum. Þá er m.a.
fullyrt að Írakar eigi nú þegar
hreyfanleg efnavopn sem hægt
væri að beita 45 mínútum eftir að
skipun þar að lútandi hefði verið
gefin.
Jacques Chirac Frakklandsfor-
seti ítrekaði í gær andstöðu sína
við nokkra þá ályktun öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna sem heimila
myndi beitingu hervalds gegn Írak.
Sagði hann að aðeins örfá ríki
myndu styðja slíka ályktun. Þá
sagði Chirac að þó að menn hefðu
vísbendingar um vopnaáætlun
Saddams, í líkingu við þær sem
dregnar væru fram í skýrslu
breskra stjórnvalda, yrði að sann-
reyna þær með því að senda
vopnaeftirlitsmenn SÞ til Íraks.
Misjöfn við-
brögð við
skýrslu Blairs
Írakar segja fráleitt að sér sé að tak-
ast að smíða kjarnorkuvopn
London. AFP.
L52159 Gæti komið/18

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52